Dagur - Tíminn - 19.09.1996, Side 10

Dagur - Tíminn - 19.09.1996, Side 10
10- Fimmtudagur 19. september 1996 .JDagur-'ÍEmrám £ KARFA • Tindastóll SKÍÐI Ungverskur leik- maður sendur heim Alpalandsliðið ælir með Finnum eða Hollendingum Körfuknattleiksdeild Tinda- stóls hefur ákveðið að gera ekki samning við ungverskan leikmanninn Istvan Zsotér sem æft hefur með liðinu að undanförnu. Zsotér var fenginn til liðsins að frumkvæði hins ungverska þjálfara liðsins, en stóð ekki undir væntingum. Halldór Halldórsson, formað- ur körfuknattleiksdeildar Tinda- stóls sagðist eiga von á því að hinn erlendi leikmaðurinn, Jos- eph Ogoms, yrði ekki hjá félag- vegna beinnar útsendingar. Sól var og 32 stiga hiti og Gísli segist hafa verið hræddastur um það að líða útaf á línunni. Hann þraukaði og náði að ljúka leikn- um, eins og þúsxmd öðrum knattspyrnuleikjum sem hann hefur dæmt á tuttugu ára farsæl- um ferli. Gísli dæmir sinn síð- asta leik um aðra helgi, leik Stjörnunnar og Breiðabliks í 1. deiid karla, en blaðamaður Dags-Tímans ræddi við hann eftir leik Pórs og Völsungs, þar sem Gísli blés í ílautuna í næst- síðasta skipti. „Ég byrjaði upphaflega á því að dæma fyrir félagið, ég hef verið í Val öll þessi ár. Ég var 27 ára þegar ég tók prófið og hafði þá verið að gutla í fótbolta í tutt- ugu ár. Áhuginn var geysilegur og hvatningin ýtti undir það að ég fór í dómgæsluna. Upphaf- lega ætlaði ég bara að dæma í yngri flokkunum, en ég fékk fljótt að fara á línuna í fyrstu deildinni," segir Gísli þegar hann er spurður af því af hverju hann hafi valið þetta starf. - En hvað fœr menn til að standa í þessu, ár eftir ár? „Eftir því sem maður fer hærra upp í þessu, hættir maður að búast við þakklæti. Félagsk- apurinn er hins vegar mjög góð- ur. Núna fáum við greitt fyrir þetta, en það eru ekki mörg ár síðan að það komst á. Þegar maður sagði fólki að maður fengi ekkert fyrir þetta, þá var bara litið á mann og hugsað: „Sá er klikkaður." - Hefurðu fengið eftirminnileg verkefhi? „Já, ég hef verið heppinn með þau. Ég hef dæmt á Norður- landamóti og ég náði að vera FIFA-línuvörður í eitt ár. Eitt eftirminnilegasta atvikið á ferlin- um var samt þegar ég fór á Norðfjörð í fyrsta sinn. Ég fór einn austur og fékk lxnuverði frá Hornafirði. Þegar komið var á leikstað, áttaði annar línuvörð- urinn sig á því að hann hafði gleymt töskunni með búningn- um. Hann var stór og mikill að vexti og ekki reyndist unnt að fá lánsbúning og hann varð því að vera eins og hann stóð, í smekk- gallabuxum, í sandölum á mal- arvellinum og með alla áhorf- endurna í bakið. Við byrjuðum leikinn, en línuvörðurinn var al- veg búinn á taugum því áhorf- endur hlógu og gerðu grín að inu í vetur. Ogoms sleit liðbönd í fingri og ljóst er að hann þarf að vera að minnsta kosti sex vikur í gifsi. Halldór sagði að leitað yrði að mönnum erlendis til að fylla skarð þeirra. Tindastólsliðið hefur átt erfitt uppdráttar í haustleikjunum og þessu nýjustu vandræði eru ekki til að bæta ástandið. Liðið hefur meðal annars tapað ■ öllum þremur æfingaleikjum sínum gegn Þór, sem ekki er með sterkt lið á pappírnum. honum. í hálfleiknum bað ég hann bara um að flagga þegar