Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Blaðsíða 10
10 - Laugardagur 5. október 1996 PJÓÐMÁL JUmur-'QImrám Gömul jafnlaunastefna endurvakin BÞorsteinn Ólafsson Afskiptasemi og að mæðast í mörgu virðist ætla að fylgja mér á grafarbakkann. Það er margt í þjóðfélagi okkar sem betur má fara og ég hef áhyggjur af. Ég ætla í þessum pistli að taka fyrir launamuninn, sem er óhugnanlega mikill og virð- ist fara vaxandi. Flestir viður- kenna að lægstu launin séu of lág — þau þurfl að hækka. Lítið er tal- að um að lækka beri laun þeirra sem hafa óheyrilega há laun. Það eru sumir sem virðast geta ákveð- ið sjálfir sín laun. Ég er ekki talsmaður þess að enginn launamunur sé. Það er ekki raunhæft. En ég vil að sömu laun séu greidd fyrir sams konar störf, óháð aldri og kyni. Það - á ekki að skipta máli hvort starfs- krafturinn er karl eða kona eða á hvaða aldri. En á þessu er mikill misbrestur. Til þess að fara ekki út um víð- an völl ætla ég að miða við grunn- skólakennara, en svipað gildir um aðra opinbera starfsmenn. Við röðun í launaflokka ber að taka tillit til menntxmar og ábyrgðar. Ég veit að oft er erfitt að meta ábyrgðina. Launaflokkar eru nokkuð margir, á það ætla ég ekki að deila. En það er annað sem ég er mjög ósáttur við og það er að innan hvers launaflokks eru 8 þrep. Hvernig menn færast upp þessar tröppur fer eftir starfs- tíma/prófaldri og lífaldri. Þetta var ekki svona áður fyrr, en hin mörgu launaþrep eiga um tuttugu ára sögu. Ég var strax gagnrýninn þegar þessari stefnu var fyrst hreyft hjá kennurum. Ég minnist fundar um þetta mál í Grafarholti í Garðabæ á útmánuðum 1975. Sagt var að þetta væri leið til að hækka launin. Eldri kennarar væru búnir að vera á lágum launum svo lengi, ættu því öðrum fremur umbun skilið. Ungir kennarar skyldu vera róleg- ir, þeir fetuðu í fótspor hinna eldri og hækkuðu síðar. En hugsið ykk- ur. Það getur tekið kennara 18 ár að komast í efsta þrep. Þetta er ekki uppörvandi fyrir nýliða. Mér flnnst þetta ranglátt og heimsku- legt. Ég vil engin byrjendalaun eða aldursflokkahækkanir og segi því: Burt með launaþrepin. Að sjálf- sögðu verður sá möguleiki opinn að hægt sé að hækka um Iauna- flokka með aukinni menntun og ábyrgð. Ef talið er rétt að veita umbun fyrir langa og dygga þjónustu, þá á að gera það með minni vinnu- skyldu og meiri fríum, en ekki hærra kaupi. Rökin fyrir þessari skoðun minni eru í fyrsta lagi, að íjárþörf ungs fólks er meiri en þeirra sem eldri eru. Engir þurfa á meiri peningum að halda en unga fólkið á meðan það er að eignast húsnæði og koma upp sínum börn- um. Framfærslukostnaður þeirra, sem búnir eru að koma upp börn- um og koma sér vel fyrir hvað húsnæði varðar, er ekki eins mikill og hinna sem eru að stofna heimili og oftast með börn á framfæri. í öðru lagi er siðferðilegi þátt- urinn mikilvægur. Við sýnum unga fólkinu mikið vantraust með því að láta það bíða í mörg ár eftir að komast í full laun. Ég kalla það ekki full laun fyrr en komið er í efsta þrep launaflokksins. Getur ekki verið að þetta valdi óánægju, verri líðan, og stuðli að því að unga fólkið leggi sig ekki fram sem skyldi? I þriðja lagi