Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Blaðsíða 8
VIII - Laugardagur 19. október 1996 MINNINGAGREINAR iOagnr-^rrmm Andlát Anna Cronin andaðist í London 12. ágúst. Bálför hennar hefur þegar farið fram í London. Anna Kristbjörg Kristinsdóttir frá Höfða, Grýtubakkahreppi, Víkur- götu 6, Stykkishólmi, lést í Landspít- alanum 9. október. Árni Pétursson, Brekkubyggð 4, Garðabæ, andaðist aðfaranótt miðvikudagsms 9. okt. Ásta Þorsteinsdóttir, Efri-Rauðsdal, Barðaströnd, lést í Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 14. okt. Elín Stefánsdóttir írá Varðgjá, Víðilundi 24, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar 9. október. Guðbjörg Bcrgsteinsdóttir, Baldursgötu 15, lést í Landspítalan- um 11. október. Guðlaug Gísladóttir, Grensásvegi 60, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum þriðjudaginn 8. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hrefna Siguijónsdóttir, áður til heimilis á Ægisgötu 20 á Ak- ureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 6. október. Jarðarförin hefur farið fram. Hulda Jónasdóttir, Hlíðarvegi 28, Kópavogi, lést í Land- spítalanum sunnudaginn 13. okt. sl. Jóhann Pétur Petersen, Staðarhvammi 1, Hafnarflrði, lést í St. Jósefsspítala þriðjudaginn 8. okt. Jóhann Svanur Yngvinsson, Langholtsvegi 99, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. október sl. Jóhanna K. Kristjánsdóttir, Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi, lést í Borgarspítalanum laugardaginn 12. október sl. Jarðarförin verður aug- lýst síðar. Jóna Þorsteinsdóttir, Mánasundi 2, Grindavík, lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja miðvikudag- inn 9. október. Kristján Hrólfsson bóndi, Syðri-Hofdölum, Skagafirði, andaðist í Sjúkrahúsi Skagfirðinga miðvikudaginn 9. október. Kristján Kjartansson lést af slysförum 8. október. Laufcy Valbjörg Þorvarðardóttir, Hæðargarði 35, Reykjavík, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudag- inn 10. október. Lára Sessclja Björnsdóttir, Skjólgarði, Ilöfn, Hornafirði, andað- ist í Landspítaianum miðvikudaginn 9. október. Margrét Sigurz Busha lést í sjúkrahúsi í Bremerton, Wash- ington, USA, 7. þessa mánaðar. Mikkclína Sigurðardóttir, Aðallandi 1, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 12. október. Ólavía Gundersen, fædd Jónsdóttir, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. október. Páll Sævar Kristinsson, Móabarði 34, Hafnarfirði, lést á heimili sínu 11. október. Rannveig Hjartardóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést þar þriðjudaginn 8. október. Sigmundur Hjálmarsson, Gaukshólum 2, andaðist á krabba- meinsdeild Landspítalans 12. októ- ber. Sigríður Ágústsdóttir, Faxastíg 45, Vestmannaeyjum, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja mánudag- inn 14. október. Sigríður Lárusdóttir frá Kornsá lést í Borgarspítalanum laugardaginn 5. október. Útförin hef- ur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sveinbjörg Jónína Guðmundsdóttir andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 10. október sl. Svcrrir Guðmundsson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögreglu- þjónn, er iátinn. Sverrir Karl Stefánsson lést á heimili sínu 13. október. Torfi lljartarson, fyrrv. tollstjóri og sáttasemjari ríkis- ins, andaðist í Reykjavík þriðjudag- inn 8. október. Úlfar Karisson frá Seyðisfirði andaðist á Elliheimil- inu Grund 7. október. Vigdís Ólafia Jónsdóttir, Hamraborg 26, áður til heimilis í Holtagerði 9, andaðist að kvöldi 12. okt.