Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Qupperneq 5
jDagur-®mmm
Þriðjudagur 22. október 1996 - 5
F R É T T I R
Djúpivogur ss Einkavæðing
Simnutmdi SU-59 breytt
Sement,
áburður og
SKÝRR
í f'ullvinnsluskip
eru hugsan-
lega til sölu
H Síldarvinnsla er mjög hagstœð nú
þegar botnfiskvinnslan er rekin
með tapi auk þess sem opnast
hafa markaðir Jyrir síld á Rúss-
landsmarkað, segir Jóhann Þór
Halldórsson, framkvœmdastjóri
Búlandstinds hf. //
Togaranum Sunnutindi
SU-59 á Djúpavogi verð-
ur breytt í flakafrysti-
skip, en skipið er með heii-
frystibúnað og verður nú
breytt í fullvinnsluskip en
fullvinnsluleyfi hefur þegar
fengist. Undanfarin tvö ár
hefur skipið verið gert út á
heilfrystingu á karfa og grá-
lúðu.
Jóhann Pór Halldórsson,
framkvæmdastjóri Búlandstinds
hf., sem gerir út Sunnutind SU,
segir að togarinn hafi ekki
nema að htlu leyti komið ná-
lægt hráefnisöflun fyrir frysti-
hús Búlandstinds hf. á Djúpa-
vogi og Breiðdalsvík sl. tvö ár;
hráefnið hafi
verið keypt af
fiskmörkuðum
og einnig ýms-
um viðskiptaað-
ilum og það hafi
gengið vel.
„Frystihúsið á
Djúpavogi er
upptekið hálft
árið við vinnslu
á sfld og loðnu
og húsið á
Breiðdalsvík eitthvað skemmri
tíma og því hefur hráefnisöflun-
in ekki verið vandamál. Þetta er
mjög hagstætt nú vegna þess að
botnfiskvinnslan í landinu er
rekin með miklu tapi og því
vilja menn draga sem mest úr
henni og auka uppsjávarfiska-
vinnsluna. Það hafa bæst við
markaðir fyrir sfld og loðnu,
aðallega til Rússalands og höf-
um við verið að frysta svolítið á
þann markað, bæði heila ,en
hausskorna sfld og eins flakaða,
og einnig er þar markaður fyrir
saltaða síld. Við höfum tekið á
móti rúmum 2 þúsund tonnum
af sfld síðan sfldarvertíðin hófst
í septembermánuði sem er mun
meira en á sama tíma haustið
1995 og þar munar mestu um
að vertíðin fer fyrr af stað hjá
okkur nú, en í fyrra vorum við
að gera okkur klára,“ sagði Jó-
hann Þór Halldórsson.
Góð sfld fékkst skammt norð-
austur af Glettingi aðfaranótt
mánudags og í gær kom Arney
KE-50 með 350 tonn af sfld til
vinnslu á Djúpavogi, sem öll
verður nýtt til manneldis.
Húmanistahreyfingin
Útifundur
um heilsu-
gæslumál
Heilbrigðisþjónusta eru
mannréttindi“ er yfir-
skrift útifundar sem
haldinn verður á Ingólfstorgi í
Reykjavík á fimmtudag kl.
17:15. Fundurinn er skipulagð-
ur af Húmanistahreyfingunni.
Ýmis hagsmunasamtök og
verkalýðsfélög hafa lýst yfir
stuðningi við þessar aðgerðir.
í frétt frá aðstandendum
þessara aðgerða segir að til-
gangurinn sé að senda ráða-
mönnum þar skilaboð um að
breyta stefnunni í heilbrigðis-
málum. „Til þess þurfa þessar
aðgerðir að vera íjölmennar.
Þetta getur gerst ef allir
leggjast á eitt,“ segir þar.
Heilbrigðisþjónusta eru
mannréttindi, engir biðlistar,
ókeypis heilsugæsla, burt með
gjaldtöku, opnið deildir. Það eru
helstu stikkorð sem aðstand-
endur þessara aðgerða nefna,
en þær hefjast með kröfugöngu
sem leggur upp frá Hlemmtorgi
kl. '6:30 og staðnæmst verður
á íngólfstc. gi 45 mínútum síðar
og þá hefst útifundurinn. - sbs.
