Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Blaðsíða 5
fkgur-®mttrat Laugardagur 19. október 1996 - V S Ö G U R O G S A G N I R Furðudýr á fjöllum og í sjó Það land sem Krýsar byggðu var land ævintýra og hefur Skuggi eftirfarandi lýsingu frá Kol- skeggi: Hann segir að enn sé mikið af villtum geitfénaði í íjöll- um og skógum, einkum í Reykja- nesijallgarði, og að enn verði vart villisvína, sem norrænir menn hafl ekki flutt inn og hann veit engan uppruna að. Segist hvergi hafa séð þau á ferðum sínum utanlands. Þau temjast ekki og séu skæð viðureignar. Um það er sagt eitthvað á þessa leið: „Áður runnu dýr þessi í stærri og minni ílokkum frá skógi og í ijörur og svo ill við- skiptis að víggirða varð nokkra bæi á Suðurnesjum fyrir ásókn þeirra. Þau voru eigi stórvaxin, en höfðu vígtennur eða skögul- tennur í hvofti og beitu þeim sem vopni." Þá segir að Krýsar hafi ferð- ast með ströndum fram og jafn- vel yfir höfin í skinnbátum, sem kallaðir voru „briamar“. Það er sama og Brjánn, Brjánslækur og ættarnafnið Briem er þaðan dregið. Brian (bátur) er algengt mannsnafn á írlandi. Skinnbátana gerðu Krýsar af húðum sædýrs af spendýrakyni, er þeir nefndu þangkú, hafmær eða sírenu, en Austmenn nefndu skrumsl (skrýmsli). Segir Kol- skeggur mikið af þessum dýrum hafa verið við landið, en þau séu horfin á hans dögum og harmar það mjög. Dýrið var búið öllum þeim kostum sem voru mönnum gagn- legri til flestra hluta en nokkurt annað dýr sem í sjónum býr. Dýrið var svo gæft að það kunni ekki að hræðast og hafðist við á grunnsævi við sker og flúðir og lifði eingöngu af þangi og fjöru- gróðri. Dýr þetta hafði tvenn húðlög og var hvítt fitulag, betri en öll önnur feiti, milli húðlag- anna. Ytri húðin var miklu þykk- ari og ekki ósvipuð trjáberki, en seig og óslítandi. Var þessi ytri húð tekin af dýrinu í heilu lagi og réð stærð dýrsins bátsstærð- inni. Var baklína dýrsins höfð fyrir kjöllínu bátsins, en sporð- urinn, er látinn var fylgja, gerði stýrið. Skuggi lýsti ágæti þessa farar- tækis í löngu máli, sem hafði yfirburði fram yfir aðra þekkta báta eða skip. Fleiri dýr koma við sögu, því Krýsar fluttu með sér arabíska hesta til landsins og úlfalda not- uðu þeir til að flytja varning á landi. Kellingar varðveita bókmenntir Faðir Kolskeggs hins vitra var Úrban Colombos, sem var ráðs- maður flota Krýsa og sat hann á Vífilsstöðum. Móðirin hét Sigrún og var 14 ára gömul ambátt, þegar hún ól sveininn, en faðir- inn var þá orðinn aldraður. Sig- rún var afbragð annarra kvenna að mannkostum og atgjörvi og var aldrei við karlmann kennd eftir að hún ól Kölska. Varð hún mikil virðingarmanneskja og stóð fyrir búi í Gömlu Krýsavík. Þegar aðförin var gerð að Krýsum, var hún sögð hafa bjargað öllum handritunum og þar með norrænni menningar- arfleifð. Hún kom þeim í jarðhýsi eitt um leynigöng, neðanjarðar, en lét sjálf lífið í reyk og svælu er bærinn var brenndur af innrás- armönnum. Fannst hún dauð löngu síðar í undirganginum. En þessari miklu dáð hinnar stór- brotnu konu var þó ekki meira á lofti haldið en svo, að hún var í minningum verka sinna kölluð: „Sigrún kelling“ eða „Krýsa kell- ing, sú er í svælunni kafnaði", skrifar Skuggi af mikilli foragt. Hér má minna á að annar höfundur lætur kellingu varð- veita bókmenntalegan dýrgrip í frægu skáldverki. Það er þegar móðir Jóns Ilreggviðssonar dregur blöð úr sjálfri Skáldu upp úr bosi sínu á Rein. Hvar Skálda er núna niður- komin veit enginn og ekki annað um það sem í henni stóð, en æv- intýralegar sögur, sem voru fremur draumsýnir en sagn- fræði, eða jafnvel skáldskapur. Enginn spyr um sannfræði þeirrar sögu, en á sínum tíma var heimtað að Skuggi legði fram gömul skinnhandrit og rún- ir til að sanna sinn skáldskap, annars væri hann ómerkur. En Jochum Eggertssyni var sama. Hann þurfti ekki að sanna sitt mál fyrir öðrum en sjálfum sér. Töflur þær og skinnpjötlur, sem hann segist hafa fróðleik sinn úr, eru hvergi finnanlegar og ekki til nema í hans eigin hugarheimi. Þær eru draumar sveitapiltsins að vestan um fag- urt mannlíf í landi þar sem lífs- baráttan var ljúf og andlega h'fið nærri fullkomnun. OÓ tók saman. Eldborg. Krýsa og Herdís Fleiri sagnir eru til um landnám Krýsuvíkur og hvernig örnefnið er til komið. Hór fer á eftir útgáfa Brynjúlfs Jónssonar: Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík. Það hefur verið seint á landnámstíð, því að íjölbyggt hefur verið orðið syðra eftir þeirri sögu, að fá- tækt fólk hafi flakkað í Selvog bæði utan með sjó og sunnan yfir Qall. Það þótti Þóri illt og setti því grindarhlið læst í Grindaskarð, en annað í skarð það, sem farið er úr Grindavík upp á Siglubergs- háls. Þar af skulu þessi ör- nefni vera dregin: Grinda- skarð og Grindavík. Það er naumast annað en getgáta að Krýsa og Herdís hafi verið dætur Þóris haustmyrkurs. Þó hefur það verið sagt. Krýsa bjó í Krýsuvík, en Herdís í Herdi'sarvík. Þær deildu um landamerki milli sín. Vildi Krýsa eiga Geitahlíð alla og væru landamerki í stóran stein, er stendur í hrauninu fyrir austan hlíðar- hornið. Herdís vildi eiga út á Deildarháls. Hann er nokkuð vestar en undir miðri Geita- hh'ð og hefur spúið eldi, því í honum er gígur ekki alllítill og úr honum hefur runnið hraun það, er Klofningur heitir eða Klofningar. Þar hitt- ust þær og deildu þar til báð- ar heittust (höfðu í heiting- um), og eru dysjar þeirra á hrygg nokkrum undir hlíðinni skammt fyrir austan hálsinn. Neikvætt fiskeldi Má geta til að Herdís hafi gengið þangað undan, því henni veitti miður, þó hvorug hefði vel. Þangað til hafði ver- ið veiði mikil í Kleifarvatni í Krýsuvíkurlandi og tjörnin í Herdísarvík stararflóð og sil- ungapollur í miðjunni. Herdís mælti svo um, að allur silung- ur í Kleifarvatni skyldi verða loðsilungur óætur. Þá lagði Krýsa það á, að tjörnin í Her- dísarvík skyldi éta sig út og eyða úr sér störinni og brjóta bæinn, en allur silungur skyldi verða að hornsílum. Það skyldi og fylgja, að tvær skipshafnir skyldu í henni drukkna. Þetta gekk allt eftir. Bær- inn í Herdísarvík stóð áður undir Búrkletti, en tjörnin gróf undan honum grundvöll- inn, svo hann varð að flytja úr stað, og einn vetur sem oftar var tjörnin lögð með ís. Þá komu sjómenn með skipum (þau voru tvö) og gengu tjörn- ina, en