Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Blaðsíða 2
// - Laugardagur 19. október 1996 |D^tgur-'3Ktnmn ÍSLENDINGAÞÆTTIR Freyja Jónsdóttir skrifar Templarasund 3 er byggt á lóðinni sem Jakob Sveins- son trésmiður fékk til við- bótar vestan við lóð súia árið 1878. Þaf byggði hann smíða- hús. Jakob nam trésmíði í Kaup- mannahöfn á árunum frá 1847 til 1856. Eftir að hann kom til landsins kenndi hann trésmíði og margir ungir menn voru hjá honum í námi. Hann byggði hús- ið Strýtu (Kirkjustræti 6) og bjó þar ásamt lærisveinum sínum, en flestir þeirra dvöldust á heim- ili hans meðan á námi stóð. Grein um Strýtu birtist í blaðinu 28. september. Einn af lærisveinum Jakobs Sveinssonar var Jón Sveinsson, sem keypti smíðahúsið og vest- urhluta lóðarinnar árið 1897. Smíðahúsið var einlyft með risi og á steyptum kjallara, byggt af bindingi og járnklætt. Árið 1904 reisti Jón tvflyft timburhús á steyptum kjallara vestar á lóðinni meðfram Templ- arasundi. Sama ár fær hann leyfí til þess að hækka smíðahúsið, sem byggt var á horni Kirkju- torgs og Templarasunds. Jón byggir síðan viðbót við nýja hús- ið og með þeirri viðbót tengdi hann þessi tvö hús saman. Sami inngangur var í bæði húsin. Fyrsta brunavirðingin á Templarasundi 3 var gerð í októ- ber 1904, en þá er húsið í bygg- ingu. Þar segir að húsið sé byggt af steinsteypu 4 1/2 álnir upp, en þar fyrir ofan af bindingi, klætt utan með plægðum 5/4” borðum, pappa í milii og með járni yfir. Kjallari er ofanjarðar, í honum tveir gangar og vestur- og suður- rými. Gangarnir eru þiljaðir og kalkdregnir. Helmingur af gólf- um er steyptur, en hinn helming- urinn er úr tré. í binding er fyllt með hálmi og í milligólfi milli annarrar og þriðju hæðar. Á öðru gólfi eru tveir gangar, þiljaðir og málaðir, en hæðin að öðru leyti í smíðum. Á þriðja gólfi eru sex herbergi og geymslur, sem allt er þiljað, og tvö herbergin með striga og pappír á veggjum og loftum. Allt málað. í október 1905 koma virð- ingamenn aftur á staðinn, en þá hefur Jón Sveinsson að mestu fuUgert húseign sína í Templara- sundi 3. Þá er þess getið að suð- urgaflinn, sem húsið Þórshamar (Templarasund 5) er byggt upp að, sé úr steinsteypu. í kjaUara hússins er sölubúð með skápum, hillum og búðar- borði; skrifstofa, ketUrými og tveir gangar. Þar eru allir út- veggir kalkdregnir, en skilveggir þiljaðir; allt málað. Á fyrsta gólfi eru fimm íbúð- arherbergi, eldhús, tveir gangar og fjórir fastir skápar. Fjögur herbergjanna eru með striga og pappír á veggjum og loftum, allt málað. Á öðru gólfi eru fjögur her- bergi, myndastofa, myrkraklefi og gangur. Tvö herbergin eru með striga og pappa á veggjum og loftum og máfuð. Þá er þess getið að hluti hússins sé ekki fullkláraður að innan, en húsið sé allt fullbyggt að utan. í aprfl árið 1906 er húsið full- byggt og búið að endurbyggja smíðahúsið. Þá er sölubúð lýst eins og í mati árinu áður, en bú- ið að gera tvö íbúðarherbergi við hliðina, þiljuð á einn vegg, kalk- Templarasund 3 er virðulegt hús í nánd við Alþingi og Dómkirkjuna. Templarasund 3 x: . Inngangurinn. I glerskápunum var stillt út Ijós- myndum, en í húsinu var „atelier" Magnúsar Ól- afssonar og sonar hans Ólafs um langt skeið. dregin á þrjá veggi, með stein- steypugólfi og timburgólfi ofan á. Þrír gangar og hitavélarrými er einnig á jarðhæðinni. Á öðru gólfi eru tíu fbúðar- herbergi, eldhús og fjórir gangar. Þar eru sex kolaofnar. Á þriðja gólfi eru sex íbúðar- herbergi, myndastofa, tveir myrkraklefar, þrjár vinnustofur og gangar, með átta upphitunar- ofnum. Samkvæmt íbúaskrá frá árinu 1910 eru til húsa í Templarar sundi 3: Jón Sveinsson trésmið- ur, fæddur 14. nóvember 1881 að Árnesi í Staðarsveit, Elísabet Árnadóttir kona hans, fædd 9. júlí 1861 að Eyri við Skutuls- fjörð, Helga Arnórsdóttir móðir frúarinnar, fædd 11. september Bakhliðin. 