Dagur - Tíminn - 17.10.1996, Qupperneq 10

Dagur - Tíminn - 17.10.1996, Qupperneq 10
10 - Fimmtudagur 17. október 1996 iDcxgm-QlTOmtn KNATTSPYRNA Gautaborg lagðiACMilan Leikið var í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu og urðu úrslit þessi: A-RIðlLL: Ajax-Glasg. Rangers 4:1 Auxerre-Grasshoppers 1:0 Stig í riðlinum: Ajax 6, Grasshoppers 6, Auxerre 6, Rangers 0. B-RIðlLL: Atl. Madrid-Dortmund 0:1 St. Búkarest-W. Lodz 1:0 Stig í riðlinum: B. Dortmund 9, Atl. Madrid 6, St. Búkarest 3, W. Lodz 0. C-RIðlLL: Fenerbahce-Man. Utd. 0:2 Rapid Vín-Juventus 1:1 Stig í riðlinum: Juventus 7, Man. Utd. 6, Rapid Vín 2, Fenerbahce 1. D-RIðlLL: Gautaborg-AC Milan 2:1 Rosenborg-Porto 0:1 Stig í riðlinum: Porto 9, AC Milan 3, Gautaborg 3, Rosenborg 3. HANDBOLTI ÚRSUT 1. deild karla: Stjarnan-FH 31:22 HK-Grótta 19:17 Fram-Valur 15:15 Haukar-UMFA 26:31 KA-ÍR 27:26 ÍBV-Selfoss 27:20 Öruggthjá m m mm m Stjornunni Stjarnan mjakaði sér upp í annað sætið í 1. deild karla í gærkvöldi með níu marka sigri á FH, 31:22. Á myndinni sést Einar Einarsson reyna að smeygja sér framhjá FH-ingun- um Hálfdáni Þórðarsyni og Sig- urjóni Sigurðssyni. Mynd: bg GOLF • Alþjóðlegt mót Frábærír hríngir hjá EmiÆvari Orn Ævar Hjartar- son, úr Golf- klúbbi "Suður- nesja er efstur eftir tvo hringi á alþjóðlegu unglingamóti, „Teen’s golf trophy" sem nú stendur yfir í Frakk- landi. Tveimur hringj- um er lokið á mótinu og Örn Ævar lék fyrri hringinn á parinu, 72 höggum og þann síðari í fyrra- dag á 69 höggum, þremur und- ir pari vallarins. Örn Ævar er því með 141 högg og með for- ystuna, en ekki tókst að afla upplýsinga um helstu keppi- nauta hans í mótinu. Keppendum frá 24 þjóðum var boðið til mótsins og íslensku keppendurnir eru ijórir talsins. Birgir Haraldsson úr GA hefur leikið á 76 og 77 höggum eða samtals 153 höggum, Þorkell Snorri Sigurðsson úr GR lék fyrri hringinn á 77 höggum og þann síðari á 79 höggum og Pét- ur Sigurðsson úr GR lék á 81 og Orn Ævar Hjartar- son. 88 höggum, eða sam- tals 169 höggum. Þessir fyrstu tveir hringir voru leiknir á Makila velhn- um, sem er 6176 metra langur og erfiðleika- stuðull hans er 72. Völl- urinn hefur þó spilast mxm lengri vegna mik- illar bleytu og til að mynda þurfti að fresta leik um tvær klukku- stundir fyrsta daginn. íslensku keppendurnir not- uðu frídaginn í gær til að leika æfingahring á Biurritz vellin- um, en þar fara tveir síðustu hringirnir fram í dag og á morgun. KÖRFUKNATTLEIKUR • Lengjubikarinn Ný útsláttarkeppni Eins og körfuboltaunn- endur hafa tekið eftir er úrvalsdeildin leikin í einum riðli nú í stað tveggja áður. Við þetta fækkar leikj- um liðanna í deildinni um 10, úr 32 leikjum í 22. Til þess að mæta þessari fækkun var ákveðið að koma á deildar- bikarkeppni sem styrkt er af ákveðnu fyrirtæki og hefur Lengjan rutt brautina fyrir KKÍ að þessu sinni og heitir keppnin Lengjubikarinn. Liðin sem þátt taka í Lengjubikarnum eru 16 bestu lið landsins og fer keppnin þannig fram að ís- landsmeistararnir leika við liðið í 16. sæti þ.e. liðið sem stóð verst að vígi eftir undan- úrslit í 1. deildinni og lið númer 2 í úrvalsdeildinni leikur þá við liðið í 15. sæti og svo koll af kolli. Með þessari keppni fá fyrstu deildarliðin kærkomið tækifæri til að Ieika við bestu lið landsins sem veitir þeim