Dagur - Tíminn - 03.10.1996, Síða 5

Dagur - Tíminn - 03.10.1996, Síða 5
iDíTgur-®œrám Fimmtudagur 3. október 1996 - 5 FRETTIR, Þórshafnarhreppur Hafa aukið greiðslu- markið um 40% Bændur í Þórshafnarhreppi hafa fest kaup á nær 1.000 ærgilda greiðslu- marki og þar með aukið greiðslumark í hreppnum um nær 40% en fyrir var um 2.500 ærgilda réttur í hreppnum. Á nýafstöðnum aðalfundi Spari- sjóðs Þórshafnar & nágrennis reifaði Ágúst Guðröðarson, bóndi á Sauðanesi, þá hugmynd að bændur þyrftu að snúa vörn í sókn og fylgdi úr hlaði hug- mynd um kaup á greiðslumarki til að vega upp þá skerðingu sem orðið hefur undanfarin ár og auka þar með atvinnurétt og atvinnuöryggi í sveitarfélaginu í nánustu framtíð. Með góðri samvinnu bænda í Þórshafnarhreppi, Sparisjóðs Þórshafnar & nágrennis og Þórshafnarhrepps hefur nú tek- ist að kaupa til baka þá skerð- ingu sem orðið hefur á fullvirð- isrétti eða greiðslumarki í hreppnum. Hver bóndi tók til sín hlutfallslega aukningu mið- að við hans fullvirðisrétt, sveit- arfélagið veitti bændum ein- falda ábyrgð og síðan fjármagn- aði sparisjóðurinn kaupin. Þannig tókst mikilsverð og ánægjuleg samvinna milli aðila sem nauðsynleg var til að kaup- in gætu átt sér stað. Kaupin eru gerð á félagslegum grunni og sýna hversu miklu samstillt átak getur skilað. Ágúst Guðröðarson segir að það hafi verið mjög ánægjuleg stund þegar bændum hafl tekist með þessum hætti að kaupa til baka allan þann fullvirðisrétt sem tapast hafi með niður- skurði á undanförnum árum. Verð á fullvirðisréttinum er 14.079 krónur ærgildið en bein- greiðsla til aldamóta samkvæmt núgildandi landbúnaðarsamn- ingi er tæpar 15 þúsund krónur. í framhaldi af þessu sam- komulagi var stofnuð landbún- Göngur og réttir hafa gengið vei og rétt eins og sá almátt- ugi hafi lagt á vogarskálina það besta veður og hestfæri sem hann átti, segir Ágúst Guðröðarson, bóndi á Sauðanesi. aðarnefnd í Þórshafnarhreppi, sem Ágúst segir að fari með landbúnaðarmál, fjallskil, um- hverfismál, vegamál og mein- dýraeyðingu auk þess sem hugað verði að frekari sóknar- færum. Auk þess skapist möguleikar á samtengingu við ferðamennsku og ný atvinnutæki, sem sé gott innlegg í fá- breytt atvinnutæki- — færi í hreppnum. „Með kaupunum á greiðslu- markinu og stofnun landbúnað- arnefndarinnar er notuð óvenjuleg aðferð til að setja Kjördæmamálið Ungliðar vilja breytingar Núverandi misvægi at- kvæða er óþolandi brot á grundvallarmannréttind- um. Krafa okkar er að kosn- ingalög tryggi mannróttindi og lýðræði en ekki hagsmuni stjórnmálaflokka eða stjórn- málamanna eins og nú er,“ segir meðal annars í áskorun ungliðahreyfinga allra stjórn- málaflokkanna til flokka sinna. Á myndinni má sjá Guðlaug Þór Þórðarson, formann SUS afhenta Davíð Oddsyni, for- manni Sjálfstæðisflokksins áskorunina, en forystumenn ungliða úr öðrum flokkum af- hentu hana formönnum sinna flokka, og afhenti Árni Ásgrímssyni Gunnarsson form. SUF, sem Mynd: bg. einnig er á myndinni, Halldóri samskonar bréf. Svalbarðsströnd Nýr íþróttasalur ASvalbarðsströnd er verið að taka í notkun íþrótta- sal í nýju skólabygging- unni. Sjálfur salurinn er þegar farinn að þjóna hlutverki sínu og búningsaðstaða er á loka- sprettinum. Gunnar Gíslason, skólastjóri