skulum við gera okkur grein fyrir því, að ungt fólk sem búið er að leggja á sig erfitt nám er kröfuhart. Það sættir sig ekki við léleg lífskjör. Við verðum að geta búið sæmilega að náms- mönnum að námi loknu, annars er sú hætta fyrir hendi að við missum þá úr landi. Ég minni í þessu sam- bandi á orð nýkjörins forseta okk- ar: „Sú kynslóð kvenna og karla sem nú er að útskrifast úr skólum er hin fyrsta á íslandi sem hefur heiminn allan að vinnusvæði." Ég óttast að núverandi launakerfi sé ekki sem heppilegast til að koma í veg fyrir atgervisflótta, sem við þurfum að vera vel á verði gegn. í vegavinnu kreppuár- anna höfðu allir sama kaup, nema verk- sfjórar höfðu eitthvað meira en verkamenn og unglingar aðeins minna en fullorðnir. Hér rifjar höfundur upp þau launakjör sem vegavinnumenn höfðu fyrir stríð og bryddar upp á hug- myndum um jafn- launastefnu eldri sem yngri á vinnumarkaði. „Sko Steina“ Ég býst við því að þessi skoðun mín í launamálum eigi að einhverju leyti rætur að rekja til persónulegrar reynslu. Þegar ég var unglingur þá var vega- og brú- arvinna aðalvinnan á sumrin úti á landi. Ég var fyrst kúskur í vega- vinnu vorið 1935, þá 15 ára, og fékk í kaup 80 aura á tímann, en taxtakaupið var 90 aurar. Næsta vor fékk ég fullt kaup, enda orðinn 16 ára. Allir höfðu þá sama kaup, nema verkstjórar og flokksstjórar, hvort sem þeir voru 16 ára eða sextugir. Þetta þótti þá alveg sjálf- sagt. Kúskurinn og sá sem hlóð vegkantinn (hleðslumeistarinn) höfðu sama kaup. Því er ekki að neita, að sá sem hlóð fallega veg- kanta úr sniddu naut meiri virð- ingar og álits, en hærra kaup fékk hann ekki. Þetla var áður en vélaöld gekk í garð og afköst fóru mikið eftir vöðvaafli. Það þarf enginn að halda, að ég, 16 ára væskill, hafi haft roð við þaulvönum þrek- mönnum sem ég vann með. Ég minnist þess er verið var að lag- færa sneiðing í svonefndu Litlagili, skammt fyrir ofan Grænumýrar- tungu. í svo til þurrum farvegi rétt hjá var nóg af steinum af ýmsum stærðum. Mikið var lagt upp úr því að hafa neðst í vegkantinum sem stærsta steina. Mér varð starsýnt á kraftajötnana, bræðurna Jón á Brandagili og Ragnar í Grænu- mýri, koma með stærðar björg í fanginu. Ég lyfti ems þungum steini og ég framast megnaði. Áð- ur en ég var kominn alla leið var ég að þrotum kominn. Þá heyrði ég Ragnar segja: „Sko Steina.“ Við þetta óx mér ásmegin og kom steininum á sinn rétta stað. Ilefði ég tekið upp eins stóran stein, ef ég hefði verið á lægra kaupi? Ég efast um það. Allir þurfa á viður- kenningu og hvatningu að halda, ekki síst ungir og óreyndir. Ég held að hin lágu byrjendalaun séu ekki til þess fallin að hvetja til dáða. Ég óttast að þau stuðli að því, að unga fólkið leggi sig ekki eins fram — lyfti ekki eins stórum steinum og það annars myndi gera. „Þó reka þeir saman skóflurnar á miðri heiðinni" Sumarið 1934 var vegavinnu- kaupið samræmt. Fram að þeim tíma var ófremdarástand í kaup- gjaldsmálum vegavinnumanna. Kaupið var misjafnt á ýmsum stöðum á landinu, og verkstjórar borguðu mönnum stundum kaup að eigin geðþótta. Ég minnist þess að 1933 voru nokkrir ungir menn úr minni sveit í vegavinnu á