Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Blaðsíða 6
6 - Laugardagur 5. október 1996 jOagurÆímimt F R E T T I R Hafnarfjörður Engar sættir á heitum fundi óhann Bergþórsson bæjarfulltrúi fór fram á sættir innan Sjálfstæð- isflokksins í Hafnarfirði á löngum og heitum aðalfundi fulitrúasráðs flokksins í fyrra- kvöld sem stóð til 2 um nótt- ina og voru menn beðnir að stytta mál sitt undir lokin. Til- raun til hallarbyltingar mis- tókst. Mótframboð gegn sitjandi formanni, eyrnamerkt stuðn- ingsmönntun Jóhanns og Ellerts Borgars Þorvaldssonar, kom fram á fundinum. Athygli vekur hins vegar hversu mikið fylgi frambjóðandinn Kristinn And- ersen verkfræðingur hjá Marel hlaut. Eitt hundrað manns áttu at- kvæðisrétt í fulltrúaráði Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði. Þórarinn J. Magnússon, ritstjóri Mannlífs, hlaut 59 atkvæði og var endurkjörinn formaður, Kristinn Andersen hlaut 41 at- kvæði, en hann er talinn hlið- hollur Jóhanni Bergþórssyni. Kristinn og félagar höfðu unnið mjög fagmannlega að framboð- inu. „Það hversu mörg atkvæði Kristinn hlaut, sýnir og sannar að ekki hefur verið irnnið að einhverjum hreinsunum í flokknum, eins og þeir hafa þó verið að fullyrða," sagði Þórar- inn Jón Magnússon í gær. „Þessi kosning er ekki þver- skurður af vilja kjósenda flokksins í Hafnarfirði, það get ég fullyrt, hún er aðeins árang- ur af mikilli smölun og góðri vinnu við hana,“ sagði Þórarinn. „Þetta var mjög fögur ræða sem Jó- hann hélt um sættir. En það gengur ekki að á sama tíma og bæjar- fulltrúar okkar, Val- gerður Sigurðardóttir og Magnús Gunnars- son, mæta þeim Jó- hanni og Ellert á bæj- arstjórnarfundum þar sem þau veita þeim pólitíska andstöðu, þá hlýtur hver maður að sjá að það er ekki hægt að þeir sitji við sama borð og þau við að stýra flokknum,“ sagði Þórarinn í gær. Ekki kemur til greina í Firð- inum að Magnús og Valgerður gangi inn í meirihlutasamstarf- ið. Kratar hafna þeim gjörsam- lega. Hafnflrðingar eru að vonum býsna ruglaðir eftir að hafa upplifað 3 meirihluta á sama kjörtímabilinu. Staða Sjálfstæð- isflokksins í bænum er vægast sagt veik, flokkurinn klofinn í tvær fylkingar. -JBP Jóhann Bergþórsson bæjarfulltrúi Bauð sœttir á heitum fundi fulltrúaráðs Sjálf- stœðisfélaganna í Hafii- arfirði - hallarbylting mistókst Ferðamálaráð íslands Knörrirai hlaut umhverfisverðlaraiin Hjónin Hörður Sigurbjarnarson og Sigríður Þórdís Einarsdóttir með verð- launagripinn, sem er höggmynd eftir Halistein Sigurðsson sem ber nafnið Hyrningar. Mynd: Víkurfréttir Halldór Blöndal, sam- gönguráðherra, veitti KNERRINUM á Húsavík umhverfisverðlaun Ferðamála- ráðs fslands fyrir árið 1996. Nú stendur yfir ferðamálaráðstefna í Reykjanesbæ, þar sem mættir eru aðilar úr ferðaþjónustu víðsvegar að af landinu. Hæstum hæðum nær íslensk ferðaþjónusta þegar á mark- vissan og skemmtilegan hátt er fléttað saman mannlífi og nátt- úrulegum gæðum þessa lands . Þetta var meðal margra atriða sem höfð voru að leiðarljósi þegar verðugs handhafa verð- launanna var leitað. Alls bárust ellefu mjög frambærilegar til- nefningar frá ferðamálafulltrú- um víða um land. KNÖRRINN er eikarbátur sem smíðaður var á Akureyri snemma á sjöunda áratugnum og er einn fárra sem ekki hefur orðið eyðileggingu að bráð. Fyrir tveimur árum stóð til að farga bátnum en bræðurnir Árni og Hörður Sigurbjarnar- synir ákváðu að kaupa hann og gera upp. Við endursmíði báts- ins voru náttúruleg efni notuð eftir megni. Frá upphafi leyfðu bræðurnir engar málamiðlanir og heyrist það kannski best á alíslensku nafni fleysins. Bátur- inn er