Dagur - Tíminn - 03.10.1996, Side 1

Dagur - Tíminn - 03.10.1996, Side 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Fimmtudagur 3. október 1996 79. og 80. árgangur 188. tölublað Verð í lausasölu 150 kr. Eldgos í Vatnaj ökli ikil eldvirkni var í gær í gosstöð norðan Grímsvatna í Vatna- jökli. Eldgosið braut sér leið upp í gegnum 400-500 metra þykka íshellu á fimmta tíman- um í gærmorgun á sama stað og mikið gos varð árið 1938. Gígurinn er um einn km í þvermál og náði strókurinn 5 km hæð. Aðallega var um gufu að ræða en einnig fylgdi nokk- urt öskufall sem dreifðist víða um landið í gær þótt í litlum mæli væri. Samfara eldsum- brotunum hækkaði vatn mikið í Grímsvötnum og töldu vísinda- menn í gær aðeins spurningu um tíma hvenær hlaup hæflst í Skeiðará. Veginum yfir Skeiðar- ársand var lokað í gærkvöldi auk þess sem flugsamgöngur lágu að mestu leyti niðri. Al- mannavarnir lýstu yfir hættu- ástandi frá gosstöð að Öxarfirði til austurs og vestur að Húna- flóa í lofti og bændum var ráð- lagt að hýsa búfénað vegna hugsanlegra eituráhrifa frá gosösku. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Norrænu eldfjaflamiðstöðinni flaug tví- vegis yfir eldstöðina í gær, árla morguns og síðdegis. Helsta breytingin á milli könnunar- fluganna var að nýr sigketill hafði myndast rétt norðan við aðalgosopið og telur Freysteinn hugsanlegt að þar muni gos brjótast upp á yfirborðið. „Sprungan virðist hafa lengst um tvo kílómetra frá í gær [fyrradag] en virknin hefur að langmestu leyti einangrast við þennan stað þar sem gosið kemur upp úr jöklinum. Það voru heldur meiri sprengingar í fyrra fluginu en þvermálið á gígnum hafði greinilega aukist, þetta er mikill gígur, um 1 km í þvermál. Það er ekkert sem bendir til þess að gosið sé í rén- un,“ sagði Freysteinn í samtali við blaðið í gærkvöldi. Vatnsmagnið í Grímsvötnum jókst verulega í gær og var áætlað 5000 rúmmetrar á sek- úndu sem samsvarar tíföldu vatnsmagni Þjórsár. Áætlanir gerðu ráð fyrir að Skeiðará myndi hlaupa snemma morg- uns en hitt er einnig hugsanlegt að hlaup verði í Jökulsá á Fjöll- um þar sem sigketilinn sem myndaðist í gær er á mörkum vatnaskila Vatnajökuls. Bryndís Brandsdóttir jarð- eðlisfræðingur hjá Raunvísinda- stofnun Háskólans segir erfitt fyrir jarðvísindamemi að fylgjast með framgangi mála, bæði vegna lélegs skyggnis og einnig hafi eldstöðin við Gríms- vötn ekki verið mikið rannsök- uð „Það er ómögulegt að spá fyrir um hve lengi þessi kraftur helst. Ef við hefðum betri mæl- ingar og hefðum fylgst með þessu eldfjalli í langan tíma væri e.t.v. hægt að spá fyrir um framvindu en við þekkjum af- skaplega lítið til eldgosa á þessu svæði. í Kröflueldum gát- um við fylgst með kvikuhólfum og spáð í gosvirkni út frá því en við höfum ekki tök á því núna,“ sagði Bryndís. Gosstrókurinn samanstendur aðallega af gufu og hefur lang- mesti hluti öskunnar fallið á jökulinn. Gosaska féll þó í litl- um mæli víða um landið í gær en að sögn Eyjólfs Þorbjörns- sonar veðurfræðings dró vot- Mynd: Þorleifur Bjamason. Frá upphafi eldgossins í gærmorgun. Mynd: Freysteinn Sigmundsson. viðri úr dreifingu öskunnar. Miðað við veðurspá er hugsan- legt að aska geti fallið víða um land í dag. Þess má geta að Veðurstofa íslands var í samstarfi við dönsku veðurstofuna sem reiknaði út líklegan feril ösk- unnar. Þetta mun í fyrsta skipti sem þessi samvinna er viðhöfð en samstarf milli danskra og ís- lenskra veðurfæðinga hefur far- ið vaxanadi á seinni árum, að sögn Eyjólfs. BÞ Sjá bls. 4.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.