Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Blaðsíða 2
2 - Laugardagur 5. október 1996 3Ditgur-®tmira-t F R É T T I R Heiti Potturinn Eftir þingsetninguna á dögunum hefur sam- gangur þingmanna aukist til mikilla muna, eins og gefur að skilja. Með auknum sam- gangi aukast vangaveltur og umtal og í pottinum í gær fréttist að í Alþýðuflokknum væru menn beinlínis að ærast vegna þess að enginn vissi ennþá hvað formaðurinn hefði í huga. Þær raddir sem gefið hafa í skyn að Jón ætl- aði að taka við starfi Björns Friðfinnssonar hjá ESA hafa nú snarlega þagnað eftir að þeim var bent á að hann myndi aldrei gerast undirtilla fyrrum formanns í Alþýðu- flokknum, Kjartans Jóhanns- sonar sem er yfir EFTA.. En það eru fleiri hliðar á málum í þingflokki krata. Eftir þvi er tekið á þingi að tveir þingmenn krata eru í áberandi megrun. Þetta eru þeir össur Skarphéðinsson og Sighvatur Björgvinsson. Sjónvarpsáhorfendur sem horfðu á stefnuræðuumræð- urnar tóku eftir því að Sig- hvatur er orðinn talsvert slank. (þingflokknum er þessi mergrunarkúr þeirra Össurar og Sighvats útskýrð með því að báðir ætli sér að komast í formannsbuxurnar hans Jóns Baldvins ef hann hættir.... En aftur að Jóni Baldvini. í gærkvöldi heyrðist ný rödd úr pottinum sem hélt því fram að Jón Baldvin væri á leiðinni í Landsbankann til að taka við stöðu Landsbanka- stjóra af Björgvini Vilmundar- syni Ekki selur blaðið þó það dýrara en það keypti það. Akureyri Fiskverkunarfólk Mynd: GS Iistaverk í tilefni afmælis Fyrirtækið Möl og sandur á Akureyri hefur haldið myndarlega uppá 50 ára afmæh sitt, sem var í síðasta mánuði. f gær var afhjúp- að listaverkið Óður til framtíðar, en uppsetning þess er meðal þess sem stjórnendur fyrirtækisins gera til hátíðarbrigða. Það voru Þórarinn Krist- jánsson, stjórnarformaður Malar og sands, og listamaðurinn sjálfur, Jóhann Ingimarsson, títt- nefndur Nói í Valbjörk, sem afhjúpuðu verkið, sem stendur á lóð fyrirtækisins við Súluveg á Ak- ureyri. -sbs. Gert að vinna í 4 gráðu hita Sumir erlendir kaupendur sjávarafurða krefjast þess að fiskverkunarfólk vinni við snyrtingu og pökkun í allt að fjögurra stiga hita. Reglu- gerðir Vinnueftirlitsins kveða á um 16-22 stiga hita á vinnu- stað. „Því miður virðist vera pott- ur brotinn í reglugerðum Vinnueftirlitsins þannig að þær virðast ekki taka á þessu,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson formaður fiskvinnsludeildar Verkamannasambands íslands. Hann segir að þetta dæmi og mörg önnur séu til vitnis um það að vinnuverndarmál fisk- verkunarfólks sé ekki sem skyldi, enda er farið að bera á kvörtunum vegna kulda á vinnustöðum fiskverkunarfólks. Hann segir að það megi margt færa til betri vegar í starfsað- stöðu þess á vinnustöðum og þá sérstaklega í ljósi þess að mun meira er um atvinnusjúkdóma hjá fiskverkunarfólki en hjá mörgum öðrum starfsstéttum. Vinnuverndarmál fiskverk- unarfólks eru meðal þess sem rætt verður um á ráðstefnu fiskvinnsludeildar VMSÍ sem fram fer á Hótel íslandi í dag, laugardag. -grh Akureyri Aukið ofbeldi meðal unglinga Skólastjórar Síðuskóla, Gagnfræðaskóla, Akureyrar og Glerárskóla þar sem starfrækt- ar eru unglingadeildir kannast í mismiklum mæli við að neysla fíkniefna sé að færast í vöxt. Baldvin J. Bjarnason, skóla- stjóri Gagnfræðaskólans á Ak- ureyri, segir engar vísbending- ar um slíkt og Vilberg Alexand- ersson, skólastjóri Glerárskóla, tekur í svipaðan streng, en seg- ir tóbaksreykingar greinilega hafa aukist meðal nemenda. Þorgerður Guðmundsdóttir, skólastjóri Síðuskóla, staðfestir sömu þróun, hún segir tóbaks- reykingar vera