Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Blaðsíða 4
IV - Laugardagur 19. október 1996 Jbtgur-'2Imtmn SÖGUR O G SAGNIR Gullbringa" var rituð 100 árum á undan Landnámu, að sögn Jochums Eggerts- sonar. í henni er mikill fróðleik- ur um hverjir námu ísland og um menningarafrek Krýsa, sem voru búnir að búa á íslandi í hundruð ára áður en Norðmenn komu til landsins. Um þá miklu sögu er hægt að fræðast í galdra- skræðum og leynibókum. „Bók sjómanna" dró Jochum úr jörðu fimmtudaginn 6. október 1938 og voru þá 27 blöð heil. Engum vildi Jochum sýna þessi gögn né þau galdrakver, sem hann þóttist rýna í og lesa úr allt aðra íslend- ingasögu en almennt er talin vera í gildi. Um Ara fróða fer hann háðu- legum orðum og segir hann að- eins hafa verið vesælt peð bisk- upa og alinn upp sem fugl í búri af þeim. Hann segir um hin frægu orð Landnámu, að hafa skuli það heldur sem sannara reynist, að þau séu einhver sið- spilltustu orð og sannleikanum ijandsamlegustu sem nokkru sinni hafi skráð verið. Launhelgar Egyptalands Eðlilega þurfti Jochum að gera Ara fróða Þorgilsson og skrif hans ómerk til að koma að sinni „Frumlandnámu“. í stuttu máli er kenningin sú, að Krýsar hafi numið hér land mörgum mannsöldrum á undan Norðmönnum og er Krýsuvík við þá kennd. Þeir bjuggu á gósen- landinu Krýsuvík, sem var drjúg- ur hluti Reykjanesskagans. Allt var þar skógi vaxið, gnægð fiskj- ar í sjó og dýralíf fjölskrúðugt. Þeir þurftu ekki á meira landi að halda. Krýsar voru upprunnir úr launhelgum Egyptalands, gáfaðir og mennilegir með afbrigðum. Höfundur Krýsakenningar gefur þeim heitið gullmunnar. Þeir dreifðust víða og voru afbragð annarra hvar sem þeir fóru. Meðal gullmunna má nefna Lao Tse og Jesú frá Nasaret, og má sjá að mannval var gott meðal þeirra. Kolskeggur vitri, eða Kölski, var einnig Krýsi og var hann höf- uðpaur íslensku nýlendunnar þegar aðkomnir landnemar gengu milli bols og höfuðs Krýs- anna árið 1054. Síðar reyndu þeir að leyna ódæðisverkum sín- um með sögufölsunum. Stærðfræði og landnám Öll helstu bókmenntaafrek forn- aldarinnar eignar Skuggi Krýs- um. Völuspá, Hávamál, Njála og Egils saga eru samdar af nafn- Krýsuvík. Garnli bærinn og kirkjan áður en hún var endurbyggð. Frumbyggjar íslands, Krýsarnir Rofabarð á Krýsuvíkurbergi. Á því má glöggt sjá að þarna var áður mjög gróðursælt. kenndum Krýsum, svo að eitt- hvað sé nefnt. Gullmunnakerfið er fremur vísindastarfsemi en trúarbrögð og guð er í mannssálinni. Ef pelikani ætti sér guð, væri hann pelíkani, segir Jochum, og hina djúpvitru Krýsa skapar hann auðvitað í eigin mynd, enda flestir afburðamenn af þeim komnir. Ábendingar pýramídafræð- innar tfi íslands eru vel kunnar og á okkar dögum eru uppi mikl- ar kenningar um stærðfræðUega útreikninga á landnámi og byggð. Kenningar Jochums Egg- ertssonar um örlagabendingar frá Keopspýramídanum ti ís- lands eru því alls ekki einstakar. En satt best að segja virðast þær byggjast eingöngu á hugmynda- flugi fremur en stærðfræðiþekk- ingu. Flóttinn til Sóleyjar Leið gullmunna til íslands kort- leggur Skuggi á þessa leið í bók sinni „Brísingamen Freyju": Á 5.-6. öld eftir Krist var aðal gull- munnastarfsemin með aðsetri á eynni Iona í gríska Eyjahafinu, en fluttist svo vegna uppreisna, óeirða og ágengni sjóræningja vestur á bóginn og var sett niður á Suðureyjaklasanum (nú Hebri- deseyjar), sem þá töldust til ír- lands (er nú kallað Skotland). Allt var þetta gert samkvæmt ör- lagabendingum Keopsmerkisins í Egyptalandi, því gullmunnarnir þekktu alla leyndardóma, stærð- fræðiútreikninga og örlagabend- ingar Khúfusar, sem fólgnar eru í pýramídanum mikla. En laust eftir aldamótin 700, þegar nor- rænir víkingar, er þá og síðar voru yfirleitt nefndir Danir, tóku að herja og ræna vestur á bóginn frá aðalbækistöð sinni á megin- landinu, er enn heitir Normandí í Frakklandi, var höfuðbækistöð- in flutt norður til þessa óbyggða eylands, er nú heitir ísland — en hét þá Þúla eða Þýli, sem merkir Sóley, síðar Thule eftir að þ-ið hvarf úr