Dagur - Tíminn - 19.09.1996, Side 6

Dagur - Tíminn - 19.09.1996, Side 6
. 4- 6 - Fimmtudagur 19. september 1996 F R É T T I R Þegar Akureyrar- bær tók við málefn- um fatlaðra á Eyja- fjarðarsvæðinu af ríkinu sköpuðust ýmsir spennandi möguleikar á nýj- ungum í opinberri þjónustu. Verkefnatilflutningur frá ríki til sveitarfélaga hef- ur mjög verið í brenni- depli upp á síðkastið. Skemmst er að minnast þess að sveitar- félögin tóku alfarið við grunn- skólunum en svipuð þróun er að eiga sér stað á fleiri sviðum. Vera kann að þessi mál veki h'tinn áhuga hjá hinum al- menna borgara, sem er miður því markmið þessarar þróunar er einmitt að færa þjónustuna og ákvarðanatökuna heim í hérað og þar með nær fóikinu. Á Akureyri eru afar merkilegir hlutir að gerast á þessu sviði, hlutir sem er vert að líta nánar á en þeir tengjast því að fyrr á árinu tók Akureyrarbær við stórum málaflokki af ríkinu, þ.e. þjónustu við fatlaða á Eyjafjarðarsvæðinu, en hún var áður í höndum Svæðis- skrifstofu um málefni fatlaðra á Norðurlandi eystra. Undanfarið hefur verið í gangi skipuiagsvinna sem mið- ar að því að samræma þessa þjónustu og þá almennu þjón- ustu sem Akureyarbær hefur veitt, með það að markmiði að auka skilvirkni, einfalda að- gang neytenda og nýta sem best mannafla og fé sem veitt er til hennar. Þjónusta sem fleiri aðilar hafa séð um til þessa á að sameinast undir einn hatt og í því sjá menn ýmsa möguleika. Skipuð var þriggja manna verkefnisstjórn til að annast þá vinnu og skil- aði hún frumtillögum til bæjar- yfirvalda fyrir skömmu. Nú styttist í að bæjaryfirvöld taki afstöðu til endanlegra tillagna og þá jafnframt að breytingar á þessu sviði líti dagsins ljós. En hverjar verða þessar breyt- ingar? Til að svara því var leit- að til Þórgnýs Dýrfjörð, en hann var einn af þeim sem sat í áðurnefndri verkefnisstjórn. Þrír flokkar „Það má segja að við séum að reyna að innleiða nýja hugsun á þessu sviði, a.m.k. hér á landi. Grunnhugmyndin er sú að veita fólki þjónustu eftir því hverjar þarfir þess eru en veita ekki þjónustu eftir einhverjum skilgreindum hópum fólks, t.d. fatlaðir, aldraðir o.s.frv. Mis- munandi hópar fólks geta haft þörf fyrir sömu þjónustu,“ sagði Þórgnýr. Skipulagsvinnan hingað til hefur einkum farið þannig fram að starfsfólk hefur unnið í liðum að lausn einstakra verkefna sem skipt hefur verið í þrjá megin flokka: Atvinnu- þjónusta, búsetuþjónusta (eða heimaþjónusta) og ráðgjafar- þjónusta. AKUREYRI eða varanlega þjónustu vegna fötlunar, öldrunar, veikinda eða slysa. Undir þetta mun þá falla rekstur sambýla fyrir fatl- aða, skammtímavistun, hð- veisla og frekari liðveisla við fatlaða og sameinuð heimilis- þjónusta Akureyrarbæjar og heimahjúkrun Heilsugæslu- stöðvarinnar. „Einn af mörgum möguleik- um sem opnast þega öll heima- þjónustan verður komin á eina hendi er að starfsfólk geti unn- ið bæði á sambýlum og við heimaþjónustu en slíkt hefur gefist vel víða erlendis. Auk samræmingar og hagræðingar mun það að koma verkefnum undir einn hatt einnig leiða til þess að hægt verður að draga smátt og smátt úr stofnana- þjónustu en auka um leið heimaþjónustuna. Þannig verði fólki gert kleift að vera eins lengi heima og hægt er,“ sagði Þórgnýr. Ráðgjafaþjónusta og atvinnuþjónusta Tillögur verkefnisstjórnarinnar í þessum efnum ganga í stuttu máli út á að sameina ráðgjafa- deildir Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra og ráðgjafa- deild Akureyrarbæjar. Þrátt fyrir tilvist ráðgjafadeildarinn- ar er gert ráð fyrir að í búsetu- deild starfi ráðgjafi og jafnvel einnig