Dagur - Tíminn - 03.10.1996, Side 10
22 - Fimmtudagur 3. október 1996
33ítgur-'3Imrám
■
Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58,602 Akureyri
Tak þenn-
an kaleik
IVá mér
Síðasta helgarblað
Dags-Tímans birtir á
forsíðu frétt af við-
brögðum Lögmannafélags
íslands vegna lagafrum-
varps um lögmenn, sem
Þorsteinn Pálsson dóms-
málaráðherra kynnti ríkis-
stjórn nú nýverið. Frum-
varpið gerir ráð fyrir að
agavald og eftirbt með
störfum lögmanna verði
fært frá félaginu til ríkis-
ins. í frétt þessari er vitnað
í Martein Másson, fram-
kvæmdastjóra félagsins, en
hann telur mikla vá fyrir
dyrum með þessu frum-
varpi, með því sé vegið að
sjálfstæði lögmannastéttar-
innar „sem m.a. gætir og
verndar hagsmuni einstak-
hnga gagnvart ríkisvald-
inu.“ Til að skýra afstöðu
mína til þessa máls verð ég
að rekja í stuttu máli sögu
mína af viðskiptum við lög-
mannastéttina. Fyrir tæp-
um áratug réð ég lögmann
til að annast fyrir mig
málarekstur gegn ríkinu,
hafði mér verið veitt gjaf-
sókn vegna málsins. Þessi
lögmaður kom því aldrei í
verk að reka umrætt mál.
Ekki nóg með það, heldur
týndi hann öllum gögnum
þess. Þessu næst voru
fengnir tveir lögmenn aðrir
til að taka það að sér
ásamt á milli 15 og 20 öðr-
um skyldum málum, en
mál þessi snúast um pólit-
ísk og félagsleg ofbeldis-
verk ríkis og bændasam-
taka gagnvart bændastétt-
inni í landinu. Þegar tví-
menningarnir höfðu legið á
þessum málum í tvö ár án
þess að aðhafast annað en
að taka við greiðslum uppí
væntanlega lögfræðivinnu,
sem námu hundruðum
þúsunda, var ráðinn einn
lögspekingurinn enn til að
slíta viðskiptunum við þá
og kreíja þá um endur-
greiðslu þess Qár sem þeim
hafði verið greitt. Sá vann
það afrek að ná í sínar
hendur megninu af gögn-
um málanna aftur sem ég
gat þó sjálfur gert uppá
eigin spýtur hvenær sem
var. Lögmaður þessi þrætir
síðan fyrir að hafa tekið að
sér að kreíja tvímenning-
ana um endurgreiðslu,
þrátt fyrir að öll mín bréfa-
viðskipti við hann staðfesti
að það var meginforsenda
þess að honum var falin
umsjá málsins. Fyrir þetta
á ég að greiða hátt í
hundrað þúsund kr. Ég læt
hér staðar numið þó fleiri
lögmenn komi hér við
sögu.
Nú stend ég frammi fyr-
ir því að eini aðilinn sem
ég get leitað til með þessi
mál er félag lögmannanna
sjálfra. Svoleiðis er nú það.
Formaður þessa félags
rekur lögmannsstofu með
einum þeirra lögmanna
sem hér kemur við sögu.
Ef úrskurðaraðili á að
vera trúverðugur í meðferð
mála af þessu tagi verður
hann að vera alveg óháður
aðilum þess. Nýleg stjórn-
sýslulög byggja m.a. á
þessum sjónarmiðum. Sem
sjá má er raunin önnur í
þessu tilviki. Ég hef ekki
skotið þessu máli til lög-
mannafélagsins þar sem ég
treysti því ekki til að ann-
ast það á hlutlausan og
viðunandi hátt. Ríkisvald-
inu treysti ég enn síður.
Tillaga mín er því sú að
komið verð á fót sjálfstæð-
um óháðum aðhaldsaðila
sem leitast við að halda vi-
skiptum mannna í lögleg-
um og eðlilegum farvegi
þegar þess gerist þörf, líkt
og umboðsmaður Alþingis
fjallar um kvartanir þegn-
anna gagnvart opinberum
valdhöfum. Að félög starfs-
stéttanna fari með innra
agavald þeirra er með öllu
fráleitt. Deilur þar um eru
óþarfar.
Nú er valdi í þjóðfélag-
inu í raun fimmskipt. Þ.e.
