Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Blaðsíða 7
Jlagur-'ðRmntn 1 Laugardagur 19. október 1996 - VII MINNIN GARGREINAR leik. Þau bjuggu þá á loftinu í Gamlaskóla hjá Sveini mynda- smið og þangað kom ég iðulega. Höddi var glaðlyndur, ljúfur drengur og mér er minnisstætt hve samband þeirra mæðgina var hlýtt og fallegt. Við fermd- umst svo saman í fyUingu tím- ans, minnstir allra í hópnum og klæddir matrósafötum. Það sama ár fluttust þau bú- ferlum tU Reykjavíkur. Ekki löngu síðar fréttist austur að Höddi væri orðinn sendisveinn með eigið sérhannað sendlahjól tU umráða. Þótti okkur sem heima sátum frami hans fræki- legur orðinn og firn mikil hve skjótt honum auðnaðist að koma undir sig fótunum í stórborginni, jafnhörð og samkeppnin var á kreppuárunum um hvert hand- tak. Síðar lærði hann málaraiðn og vann ævistarf sitt hér í bæ há- vaðalaust sem vænta mátti. Við brottflutning þeirra Hödda og ÖUu skildi leiðir um langa hríð, en leyndur þráður lá miUi okkar frá liðinni tíð og var síðar tekinn upp á ný. Eitt sinn þegar ég var í heimsókn hjá Að- albjörgu á Lindargötu fyrir ald- aríjórðungi eða svo, bar Hödda að og við drukkum saman kafíi öU þrjú. Allt í einu hófst hún upp úr eins manns hljóði og sagði: „Vitiði hvað? Mér finnst ég vera orðin ung kona austur á Eskifirði og þið litlir drengir nýkomnir inn úr kuldanum að hlýja ykkur við kabyssuna áður en þið farið aft- ur út að Ieika ykkur í snjónum!" Orð hennar snertu næman streng í brjóstinu, því einmitt þetta hafði þráfaldlega gerst endur fyrir löngu, nema hvað hún nefndi ekki hver það var sem dreif strákana úr skóm og sokkum, tók jökulkalda fætur þeirra milli heitra lófa sér og nuddaði í þá líf, svo snarpur yl- straumur hríslaðist mn allan lík- amann. Það fylgir langlífi að verða að sjá mörgum nánum vini og vandamanni á bak. Aðalbjörg fór ekki varhluta af því. Hún var ekkja í 73 ár, sem fáheyrt er. Fyrir nokkrum árum missti hún einkason sinn líka. Það áfall var þungbært í hárri elli. En hún bar harm sinn í hljóði og lét hryggð- ina ekki myrkva gleði sína yfir þeim niðjum sem liföu og allt hafa viljað henni gott gera. Þeim sendi ég vinarkveðju. Einar Bragi. Fæddur 21. nóvember 1904 Dáinn 15. september 1996 Síðan Guðni, nágranni okkar hjónanna frá Keflavíkurár- unum, féll frá hefir mér oft- ar en áður orðið hugsað til gömlu, góðu daganna. Aðeins eitt hús og ein gata var á milli heim- ila okkar og fljótlega mynduðust kynni með Guðna og Hallgrími, eiginmanni mínum. Þeir áttu það sameiginlegt að vera í eðli sínu bæði hugsjóna- og félagsmála- menn. En skuggi sorgarinnar hvfldi yfir heimili Guðna, hann hafði misst konu sína frá tveim ungum sonum. Við vorum hinsvegar full bjartsýni að hefja búskap í lítilli risíbúð; þó var eldhúsið stórt, eins og þá tíðkaðist, enda jafn- framt borðstofa og við áttum gamlan dívan, borð og tvo koll- ótta stóla. Kolaeldavélin gaf nota- legan yl og fljótlegt var að skerpa Ragnhildur Gísla Gísladóttir Ragnhildur Gísla Gísla- dóttir var fædd á Króki í Selárdal 3. desember 1904. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sólvangi 23. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gísli Árnason, bóndi í Króki, og kona hans Ragnhildur Jensdóttir. Ragn- hildur var eitt 13 barna þeirra hjóna og náðu tíu þeirra fullorð- insaldri, auk Ragnhildar. Þau eru: 1) Jens, f. 15. júlí 1891, bóndi í Selárdal. 