mjög vaxandi vandamál og samfara því sé ekki ólíklegt að áfengis- og fíkniefnamálum fari fjölgandi. Þorgerður vísaði á yfirlög- regluþjón RLR á Akureyri, að- spurð hvort komið hefði til Iög- reglumála er tengdust hass- neyslu í skólanum nýverið. „Að svo komnu máli tel ég ekki rétt að ræða slík mál í ijölmiðlum. Hitt er annað mál að það þarf að bregðast við vísbendingum um breyttan tíðaranda, bæði af okkar hálfu, nemenda, foreldra og forráðamanna félagsmið- stöðva. Við höfum verulegar áhyggjur af aukinni vímuefna- notkun í víðu samhengi." Þorgerður nefnir einnig að svo virðist sem ofbeldi sé að aukast meðal unglinga. „Of- beldi er meira og hótanir um líkamsmeiðingar virðast æ oftar framkvæmdar. Þetta gerist þó aðallega utan skóla þegar við höfum ekki augun á börnunum. Það er spurning hvort yfirmenn ríkis og bæja verði ekki að við- urkenna að vímuefnanotkun unglinga og ungs fólks er tísku- fyrirbrigði sem bregðast þarf við.“ BÞ FRETTAVIÐTALIÐ Hyggur á dómstólaleið til að Ijúka málinu Halldór Jóhannsson einkaréllhafí HM’95 Enn líta HSÍ-menn á mig sem œv- intýramann og glæpamann þótt ég hafi verið sýknaður af öllum þeirra ásökunum, segir Halldór Jóhannsson, einkarétthafi aðgöngumiðasölu HM-95 Halldór Jóhannsson, landslags- arkitekt, sem hafði einkarétt á sölu aðgöngumiða á Heims- meistarakeppnina í handknattleik 1995, segir að það hafi ekki komið sér á óvart að gert hafi verið ijárnám vegna skulda Handknattleikssambands fslands vegna HM-95 Framkvæmda- nefnd HM-95 kærði Halldór vegna brots á samningi, taldi m.a. að tæpar 20 milljónir sem fengust fyrir miðasölu á Akureyri hafi ekki komið fram, en ágreiningur hafði staðið um tíma hvernig túlka ætti samninginn. Um þessar sakargiftir segir Halldór: „Það var grimmdarlega að mér vegið og lítið gert úr starf mínu. Eftir að málið hafði verið rannsakað hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins var það sent Ríkissak- sóknara, sem eftir langan umhugsun- arfrest vísaði því frá sér, þ.e. taldi sak- argiftir og sönnunarbyrði ásakana ekki nægar." Hver hefur framgangur málsins ver- ið? „HSÍ neitaði mér og lögmanni mín- um, Þorsteini Hjaltasyni hdl., um að- gang að gögnum um málið, en nýlega var ég boðaður á fund þar sem mér var boðið að skoða einhver gögn, og það á skrifstofunni, en reikningarnir eru enn ekki endurskoðaðir. Ég get ekki sætt mig lengur við þetta ástand og það liggur fyrir að fara með málið fyrir dómstóla . Vinnubrögð HSÍ við að ljúka málinu eru fyrir neðan allar hell- ur, og framkvæmdanefnd HM-95 til hneisu. Það eru ekki bara mín mál, heldur margra annarra, og það hefur mjög ranglega verið að mér vegið og mín vinna fótum troðin mjög ómak- lega. Aðilar í ferðaþjónustu héldu því fram fyrir HM, að keppnin myndi valda ferðaþjónustunni tjóni og gífurlegu tekjutapi og lögðust gegn keppninni með því að sprengja upp verð á hótel- um, ofbóka o.s.frv. Þrátt fyrir það hafa gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu í ár lækkað um 800 milljónir króna miðað við sama tíma ársins 1995, svo ljóst er að eitthvað annað er orsakavaldur. Enn líta þessir menn á mig sem ævin- týramann og glæpamann þó ég hafi verið sýknaður og löngu tímabært að taka á þessu máli á öðrum vettvangi. Vonandi verður þessi ijárnámskrafa til þess að málinu ljúki, en víða hefur fæti verið brugðið fyrir mig og reynt að fá mig í gjaldþrot, m.a. í bankakerfinu. Það er eina leiðin til þess að hægt sé að ganga að ábyrgð Akureyrarbæjar vegna miðasölunnar og fá hana greidda út, en hún hljóðaði upp á 20 milljónir króna.“ GG

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.