Holta- vörðuheiði og fengu misjafnlega hátt kaup. Menn veltu því fyrir sér hvers vegna Páll fengi 70 aura á tímann, en Pétur 75 aura og Nonni 80 aura. Það orð var á, að yfirleitt fengju menn sunnan heiðar hærra kaup en norðanmenn. Á fram- boðsfundi á Borðeyri vorið 1934 kom þetta til umræðu. Einn fram- bjóðandi sagði þessa myndrænu setningu er hann hneykslaðist á þessu ranglæti: „Þó reka þeir sam- an skóflurnar á miðri heiðinni." Þessi frambjóðandi var kjörinn þingmaður Strandamanna og ekki leið langur tími þar til hann var orðinn ráðherra samgöngumála. Samningur milh ríkisstjórnar íslands og Alþýðusambands ís- lands um kaup og kjör í opinberri vinnu (vegavinnu) var gerður 7. ágúst 1934. í 1. gr. samningsins segir m.a.: „Lágmarkskaup al- mennra verkamanna skal vera kr. 0.90 pr. klst. um land alt.“ Samið var einnig um lágmarkskaup vöru- bifreiðastjóra og ýmis hlunnindi verkamanna, sem núna myndi vera kallað félagsmálapakki. Á heiðum og íjöllum uppi, íjarri mannabyggðum, voru greiddir 95 aurar á tímann. Þessi samningur var tvímælalaust tímamótasamn- ingur. Samræming kaups um allt land í vega- og brúargerð skapaði öryggi og vinnufrið í þessari vinnu allt fram á hernámsár. Ég veit að hið sama á ekki að öllu leyti við nú og fyrir sextíu árumi því bylting hefur orðið á flestum sviðum þjóð- félagsins. Á mínum uppvaxtarár- um þurftu flestir. að vinna mikið frá því þeir gátu vettlingi valdið. Á þessu hefur orðið gjörbreyt- ing. Nú er vélaafhð víða tekið við af vöðvaaflinu. En meðferð véla krefst leikni og aðgæslu. Miðað við breyttar aðstæður tel ég nauðsynlegt að vel sé fylgst með unglingum og þeir fái góða handleiðslu á fyrstu starfsárunum. En fullt kaup fái þeir ekki fyrr en þeir hafa náð 18 ára aldri. Uöfundur er fyrrverandi kennari Lýðræði og sannvirði * slensk samvinnufélög hafa einkenni sem greina þau að frá samvinnustarfi í ná- grannalöndunum. Þessi ein- kenni hafa mótast á löngum tíma og helgast af sórstökum aðstæðum. íslensku félögin eru „blönduð“ og sinna um ólík rekstrarsvið fyrir hönd fram- leiðenda og neytenda í senn. í þeim hefur eigið fé safnast í sameignarsjóði í stað þess að skiptast á stofnsjóðsreikninga félagsmannanna. Og mörg þeirra hafa ekki skilað arði um langt skeið. í fyrri grein var bent á vandamál sem íslensk sam- vinnufélög eiga við að stríða og auk þess var gerður saman- burður á samvinnustarfi og al- menningshlutafélögum. Þar kom fram að í samvinnustarfi er ekki persónuleg ágóðavon af íjárfestingu, en áhersla hvílir á eigandanum sem notanda fremur en eignamanni. Samvinnueinkennin í þessu felst takmörkun sam- vinnustarfsins, — en um Ieið mikilvægi þess. Samvinnustarf- ið er samhjálp til sjálfsbjargar í einhvers konar erfiðleikum hópsins sem í hlut á eða sam- eiginlegt framtak um áhugamál sem aðrir vilja ekki sinna. Og samvinnustarfið er oftast mót- vægisafl gegn ráðandi öflum at- vinnu- og viðskiptalífs. Samvinna er lýðræði í at- vinnulífi þar sem arði er skipt eftir þátttöku hvers og eins í viðskiptum og rekstri fremur en eftir eignarhlut. Samvinnuein- kemiin eru þessi helst: 1. Sambærilegir aðiljar hafa tiltölulega frjálsan og jafnan aðgang til inngöngu og þátt- töku. 2. Sameiginlegar ákvarðanir eru teknar með lýðræði en ekki eftir misstórum eignarhlutum. 