2) Jóhann Árni, f. 24. nóvember 1892, sjó- maður. 3) Þorvaldur Jón, f. 13. nóvember 1894, bóndi á HóU í Bakkadal. 4) Sigríður Ólafía, f. 25. aprfl 1896, húsfreyja á Hóli í Bakkadal. 5) Ragnheiður, f. 30. júní 1897, húsfreyja á Melstað og síðar á Bfldudal. 6) Jónfríður, f. 11. október 1901, húsfréyja á Hrafnabjörgum, Hrafnseyri og síðast í Reykjavík. 7) Katrín, f. 7. maí 1903, húsfreyja á Bíldu- dal og síðast í Reykjavík. 8) Ein- ar Bogi, f. 3. september 1906, bóndi á Fífustöðum. 9) Jón Guð- bjartur, f. 25. ágúst 1910, síðast fulltrúi á skattstofunni í Reykja- vík. Systkinin eru öll látin nema Katrín. Hinn 7. september 1931 gift- ist Ragnhildur Ólafí Þ. Krist- jánssyni kennara, síðar skóla- stjóra Flensborgarskólans, f. 26. ágúst 1903, d. 3. ágúst 1981. Þau bjuggu sér heimili í Hafnar- fírði og áttu þar heima allt til ævfloka. Þau eignuðust þrjú börn: Ásthildi, f. 3. febrúar 1933, Kristján Bersa, f. 2. janú- ar 1938, og Ingileifu Steinunni, f. 11. desember 1939. Ásthildur giftist Herði Zóp- haníassyni, fyrrum skólastjóra í Hafnarfirði, 26. desember 1953. Þeirra börn eru: 1) Ólafur Þórð- ur, stjórnmálafræðingur í Reykjavík, f. 12. desember 1951. 2) Sigrún Ágústa, kennari í Reykjavík, f. 21. desember 1952. 3) Tryggvi, járnabindinga- maður og bæjarfulltrúi í Hafn- arfirði, f. 30. júní 1954. 4) Ragn- hildur Gísla, húsmóðir í Hafnar- fírði, f. 13. október 1955. 5) Elín Sofíía, matreiðslumaður í Hafn- arfirði, f. 7. mars 1958. 6) Krist- ín Bessa, húsmóðir í Garðabæ, f. 24. júií 1963. 7) Guðrún, skrif- stofumaður í Hafnarfirði, f. 27. á katlinum og hella uppá könn- una. Oft leit Guðni inn til okkar á kvöldin og mér varð snemma ljóst að það var sérstakt lán að kynnast og eignast vináttu þessa gáfaða, trausta nágranna okkar. Þegar fram liðu stundir ijölg- aði þeim, sem komu við í eldhús- inu til að ræða mál dagsins og framtíðarinnar. Og eldur hug- sjónanna logaði glatt, ekki síður en eldurinn í kolavélinni. Mér, fá- vísri stelpu úr strjálbýlli sveit, voru þessi kynni af mönnum og málefnum ijársjóður, sem ekkert hefir enn náð að granda. Tíminn er græðari. Það birti aftur á heimili Guðna. Hann kvæntist annarri ágætiskonu, Hansínu Kristjánsdóttur, ekkju með einn son. Þau eignuðust saman þrjú mannvænleg börn og aðlaðandi heimili, enda var þar oft gestkvæmt. Þegar óg fluttist suður var Keflavík fremur lítið þorp og mér júlí 1966. Barnabörn þeirra Ást- hildar og Harðar eru 18 talsins, þar af 17 á lífi. Kristján Bersi kvæntist Sig- ríði Bjarnadóttur frá Hvestu í Arnarfirði 15. ágúst 1964. Þeirra börn eru: 1) Freydís, myndlistarmaður í Hafnarfirði, f. 16. febrúar 1965. 2) Ólafur Þórður, járnabindingamaður í Reykjavík, f. 19. janúar 1966. 3) Jóhanna, f. 19. janúar 1966, d. 14. janúar 1973. 4) Bjarni Kristófer, líffræðingur í Reykja- vflc, f. 3. desember 1971. Krist- ján Bersi og Sigríður eiga tvö barnabörn. Ingileif Steinunn giftist Ein- ari Viðar, lögmanni í Reykjavík, 14. júlí 1962. Þeirra börn eru: 1) Birna Viðar, fóstra í Reykjavík, f. 4. nóvember 1962. 2) Gunnar Viðar lögfræðingur, f. 12. ágúst 1964. 