Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Blaðsíða 4
4 - Miðvikudagur 25. ágúst 1996 í[)agur-(Emium KVIKMYNDA- KLÚB8UR AKUREYRAR frumsýnir NEÐANJAR9AR Næstkomandi surmudag mun Kvikmyndaklíibbur Akureyrar (KVAK) sýna myndina Neðan- jarðar(Underground). Sýnt verður í Borgarbíói og hefst sýning kl. 17.00. Neðanjarðar er eftir leikstjór- ann Emír isusturica sem kunnastur er fyrir kvikmynd- irnar „Arizona Dream“ og „Time of the Gypsies". Neð- anjarðar hiut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1995. Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 7. október 1996 kl. 20-22 verða bæjarfulltrú- arnir Sigfríður Þorsteinsdóttir og Sigurður J. Sigurðsson til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 462 1000. Hamar félagsheimili Þórs: Salir til leigu Tilvaldir til hvers konar íþrótta- og tóm- stundaiðkana. Gufa - Pottur - Búningsaðstaða Hamar sími 461 2080 Akureyri Tilboða leitað í yfirbyggð- an knattspymuvöll ✓ Iþrótta- og tómstundaráð Ak- ureyrar hefur falið fram- kvæmdanefnd bæjarins að leita tilboða í smíði yfirbyggðs knattspyrnuvallar sem yrði á svæði íþróttafélagsins Þórs í Glerárhverfi og sambyggt fé- lagsaðstöðu og búningsklefum þar. Að sögn Þórarins Egils Sveinssonar, formanns ráðsins, er rætt um að byggja hús sem yrði því sem næst hálfur knatt- spyrnuvöllur að flatarmáli, en lögleg stærð þeirra er 60 x 90 m. Talið er að bygging slíks húss myndi kosta 100 til 200 millj. kr. „en við þurfum að fá frekari hugmyndir um kostn- að. 100 millj. kr. til eða frá er afskaplega opin tala,“ segir Þór- arinn, sem gat þess jafnframt að leitað yrði aukreitis eftir til- boðum í hús sem yrði Þórarinn E.Sveinsson formaður Iþrótta- og tómstunda- ráðs Akureyrarbæjar „ Við þurfiim aðfá frekari hugmyndir um kostnað. 100 millj. kr. til eða frá er afskaplega opin tala." að flatarmáli sama og löglegur völlur er. Hugmyndir og drög að húsi þessu eru byggð á plöggum frá mannvirkjanefnd Knattspyrnu- sambands íslands sem unnið hefur ákveðna stefnumótunar- vinnu í þessu máb, Þórarinn tekur fram að ekkert sé ákveðið og að það að leita eftir tilboð- um, sé hluti af undirbúnings- vinnu áður en ákvörðun í þessu málin verður tekin. -sbs. Flæmingjagrunn Fimm togarar á heimleið en 20 enn fyrir vestan Sjálfsbjörg Þakklæti til Hlífar Sjálfsbjörg, félag fatlaðara á Akureyri og nágrenni, þakkar Verkamannafélag- inu Hb'f í Hafnarfirði sérstak- lega fyrir að hafa í kröfugerð vegna næstu kjarasamninga gert kröfu um að örokru- og ellib'feyrir fylgi annarri launa- þróun í landi, og að frítekju- mörk skuli hækka samsvarandi og önnur lágmarkslaun. Þetta segir í ályktun frá stjórnarfundi í Sjálfsbjörg, sem haldinn var í fyrradag. Þá skorar stjórnin á öll önnur stéttarfélög í landinu að verja og semja um kjarabætur í komandi kjara- samningum til handa þeim fé- lögum sínum, sem nú njóta ör- orku- eða ellilauna. -sbs. Tuttugu íslenskir togarar eru á veiðum á Flæm- ingjagrunni við Ný- fundnaland, en a.m.k. fimm togarar voru á heimleið að vestan í gær, en um fimm sólar- hringa siglingu er að ræða. Veður eru farin að verða válynd á þessum slóðum, yfir þetta svæði fara allar haustlægðir á þessum árstíma, og hafa tveir togarar, Arnarborg EA frá Dal- vík og Nökkvi HU frá Blönduósi, fengið