Löggjafarvald, fram-
kvæmdavald, vald sveitar-
félaga, sem fer stöðugt
vaxandi og dómsvald,
fimmta og æðsta valdið er
svo lögmannavaldið. Það
hefur í hendi sér hvaða
mál komast til dóms og
hver ekki, eins og dæmin
sanna.
Lautum, Reykjadal, S-
Þing., 23. sept. 1996,
Ámundi Loftsson.
Örfá orð um
kúlissur
að hefur löngum verið
haft á orði að Akur-
eyri hafi á sér dansk-
an blæ, yfirbragð bæjarins
sé hálfdanskt og í málfari
Akureyringa gæti danskra
áhrifa í ríkari mæli en ann-
ars staðar á landinu. Mér er
sagt að sumir hér í bænum
óski sér þess að á Eyrinni
og í Innbænum verði töluð
danska á sunnudögum. Ég
er hræddur um að sú ósk
verði ekki uppfyllt. Til þess
að svo mætti verða held ég
að kunnáttu Akureyringa í
danskri tungu hafi hrakað
um of.
Dagskráin sem Rósa í Ás-
prenti gefur út færði mér
heim sanninn um að þessi
grunur minn er á rökum
reistur. Málið er þannig
vaxið að á 90 ára vígsluaf-
mæli Samkomuhússins, sem
ber upp á 23. janúar 1997,
ætla Leikfélag Akureyrar og
Kór Leikfélagsins að frum-
sýna verk sem hlotið hefur
nafnið Kossar og kúlissur. í
umræddri Dagskrá, sem féll
inn um bréfalúguna heima
hjá mér um kvöldmatarleyt-
ið á miðvikudaginn, auglýsir
kórinn eftir nýjum félögum
og birtir verkefnaskrá vetr-
arins. Svo slysalega tókst til
að í staðinn fyrir Kossa og
kúlissur er væntanlegum
kórfélögum boðið að
spreyta sig á Kossum og túl-
issum. Mér varð hverft við.
Vissulega er mér það
ljóst að ritvillur hafa ótrú-
lega tilhneigingu til þess að
slæðast inn í prentaðan
texta. Hins vegar er ég
sannfærður um að hefði
setjarinn skilið orðið kúliss-
ur, hefði hann aldrei farið
að blanda þeim saman við
túlissur, orð sem mér er
reyndar ekki kunnugt um
að hafi nokkra merkingu.
Um kúlissur er það hins
vegar að segja að orðið er
tekið beint úr danskri
tungu. Dönum og frænd-
þjóðum þeirra í Noregi og
Svíþjóð er orðið tamt og í
tungutaki þeirra hafa kúl-
issur tekið sér bólfestu í
ýmsum orðtökum. Þegar við
íslendingar fórum að iðka
leiklist að einhverju marki
um og upp úr aldamótunum
síðustu, tókum við orðið
beint frá dönskum leikhús-
mönnum. Kuhsser á dönsku
var notað um það sem um
árabil var kallað leiktjöld á
íslensku.
Ég hef engan áhuga á því
að halda við dönskuskotnu
málfari hér á Akureyri. Hins
vegar er það svolítið dapur-
legt ef fólk er alveg hætt að
vita hvað átt er við með kúl-
issum. Mér finnst þetta
danska orð hafa yfir sér
nokkurn þokka, sem minnir
á gamla og rómantíska
daga. Sú var líka hugsunin
þegar Hallgrímur Helgi
Ilelgason, en hann skrifar
handritið að sýningunni á
Kossum og kúlissum, gauk-
aði þessum meitlaða titli að
mér. í fyrstunni var mein-
ingin að leiksýningin bæri
yfirskriftina Ástin á sviði
Samkomuhússins. Ég held
að hvert mannsbarn hljóti
að vera mér sammála um
að Kossar og kúlissur er
ólíkt skáldlegra, frumlegra
og rómantískara heiti.
Trausti Ólafsson.
Höfundur er leikhússtjóri.
Eyjaíjörður fyrir Eyfirðinga segja margir „originalar" og
vilja ekki sjá neitt sem kemur handan Vaðlaheiðar eða
Öxnadals, allra síst erlent fjármagn þó það skapi ný
Jr störf; íjárstreymi eykst, nýjar gjaldeyristekjur skapist,
aðgangur opnast að nýjum mörkuðum, möguleikar
skapast á útflutningi á tækni og þekkingu og fullnýtingu framleiðslu-
getu. Kannski verður farið að tala dönsku aftur á sunnudögum og...