3) Margrét Viðar lögfræð- ingur, f. 26. maí 1967. Einar lést 5. apríl 1984. Síðari maður Ingi- leifar Steinunnar er Gunnar Finnbogason, starfsmaður í íjármálaráðuneytinu. Ragnhildur fermdist í Selár- dalskirkju og fór síðan í héraðs- skólann á Núpi. Ung að árum Iagði hún Ieið sfna til Hafnar- Ijarðar og fór þar í vist hjá hjónunum Ástríði Jensdóttur, móðursystur sinni, og Davíð Kristjánssyni bæjarfulltrúa. Ragnhildur starfaði mikið að bindindismálum, var í stúkunni Daníelsher og gegndi ýmsum trúnaðarslörfum á vegum góð- templarareglunnar. Hún starfaði einnig að slysavarna- málum og var í Kvenfélagi Al- þýðuflokksins í Hafnarfirði. Það verður aldrei með vissu vitað hver auðna það er óráðnum og óhörðnuðum unglingi að kynnast sór eldra fólki, sem hvet- ur hann og örvar, trúir á getu hans og viU frama hans og vel- gengni í hvívetna. Þannig voru fyrstu kynni mín við þau hjón Ragnhildi G. Gísladóttur og Ólaf Þ. Kristjánsson. Síðan eru liðin nákvæmlega 65 ár; þau giftu sig 7. september árið 1931 og sett- ust að í íbúð á Suðurgötu hér í fannst þar hvorki vera gras né fjöll, ekkert nema grá heiði, sjór og lifrarbræðslulykt. En hið and- lega andrúmsloft var mikið og víðtækur áhugi fyrir að breyta og bæta. Fljótt varð ég þess vís að varla var stofnað nokkurt félag, sem hafði framfaramál á stefnuskrá, að Guðni Magnússon væri þar ekki framarlega. Þannig var hann einn af stofnendum Málfundafé- lagsins Faxa árið 1939, það félag stóð ári síðar fyrir útgáfu mánað- arblaðsins Faxa, sem enn lifir góðu lífi og á sér merkilega sögu. En Guðni var ekki aðeins fús til að stofna félög, hann var líka hinn trausti bakhjarl í hverju máli sem hann kom nærri, sá sem aldrei brást. Sama mátti segja um heimilisföðurinn Guðna. En undir hinu alvarlega yfir- borði Guðna leyndust óvenjulegir hæfileikar til að kitla hláturtaug- ar annarra með hnyttnum til- Hafnarfirði; ég var 16 ára nem- andi í Flensborg. Ólafur kenndi mannkynssögu í tímakennslu þann síðasta vetur minn í skólan- um og ef til vill hefur sú náms- grein aukið á kynni okkar, hún var jafnan ein af eftirlætisgrein- um minum í skóla og Ólafur átti eftir að semja kennslubækm í greininni. En allt um það, óg var frá upphafi aufúsugestur á heim- ili þeirra hjóna og alltaf tekið með sömu hlýju af umhyggju- samri og ræktarlegri húsmóður. Þannig var það þau 50 ár sem þau Ólafur nutu samvista og á sömu lund var viðmótið þegar ég heimsótti Ragnhildi að áliðnum ævidegi á Sólvangi. Ragnhildur var jafnan hlý í ávarpi og um- hyggjusöm um hag samferða- fólks. Þau hjónin voru bæði Vestfirð- ingar, hún fædd og uppalin í Sel- árdal í Arnarfirði, af merku bændafólki og sjósóknurum kom- in í marga ættliði, hann elstur hinna kunnu Kirkjubólssystkina í Bjarnardal í Önundarfirði. Ön- firski sveinninn fór um tvítugs- aldur til sjóróðra í Selárdal og kynntist þar ungri heimasætu í Króki. Þau voru bæði hreinrækt- aðir Vestfirðingar og síðan ég kynntist þeim hefur mér þótt vænt um Vestfirðinga. Þau reistu sér hús við Tjarn- arbraut 11 á fyrstu búskaparár- um sínum, ásamt Hallsteini Hin- rikssyni og konu hans, og þar bjuggu þau allan sinn búskap nema nokkur ár sem Ólafur var skólastjóri í Flensborg, þá bjuggu þau í skólahúsinu. svörum og fáa hef ég heyrt flytja gamanmál af slíkri list og innlifun sem hann. f tilefni af 25 ára afmæli blaðs- ins Faxa gerði ég eitt erindi um hvern Faxafélaga og voru þau birt í jólablaðinu 1965. Og vegna þess að kynni mín af Guðna þá mótuðu hugsun mína í erindinu, tel ég rétt að birta það hér: Meistari til munns og handa, málar hús ogflytur rœður. Orð