í atvinnudeildinni. Skipulag atvinnuþjónust- unnar eða atvinnudeildarinnar er sá hluti þessarar samræm- ingar sem á einna lengst í land, að sögn Þórgnýs. í gangi er vinna við endurskipulagn- ingu vinnumiðlunarskrifstof- unnar á Akureyri, sem í dag sér um skráningu atvinnu- lausra og ýmislegt því tengt. Tillögur verkefnisstjórnarinnar gera ráð fyrir að starfsmaður sem séð hefur um atvinnuleit fatlaðra gangi til liðs við hina nýju deild. Þá verði starfsemi Iðjulundar og Plstiðjunnar Bjargs sameinuð. Iðjulundur er verndaður vinnustaður en á Plastiðjunni Bjargi hefur fólk verið í tímabundinni starfs- þjálfun áður en það reynir fyr- ir sér á vinnumarkaði. Hug- myndin er að þessir tveir stað- ir falli undir stjórn atvinnu- deildarinnar og einnig starf- semi Hæfingarstöðvarinnar. í Hæfingarstöðinni er veitt sér- hæfð og einstaklingsmiðuð þjónusta og er markmiðið að einstaklingarnir geti hafið störf á vernduðum vinnustað. „Verði af stofnun deildarinnar hefði hún yfir „breiðum" flokki úr- ræða að ráða, allt frá því að veita atvinnuleitanda upplýs- ingar um hvar vinnu er að fá, til þess að veita mikinn stuðn- ing á vinnumarkaði, verndaða vinnu eða tímabundna í endur- hæfingarskyni," sagði Þórgnýr. Gera gott betra Að sögn Þórgnýs hafa menn fulla trú á að þetta verkefni takist vel. „Auðvitað byggir það á því að við erum að taka við góðu búi. Fjölmargt í þessum efnum hefur verið vel gert og nægir að nefna það sem gerst hefur í búsetumálum fatlaðra á svæðinu á síðustu árum. Þetta nýja skipulag er m.ö.o. ekki lausn á einhverju neyðar- ástandi heldur tilraun til þess að gera enn betur,“ sagði Þór- gnýr. HA Starfsmaður Plastiðjunnar Bjargs að störfum. Mynd GS „Einn af mörgum möguleikum sem opnast þega öll heimaþjónustan verður komin á eina hendi er að starfsfólk geti unnið bæði á sambýlum og við heimaþjónustu en slíkt hefur gefist vel víða erlendis. Búsetuþjónusta Hugmyndirnar um búsetuþjón- ustuna eru elstar og hafa feng- ið mesta umfjöllun til þessa. Að sögn Þórgnýs byggja þessar hugmyndir að verulegu leyti á því að hægt verði að sameina heimahjúkrun Heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri og heimilisþjónustu Akureyrar- bæjar og að rammafjárveiting- ar fáist til öldrunarþjónustu. Þórgnýr Dýrfjörð. Það byggir aftur á því að samningar takist milli bæjarins og ríkisins um að Akureyrar- bær yfirtaki starfsemi heilsu- gæslustöðvarinnar. Samningar um það hafa staðið yfir um nokkurt skeið og ættu línur að skýrast innan skamms. Þar með myndi enn einn stór mála- flokkur flytjast til bæjarins. Samkvæmt hugmyndum um búsetuþjónustu er lagt til að sett verði á fót deild sem hafi að meginmarkmiði að þjónusta alla þá sem þurfa á félagslegi aðstoð að halda við að búa á heimilum sínum. Rétt á þjón- ustu deildarinnar ættu allir þeir sem þurfa tímabundna Pj/snuHíít, svaídíKskrií’stofu sum.o Akuruvrarha'íuf líiesm: j Atvinnudeild Búsetudeild Báðgjaiardoild í - atvinnuleysisskráning I i • atvinnuleit j • verndaður vinnustaður* 1 ! • ráðgjöf i• átaksverkefni • sambýli fatlaðra • frekari liðveisla • liðveisla • skammtímavistun • heimilisþjónusta* heimahjúkrun* • fjárhagsaðstoö i • barnavernd i • félagsleg ráðgjöf • stuoningsúrræði í • greining og ráðgjöf fyri j fatlaða i •félagslegar leiguíbúðir ^ *(Plastiöja Bjarg, Iðjulundur i i og Haefingarstöo) “(sameinað, þjónusta I veitt í heilsugæsluumdæmí með samningi við nágranna- Verkefni sem áður tilheyrðu svæðisskrifstofu eru skáletruð á myndinni. A:T:H:: ENN ER AÐEINS UM TILLÖGUR AÐ RÆÐA

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.