Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Blaðsíða 6
VI- Laugardagur 19. október 1996 |Dagur-®mnim MINNINGARGREINAR Aðalbjörg Tryggvadóttir Aðalbjörg Tryggvadóttir var fædd að Tjörn á Vatnsnesi 4. desember 1891. Foreldrar hennar voru Tryggvi Hallgrímsson póstur, f. 16.3. 1859 að Víðivöllum í Fnjóskadal, d. 11.12. 1944 á Reyðarfirði, og Sigurbjörg Guð- mundsdóttir, f. 11.11. 1854 á Hamri í Hegranesi í Skagafirði, d. 25.10. 1951 í Reykjavík. Syst- kini Aðalbjargar voru Guðrún Aðalbjörg, f. 11.10. 1889, d. 25.11. 1890, og Ragnar Ólafur, f. 17.1. 1896 í Hólmasókn, d. 7.7. 1951 í Reykjavík, búfræð- ingur og bóndi á Hrauni í Reyð- arfirði og víðar. Aðalbjörg flutt- ist á fimmta ári með foreldrum sínum til Eskiijarðar og átti heima þar eða í grennd til full- orðinsára. Hún giftist 1. júní 1920 Óskari Bjarnasyni sjó- manni, f. 26.6. 1892 á Skaga- strönd, drukknaði í fiskiróðri frá Eskifirði 30.11. 1923. Einka- sonur Aðalbjargar og Óskars var Hjörtur Bergmann máiara- meistari, f. 9.6. 1921 á Eskifirði, d. 5.1. 1989 í Reykjavík. Kona hans var Jóhanna Þórðardóttir, f. 13.10. 1920, d. 4.3. 1996 í Reykjavík. Einkabarn þeirra er Aðalbjörg Ragna flugfreyja, f. 27.6. 1951. Fyrri maður hennar Ólafur Gunnlaugsson; börn þeirra Jóhanna Kristín, f. 14.6. 1976, og Óli Hjörtur, f. 1.10. 1978. Seinni maður Ari Kristinn Jónsson, f. 6.3. 1949, sonur þeirra Atli Freyr, f. 7.5.1992. Aðalbjörg og Hjörtur sonur Sturla Jónsson var fæddur á Suðureyri í Súgandafirði 24. ágúst 1902. Foreldrar hans voru Jón Einarsson og Kristín Kristjánsdóttir, kona hans, bæði traustir Súgfirðingar. Jón Einarsson var lengi formað- ur á fiskibát. Hann var líka ís- hússtjóri eftir að farið var að geyma freðna beitu með þeim hætti. Kristín var dóttir Kristjáns Albertssonar, sem var mestur umsvifamaður í Súgandafirði um sína daga, verslunarstjóri og margt annað. Fjölskyldan var virk til forustu í þeirri atvinnu- þróun sem átti sér stað eftir síð- ustu aldamót og undan þeim. Sturla Jónsson var fæddur til þess að láta að sér kveða við uppbyggingu og endurbætur í sínum firði. TU þess leiddu ættir jafnt sem uppeldi og umhverfi. Sturla Jónsson var við nám í ungmennaskóla séra Sigtryggs Guðlaugssonar á Núpi tvo vetur. Auk þess lærði hann sjómanna- fræði, svo að hann hafði réttindi til að stjórna 30 smálesta bátum. Önnur var ekki skólaganga hans eftir fermingu. Sturla var formaður á vélbát um 10 ára skeið, 1925-1935. Þá hennar fluttu búferlum til Reykjavíkur 1935, og átti hann þar heima óslitið upp frá því til dauðadags. Hún fluttist hins vegar eftir nokkur ár austur aftur og átti heima á Hrauni uns faðir hennar lést. En 1945 fluttist hún suður á ný ásamt móður sinni og Ragnari bróður sínum; áttu þau öll heima í Reykjavík það sem eftir lifði ævinnar. Aðalbjörg hafði um skeið verið elsta manneskja á fslandi þegar hún lést í Reykja- vík 20. september 1996. Útför hennar fór fram frá Háteigs- kirkju 2. október s.l. Það er með hálfum huga að ég rita fáein orð um vinkonu mína Aðalbjörgu Tryggvadóttur frá Eskifirði, því enda þótt öll okkar kynni væru á einn veg í anda inngróinnar góðvildar hennar, varð ég þess