1834, Kofurd Han- sen, fæddur 22. júlí 1869, Jón Kristinn Jónsson nuddlæknir, fædd- ur 14. júh' 1881 að Breiðabólstað í Vesturhópi, og Guðmundur Stef- ánsson, fæddur 20. maí 1876 að Kleif- arstekk í Breið- dalshreppi. Á öðru heimili voru: Magnús Ól- afsson stýrimaður, fæddur 10. maí 1862 að Hvoli í Saurbæjarhreppi, Guðrún Jónsdóttir kona hans, fædd 19. september 1862 á Krossanesi í Eyrarsveit og börn þeirra: Ásta, fædd 27. febrúar 1888, Ólafur, fæddur 15. júlí 1889, Karl Georg, fæddur 19. desember 1892, Pétur Jón Hoff- mann, fæddur 14. nóvember 1894, Karolína Þorbjörg, fædd 23. september 1898, og Tryggvi, fæddur 1895. Á þriðja heimilinu voru: Ásta Hallgrímsson, fædd 7. júlí 1857 í „Húsinu" á Eyrarbakka, og börn hennar: Kristrún Hallgrímsson, fædd 7. júní 1877, og Tómas Hallgrímsson, fæddur 9. ágúst 1894. Þá voru einnig á heimilinu vinnukonurnar Kristín Guð- mundsdóttir, fædd 14. desember 1860, og Guðríður Sveinsdóttir, fædd 13. aprfl 1887 á Stokkseyri. Frú Ásta Hallgrímsson var ekkja Tómasar Hallgrímssonar læknis, sem var yfirlæknir á Far- ' *$ t' • ** Þessi arinn er á annarri hæð og er í einum af veit- ingasölum „Við Tjörnina". Rósabekkurinn á veggn um hefur skreytt húsið frá því það var byggt. Frú Ásta Hallgrímsson rak veit- ingasölu í húsinu í 35 ár. sóttarhúsinu í Þingholtsstræti og fyrsti læknakennarinn á íslandi. Ilún missti mann sinn 1893. Stuttu síðar flutti hún í Templ- arasund 3 og rak þar matsölu í 35 ár. Meðal annars seldi hún þingmönnum og öðrum starfs- mönnum Alþingis fæði yfir þing- tímann. Meðfram hafði hún mat- reiðslukennslu og voru yfirleitt átta stúlkur í námi hjá henni í einu. Ásta Hallgrímsson var mjög vel gefin og fjölhæf kona. Hún fór til Kaupmannahafnar aðeins sautján ára gömul og lærði söng. Hún hafði fagra rödd og var fyrsta konan á íslandi sem söng einsöng opinberlega. Hún söng við útfór Jóns Sigurðs- sonar forseta og Ingibjargar konu hans. Ásta Hallgrímsson lést 29. mars 1942. Kristrún, sem bjó með móður sinni í Templarasundi 3, var elsta barn Ástu og Tómasar Hallgrímsson. Hún lærði ung að spila á píanó og lagði einnig stund á söngnám. Hún var við nám í sjö ár í Kaupmannahöfn, en kom síðan heim og kenndi á píanó. Einnig var hún undirleik- ari hjá kórum, einsöngvurum og erlendum hljómlistarmönnum sem komu til íslands. í húsinu var lengi ljósmynda- stofa Magnúsar Ólafssonar, en hann tók mikið af merkilegum myndum úr Reykjavík. Síðar var sonur hans Ólafur Magnússon með stofuna, en hann var kon- unglegur ljósmyndari. Við úti- dyrnar á húsinu eru enn sýn- ingakassar, sem notaðir voru fyrir útstillingar frá ljósmynda- stofunni. Ölgerð Egils Skallagrímsson- ar var stofnuð í þessu húsi árið 1913. í húsinu var lengi ungbarnavernd Hjúkrunarfé- lagsins I.fknar. Til margra ára var hár- greiðslustofa á annarri hæð þar sem nú er veitingarekstur- inn Við Tjörn- ina. Á fyrstu ár- um hússins var sælgætisverslun á fyrstu hæð- inni, sem frú Sæmundsen frá Blönduósi átti. Frá árinu 1965 hefur verið gleraugnaversl- un í plássinu sem upphaflega var innréttað fyrir búð. Passamyndataka hefur verið á jarðhæðinni frá því um 1950. Iljörtur Nielsen skraut- munaverslun var þarna til húsa í mörg ár. Á fyrstu árum aldarinnar var h'tið útihús á baklóðinni við Templarasund 3, í námunda við útikamrana. Þar átti heima mað- ur að nafni Jón, ættaður austan úr sveitum. Hann sá sér far- borða með vatnsburði og sótti vatnið í brunninn við Aðalstræti. Hann var sagður einfari og skipti sér lítið af öðrum. Stóri gluggiim á efstu hæð, þar sem ljósmyndastofan var, hefur verið tekinn af og í staðinn settir tveir gluggar, sem sam- svara gluggunum á neðri hæð- inni. f gegnum tíðina hefur útliti hússins lítið verið breytt. Að inn- an hafa ekki verið gerðar neinar stórfelldar breytingar og þar sem veitingareksturinn er hefur herbergjaskipan haldið sér að mestu, með breiðum skrautlist- um og rósettum í loftum. Heimildir frá Þjóðskjalasafni og Borgarskjalasafni.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.