Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Blaðsíða 3
|Da0ur-'®mtmn Laugardagur 19. október 1996 - III ÍSLENDINGAÞÆTTIR HAGYRÐINGAR FÓLK í ÆTTUM Spoonriver Dauflegt og svekkjandi þykir mér þetta; það átti að vera hér hamfarastand! En dagarnir líða og lítið aðfrétta af leiðindabið on ðe Spúnriversand. Kúgun hér og kúgun þar Konur eru ýmsu vanar; frá Afganistan heyrum við að íslamstrúartalíbanar taki þœr í karphúsið. Aungvar kjósa kvennalistann né klœðast þar í bíkiní. Stelpur úti í Afganistan eru heimskra stráka þý. Stelpna bíður tár og sviti, af talíbönum þjakaðar. Það mun dragast von úr viti að verði kona biskup þar. Búi Langholtskirkj a Er Langholtskirkja laus við tjón og leyst úr fjötrum sorgar, þó Davíð hafi Drottins þjón dœmt til Lúxemborgar? Haust Ríkisstjórnin hagsœld heftir, heimilanna eflir jag. Þetta skánar eflaust eftir okkar hinsta lífsins dag. Pétur Stefánsson Landsfundur Ekkert var umbunað snótum. Ekki var blakað við kvótum. Þar gerðist ei neitt, nema aðeins það eitt, að Davíð skaut digurri rótum. Kristján Árnason, Skálá Góðar hættur Lífið fátt mér Ijœr í hag, lúinn þrátt ég glími. Koma máttu um miðjan dag, mikli háttatími. Vísa þessi er endurbirt, þar sem hún var rangfeðruð í þætt- inum. En hún er eftir Gísla Ólafsson frá Eiríksstöðum. UM HVERN ER SPURT? 1. Þrjú ár voru frá lýðveldistökunni þegar hún fæddist. Allir landsmenn þekktu rödd afa hennar, sem var vel þekktur fyr- ir kenningar og góðlátlegar kímnisögur voru sagðar af hon- um. Hann tók þátt í frægum stjórnmálaslag, tapaði og var ekki orðaður við önnur pólitísk afskipti fyrr eða síðar. Faðir hennar var vel þekktur söngmaður. 2. Var ílugfreyja á yngri árum, auk annarra starfa hjá fyrir- tækjum og stofnunum. Starfaði hjá Jafnréttisráði og fór að hafa afskipti af stjórnmálum. Hún var aðstoðarmaður ráð- herra um nokkurra ára skeið. Sá staríi hafði mikil áhrif á einkalíf hennar. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í sambandi við norrænt samstarf. 3. Tók virkan þátt í sveitarstjórnarmálum í upphafi níunda áratugarins og hefur haslað sér völl á því sviði og gegnir nú æðstu trúnaðarstörfum fyrir bæjarfélag sitt. Hún er róttæk í skoðunum og fer ekki troðnar slóðir forfeðra sinna í pólitík- inni. Hún er gift einum þekktasta stjórnmálamanni samtím- ans. uue)si|-u juAj nu Bo QiBe|epueqngAc(|v juA) ujofisjeBjoq j jnpe )es unjgno qsnjjjB 60 JljqeuJi) iac| e euis esjeui pjA jgæq np|j>|s neq * 16-8861 ujnunje e ‘ejjaqpeje|euie)uuauj ‘jeuossjsao sjbabas jnpeui -jepojspe pjeA 60 euue|eujuj0l)s 6uæA u)suia e npo)s euiuisus jas sjoj urupno iuAssj|36sv ijioBsv jijAj jpede) uujjnjssjd 'm>|o|jjeu>|osujejj 60 i>|>|0|)sipæ)S)|e[s )B zs6) úinun6Újuso>| -ejssjoj j uiejj uuipoq jba uiss ‘s)sejdn[>|j!