Dagur - Tíminn - 19.09.1996, Page 8

Dagur - Tíminn - 19.09.1996, Page 8
Jlagur-Œí Fimmtudagur 19. september 1996 JDttgur- ÍEmmm Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Hörður Blöndal Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Brautarholti 1, Reykjavík Símar: 460 6100 og 563 1600 Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Graent númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 Björk í fyrsta lagi Öllum er brugðið við þau tíðindi að Björk Guð- mundsdóttir skuli þurfa að greiða jafn hátt gjald fyrir frægð sína og raun ber vitni. Póstsprengja til hennar frá geðveikum manni sýnir að litla stúlkan frá íslandi er orðin hættulega stór í vondum heimi. Allir vona að hún geti áfram unnið að tónlist sinni hvar sem hún kýs - í friði og hamingju. En vandi Bjarkar er ekki bara útlendir sjúklingar. í öðru lagi Hér á landi er svo komið að Björk getur ekki fund- ið frið. Bæði hún og faðir hennar hafa lýst því hvernig furðulega innrætt fólk hefur gert aðsúg að henni. Björk sem engum hefur gert neitt nema lifa sínu lífí er orðin friðlaus í eigin heimalandi. Þessi skammarlega framkoma er fyrir neðan allar hell- ur og segir meira um okkur sjálf en hana. Það er ófögur lýsing. í þriðja lagi Þjóð okkar er margt til lista lagt, en á heimsmet í heimóttarskap. Almennt er fólk á móti þeim sem skara framúr. Stöku sinnum leyfir mannskapurinn sér þó að fara algjörlega yfir strikið í barnalegri hamingju yfir velgengni einstaklinga sem bijótast úr viðjum almennrar meðalmennsku. Ekki til að samgleðjast, heldur til að slá eign sinni á frama annarra. Aldrei sleppir almenningur þó sjónar á tækifæri til að hlakka yfir óförum þeirra sem lifa hátt, fara með himinskautum og taka áhættu. Þá fyrst er fólkið ánægt þegar einhverjum mistekst. Þess vegna fær Björk fyrir ferðina hér heima: hún nær árangri - án okkar. Stefán Jón Hafstein. V____________________________________________________) Sp mmsj Utó Á sjávarútvegsháskóli Sameinuðu þjóðanna að verða staðsettur í Reykjavík? Jón Þórðarson forstöðumaður Sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri S Eg sé enga sérstaka ástæðu til þess. Þetta er öðru fremur pólitfsk ákvörðun og hlýtur að stangast á við aðrar póli- tfskar ákvarðanir. Tækni- lega og faglega er ekkert því til fyrirstöðu að skólinn rísi á Akureyri. Hins vegar er hægt að gefa sér niðurstöðu nefndarinnar fyrirfram þeg- ar hún er 100% skipuð íbú- um í Reykjavík, sem hafa hagsmuna að gæta fyrir stofnanir sínar. Menn virð- ast leita að ákveðnu svari og skipa þá í nefndina í sam- ræmi við það. Guðlaugur Þór Þórðarson formaður SVS S Eg hef ekki kynnt mér þetta mál nægilega til að hafa myndað mér einarða skoðun á því. Hins vegar finnst mér athyglis- vert hve vel Háskólinn á Ak- ureyri hefur sinnt sjávarút- vegsmálum - ekki síst í tæknilegu tilliti - þannig að við fyrstu sýn finnst mér Akureyri koma vel til greina. ♦ ♦ Heimir Ingimarsson bœjarfulltrúi G-listans á Akureyri Svarið er einfalt, nei. Stjórnvöld hafa lýst yfir að hér á Akureyri verði uppbygging í matvælaiðnaði og það varðar framhalds- menntun eins og annað. Sjávarútvegsdeild Háskól- ans á Akureyri er dæmi um þetta og ég tel eðlilegt að ákvörðun um staðsetningu sjávarútvegsskólans taki mið af þessu. Steingrímur J. Sigfússon formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis * Eg tel að jafnstór hluti námsins og auðið er ætti að fara fram í tengslum við Háskólann á Akureyri. Það er stefna Al- þingis að efia miðstöð rann- sókna og fræðslu í sjávarút- vegi á Akureyrar- og Eyja- fjarðarsvæðinu. Það væri stílbrot á þeirri stefnu ef þetta nám yrði sett niður í Roykjavík og ég óttast að það muni draga úr hinnu markvissu uppbyggingu norðan heiða. Eg sé fyrir mér að námið yrði bæði í Reykjavík og á Akureyri. s IWI táStíMI ífWU^ Eiginleikar lúpínunnar Lúpínan er merkileg jurt. Það er ekki bara þessi dýrmæti eig- inleiki hennar að geta þrifist í nánast hvaða jarðvegi sem er og framleitt sitt eigið köfnunar- efni, heldur hefur hún reynst hafa einstaka hæfileika til þess að draga fram þann eiginleika okkar Islendinga, sem einkenn- ir okkur umfram aðrar þjóðir, sumsé þrætubókarlistina.