ísinn brast og allir drukknuðu. Og enn er varast að ganga hana, þó hún sé lögð. Svo fór um landamerkin sem Krýsa vildi, og heitir nú kletturinn Sýslusteinn. Skammt fyrir austan Kerling- ar (dys Krýsu og. Herdísar) eru tveir steinar, sem líka hafa verið nefndir Sýslustein- ar, en eru auðsjáanlega hrap- aðir úr hlíðinni á seinni tím- um. þeim viðtökum: „Ungúlf Arnar- son, fyrsta norræna landnáms- manninn, eða fyrsta „Danann“, settu þeir til höfðingja yfir „allan og einasta" byggða hluta lands- ins, og gerðu allan veg hans sem virðulegastan „til þess eins að þar yrði ekki síðar á leitað með ránum og hernaði". En kirkjan og annað erlent áhrifavald hafði horn í síðu Krýsa, sem voru sannkristnari er páfinn í Róm og konungur rán- kristninnar, Ólafur digri, að áliti Skugga. Eigi að síður börðust þeir á móti kristninni á sína and- legu vísu og gerðu Ásadýrkun allt til vegs og sóma. Rétt er að reyna ekki að velta of mikið fyrir sér hvernig þetta kemur heim og saman, en í hugarheimi Skugga er kirkja og kristni ekki endilega hið sama og létt fer hann með að gera Jesúm Krist að Krýsa, hvað sem kenningum guðfræðinnar líður. Kristnir heiðingjar Skuggi segir Krýsa hafa verið nokkurs konar kristna heiðingja, örlagatrúar, frelsisunnandi stjórnleysingja, óháða ríki og kirkju. Þeir urðu svo voldugir undir stjórn Kolskeggs, eða Kölska, og yfirburðir þeirra svo miklir að víkingahöfðingja- og kirkjuveldið nötraði og riðaði. Þar kom að ráðist var að Krýsum, en þeir voru þá orðnir ríki í ríkinu. Höfðingjaveldið safnaði saman tvö þúsund manna hði og fór að Krýsum. Ion Kjarvalsson, sem orðinn var 200 ára gamall, var brenndur inni á Vífilsstöðum og Kolskeggur var ofurhði borinn í Krýsavík, þar sem hann varðist með vösku Uði. Hann slapp þó undan á Brimfaxa sínum, arabískum gæðingi, og náðist síðan fyrir sunnan Hafn- arfjörð, eftir að hafa sloppið gegnum mörg umsátur. Þar fót- brotnaði hesturinn í hrauni og þar var Kolskeggur veginn eftir vasklega framgöngu. Lík hans var smánað og steglt á stengur. Þar lét ísleifur biskup Gissurar- Gatan gegnum hraunið skammt frá Krýsuvík er mörkuð af hestahóf- um. Þarna hefur verið fjölfarin leið á fyrri öldum. son síðar reisa kapeUu og er hraunið síðan við hana kennt og heitir Kapelluhraun. Ekki var guðshúsið reist Kölska til heiðurs, heldur vegna þess að þarna var felldur heið- ingi, galdraskratti og holdi klæddur djöfuU. Áttu vegfarend- ur að biðjast þarna fyrir. Ekki voru aUir Krýsar drepnir, en þeir sem Ufðu voru ofsóttir og iUa með þá farið. Samt kváðu hinir bestu menn á íslandi vera af þeim komnir. Eftir fall Krýsa varð alger kyrrstaða í hinu forna menning- arstarfi, segir Skuggi, og lágu öU ritstörf niðri þar tU loks að Ari fróði var orðinn svo ritfær, sex- tugur að aldri, að biskupar gerðu tilraun með að láta hann gera bók, og þykir höfundi Brís- ingamens Freyju og fleiri ævin- týralegra athugana lítið til koma. Rústir kapellunnar í Kapelluhrauni fyrir sunnan Hafnarfjörð. Gamla Krýsuvík, þar sem Krýsa bjó samkvæmt þjóðtrúnni, en var höfuð- ból Krýsa samkvæmt kenningum Skugga.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.