á sig brotsjói. Ekkert tjón varð um borð í Nökkva en sjór fór niður í Arnarborgina og olli Válynd veður kunna að draga úr veiðum en haust- lægðir herja á svæðið nokkru tjóni. Auk Arnarborgar og Nökkva eru á heimleið Helga Björg HU frá Skagaströnd, Sólbakur EA frá Akureyri og Sigurfari ÓF frá Ólafsfirði, en síðastnefnda skip- ið kemur til heimahafnar nk. þriðjudag. Sigurfari hefur verið á Flæmingjagrunni síðan um páska, eða í 39 vikur, og hefur verið landað í Argencia á Ný- fundnalandi. Togarinn kemur með um 60 tonn af iðnaðar- rækju til Ólafsijarðar en stærri rækjunni var landað í Argencia en hún fer á Japansmarkað. Sigurfari ÓF fer síðan á rækju- veiðar hór við land. GG Bændasamfök íslands Vonast eftir nýjum útflutningsmörkuðum Akureyri Daði kynnir grafík og mál- verk Kynning stendur yfir í Gallerí AllraHanda í Listagilinu á Ak- ureyri á grafíkverkum og mál- verkum listamannsins Daða Guðbjörnssonar. Daði er einn afkastamesti listamaður hér- lendra í dag og hann notar mjög húmor í sínum myndum ásamt fjörlegri litskreytingu. Kynningin stendur yfir mánudaga til föstudaga frá 14.00 til 16.00, föstudaga 13.00 til 18.00 og laugardaga 10.30 til 12.30. GG Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands, segir að heldur bjartara sé framundan hjá bændum en verið hefur um skeið. Jöfn og góð sala sé á kjöti og mjólk, og góð gras-, korn- og grænmetis- uppskera sé staðreynd. Þá séu e.t.v. að opnast nýir möguleikar fyrir útflutning á lambakjöti. „Það er greinilegt að ríkari hluti heimsins er farinn að hugsa æ meir um hvað hann Það er greinilegt að ríkari hluti heimsins er farinn að hugsa æ meir um hvað hann borðar og þegar grannt er skoðað kemur í Ijós að hvergi í heiminum eru fram- leidd aukaefnalausari matvæli en hér. borðar og þegar grannt er skoðað kemur í ljós að hvergi í heiminum eru framleidd auka- efnalausari matvæli en hér. Ég veit ekki hvort við finnum mjög mikið fyrir þessari hugarfars- breytingu á þessari öld en þetta mun örugglega koma okkur til góða á hinni næstu. Auðvitað sjá allir hugsandi menn að stór hluti heimsins stefnir óðfluga í að verða ein stór sorpgeymsla. Hins vegar er það þannig hér- lendis að stór hluti þjóðarinnar hefur ekki efna á að velja sér þá hollustu sem fólk vildi. Því miður.“ Hugað er að markaðssetja ís- lenskt lambakjöt erlendis með aukinni áherslu á hreinleika. Ari segir að komið hafi í ljós að strangar reglur um lífrænt vott- uð matvæli hafi haft áhrif á út- flutningsmöguleika þar og það hafi orðið til þess að stórar verslunarkeðjur sem fyrst og fremst hafa einbeitt sér að líf- rænt ræktuðum afurðum séu nú farnar að huga að næsta skrefi, hreinni fæðu en þó ekki lífrænt vottaðri. Þarna liggji verulegir möguleikar hvað sauðíjárrækt- ina varðar en enn séu íslend- ingar þó aðeins „peð“ á þessu sviði. BÞ Innilegar þakkirtil þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur og fjölskyldum okkar samúð og vinarhug við andlát litla drengsins okkar, bróður og barnabarns, LEÓS FREYS ELÍSSONAR, Eikarlundi 27, Akureyri. Sigríður Hrönn Pálsdóttir, Elís Árnason, Viktor Páll, Árni Valdór, Halldóra Höskuldsdóttir, María Ingibergsdóttir, Páll Þorgeirsson, Árni Vaidór Elísson.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.