á kvennadeild Landspítalans. Þórarinn Torfason frá Áshóli í Vestmannaeyjum lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 10. október. Þórey Hjartardóttir, Mávahlíð 33, andaðist í l.andspítai- anum 10. október. Grethe Benediktsson Grethe Benediktsson fædd- ist í Kaupmannahöfn 26. ágúst árið 1909. Hún lést í Reykjavík 3. október síðastliðinn. Grethe stundaði nám í klassískri fornleifafræði við Kaupmanna- hafnarháskóla og lauk þaðan magistersprófi vorið 1936. Sama vor giftist hún dr. Jakobi Bene- diktssyni frá Fjalli í Skagaflrði. Þau hjón fluttust til íslands árið 1946 og bjuggu þar alla tíð síð- an. Grethe fékkst allmikið við þýðingar. ^Um tíu ára skeið var hún stundakennari í dönsku við Háskóla íslands. Grethe var dóttir Olafs Kyhl, ofursta í danska hernum, og Gerdu konu hans. Móðir hennar var tónelsk og listhneigð, faðir hennar mikill áhugamaður um hersögu og sagnfræðileg efni. Grethe tók þannig í arf frá for- eldrum sínum óþrjótandi áhuga á sögulegum málefnum og ást sína á klassískri tónlist. Hún átti eina systur, Agnethe, sem gift var konsertmeistara dönsku út- varpshljómsveitarinnar, Leo Hansen, en þau eru nú bæði lát- in. Faðir Grethe var á faraldsfæti vegna starfs síns og fjölskyldan fór víða á uppvaxtarárum henn- ar. Grethe fæddist í Kaupmanna- höfn, en sleit barnsskónum í Vordingborg syðst á Sjálandi. Þegar hún var á áttunda ári, flutti fjölskyldan til Kaupmanna- hafnar og þar var hún fram á unglingsár Grethe. Þá færðu þau sig enn um set og fluttu til Fre- dericia á Jótlandi þar sem hún lauk stúdentsprófi. Grethe ólst því upp á hálfgerðum ferðalög- um, kynntist sífellt nýjum stöð- um, enda var hún óhrædd við það að taka sig upp og flytja til íslands, þegar þar að kom. f háskóla var hún í fyrstu óákveðin og reikandi í vali á við- fangsefni, en lagði loks fyrir sig kiassíska fornleifafræði og skrif- aði lokaverkefnið um Krít. Þær voru tvær stúlkur, sem lögðu það nám fyrir sig þá og útskrifuðust saman, og má vera táknrænt að hvorug þeirra fékk nokkurn tím- ann starf á sínu fræðasviði. Leið- ir þeirra Jakobs Benediktssonar lágu fyrst saman í háskólanum. Hann var þá í klassískum fræð- um og heldur lengra kominn í námi, en þau sátu saman í fáein- um kúrsum og með þeim tókust góð kynni. Árið 1936 varð tíma- mótaár í lífi Grethe. Um vorið lauk hún mag.art.-prófl og þann 17. júní gengu þau Jakob í hjónaband; þau áttu því sextíu ára brúðkaupsafmæli í sumar. Brúðkaupsferðina fóru þau til ís- lands og Grethe mundi hana vel, varð þegar ástfangin af þessu einkennilega landi. En faðir hennar hafði haft sannar spurnir af samgöngumálum á íslandi og vildi undirbúa dóttur sfna; hann sendi hana því í reiðtíma, sem ekki veitti af, sagði Grethe seinna. Þau Jakob fóru aftur til fslands rétt fyrir stríð, árið 1939, og voru þá lengur, því það ár kom á prent fyrsta bók Jakobs. íslensku lærði Grethe fyrst hjá Sigfúsi Blöndal. Hún var fljót að ná öruggum tökum á málinu og eignaðist marga góðvini í hópi Hafnarstúdenta á stríðsárunum. Þá var mikill samhugur og sam- staða í þeirra röðum, félagslífið öflugt, tíðir fundir og kvöldvökur, og Jakob ritstýrði tímaritinu Frón sém stofnað var á heimili þeirra hjóna. Eftir stríð fluttu þau heim til íslands. Jakob leysti fyrst Kristin E. Andrésson af við stjórnvölinn á Máli og menningu í tvö ár, en bauðst síðan starf ár- ið 1947 á Orðabók háskólans, sem hann þáði og gegndi í þrjá áratugi. Grethe efaðist aldrei um að hún vildi búa á íslandi. Hér líkaði henni vel og