Valsárskóla, segir nýja salinn nýtast skólanum af- ar vel og ekki aðeins tU leik- flmikennslu. Er krökkunum t.d. skipt upp í hópa og þeim leyft að vera í salnum í frímínútum. En salurinn nýtist fleirum og í raun segir Gunnar að hann nýtist öllum íbúum hreppsins, frá ungabörnum og uppúr. Leikskólinn mun hafa afnot af salnum og einnig er gert ráð fyrir að hann nýtist félagsstarfi aldraðra, sem verður í skóla- húsinu. Þá er salurinn leigður út til almennings til íþróttaiðk- ana og er einnig hugsaður sem samkomuaðstaða fyrir sveitina. Nú er rúmt ár síðan fyrsti hluti skólahúsnæðisins var tek- inn í notkun, þ.e. kennsluað- staða Valsárskóla og fleira henni tengt og á næsta ári verð- ur húsið fullbúið. Eftir er að ganga frá rými fyrir bókasafn og félagsstarf aldrara en það mun væntanlega verða tilbúið fljótlega eftir áramótin. Næsta sumar er stefnt á að ganga frá lóðinni og þá má segja að húsið sé fullbúið. „Þetta er á loka- sprettinum og við getum þá snúið okkur að öðru,“ sagði Gunnar. Megnið af framkvæmdafé sveitarinnar hefur farið í þessa byggingu á síðustu árum, enda segir Gunnar þá stefnu hafa verið markaða á sínum tíma að klára þau verkefni sem fyrir lágu frekar en að dreifa kröft- unum víða og koma þá kannski litlu í verk. HA niður deilur sem uppi hafa ver- ið innan gömlu íjallskilanefndar hreppsins. Göngur og réttir eru nú vel á veg komnar í Þórshafn- arhreppi og hafa þær ekki gengið eins vel í áraraðir, bæði hvað varðar skipulag og fram- kvæmd. Það er eins og sá al- máttugi hafi lagt á vogarskálina það besta veður og hestfæri sem að hann átti,“ sagði Ágúst Guðröðarson. GG Reykjavík Öldusels- skóli loks fuUbyggður ■ ■ Olduselsskóli og Hamra- skóli eru loks full- byggðir eftir 22ja ára og 5 ára starfsemi. Fimmtán af 30 grunnsólum Reykjavík- ur verða einsetnir í vetur. Ölduselsskóli í Breiðholti sem hefur starfað frá 1974 og Hamraskóli í Grafarvogi eru nú loks fullbyggðir með nýbygging- um við þá sem nú hafa verið opnaðar. Þessir skólar eru nú í hópi þess helmings af 30 grunnskólum í Reykjavík sem einsetinn er, en auk Hamars- skóla náði Langholtsskóli þeim áfanga á þessu hausti. Samtals um 910 nemendur eru í þessum skólum undir handleiðslu rúm- lega 100 starfsmanna, þar af 72ja kennara. í Hamraskóla er auk þess starfrækt sérdeild fyr- ir einhverf börn. í Ölduselsskóla er að flnna eldsmiðju, þá einu sinnar teg- undar í borginni, sem ætlað er að gefa nemendum innsýn í gömul vinnubrögð og viðhalda verkmenningu sem er að hverfa, eins og segir m.a. í til- kynningu frá Fræðsluráði Reykjavíkur. ._____ verður á Akureyri 4.-10. október - Sjáífstyríq.ngar- o£ /luyrct/ftarnáms/feið /tefgina 5. - 6. oftóSer. /Rei/q., fieiiunar- og sjátfstyrfingarnám- sfeið 7. - 9. oRtóBer. I. stig, Rvöfcfnám- s/feið. ■ <Pdr sem voru búnir að sfqá sig, vinsam- feyast úafið sambancf. Upptýsingar og sfráning í síma 462 1312 eftir ft. 16.00 áföstucfag 4. oftóöer. Cjuðrún Ófadóttir reifimeistari Bifvélavirki óskast Óska eftir að ráða vanan bifvélavirkja til starfa á verkstæði á Akureyri. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Dags - Tímanns að Strandgötu 31, Akureyri, fyrir mánudaginn 7. október 96, merkt „Bifvéiavirki".

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.