3. Kostnaði er skipt og arði úthlutað, umfram verðtrygg- ingu eignarhlutar, eftir veltu á viðskiptareikningi hvers um sig og eftir stöðu viðskiptareikn- ingsins en ekki eftir misstórum eignarhlutum. í samræmi við þetta eru önn- ur einkenni: — 4. Ekki er kraf- ist mikilla fjárframlaga eða mikillar beinnar áhættu hvers aðila fyrir sig. — 5. Starfað er að einhverjum augljóslega sam- eiginlegum markmiðum sem hæfa jöfnum eða a.m.k. sem jöfnustum atkvæðisrétti í félag- inu. Eitt megineinkenni sam- vinnustarfsins er nefnt „sann- virðisreglan“. í henni felst þetta: Eftir að staða félagsins hefin- verið gerð upp í lok rekstrartímabils er halla eða arði jafnað til félagsmannanna eftir hlutdeild þeirra hvers og eins í rekstri og viðskiptum fé- lagsins á tímabilinu. Þetta er t.d. gert með inn- leggi á stofnsjóðsreikning eða viðskiptareikning. Þannig fá menn t.d. endurgreitt ef vöru- verð við smásölu hefur reynst „of hátt“ eða afurðaverð til fó- lagsins hefur reynst „of lágt“; og eins fá menn t.d. uppbót á laun sín ef arður verður af rekstri félags sem starfsmenn- irnir reka saman. En samvinnufélag þarf ekki að veita lægsta verðið á mark- aðinum, þar sem félagsmenn- irnir njóta endurgreiðslu ef rekstrarafkoma leyfir slíkt. Með henni er sannvirði tryggt. Hlutverk stofnsjóðs- og við- skiptareikninga félagsmanna sýnir hve mikilvægt það er að öllu eigin fé félagsins sé jafnan skipt á stofnsjóðsreikninga fé- lagsmannanna. Með því einu er unnt að rækja meginhlutverk samvinnustarfsins. Það er markmið samvinnu- starfsins að félagsmennirnir fái hver sinn hlut, sem arð eða framlag, af eigin viðskiptum og þátttöku. Sannvirði er tryggt með því að menn geta haft mis- stóra hluti í stofnsjóði og í arð- greiðslu, allt eftir því hve mik- inn þátt þeir hafa átt í rekstrin- um. Og í því er engin andstæða að menn eigi misstóra hluti sem breytast ár frá ári, en hafa þó sambærileg áhrif með atkvæðis- rétti sínum. Framtíðarverkefni Næg verkefni eru fyrir sam- vinnufélög í Ijölbreytilegu samfé- lagi framtíðarinnar. Ævinlega munu hópar standa höllum fæti og telja hag sínum borgið með úrræðum samvinnunnar. Og jafnan verða hópar sem hafa sameiginleg áhugamál eða sér- staka hagsmuni sem aðrir geta ekki sinnt. Nærtækt er að líta til neyt- enda í dreifbýli þar sem markað- ur er veikur, til hagsmuna smáframleiðenda í landbúnaði, fiskveiðum og á öðrum sviðum, og til lágtekjuhópa í þéttbýli sem þurfa sameiginlegt átak í hús- næðismálum, — sbr. Búseti —, dagvöruverslun, heilsugæslu og öldrunarþjónustu, barnagæslu og þvotta- eða mötuneytisþjón- ustu o.s.frv. í nágrannalöndunum eru þess mörg dæmi að samvinnurekstur taki við af gjaldþrota velferðar- báknum. Og nefna má sam- vinnufélög starfsmanna við framleiðslu eða þjónustu þar sem fólk hefur teldð sig saman vegna gjaldþrota eða atvinnu- leysis og stofnað eða leyst til sín fyrirtæki og rekur síðan á eigin spýtur. Ilöfundur er hagfræðingur Vinnumála- sambandsins og áður rektor Samvinnu- háskólans á Bifröst.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.