gerður út frá Húsavík og er rekinn sem fjölskyldufyrir- tæki þeirra bræðra. Með KNERRINUM er hægt að komast í sjóstangaveiði og hvalaskoðun auk þess sem landganga í Flatey býðst í hluta ferðannar. Er þá gengið um eyj- una sem skartar m.a. fallegri kirkju, ásamt æðar- og kríu- varpi. Boðið er upp á kaffi, kakó og heimabakaða snúða á heimsiglingu. Auk þess er sá fiskur sem gjarnan veiðist mat- reiddur um borð og eykur það óneytanlega gildi ferðarinnar. Hjónin Hörður Sigurbjarnar- son og Sigríður Þórdís Einars- dóttir veittu verðlaununum við- töku. Verðlaunagripurinn er höggmynd eftir Hallstein Sig- urðsson sem ber nafnið Hyrn- ingar. Loðnan Jón Kjartansson með fullfermi Jón Kjartansson SU landaði um 1.100 tonnum af loðnu á Eskifirði á fimmtudags- kvöldið en loðnan fékkst í kant- inum norður af Halanum, eða um 50 mílur norðvestur af Straumnesi. Strax að lokinni löndun var haldið aftur á loð- numiðin út af Vestfjöröum. Beitir NK var einnig á þess- um slóðum, en um leið og heyrðist af veiði þessara báta fóru fleiri bátar að hafa sig vestur, m.a. Börkur NK. Loðnan er á leiðinni upp kantinn og síðan væntanlega norðaustur með Norðurlandi, með straumnum. Loðnan fer öll til bræðslu, því eftir sýnatöku reyndist of mikið af átu í henni. Til stóð að reyna að frysta eitt- hvað af loðnunni á Rússlands- markað, en af því getur ekki orðið fyrr en átumagnið minnk- ar til muna. GG Húsavík Yfír 63 prósent ungmenna hafa neytt áfengis Síðastliðið vor fór af stað könnun á vegum starfshóps skipuðum af bæjarráði Húsavíkur. Með könnuninni voru lifnaðar- hættir og aðstæður hús- vískra ungmenna, á aldrin- um 14-22 ára, skoðuð. Heildarsvörun reyndist 75%, svör vantaði helst frá ungu fólki sem ekki var í skóla. Tóbaksnotkun 11,5% af hópnum reykja daglega, og höfðu flestir byrjað að neyta tóbaks 13- 15 ára og eru mun fleiri dreng- ir en stúlk- ur sem reykja. Ekk- ert bendir til þess að þeir sem reykja hafi frekar laun- aða vinnu en hinir sem segir okkur að í mörgum tilfellum eru það foreldrarnir sem fjármagna tóbaksnotkun barna sinna. Marktækur munur er á þeim sem stunda íþróttir eða ekki með tilliti til þess hvort þeir reykja eða ekki. Áfengisnotkun 63,5% ungmennanna hafði neytt áfengis en hlutfallið fer stig hækkandi eftir því sem þau eldast, þannig að yngsti hópurinn hefur neytt áfengis í 43% tilfella, fólk á framhaldsskólaaldri í 76% tilvika og af þeim sem ekki eru í skóla er um neyslu að ræða í 89% tilvika. Þegar tíðni neyslunnar er athuguð kemur í ljós að 52% drekka sjaldnar en mánaðarlega, 22% mánaðarlega, 17% hálfsmánaðarlega en hlut- fallið er komið niður í 7% hjá þeim sem drekka viku- lega. Fíkniefni 15 einstaklingar af 105 manna heildarúrtaki sögð- ust hafa neytt ffloiiefna og lítill áhugi hjá öðrum að prófa fíkniefni. Athygli vekur að aðspurð svara ungmennin því að auðvelt sé að útvega hvort held- ur sem er landa eða fíkniefni. Aldurshóp- urinn 14-16 ára segist í 40% tilvika geta útveg- að landa með skömmun fyrirvara, 17-20 ára í 69% tilvika og hjá 20-21 árs geta 73% útvegað landa. Þegar um fíkniefni er að ræða kemur niðurstaðan meira á óvart, þar sem 42% ungmennanna segjast geta útvegað fíkniefni hér á Húsavík eða á Akureyri með skjótum hætti og nokkrir töldu sig hafa sambönd annars staðar m.a. í Reykja- vík. Dagleg líðan ungs fólks á Húsavík var einn þáttur könnunarinnar og virðist líðan þeirra nokkuð góð þar sem 90% svarenda segjast oftast ánægð eða vera oftar ánægð en döpur. Af þessu má draga þá ályktun að það sé gott að vera unglingur á Húsavík í dag. GKJ

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.