Dagur - Tíminn - 19.09.1996, Page 5

Dagur - Tíminn - 19.09.1996, Page 5
|Ditgur-®íntttm Fimmtudagur 19. september 1996 - 5 F R E T T I R Sjómannasambandið Allt að 7 0% í kvótabrask Hráefniskaup geta numið allt að 63% af heildartekjum við botnfiskvinnsluna hérlendis sam- kvæmt úttekt Sam- taka fiskvinnslu- stöðva en launa- kostnaður um 21%, en frysting bolfisks í landi er rekin með 12,5% halla. Forráðamenn fiskvinnsl- unnar eru mjög ósáttir við það raforkuverð sem henni er gert að greiða, eða 4,65 kr/kWst meðan ÍSAL greiði 1,08 kr/kWst og Járnblendi- verksmiðjan á Grundartanga 0,75 kr/kWst í raforkuverð, en til samanburðar má geta þess að raforkuverð til fiskvinnslu á Jótlandi er þriðjungi lægra en hérlendis. Minna fór fyrir um- fjöllum um kvótaviðskipti og þau áhrif sem viðskipti með þessa „sameiginlegu" auðlind landsmanna, fiskveiðiréttindin, hefur á hlutfall hráefnisverðs- ins. Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdasljóri Sjómannasam- bands íslands, segir að kvóta- kaup séu orðin ríkur þáttur í þeim fiskverðstölum, sem marg- ir framkvæmdastjórar fisk- vinnslustöðva eru að tala inn. „Við þekkjum viðskipti eins og tonn á móti tonni, og til glöggvimar getum við nefnt að fiskkaupandi sem jafnframt á skip, og óháður útgerðaraðili koma sér saman um það að fiskurinn verði keyptur á 100 kr/kg, sem þýðir að þegar skipið landar hjá þessum aðila 2 kg af fiski ætti hann að fá fyrir það 200 krónur en fær hins vegar á móti 1 kg í kvóta sem kostar 80 krónur sem dragast frá 200 krón- unum og þá er eftir 120 krónur. Það þýðir að meðalverð þessara 2 kg er 60 krónur, sem er grunnurinn að skiptum hjá sjómönn- unum,“ segir Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjó- mannasambands íslands. Þetta þýðir með öðrum orð- um að af 200 króna fiskverði renni 140 krónur í „kvótabrask“ og þessar 80 krónur sem fást fyrir kvótaflutninginn eru væntanlega færðar sem tekjur á skipið og kemur ekkert inn í vinnsluna. Hólmgeir segir að þeir sem mest hafi barmað sér á nýaf- stöðnum aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva séu einnig þeir sömu og greiði lægsta fisk- verð sem þekkist í landinu. Hluti vandans sé einnig sá að menn sjá ekki heildartölur þeg- ar þeir flytja kvótann því þeim er ekki gert skylt að skrá verð- mætið um leið og kvótinn er fluttur, heldur aðeins magnið. GG Hólmgeir Jónsson framkv.stj. Sjómannasambands íslands ^ „Þeir 8IL barma sér greiöa lægsta Jiskveröid í |fr_ landinu." Loðnuveiðin Veiðar á loðnu og sfld í október Þorvaldur Karlsson frá Nýherja, Hallgrímur Valsson frá Tölvutæki-Bókval og Sigurjón Hjaltason, sölustjóri Canon, ásamt Ijósritunarvélunum ,sem á næstu dögum verður dreift í fyrirtæki á Norðurlandi. Myrdios Risasending af lj ósritunarvélum Góðar horfur á veiðum á sumar- gotssíld við Suð- vesturland sem og Austfjörðum í október, segir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur. Loðnuflotinn hefur allur hætt veiðum og liggja flest skipin bundin við bryggju, nokkur hafa þó t.d. farið á út- hafsrækjuveiðar. Einnig hefur Sjávarútsvegráðuneytið gefið út reglugerð um bann við loðnu- veiðum fyrir Norðurlandi vegna mikillar smáloðnu í afla þeirra skipa sem voru norður af Kol- beinsey. Bannið gildir á svæði sunnan 68. gráðu og milli 18. gráðu 30’ vestur og 21. gráðu vestur, eða sem svarar línu milli Gjögurtáar og Horns og sunnan Kolbeinseyjar. Veiði ís- lenskra báta er orðin 373 þús- und tonn af 737 þúsund tonna upphafskvóta og auk þess hafa erlend skip landað 55 þúsund tonnum til vinnslu hérlendis. Hjúkrunardeildin á Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur verður lögð niður í sinni mynd og sjúklingar fluttir inn á aðrar stofnanir samkvæmt samkomulagi sem gert var um aðgerðir í rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítala. Á Heilsuverndarstöðinni eru einstaklingar sem þurfa stöð- Langmest magn hefur borist til Sigluijarðar, eða 70 þúsund tonn, þar eftir kemur Eskiflörð- ur með 42 þúsund tonn. Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur segir að gera megi ráð fyrir áframhaldandi loðnu- veiði í októbermánuði, en það beri að taka með fyrirvara þar sem haustveiði á loðnu hafi að mestu brugðist undanfarin ár. Veiðar á sumargotssfld gæti einnig hafist í októbermánuði en leyfilegt er að veiða um 100 þúsund tonn. Reikna má með að hlutfall þeirra sfldar sem fari til manneldis verði aldrei meira en á þessari vertíð og því kunni veiðitíminn að standa lengur. Stofninn hefur verið í vexti síðan 1970 og hefur veiðin að mestu verið við Austur- og Suðausturland. Hjálmar Vil- hjálmsson segir að nú megi bú- ast við að sumargotssfld gefi sig einnig við suðvesturhorn lands- ins, sem er nýlunda, en undan- farin ár hefur ekki verið hægt að veiða sfld á þeim slóðum vegna þess hve mjög hún hefur verið blönduð af smásfld. Veið- ar við Suðvesturland muni einnig auka gæði þeirra sfldar sem unnin verður á þeim slóð- um, ekki þarf að aka henni austan af ijörðum. GG ugrar hjúkrunar við, bæði gamlir og ungir. Reiknað er með að allir hinna yngri muni flytja á sérstaka deild á nýju hjúkrunarheimili sem verið er að byggja í Mjóddinni og hluti þeirra eldri. Hjúkrunarheimilið mun rýma um 80 einstaklinga, fyrsti áfangi þess verður tekinn í notkun í byrjun næsta árs og Tölvutæki-Bókval hf. á Ak- ureyri er þessa dagana að afgreiða stærstu sendingu sem fyrirtækið hefur fengið af ljósritunarvélum. Um er að ræða 40 vélar sem komu beint það verður allt komið í notkun um ári síðar. Áðurnefnt samkomulag gerir ennfremur ráð fyrir því að sjúklingar sem liggja á sjúkra- húsum og eru í brýnni þörf fyrir langtímavistun eða umönnun muni ganga fyrir um vistun á hjúkrunarstofnunum. „Þannig verður fráflæði sjúklinga frá frá framleiðanda og dugði ekki minna en 40 feta gámur undir sendinguna. Þetta er árangur af mark- aðsátaki Canon og Nýherja, en Tölvutæki tók þátt í átakinu Mjódd spítölunum til hjúkrunarstofn- ana tryggt en það eru um 80 sjúklingar inni á spítölunum í dag sem þurfa á hjúkrun að halda en ekki eiginlegri spítala- vist,“ segir Anna Birna Jens- dóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri öldrunarsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur. -gos sem umboðsaðili Nýherja á Ak- ureyri. Tilboðið virkaði þannig að kaupendur gátu sett gömlu vélina upp í þá nýju. Allar gömlu vélarnar verða seldar úr landi og má því segja að þetta sé vistvæn aðgerð, allavega fyr- ir ísland, þar sem ekki þarf að farga vélunum hér heima. Einnig eru þessar nýju Canon ljósritunarvélar mun vistvænni en eldri gerðir, þar sem óson- myndun í þeim er hverfandi lítil en hefur verið vandamál hingað til. Vélarnar voru seldar á öllu þjónustusvæði Tölvutækja, sem nær frá Blönduósi til Vopna- íjarðar. Munu starfsmenn fyrir- tækisins hafa í nógu að snúast næstu daga við að afgreiða vél- ar en þess má geta að verðmæti sendingarinnar er um 15-17 milljónir. HA Reykjavík Nýtt hjúkrunareiinili í

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.