engilsaxnesku stafrófi — og sett niður eftir bendingum Keopsmerkisins, sem enn heitir Krýsavík undir Gullbringum, er Gullbringusúsann (sýslan) ber enn í dag. Vfldn við sjóinn, Gamla Krýsavík, er síðan kennd við Chrýsiana, eða gullmunn- anna, og ber enn þeirra nafn, þótt nafn höfuðbólsins, Vðíurinn- ar, flyttist síðar, eða nálægt 1340, sakir efdsumbrota, hraun- rennslis og eyðileggingar alla leið upp í dalinn milli Gull- bringnanna, en það er enn í dag eina óbrunna svæðið á öllu Reykjanesinu. Vellauðugir og vitrir Fyrir eyðilegginguna var Krýsa- vík blómlegasta svæði landsins og víða vaxið stórskógi. í Krýsavík var eftir þetta höf- uðbækistöð Krýsanna og síðasta skipulagða starfsemi þeirra í veröldinni, starfandi vitandi vits og í vaxandi gengi allt til hausts- ins 1054, er gerð var fullnaðar- aðför að þeim og þeir ýmist fangaðir eða drepnir. Það var Kolskeggur vitri (Kölski) er þá var aðalforystumaður Krýsa. Undir hans stjórn tók starfsemin öll þeirri stökkþróun, er eins- dæmi er, hvar sem leitað er í veraldarsögunni. Auðugir voru Krýsar sem vænta má: Krýsar áttu mestallt þetta svokallaða „landnám Ing- ólfs“, er þeir voru drepnir, og miklar eignir aðrar í löndum og lausum aurum, því þeir voru vellauðugir. Meðal annars voru níu hafskip af þeim tekin, en kaupskip þeirra sigldu mest til Suðurlanda og voru aðalviðskipti þeirra við Marseille í Frakklandi, en fóru þó stundum allt til Eg- yptalands og inn í Nflarósa. Að- alviðskiptastæði þeirra hér og skipalægi voru í Ölvésá við Arn- arbæli og Hvítá í Borgarfirði. Fyrsti biskupsstóllinn á íslandi, Skálholtsstóll, var stofnaður af reytum þeirra skömmu eftir að- förina, eða nánar sagt árið 1056. Leiðbeindu Norðmönnum Nokkrar frásagnir eru á víð og dreif í skrifum Skugga um hvernig Krýsar tóku norsku landnámsmönnunum og leið- beindu þeim og aðstoðuðu við að taka sér bólfestu. Skýring er á Uppruni Skugga og ferill Hugmyndir um búsetu á fslandi fyrir daga Ingólfs Amarsonar eru mörg- um hugleiknar og eru víða til. Meðal þeirra sem sett hafa fram kenningar um efnið er Jochum M. Eggertsson, sem tók sér höfundarnafnið Skuggi. Hér á síðunni er leitast við að gefa nokkra hugmynd um kenningar hans um Krýsa, sem vöktu talsverða athygli á sínum tíma, en hafa nú fallið í skuggann fyrir enn öðrum kenningum, sumum miklu ótrúlegri, en margir taka samt sem góðar og gildar. Jochum M. Eggertsson fæddist á fsafirði 1896, sonur Eggerts Jochumssonar, bróður Matthíasar skálds og Einars trúmálahöfundar og margra fleiri systkina. Móðir hans var seinni kona Eggerts, Guðrún Kristjánsdóttir frá Gullbringu. Eggert faðir hans var um tíma skrifari hjá Jóni Þ. Thor- oddsen, sýslumanni og rithöf- undi, sem þá sat í Haga á Barðaströnd. Annars var hann vitavörður á Naustum, gegnt ísafirði, en var lengstum æv- innar heimiliskennari hér og þar um Vestfirði og síðar á ísa- firði við barnaskólann. Skáld- mæltur, fjölfróður og ritfær, en Skuggi, Jochum Eggertsson. gaf lítið út. Jochum kallaði sjálfan sig Skugga og gaf út bækur undir því heiti. Hann varð búfræðingur frá Hvann- eyri, fór síðan til Norðurlanda ungur maður og lærði osta- gerð og fleiri hagnýt fræði. Heimkominn snéri hann sér þó ekki að sérgrein sinni, heldur skriftum, afar fjölbreyttum. Þýddi hundruð ljóða eftir þekkta erlenda höfunda, gaf út Galdraskræðu um hvíta- og svartagaldur. ritaði Syndir guðanna 1-3, magnað ádeilurit um samtíð sína, samdi fyrsta kvikmyndahandrit á íslensku, þýddi Rubayat Ómars Khajjam og gaf út kenningar sínar um margvísleg efni. Þar á meðal um landnám Krýsa, sem leita verður uppi í fleiri bókum, því svo virðist sem nokkuð skorti á skipulag í framsetningu Skugga. Alls eru útgefin rit hans um 30 talsins. Skóga í Þorskafirði keypti Jochum 1950 á 15 þúsund krónur og stundaði þar skóg- rækt og víðfeðmar hugsanir. Síðustu árin gekk hann til liðs við Baháisöfnuðinn og arf- leiddi hann að Skógum. Þar ólst faðir hans upp ásamt systkinum sínum, þar á meðal Matthíasi skáldi Jochumssyni.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.