stundum var að hún óttaðist að mér kynni einhvern tíma að verða svo laus penninn að ég hripaði í gáleysi nafn hennar á blað og það sem á miðanum stæði slæddist síðan á prent. Þegar hún var að verða 100 ára tók hún mér sérstakan vara við: hún væri orðin þvílíkt strá að hún þyldi ekki neitt um- stang. Auðvitað virti ég vilja hennar og hafði ekki orð á af- mæhnu opinberlega né heldur þegar hún varð 104 ára í fyrra, orðin elst allra sem þá voru á lífi í Iandinu. Mér varð oft starsýnt á mynd sem hékk á vegg í íbúð Aðal- var kallað á hann að bindast ýmsum störfum á landi, bæði að stjórna útgerð og fiskvinnslu, en auk þess ýmiskonar félagsmál, bæði fyrir Suðureyrarhrepp og í samstarfi við nágrannabyggðir. Það er skemmst frá að segja að Sturla var oddviti hrepps- nefndar í 24 ár og lengi hrepp- stjóri og sýslunefndarmaður. Hann var formaður íþróttafé- lagsins Stefnis í 17 ár og átti góðan hlut að samtökum bind- indismanna. Enn má nefna sparisjóðsstjórn og sóknarnefnd. Ef til vill verður það gleggsta dæmið um þegnskap Sturlu við góðan málstað að þegar Súgfirð- inga vantaði organista fyrir kirkjuna, gekk hann í það starf og gegndi því árum saman og þótti vel fara. Þess skal ekki ógetið að Sturla vann að stofnun Fjórðungssam- bands Vestijarða. Hann var kos- inn fyrsti formaður þess og skip- aði það sæti í 15 ár. Þá tók hann saman árlegt yfirlit um þátt Vcstfjarða í þjóðarframleiðslunni og þótti sjálfsagður til þeirrar forustu sem formennskunni fylgdi. Það er augljóst að í öllum bjargar og Ingimundur fiðla hafði tekið sumarið 1907 af tíu heimamönnum utan við húsið á Borgum í Eskifjarðarkálki þar sem foreldrar hennar bjuggu þá. í hópnum eru fjórar konur, sem áttu svo langa ævi fyrir höndum að mér er til efs að annað eins langh'fi hafi öðru sinni birst á einni og sömu ljósmyndaplötu: þar er Sigurbjörg Guðmunds- dóttir, móðir Aðalbjargar, hún varð 97 ára, Guðný Pétursdóttir fósturbarn hennar varð 100 ára, Aðalbjörg varð nærri 105 ára og fngunn bróðurdóttir Sigurbjarg- ar er nú komin á tíræðisaldur. Fimmta konan á myndinni, Mar- grét Guðmundsdóttir, varð raun- ar einnig gömul, en þó ekki eins háöldruð og hinar fjórar. Þegar ég nefndi eitt sinn við Aðalbjörgu með nokkurri aðdáun að þetta væru sterkir stofnar, svaraði hún aðeins: „Já, segðu mér, Bragi minn: hvers vegna er lagt á sum- ar manneskjur að verða svona gamlar?“ Og um það leyti sem hún var að fylla öldina sagði hún við mig: „Ég óska engum manni þess að verða hundrað ára.“ Þó fannst mér, þegar hiila tók undir möguleika hennar á að verða elst allra á íslandi, að henni væri ekki þvert um geð að þrauka úr því sem komið var. En dáið hefur hún södd lífdaga, sátt við guð og menn. Faðir Aðalbjargar, Tryggvi Hallgrúnsson, var Fnjóskdæling- ur að uppruna, en móðirin, Sig- urbjörg Guðmundsdóttir, frá þessum félagsstörfum nær og fjær hefur talsvert reynt á heim- ili oddvitans. Heimili Stmlu Jónssonar hlaut að vígjast fé- lagsmálum með ýmsu móti. Hann átti góða konu og merka, Kristeyju dóttur Hallbjarnar Oddssonar og Sigrúnar Sigurðar- dóttur, sem fiuttu með fjölskyldu sína til Suðureyrar 1912. Það fólk var á ýmsan hátt