boltinn færi útaf, því hann var hættur að þora að lyfta upp flagginu af ótta við að fá glósur frá áhorfendum." - En er einhver munur á því að dœma knattspyrnuleik í dag og þegar þú varst að byrja fyrir tuttugu árum. „Það er mun stífar tekið á grófum leik í dag. Sem dæmi þessi leikur hér á Akureyri, hann var ekki harður en samt eru sjö gul spjöld í leiknum. Fyrir tuttugu árum síðan hefði þetta átt að vera spjaldalaus leikur. - Hvað er það versta sem dómari lendir í? „Það versta er þegar leik- menn tuða í dómaranum, hann getur ekki gert annað til að fá vinnufrið heldur en að gefa áminningu. Það eru 22 leikmenn inn á vellinum og fyrir utan það að| mennirnir á varamanna- bekkjunum geta verið snaróðir. Ég hef oft sagt við kollega mina að við erum ekki neinar barnap- íur á leikvellinum, en margir leikmenn haga sér þannig að Skíðasambandið hefur á undanförnum vikum átt í viðræðum við alpalandshð Finna og Hollendinga, um að ís- lenska alpalandsliðið muni æfa með annarri hvorri þjóðinni í vetur. Samningar eru nú á loka- stigi og er jafnvel reiknað með því að málin verði komin á hreint í vikulok. Fimm lands- liðsmenn eru í íslenska alpalið- inu sem valið var fyrir nokkru og landsliðshópar Finna og Hol- það er verra við þá að eiga held- ur en börn á leikskóla. Maður reynir að veifa þeim í burtu, en ef þeir elta mann uppi, þá eru þeir bara að biðja um spjald." - En er mikill munur á áhorf- endafjölda, nú og þegar þú byrj- aðir? „Það hefur orðið fækkun, en það er náttúrulega mikið meira um að vera og mun meiri af- þreying í boði. Fólk er vill oft ekki horfa á níutíu mínútna leik, þegar það getur svo séð bestu kaflana í sjónvarpinu. Þá virðist bara vera stemmning í kringum þau lið sem eru á toppnum hverju sinni. Svo finnst mér vanta leikgleði og mér hefur fundist hana vanta í nokkur ár. Þetta á að vera skemmtun og ef leikmennirnir hafa ekki gaman af þessu, þá verða þeira að átta sig á því og forráðamennirnir líka, að áhorfendur hafa ekkert gaman af því að horfa á leikinn. Því þetta smitar útfrá sér eins og sjúkdómur." - Dómarar mega dœma til fimmtugs. Langar þig ekki til að vera með í eitt ár enn? „Ég held ég sé búinn að lofa lendinga eru litlu stærri. „Þetta eru landslið sem eru smá í sniðum og sjá hagnað í því, rétt eins og við að reka landsliðin í sameiningu og spara í leiðinni. Stærri hópur á betra með að ná hagstæðum samningum, til að mynda þegar x Alpana er komið og getur skipt með sér ýmsum fasta- kostnaði," sagði Kristinn Svan- bergsson, framkvæmdastjóri Skíðasambandsins. fjölskyldunni sl. tvö þrjú ár að hætta og ég ætla að standa við það núna. Fg er sáttur við feril- inn og vil ekki standa fyrir ungu mönnunum. Ég man eftir því sjálfur þegar ég beið eftir því að komast upp, að mér fannst eldri dómarnir vera farnir að dala. Merm eiga að þekkja sinn vitjun- artíma. Þegar menn eru orðnir rúmlega fertugir þá þurfa þeir að æfa allan ársins hring, því það fer enginn í gegn um þetta þrek- próf eða heldur heilan leik út, nema að vera í góðu forrni." - En hefur þú einhvern tímann lent í að dœma leik, þar sem allt hefur gengið upp? „Ég held að við dómararnir getum aldrei lent í því að full- kominn leik, - einhvern drauma- leik á sama hátt og leikmennirn- ir geta skorað draumamörk einu sinni á ferlinum. Það er hins vegar ágæt regla að þegar fólk man ekki eftir því hver dæmdi ieikinn þá er það til marks um að hann hafi staðið sig vel og það eru bestu meðmæli sem dómari getur fengið.