eignaðist fljótt góða og trygga vini. Grethe vann aldrei á sínu sér- sviði sem fyrr sagði; þar var þröngt fyrir í Danmörku og enn frekar hér heima. En hún sinnti fjölbreytilegum verkefnum alla tíð, vann fyrst dálítið fyrir Orða- bókina, kenndi mörgum löndum sínum íslensku í einkatímum, en lengst var hún stundakennari í dönsku við háskólann, vel á ann- an áratug. Hún var prófdómari í framhaldsskólum og afkastamik- ill þýðandi: þýddi greinar af ýmsum toga, ræður og skýrslur, fræðirit og bókmenntir, og var frábær þýðandi að sögn þeirra sem til hennar leituðu. Þegar Jakob vann að þýðingum sínum á Halldóri Laxness, var hún fé- lagi hans í því starfl og saman þýddu þau Atómstöðina. Og ekki bara á þeim vettvangi, heldur studdi hún Jakob vel í öllum hans fjölbreytilegu störfum, var kannski helsti samstarfsmaður hans alla tíð. Ég kom fyrst inná heimili þeirra Grethe og Jakobs fyrir tæpum tveimur áratugum, þegar bæði höfðu að mestu lokið sinni formlegu starfsævi, laus við að rjúka á fætur fyrir allar aldir og frjáls að því að lesa, hlusta á góða tónhst og sinna þeim frjóu lífsnautnum öðrum sem þeim þótti máli skipta. Loftið alveg kyrrt og einsog þungt af mennta- og menningarangan. Bækur og tímarit hvarvetna innan seiling- ar beggja hjóna, sem voru full- komlega samstillt í öllu lífi sínu; þunnur pípureykur beint uppí loft og þægileg angan af vindla- reyk frá Grethe; dregið fram te og meðlæti, spjallað um heima og geima, sagðar sögur af öllu tagi og spurt frétta af því fólki sem einhverju skipti. Heimili þeirra hjóna var menntamiðstöð, bæði miklir meistarar samræð- unnar, sannir húmanistar og áhugalítil um dægurflugur og stundarmenningu; ég held að húsfreyjan hafl fyrst hleypt sjón- varpi inná sitt heimili þegar dönsku sjónvarpsþættirnir Mata- dor voru sýndir. Grethe og Jakob voru samferða í fullkomnu áhugaleysi á efnislegum gæðum, þeim sem keypt verða fyrir pen- inga; það var helst að Grethe væri veik fyrir duglegum raf- magnstækjum í eldhúsið til að létta þar störfln. Og hljómílutn- ingstæki urðu að vera góð á heimilinu, enda var klassísk tón- list eitt helsta áhugamál Grethe utan heimilis og þau hjónin fast- ir gestir á tónleikum Sinfóníunn- ar, Tónlistarfélagsins og Kamm- ermúsíkklúbbsins um árabil. Grethe varð góð vinkona mín og við skröfuðum margt saman; fyrir þau kynni öll vil ég þakka núna. Hún var hjartahlý kona, glaðsinna og áhugasöm um^aá- unga sinn, íjörug og kát þegar því var að skipta, orðheppin og Sigrún Áskelsdóttir Fædd 25. júlí 1914 Dáin 6. október 1996 Vonin styrkir veikan þrótt, vonin kvíða hrindir. Vonin hverja vökunótt vonarljósin kyndir. Páll Ólafsson. Mig langar að kveðja elskulega frænku mína með þessu litla ljóði sem hún hélt mikið upp á. Hún and- aðist á heimili sínu 6. október sl., og þótt aldurinn væri orðinn nokkuð hár, kom andlát hennar okkur öllum á óvart. En dauðinn gerir ekki alltaf boð á undan sér. Sigrún var fædd 25. júlí árið 1914 að Bandagerði í Glerár- þorpi, eins og það var kallað þá. Foreldrar hennar voru Áskell Sigurðsson og Sigríður Jónsdótt- ir og var Sigrún elst fimm barna þeirra. Látnir eru Jón og Sigurð- ur og einnig fóstursystir hennar, Vigdís Guðmundsdóttir. Eftir lifa Ásgerður og Unnur. Sigrún ólst upp hjá góðum foreldrum og glöðum barnahópi. Þröngt hefur nú verið setinn bekkurinn í Bandagerði, því þar bjuggu einnig afi okkar og for- eldrar mínir með tvö börn og svo var oft skotið skjólshúsi yflr fleiri. Feður okkar Sigrúnar voru bræður og mæður okkar systur, svo þetta var