>|ujpp jeuossuop euje[g jnuos jba uubh uinjpæjqjsoj peui i6ua| 60 |sa 6uos uiss ‘uoseuje[g )sn6y jba jeuusq Jipej 'jeujo[)Sje6joq íjosjoj ‘j!Hppsjsn6y unjpr. j js um js jjnds uiss ueuo» :jbas Fjölgáfaðir og skemmtilegir Synir Jóns skálds: Þorvaldur og Skúli sitja, Þórður og Sigurður standa. lands. Skúli kvæntist Theodóru skáld- konu, sem vann sér heiðurssess í bókmenntunum. Sjálfur var hann aðsópsmikill stjórnmálamaður og umdeildur. Meðal barna þeirra voru læknarnir Guðmundur og Katrín. Skúli læknir er hans sonur og var kvæntur Drífu Viðar lista- konu og þeirra sonur er Einar, læknir og vínsmakkari. Þrándur Thoroddsen, kvikmyndamaður með meiru, er sonur Guðmundar læknis. Sigurður Thoroddsen verkfræðingur var sonur Skúla og meðal barna hans eru Dagur Sig- urðarson skáld og Halldóra mynd- listarkona, sem er gift Eggerti Þorleifssyni leikara. Einn sona Skúla og Theodóru var Jón, sem lést af slysförum Iangt um aldur fram, en hann var við nám í Kaupmannahöfn. Hann var talinn með efnilegustu skáldum síns tíma, frumlegur og andríkur. Hann varð mörgum harmdauði. Meðal barna Sigurðar Thor- oddsen, sonar Jóns skálds, var Gunnar Thoroddsen, prófessor og ráðherra. Gunnar var búinn mörgum af bestu kostum ættar sinnar: Ijölmenntaður, fágaður og listrænn. En sagt er að Thorodd- senar eigi erfitt með að ná á topp- inn, þótt þeir hljóti annars góðan frama. Það þótti sannast á Gunn- ari, er hann beið lægri hlut í for- setakosningum. En eftir það tókst honum samt að verða forsætisráð- herra. Gunnar var kvæntur Völu, dóttur Ásgeirs Ásgeirssonar for- seta. Móðir hennar var Dóra, dótt- ir Þórhalls biskups, og eru þarna samankomnar miklar ættir, sem sjá má. Hér er aðeins tæpt á örfáum nöfnum úr þeim mikla frændgarði sem Thoroddsenar eru, og eins og sjá má eru þar engir meðalmenn á ferð, þótt ekki sé minnst á margt stórmennið í ættinni. OÓ Mikið mannval er komið af Jóni Thoroddsen, skáldi og sýslumanni. Sjálfur var hann hinn merkasti maður og skrifaði Mann og konu og Pilt og stúlku, sem oftast eru taldar fyrstu íslensku skáldsögunar. Þær eru enn í dag taldar meðal vinsæl- ustu bóka sem ritaðar hafa verið á íslensku og jafnframt meðal ágætustu leikbókmennta okkar. En afkomandi Jóns, Emil Thor- oddsen, sem ílestar listir léku í hendi, samdi leikritsgerðirnar. En það orð leikur á Thoroddsenum að þeir séu íjölhæfir með afbrigð- um og listrænir og skemmtilegir, en kannski ekki eins stefnufastir og æskilegt væri og nýtast því góð- ar gáfur þeirra og ijölþætt mennt- un misjafnlega. En þeir setja sannarlega svip sinn á íslenska þjóðfélagið. Jón Thoroddsen, sýslumaður og skáld, fæddist 1819 og dó 1868. Faðir hans var Þórð- ur Þóroddsson á Reykhólum. Það er Þór- oddsson sem varð að Thor- oddsen úti í Kaupmanna- höfn og það nafn ber frændgarður- inn enn. Móðir Jóns var Krist- ín Þorvalds- dóttir, alþingis- manns í Ilrappsey. Synir þeirra urðu allir landsfrægir menn og margir aíkomendur þeirra aðsópsmiklir. Synirnir voru Skúli, sýslumaður og alþingismað- ur; Þórður, læknir og bankamað- ur; Sigurður, fyrsti landsverkfræð- ingurinn og yfirkennari; og Þor- valdur, sá mikli landkönnuður ís- Gunnar Thorodd- sen ráðherra. Katrín Thorodd- sen læknir. Jón Thoroddsen skáld. Sigurður Thoroddsen verkfræðingur.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.