dýrmæta reynslu þegar upp verður staðið og þau verða mun betur hæf til þess að takast á við úrvalsdeildina þegar þau vinna sér sæti þar. Þetta er mjög gott framtak hjá KKÍ-mönnum og sýnir að framtíðarsýnin er í góðu lagi á þeim bænum. Fyrsta umferðin, 16-liða- úrslitin heíjast nú í vikunni og lýkur um helgina. Leikin er tvöföld umferð heima og heiman. Þessi lið leiða saman hesta sína nú. 17. og 19. okt. ÍS - Grindavík kl. 20 ÍA - KR kl. 20 Þór Þorl. - Haukar kl. 20 Valur - Njarðvík ld. 19 Laugardagsleikirnir hefj- ast allir kl. 16:00 nema leik- ur Hauka og Þórs Þorláks- höfn sem hefst kl. 13:30 18. og 20. okt. Þór Ak. - ÍR kl. 20 KFÍ - Skallagrímur kl. 20 Breiðablik - Tindastóll kl. 20 Snæfell - Keflavík kl. 20. Sunnudagsieikirnir heíjast allir kl. 20 nema leikur ÍR og Þórs Ak. sem hefst kl. 16:00. gþö- KNATTSPYRNA • Svíþjóö Gengi ðrebro er ævintýri líkast Hamar félagsheimili Þórs: Salir til leigu Tilvaldir til hvers konar íþrótta- og tóm- stundaiðkana. Gufa - Pottur - Búningsaðstaða Hamar sími 461 2080 / Sænska liðið Örebro, sem íslendingarnir Arnór Guð- johnsen, Hlynur Birgisson og Sigurður Jónsson Ieika með hefur gengið allt í haginn að undanförnu og nú bendir flest til þess að liðið, sem virtist dæmt til að falla eftir fyrri um- ferðina, kræki sér líklega í Evr- ópusæti. Liðið hefur fengið 25 stig út úr síðustu 10 leikjum sínum, en uppskeran var mjög rýr framan af, aðeins 11 stig út úr fyrstu 14 leikjum sínum. „Seinni umferðin er búin að vera ævintýri líkust og það hef- ur allt gengið okkur í haginn, eins og það var nú leiðinlegt til að byrja með. Það hefur lengi loðað við liðið að vinna ekki úti- leiki, en núna erum við búnir að vinna þrjá síðustu útileiki og stefnum að fjórða sætinu í deildinni. Það voru margir leik- menn seinir í gang, en leik- menn náðu sér vel á strik þegar leið á mótið,“ segir Hlynur Birgisson. Hlynur sagði að Sigurður Jónsson, hefði staðið fyrir sínu í vörn Örebro-liðsins í undan- förnum leikjum og sjálfur gæti hann ekki kvartað. „Ég náði takmarkinu, að komast í liðið og hef haldið stöðunni í byrjun- arliðinu." Örebro er nú í 5. sæti með 36 stig, stigi á eftir AIK Gauta- borg, mótherjum KR frá því í haust. Fjórða sætið gefur sæti í Evrópukeppni félagsliða, en 5. og 6. sætið í Toto-keppninni. Hlynur Birgisson. Aðeins tvær umferðir eru eftir og á Örebro eftir að leika við Trelleborg, eitt af botnliðunum á útivelli og Halmstad sem er um miðja töfluna.. IFK Gautaborg tryggði sér meistaratitilinn um síðustu helgi, íjórða árið í röð. ENGLAND Robson og Souness sektaðir Breska knattspyrnusam- bandið hefur enn á ný sektað framkvæmdastjór- ana Bryan Robson hjá Middles- brough um 150 þúsund krónur og Graeme Souness hjá South- hamton um 75 þúsund krónur. Sami dómarinn, Michael Riley, kærir þá báða, Robson fyrir ummæli er hann lét falla í garð Rileys eftir leik Middlesbrough við Notting- ham Forest 24. ágúst sl. og Souness fyrir ummæli sín við dómarann eftir leik Southam- ton við Leicester 21. ágúst sl. Þetta er nú aldeilis ekki í fyrsta skipti sem þessir snilling- ar fá orð í eyra frá Knatt- spyrnusambandinu og að þessu sinni fékk Bryan Robson einnig alvarlega áminningu vegna sí- endurtekinna ærumeiðandi um- mæla um dómara og aðstoðar- dómara. gþö

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.