“ Skrifar Guðbrandur Þorkell Guðbrands- son í Moggann í gær. Saklausir sjóarar „Sagt er að prestur nokkur í til- teknum landshluta hafi sagt að þar lygju menn með þögninni. Sama má segja um túlkun Haf- rannsóknastofnunar hvað varð- ar tilraunastarfsemina um „uppbyggingu" þorskstofnsins í tvo áratugi. Allar hafa tilraun- irnar misheppnast og saklaus- xun veiðimönnum sífellt kennt um „ofveiði". Skrifar Kristinn Pétursson fiskverkandi í Moggann. Vœsir ekki um fólkið „Það væsir ekki um fólkið. Það horfir á sjónvarp og myndbönd og fær sér kaffi. Það er nóg af öllu.“ Fólkið sem naut þessara dásemd^ varð reyndar veðurteppt í Fagranesinu í Þor- lákshöfn í 15 tíma. Mogginn hefur ofan- greint eftir skipstjóranum. Varað við forsetaheimsókn Skyldi um aldamótin verða eftir á landinu lófastór blettur, sem ekki hef- ur orðið aðnjótandi opinberrar heim- sóknar forseta íslands ? Ef út í það er farið, skyldi verða ein einasta lítil saumastofa, sjoppa, eða bara einkaheimili, sem náðarsól æðsta embættis þjóðarinnar hefur ekki ein- hvern tímann skinið á, þó ekki nema í smástund? Það er ekki bara nýkjörinn forseti, sem er duglegur að heimsækja þjóð- ina. Forveri hans dró heldur ekki af sér og meira að segja forverar hennar brugðu sér stundum af bæ innanlands, þó ekki væri það kannski með jafn markvissum og alltumfaðmandi hætti og nú virðist orðin hefð fyrir. Þegar ný öld gengur í garð verða hver hóll og þúfa að öllum líkindum ekki bara vel og kyrfilega heimsótt af forseta, heldur margheimsótt. Nú er ekki endilega ætlunin að setja út á bessa heimsóknagleði blessaðra forsetanna. Þetta eru oftast mjög sætar heimsóknir þar sem forsetinn hefur það huggulegt með þjóðinni, fögur orð falla á báða bóga og allir fá kærkomið tækifæri til að fara í sparifötin og sýna það besta á sínum stað. Á föstudaginn kemur er það Barða- strandasýsla sem fer í sparifötin. Spurningin er hins vegar hvort hinar sýslurnar fá að sjá mikið af þeim sparifötum, því sýslumaður Vestur- byggðar hefur ein- dregið varað fjöl- miðlafólk við því að sýslan sé sem næst ófær. Þessi umhyggja fyrir blaðamanna- stéttinni er svo óvanaleg að ýmist hljóta jafnvel þeir alhörðustu innan hennar að komast við, eða fara að velta fyrir hvort ekki liggi þarna fiskur undir steini. Vill sýslumaðurinn kannski ekki láta okkur sjá að hann er ekki búinn að hengja upp mynd af þjóðhöfðingjanum, „sem slíkum“, smbr. orðalag kosningastjórans, á skrifstofunni. Eða er sýsli búin að kaupa mynd en finnst. það hálf pínlegt miðað við íjaðrafokið sem orðið hefur um þau mál öll ? Hvað sem því líður -og hugleiðing- um aðsóknarkenndra blaðamanna á síðkvöldum- þá stendur valið sam- kvæmt sýslumanni milli þess að fylgja forsetahjónunum eftir á tofærutröllum eða fara hvergi. En er eitthvað varið í heimsókn sem enginn fréttir af nema heimsækjand- inn og sá heimsótti? Mér vitanlega hefur ekki nema einu sinni legið við að slíkt yrði uppi á teningnum í forseta- heimsókn. Það var í einni af allra fyrstu opinberu innanlandsheimsóknum fyrr- verandi forseta, sem á sínum langa og farsæla ferli þróaði þetta heimsókna- munstur upp í hreint listform. Þá átti líka sýslumaður hlut að máli og var sá, líkt og þjóðin öll í þá daga, nýgræðingur á sviði forsetaheimsókna. Það reið því á að láta allt fara eftir settum reglum, þannig að þegar full- trúar eins ijölmiðilsins brutu það af sér að aka næst á eftir forsetalímósín- unni inn langan fjörð, reiddist sýslu- maður og ákvað að setja viðkomandi ljölmiðil í straff. Refsingin fólst í því að fá ekki að fara með forsetanum í siglingu daginn eftir, heldur þurfa að standa eins og glópar á bryggjusporðinum um morg- unin og horfa á eftir kollegunum, hróðugum á dekkinu með forseta og sýslumanni, sigla inn í sólarupprásina. Þetta horfði vægast sagt illa. Og hvað átti að segja fréttastjóranum fyrir sunnan? Svo vel hagaði hins vegar til að fréttaritari hins straffaða íjölmiðils í plássinu var góður og gegn guðsmaður af gamla skólanum, sem tókst, skömmu áður en landfestar voru leyst- ar, að finna fyrirgefningunni stað í hjarta sýslumanns. Um borð fór öll hersingin og sendi þessar lika fínu og fallegu myndir og frásagnir af ferðinni. Krafa sýslumanns Vesturbyggðar ætti því að vera sú að fá bundið slitlag á alla Barðaströndina fyrir morgundag- inn, svo þjóðin missi nú ekki úr heila forsetaheimsókn. H.H.S. 3íildwt Melga

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.