hans bjargfóst ávallt standa, oft á fundum reynist skæður, hnyttiyrðin hans af munni hrjóta þá í svörum slyngum. Enn mun Guðni af andans brunni ausa á landsins mörgu þingum. Blessuð sé minning Guðna Magnússonar. Hansínu og öðrum ástvinum sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Lóa Porkelsdóttir. Þau áttu barnaláni að fagna, eignuðust þrjú börn og munu af- komendur þeirra vera orðnir hálfur fjórði tugur. Atvikin höguðu því svo að ég bjó í næsta nágrenni við þau á Tjarnarbrautinni fyrstu búskap- arár þeirra þar og kynntist því náið heimilisháttum þeirra og lífsafkomu. Þetta var á kreppuár- unum, kennaralaunin lág ekki síður en nú og því þurfti að gæta hófsemi og grandvarleika í dag- legu lífi. Ekki skorti á það hjá húsmóðurinni, þótt gestrisni væri á gamla, þjóðlega vísu og hjálp- semi eins sjálfsögð og daglegt brauð. Börnin þrjú voru fædd á árun- um 1933-1939 og á þeim árum var ekki spurt hvað móðirin starfaði, hennar hlutskipti var ótvírætt að gæta bús og barna; vera húsmóðir og húsfreyja. Ragnhildur rækti það hlutverk með glöðu jafnaðargeði, hógværð og hlýju sem einkenndi fas henn- ar og framgöngu. Ólafur Þ. varð með tímanum mikill félagsmálagarpur og raun- ar landskunnur af afskiptum sín- um og þátttöku í margs konar starfsemi. Ragnhildur rækti heimilisstörfin af kostgæfni og væntumþykju. Ekki svo að skilja að hún fýlgdist ekki með störfum manns síns, hún stóð við hlið hans í bindindismálum og þátt- töku í flokksfélögum af heilum hug, en hún gekk ekki fram fyrir skjöldu, heimilið var hennar vett- vangur. Samt hélt hún fast á sínu og hafði ákveðnar skoðanir. Hún hafði ríkan metnað fyrir bónda sinn og börn og gladdist af vel- gengni þeirra. Fátt hygg ég að hafi glatt hana meira en þegar sonurinn, Kristján Bersi, varð skólameistari í Flensborg eftir föður sinn. Ileimili þeirra hjóna á Tjarn- arbrautinni var friðsælt og traust; bæði voru þau hjálpsöm og greiðvikin og gestrisni var sjálfsögð og eðlislæg. Þau létu sér bæði annt um náungann og hús- freyja ekki síður. Ragnhildur Gísladóttir var trú- uð kona og hafði fyrir satt gömul sannindi, trúnað og alþýðuvisku, sem var arfleifð í firðinum og dalnum fyrir vestan þegar hún var að alast upp. Ilún ólst upp í stórri fjölskyldu og frændgarði, systkinin voru þrettán og af þeim komust tíu til fullorðinsára. Það er mikil reynsla og lærdómur að blanda geði við svona stóran hóp, í glaðværð og andstreymi, láta vísur og kviðlingana ganga munn frá munni, syngja saman og hlýða á arfsagnir og ævintýri úr stórbrotnu byggðarlagi. Þessum arfi sínum var hún trú alla ævi, eins og barnatrúnni, þótt bóndi hennar væri íjölmenntaður skóla- stjóri og börnin gengju á marg- víslega skóla. Hún var ætíð hin trausta og trúa alþýðukona úr Selárdal í Arnarfirði. Ragnhildur dvaldi síðustu ár ævi sinnar á Sólvangi og leið þar vel. Hún var líkamlega sæmilega hress, þótt minni og glöggskyggni vildi bila. Hún var komin á tí- unda áratuginn, svo að við því mátti búast. Þegar ég nú kveð Ragnhildi G. Gísladóttur að leiðarlokum og hugleiði hin löngu og góðu kynni, er mér efst í huga þakklæti til til- verunnar fyrir að hafa veitt mér þá umbun að eiga samleið með svo trúrri og heilsteyptri mann- eskju. Það er sönn og sérstök gjöf lífsins. Stefán Júlíusson Guðni Magnússon

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.