sannkölluð stórijöl- skylda. Árið 1927 fluttist svo íjöl- skylda hennar til Akureyrar og átti hún alla tíð síðan heima þar. Sigrún fór snemma að vinna eins og þá var siður og kom fljótt í ljós dugnaður hennar og áræði. Talaði hún stundum um hvað gaman var í síldinni á Siglufirði. Hún fór í húsmæðraskólann á Hallormsstað og útskrifaðist þaðan eftir tvo vetur sem vefn- aðarkennari. Minntist hún þess tíma með mikilli gleði. Árið 1939 giftist Sigrún Þor- steini Sigurðssyni Austmar og eignuðust þau þrjú börn; Ás- laugu Maríu, Elías og Sigurð Áskel, sem öll eiga maka og börn. Þorsteinn lést langt fyrir aldur fram árið 1984. Þau byggðu sér hús við Ilvannavelli 2 og þar ólust börnin upp. Þar ríkti glaðværð og gestrisni og eigum við hjónin ánægjulegar endur- minningar frá samverustundum með Sigrúnu og Steina. Sigrún starfaði lengi sem gæslukona á leikvöllum bæjarins og ávann sér þar traust og hylli ungdómsins. Stundum hitti hún fólk sem sagði henni að hún hefði passað þau þegar þau voru lítil. Það fannst henni nú ekki amalegt. Mörg ár vann hún við ræstingar á Fata- verksmiðjunni Heklu. En Sigrún gekk ekki alltaf heil til skógar því að í mörg ár þjáðist hún af fótameini sem illa gekk að lækna og þurfti hún að fara oft á Ileilsugæslustöðina til aðhlynn- ingar. Átti hún ekki nógu sterk orð til að lýsa því hvað fólkið þar var henni gott. En sorgin gleymir engum og Sigrún var búin að horfa á eftir eiginmanni, bræðrum, frænda og elskulegum dóttursyni yflr móð- una miklu. Vel hefur örugglega verið tekið á móti henni af öllu skemmtileg. Hún var afdráttar- laus í skoðunum og stóð stund- um fast á sínu, en alltaf með full- um rökum og reiðubúin að hlusta. Hún átti held ég verst með að umbera hroka og yfir- læti, og erfiðast með að fyrirgefa ójöfnuð hvort sem var vegna pól- itíkur eða heimsku. Sjálf var hún hlédræg og hófsöm, henni var í nöp við sýndarmennsku og grunnfærni, fannst lítið til um þá sem helst láta á sér bera í íjöl- miðlum, en hún var veik fyrir öllu afreksfólki í andanum, í menningu og menntum, rithöf- undum, tónlistarmönnum, fræði- mönnum. Hún var gáfuð kona og vel menntuð, víðsýn og fordóma- laus, víðlesin ekki bara á sínu eigin fræðpsviði heldur mörgum öðrum, í klassískum fræðum, fornum bókmenntum og nýjum; hafði vakandi áhuga og fróð- leiksþorsta vfsindamannsins allt til hins síðasta. Þau Grethe og Jakob voru einstaklega samrýnd á lífsgöngunni, samband þeirra var byggt gagnkvæmri virðingu, djúpri umhyggju og ástúð, alla tíð. Síðustu árin hrakaði heilsu Grethe mjög. Ilún hafði lengi þjáðst af slæmu astma, en síðar lagðist á hana erfiður gigtarsjúk- dómur, sem þjakaði hana mjög og olli henni miklum sársauka. Síðustu sex árin átti hún svo erf- itt með gang, að hún komst lítið úr húsi. Hún hélt þó andlegum styrk sínum og þrótti, tók erfið- leikum sínum af miklum kjarki. í þeim þrengingum öllum stóð Jakob sem klettur við hlið hennar, vék varla frá henni; hans er missirinn mestur. Örnólfur Thorsson. fólkinu hennar, sem farið er. Síð- ustu árin bjó Sigrún í fallegri íbúð í húsi aldraðra við Víðilund 20. Þar eignaðist hún eins og alls staðar annars staðar sem hún bjó, frábærlega góða vini, sem ég veit að sakna hennar mikið. Við hjónin þökkum Sigrúnu áralanga vináttu og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Öllum afkomendum hennar, systrum og fjölskyldum þeirra, sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi ykkur öll. Helga Sigurlaug Baldvinsdóttir.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.