framarlega í málum Súgfirðinga fram undir 1930, þó að leiðir ílestra lægju síðan suður. Kristey lamaðist um miðjan aldur og var bundin við hjólastól eftir það, en var þó húsmóðir með reisn. Ilún lést 30. júlí 1983. Margir munu eiga sérstak- ar hugstæðar minningar um komu sína á heimili húsfreyjunn- ar í hjólastólnum. Stmla Jónsson var maður ljóðelskur, kunni margt kvæða- kyns og vitnaði oft til þess. Sjálf- ur brá hann fyrir sig rímuðu máli frá eigin brjósti, ef honum þótti á liggja. Hann hélt því fram á elliár að læra nýjan skáldskap. Sturla Jónsson átti sæti í Hrafnseyrarnefnd. Mér þótti sú nefnd vel skipuð. Formaðurinn, Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytis- stjóri, lagði metnað sinn í að halda áfram starfi föður síns að hefja fæðingarstað Jóns forseta til verðugrar virðingar. Svo var þar Ágúst Böðvarsson, fæddur og alinn upp á Hrafnseyri og bundinn staðnum tryggðabönd- um. Enn var þar Hannibal Valdimarsson til að tengja nefnd- ina Alþingi sjálfu. Sturfa Jónsson var hins vegar valinn til að tengja nefndina lifandi félags- Æsustöðum í Langadal. Tryggvi átti langdvöl í Húnavatnssýslu frá því um fermingu fram á fer- tugsaldur, lengst af vinnumaður hjá Ásgeiri alþingismanni Ein- arssyni á Þingeyrum. Tryggvi og Sigurbjörg giftust 1888, en áttu ekki jarðnæði, höfðu þvi frá litlu að hverfa og fluttust 1895 austur á Eskifjörð til að freista gæfunn- ar við sjávarsíðuna. Árið 1896 var hann ráðinn landpóstur milli Eskifjarðar og Hóla í Hornafirði og gegndi því með sóma í sjö ár. Þó var eins og búhneigð blund- aði alltaf í brjósti hans. Um alda- mótin hófu þau hjón búskap á smábýlinu Borgum skammt inn- an við þorpið, en urðu að flýja jörðina vegna skriðufalla 1909. Þá byggðu þau upp á eyðibýlinu Baulhúsum handan fjarðar og málum í héraðinu. Hann sat í nefndinni og starfaði meðan heilsa leyfði. Þegar Súgfirðingar voru að berjast fyrir hafnarbótum hjá sér, þurftu þeir stuðning og með- mæli sýslunefndar og ábyrgð sýslunnar fyrir einhverju láni. Þá voru skoðanir eitthvað skiptar innan sýslunefndar. Þar var maður sem vildi gefa Súgfirðing- um föðurleg ráð um það hvers þeir skyldu óska og hvað þeir ættu að láta sér nægja. Mér hefur til þessa verið ógleymanleg framganga Sturlu Jónssonar í því máli. Hann taldi að höfnin væri lífsskilyrði byggð- arinnar og hann fann að þar væri barist um líf og dauða. Auð- vitað var honum þetta tilfinn- ingamál, en hann studdi mál sitt röksemdum sem mér fannst ekki hægt að mótmæla. Mér þykir vænt um þessa minningu og þá mynd sem hún geymir. Þannig skulu Vestfirðing- ar muna Sturlu Jónsson. Hann var iandvarnarmaður. Hagfræði Vestfjarða var honum sönnun þess að þar skyldi byggt og búið. Sturla Jónsson var fæddur á morgni aldar. Þegar hann er nú kvaddur, líður mjög að aldamót- um. Enn stríða Vestfirðingar við ýmiskonar erfiðleika, svo sem löngum hefur verið. Enn reynir á þrek og þor. Þá er gott að minn- ast Sturlu Jónssonar. Ilann var mikill Vestfirðingur og þar með mætur íslendingur. Megi Vest- firðir eiga sem fiesta sem honum líkjast. Þá mun vel fara. H.Kr. bjuggu þar í sjö ár. Aðalbjörg var aðeins fjögra ára þegar foreldrar