Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Blaðsíða 1
LÍFIÐ í LANDINU Sigursteinn Másson segir söguna alla Ari Edwald: Vill Guðni Ágústsson hækka vexti? ■■■^M Laugardagur 5. október 1996 ^DngHr-ÍEmmm 79. og 80. árgangur 190. tölublað Verð í lausasölu 200 kr. HELGARUTGAFA Akureyri Fíkniefna- faraldur annsóknarlögreglan á Akureyri hefur nú til meðferðar umfangsmik- ið fíkniefnamál þar sem 11 manns hafa verið yfirheyrðir. Átta unglingar hafa viður- kennt hassneyslu, tveir 14 ára og sex 15 ára. Einn neyt- andi viðurkenndi ennfremur að hafa brotist inn í Síðuskóla um miðjan ágúst þar sem hljómflutningstækjum fyrir um 400.000 kr. var stolið. Fram til þessa hafa aðeins fá tilfelli komið upp þar sem neytendur eru 14 ára. „Hér hefur verið stöðug ijölg- un fíkniefnamála í bænum. í ár eru orðin ileiri mál en voru allt árið í fyrra,“ segir Daníel Snorrason, yfirmaður RLR á Ak- ureyri, sem lýsir þungum áhyggjum vegna þróunar mála. Samkvæmt heimildum Dags- Tímans eru allir hassneytend- urnir drengir og hafa þeir viður- kennt neyslu fyrir um hálfum mánuði í samkvæmi. Sumir af þessum félögum viðurkenndu ennfremur að hafa reykt hass á skólalóð grunnskóla um síðustu helgi þegar þar fór fram skemmtun. Á lóðinni fundust heimatilbúnar hasspípur. „Þetta er alveg nýtt fyrir mönnum hér að þetta stór hópur ungra aðila sé viðriðinn fíkniefhamál. Mér finnst að það megi lesa út úr þessu að vandinn fari vaxandi og aldurinn sé að lækka. Við h'tum þetta mjög alvarlegum augum,“ segir Daníel. Allmörg fíkniefnamál komu upp um verslunarmannhelgina þegar útihátíðin Halló Akureyri fór fram. Daníel segir að það bendi til að nokkurt magn fíkn- efna hafi komið inn í bæinn þá, án þess að hann vilji draga ályktanir um hátíðina sem shka. Aðspurður um einhverjar skýr- ingar telur Dam'el ástandið hluta af þeirri neikvæðu þróun sem átt hefur sér stað í fíkniefnamálum almennt. „Þetta hlýtur að vekja for- eldra til umhugsunar og ég skora á þá að vera vel á verði gagnvart börnum. Við erum til samstarfs og hvetjmn foreldra, börn og unglinga- til að hafa samband ef einhverjar spurning- ar vakna.“ Símsvari RLR á Akur- eyri er 462-1881. _ BÞ Reykjavík Eitruðustu skepnur jarðríkis Tropical Zoo er að hefja sýningar á ýmsum sjaldséðum kvikindum á hæðinni fyrir ofan Nóatúnsbúðina í JL-húsinu í Reykjavík. Þar eru eðl- ur, eitraðir sporðdrekar, skröltorm- ar og nokkur önnur dýr sem flokkuð hafa verið með hættulegustu dýrum veraldar. Yfirdýralæknir segir engri smithættu stafa af þessum innflutn- ingi til landsins. Grímsvötn Heldur dregur úr gosvirkni Gosið í Grímsvötnum héit áfram í gær en þó sýndist jarðvísinda- mönnum sem flugu yfir eld- stöðvarnar síðdegis í gær að heldur hefði dregið úr gos- virkninni. Stöðugur jarð- skjálftaórói hélst þó enn á svæðinu en ekkert nýtt benti til að meginvirknin væri að færast norðar í átt að Bárðar- bungu. Enn biðu menn flóðsins í Grímsvötnum þegar blaðið fór í prentun en Vegagerðin var í viðbragðsstöðu og bjóst við að rjúfa veginn þá og þegar til að beina vatnsmagninu frá brún- um á Skeiðarársandi. Hreinn Halldórsson, fram- kvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, sagði að vegurinn yrði væntan- lega rofinn með gröfum og ýt- um þegar flóðið kæmi en ekki yrði notast við dýnamít. „Við notum bfla með tengivagna sem taka tækin strax upp en það verður gert tiltölulega htið skarð. Svo sér vatnsflaumurinn um afganginn." Ómögulegt er að spá fyrir um það svæði sem lendir undir flóðinu en í stórhlaupinu árið 1938 lenti allur sandurinn und- ir vatni. Vegagerðarmenn telja tiltölulega auðvelt að reikna úr feril flóðsins nú, náttúrulegar aðstæður hafa breyst mjög frá síðasta stórhlaupi, jökullinn hörfað og miklar jökulöldur myndast sem stýra vatninu í ákveðnar rásir. Þess utan hafa verið reistir varnargarðar og þannig reynt að stýra flóðinu undir brýrnar. „Menn eru að Ómögulegt er að spá fyrir um það svæði sem lendir undir vatni en í stórhlaup- inu árið 1938 lenti allur sandurinn undir vatni. Vegagerðar- menn telja tiultölu- lega auðvelt að reikna úr feril flóðs- ins nú, náttúrulegar aðstæður hafa breyst mjög frá síðasta stór- hlaupi. horfa til þess að þetta verði að miklu leyti undir og sitt hvoru megin við brýrnar,“ sagði Hreinn í samtah við Dag-Tím- ann í gærkvöld. Aðspurður um áætlaðan kostnað þegar flóðið brýtur sér leið sagði Hreinn að mjög erfitt væri að spá fyrir um slíkt, en ljóst væri að um millj- ónatugi yrði að ræða. Um miðjan dag í gær fannst brennisteinsfnykur sem menn hugðu að kæmu úr einni jökul- kvíslinni. Var það fyrst túlkað þannig að mjög styttist í að flóðið úr Grímsvötnum kæmi niður en þó var ekki hægt að útiloka að lyktin kæmi frá gos- stöðinni sjálfri. Gosaska hafði í gærkvöldi engum vandræðum valdið en í dag er reiknað með hæglætisveðri og suðvestanátt. BÞ Stöð 2 F.lin Hirst að hætta? Elín Hirst, fréttastjóri Stöðvar 2 er að lík- indum að hætta. Sam- kvæmt heimildum Dags Tímans standa fyrir dyrum skipulagsbreytingar á Stöð 2, sem þýða í raun að Elínu yrði ýtt til hliðar og settur á hana nokkurs konar yfir- frakki á fréttastofunni. Þetta er sagt að Elín vilji ekki sætta sig við og mun hún hafa skýrt starfsmönn- um fréttastofunnar frá því í fyrradag, að svo kunni að fara að hún láti af störfum fljótlega. Samkvæmt heim- ildum DT hafa fréttamenn á Stöð 2 áhyggjur af því að eigendur fyrirtækisins vilji fara að skipta sér meira af starfi fréttastofunnar en eðlilegt geti talist, þannig að ritstjórnarlegt frelsi hennar sé í hættu.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.