Steinrunnin verkalýðshreyfingin lætur ekki að sér hæða
þegar um hagræðingu í sjávarútvegi er að ræða með
sameiningu. Pegar rætt er um nýjan „rækjurisa" í fsa-
' fjarðarba; hefur verkalýðshreyfingin allt á hornum sér
og vill nú að frystiskipin fari aftur að afla hráefnis til frystihúsa þó
frystingin sé rekin með 12% halla. Svo fer allt í strand, ný Vestfjarðar-
áætlun fer í gang, þingmenn skamma ráðherra, en engum dettur í hug
að auka fjölbreytnina t.d. með loðnuskipum, fullvinnslu sjávarafurða í
neytendapakkningar eða...
Það eru engin takmörk fyrir því hvað hagfræðingum
dettur í hug að rannsaka. Nú eru konur sem hægja á sór
á gulu ljósi orðnar sérstakur markhópur; þessar konur
r eru líklegri til þess að eiga börn og tilheyra hefðbundn-
um kjarna kvennafylgis íhaldsaflanna. Þessar konur munu svo vera
óánægðar með stefnu stjórnvalda í mennta-, heilbrigðis- og félagsmál-
um, ja hérna! Hvað með karlmenn sem æða yfir á gulu Ijósi, eru þeir
einhleypir og barnlausir, og ef svo væri, hvað með það? Væri ekki
meiri arður af þessum hagfræðingum í fiski fyrir vestan, bætandi hag
þjóðarbúsins í stað tilgangslausrar atvinnubótavinnu?
Ruglaður bolti
Það fór hrollur um marga
fótboltabulluna úti á landi
þegar það spurðist út að
íslenska útvarpsfélagið
hefði keypt sýningarrétt-
inn á enska boltanum á
næstu leiktíð fyrir allt að
70 miljónir króna. Menn
rifu hár sitt og skegg og
töluðu um það hvellum
rómi að nú þýddi ekkert
annað að en að pakka
saman föggur sínar og
flytja í bæinn til að geta
séð „sína menn“ leika list-
ir sínar á sparkvöllum
þeirra ensku. Það helgast
af þeirri sannfæringu að
boltinn verði ruglaður á
næstu leiktíð eða þá að
hann verði sendur út á
Sýn sem flestir lands-
byggðarmenn sjá ekki. Þá
bætti það ekki geð guma
að á sama tíma og þetta
spurðist út voru starfs-
menn Sjónvarpsins í óða
önn að gera allt klárt áður
en því yrði fagnað að 30
ár eru liðin frá því fyrsta
útsendingin fór fram í
Sjónvarpinu. Niðurlæging-
in gat varla verið meiri
fyrir þessa ríkisreknu
sjónvarpsstöð vegna þess
að enski boltinn hefur ver-
ið ein helsta skrautíjöður
hennar eftir því sem næst
elstu menn hafa fullyrt.
Rauða ljónið á
Stöð 2
Eftir að menn höfðu jafn-
að sig og náð áttum í þess-
um sviptingum um efni á
milli sjónvarpsstöðvanna,
fóru menn að reyna að sjá
björtu hliðarnar á þessum
tíðindum. Eitt það fyrsta
sem mönnum datt í hug
var að nú þýddi ekkert
annað fyrir stjórnendur ÍS
en að toppa eigin verk
með því að ráða Bjarna
Fel. á stöðina. En Bjarni
hefur séð um enska bolt-
ann í Sjónvarpinu allar
götur frá vetrardag-
skránni 1968-1969, ef rétt
er munað. Eftir allan
þennan tíma er Bjarni,
sem gárungarnir kalla
Rauða ljónið, holdgerving-
ur enska boltans og því
vandfundinn sá maður
sem getur lýst boltanum af
sömu mælskunni og til-
finningunni og Bjarni Fel.
Landsbyggðin
stendur vel
Eftir að úrslit hafa fengist
í íslandsmótinu í fótbolta
kemur í ljós að lands-
byggðin á sex af tíu liðum
sem spila í 1. deildinni að
ári. Það eru Suðurnesja-
liðin frá Keflavík og
Grindavík, Leiftur í Ólafs-
firði, Eyjamenn og Skalla-
grímur og ÍA frá Vestur-
landi. Höfuðborgarsvæðið
státar af liði „vonbrigð-
anna“ KR, Fram, Val og
Stjörnunni úr Garðabæ.
Umsjón:
Guðmundur R. Heiðarsson.