hennar kvöddu Húnavatnssýslu. Annað- hvort hefur austurförin verið ráðin í skyndingu eða hjónunum þótt óráðlegt að fara með ung- barn svo langa leið út í óvissuna, nema Aðalbjörg varð eftir hjá skyldfólki fyrst um sinn, sigldi svo í kjölfar þeirra árið eftir, ólst upp í föðurhúsum upp frá því og átti mjög fallegar minningar frá bernskudögum. Á ungmeyjarár- um sínum var hún búðardama í Framkaupstað, sem þótti hefðar- staða í þorpum á þeirri tíð. Tæplega þrítug giftist Aðal- björg Óskari Bjarnasyni sjó- manni frá Skagaströnd. Þau hófu búskap sem leigjendur í Bakarí- inu á Eskifirði, en reistu sér fljót- lega snoturt hús úti á Hól. Hinn 9. júm' 1921 eignuðust þau son sem skírður var Iljörtur Berg- mann, alla jafna kallaður Höddi manna á meðal eystra. „Manst þú eftir Óskari, mann- inum hennar Öllu Tryggva?" spurði ég móður mína eitt sinn á efri árum hennar. „Þó það væri nú,“ svaraði hún hneyksluð á fá- víslegri spurningu, „það var ekki svo langt á milli húsanna okkar. Ég sá hann seinast 29. nóvember 1923. Þau bjuggu þá á loftinu hjá okkur í Skálholti, Rúna og Bjarni Eiríksson. Hann Bjarni reri á Bergþóru með pabba þín- um. Af einhverjum ástæðum ætl- uðu þeir ekki að róa daginn eftir, gott ef vélin var ekki biluð. Um kvöldið er bankað á útidyrnar og ég fer fram. Þegar ég lauk upp stóð Óskar Bjarnason þar í myrkrinu á tröppunum; ákaflega myndarlegur maður; var þá for- maður á vélbátnum Heim; ég sé hann enn fyrir mér eftir 56 ár. Hann segist hafa frétt að þeir ætluðu ekki að róa daginn eftir á Bergþóru; nú hafi forfallast hjá sér maður og hann ætli að spyrja hann Bjarna hvort hann vilji ekki fara með sér þennan eina róður. Svo fór hann upp á Ioft og ég sá hann aldrei framar; ekki heldur Bjarna. Hann fór með Óskari í róðurinn og til þeirra hefur aldrei spurst. Þennan sama dag fórst Kári frá Helgu- stöðum líka og 4 menn með hvorum bát.“ Aðalbjörg stóð nú uppi ein með drenginn. „Ég átti þess kost að giftast aftur, en nennti því ekki!“ sagði hún við mig fyrir fá- um árum og hló við. Ég trúi var- lega að hana hafi bagað leti! Hitt get ég ímyndað mér að jafn sjálf- stæð kona og sterk hafi talið sig fullfæra um að standa ein og val- ið þann kostinn framyfir brot- hættan þríhyrning. Hún sá þeim báðum farborða með sæmd uns Hjörtur var kominn til manns, og sjálfri sér lengur en flestir aðrir: „var á vinnumarkaðnum", eins og það er kallað, fram á níræðis- aldur. Við Höddi Öllu Tryggva vorum jafnaldrar og byrjuðum í barna- skóla sama daginn. Á þeirri tíð hófst skólaskylda við tíu ára ald- ur og stóð ijóra vetur. Væru menn læsir í upphafi skólagöngu, gátu þeir fengið að sleppa 1. bekk. Einhvern fyrstu daganna í október 1931 vorum við kallaðir út í skóla, svo reyna mætti í okkur þolrifin. Eftir lestr- arpróf vorum við umyrðalaust settir í 2. bekk báðir. Upp úr því urðum við nánir félagar um skeið og vorum oft saman að Minningagremar Minningagreinar birtast aðeins í laugardagsblöðum Dags-Tímans. Þær þurfa að berast á diskum eða vélritaðar. Myndir af þeim sem skrifað er um þurfa að berast með greinunum. Sturla Jónsson

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.