“ „Þetta er ein af þeim leiðum sem við sjáum til sparnaðar, en skíðaíþróttin fékk á sig kalda sturtu frá veðurguðunum síð- asta vetur. Lítill snjór var í íjöll- um og það varð til að stór- minnka tekjur, bæði hjá félög- unum og sambandinu sjálfu," sagði Kristinn. Pólverjinn Kaminski, sem þjálfað hefur íslenska alpa- landsliðið undanfarin tvö ár, var ekki endurráðinn, en alpa- greinanefnd hefur þegar valið A-landslið fyrir veturinn. Það er skipað þeim Kristni Björnssyni frá Ólafsfirði, Arnóri Gunnars- syni frá ísafirði, Theódóru Mat- hiesen úr Reykjavík, Brynju Þorsteinsdóttur frá Akureyri og Sigríði Þorláksdóttur frá ísa- firði. Þau hafa öll hafið æfingar fyrir veturinn, en mörg þeirra eru í skólum erlendis. Heims- meistaramótið í alpagreinum fer að þessu sinni fram í Sestri- ere á Ítalíu í febrúar. Daníel Jakobsson frá Ólafs- firði er eini A-landsliðsmaður- inn í norrænum greinum, en hann mun vera við æfingar í vetur á Norðurlöndunum. Gera má ráð fyrir því að hann spreyti sig á móti bestu göngumönnum heims á heimsbikarmótum og heimsmeistaramótinu, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi í febrúar. • Tony Adams, fyrirliði Arsenal og fyrrum fyrirliði enska lands- liðsins, tilkynnti sl. laugardag að hann væri áfengissjúklingur. „Ég er byrjaður að sækja fundi hjá AA og hef stigið fyrstu skrefin í átt að bata. Ég á enn langt í land og margt sem ég þarf að vinna mig út úr,“ sagði Adams, sem er 29 ára. Barátt- an við Bakkus hefur staðið yfir lengi og hann hefur þurft að sitja í fangelsi fyrir að aka ítrekað undir áhrifum áfengis. Hann hafði ekki smakkað áfengi í Qóra mánuði áður en England féll úr keppni í undan- úrslitum í EM í sumar en strax eftir leikinn datt hann ærlega í það. Eiginkona hans hefur einnig áttt við vandamál að stríða en hún leitaði hjálpar á heilsuhæli í sumar til að yfir- vinna kókaínfíkn sína. • Guðni Bergsson spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu með Bolton þegar hann kom inn á sem varamaður á 76. mínútu gegn Portsmouth á laugardag. Bolton vann 2:0 og komst á toppinn. • Fréttir herma að Jamie Red- knapp sé ekki sáttur við að vera á bekknum hjá Liverpool og vilji fara til annars félags. „Ég er vanur að leika í aðalliði og sætti mig ekki við neitt ann- að,“ segir Redknapp. • Kenny Dalglish segist tilbúinn að heQa aftur störf sem fram- kvæmdastjóri og bíður eftir til- boðum. „Ég mun taka því til- boði sem ég tel áhugaverðast og það gæti vel verið eitthvað í annarri eða þriðju deild,“ segir Dalglish. KNATTSPYRNA • Gísli hættir aö dæma eftir tuttugu ára feril Eigum ekki að vera neinar bamapíur inn á leikvellinum Gísli Guðmundsson dómari leggur flautuna á hilluna eftir- þetta keppnistímabil. Hér er Gísli í miðjunni, ásamt þeim Helga Indriðasyni t.v. og Marinó Þorsteinssyni, eftir leik á Akureyrarvellinum. Mynd: fe

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.