Ríkisráðsfundur
Fundað með nýjum forseta
Fyrsti ríkisráðsfundurinn undir forsæti Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands, var haldinn í gær
að Bessastöðum. Forsetinn skrifaði meðal annars upp á að frumvörp til laga um íjárreiður ríkisins
og um samþykkt á ríkisreikningi 1995, yrðu lögð fyrir Alþingi. Að fundi loknum bauð forsetinn ráð-
herrum og mökum þeirra til hádegisverðar.
Við flýtum okkur hægt í
þessum efnum og vinnum
heimavinnuna vandiega,"
segir ritari einkavæðingarnefnd-
ar sem svo er kölluð. Þrjú stór-
fyrirtæki í eigu rfldsins eru í
skoðun og kunna í náinni fram-
tíð að falbjóðast almenningi á
hlutabréfamarkaði, Sements-
verksmiðjan, Aburðarverksmiðj-
an og Skýrsluvélar ríkisins og
Reykj avíkurborgar.
Skýrsla Handsals hf. um
einkavæðingaráform á Áburðar-
verksmiðjunni hafa nú borist til
einkavæðingarnefndar. Unnin er
samskonar vinna á vegum Kaup-
þings á sölu á hlutabréfum í
SKYRR.
Áður skilaði Scandia skýrslu á
svipuðum nótum um Sements-
verksmiðjuna og er sú skýrsla
ennfremur til skoðunar hjá
nefndinni um þessar mundir.
„Allt tekur þetta sinn tíma, við
viljum vinna heimavinnuna vel
áður en farið er út í sölu ríkisfyr-
irtækja,“ sagði Skarphéðinn
Berg Steinarsson í fjármálaráðu-
neytinu í gær, en hann er ritari
einkavæðingarnefndar. Formað-
ur nefndarinnar er Hreinn Lofts-
son.
-JBP
Sýslumaðurinn á Akureyri
Hainarstræti 107, 600 Akureyri,
sími 462 6900
UPPB0Ð
Uppboð mun byrja á skrifstofu emb-
ættisins að Hafnarstræti 107, 3.h.,
Akureyri, föstudaginn 25. október
1996 kl. 10.00, á eftirfarandi eignum:
Ásholt 4b, Árskógshreppi, þingl.
eign. Árskógshreppur, gerðarbeið-
andi Sýslumaðurinn áAkureyri.
Byggðavegur 97, Akureyri, þingl.
eig. Brekkusel ehf., gerðarbeiðandi
Byggingarsjóður ríkisins.
Dvergagil 8, Akureyri taldir eigend-
ur, Halldór Árnason, og Gunnhildur
Sveinsdóttir, gerðarbeiðendur
Byggingarsjóður ríkisins, húsbréf-
ad. og Búnaðarbanki íslands.
Hafnarstræti 97, hl. 1A, Akureyri,
þingl. eig. Byggingarfélagið Lind
h.f., gerðarbeiðandi Iðnlánasjóður.
Hrafnabjörg 1, Akureyri, þingl. eig.
Þorsteinn H. Vignisson, gerðar-
beiðandi, Byggingarsjóður ríkisins,
húsbréfad.
Samkeppnisráð
Sterkustu hótelin styrkt
Samkeppnisráð álítur
styrki samgönguráðu-
neytisins til 11 heils-
árshótela á landsbyggð-
inni vafasama og mælist
til að ráðherra hafi fram-
vegis hliðsjón af ákvæð-
um samkeppnislaga.
Samkeppnisráð hefur vakið
athygli samgönguráðherra
á því áliti sínu að styrkur
sá sem 11 heilsárshótelum á
landsbyggðinni var veittur á
síðasta ári, samtals 20 milljónir,
geti haft skaðleg áhrif á sam-
keppni innan viðkomandi
markaðar. Ráðið tók málið fyrir
eftir samþykkt'Alþingis um að
veita 20 milljónum til heils-
árshótela á landsbyggðinni með
það að markmiði að auka nýt-
ingu þeirra yfir vetrarmánuð-
ina.
Við val á styrkþegum 'hafi,
samkvæmt upplýsingum frá
samgöngur.íðuneytinu, verið
litið til þess að æskilegt væri að
styrkja hin stærri og styrkari
heilsárshótel á landsbyggðinni.
Þessa forsendu telur ráðið
hins vegar fara gegn markmiði
og tilgangi samkeppnislaga.
Enda hafi þeim hótelum sefn
hlutu styrki verið veitt visst for-
skot gagnvart öðrum hótelum á
landsbyggðinni og þá ekki síst
gagnvart þeim sem eru á sama
markaðssvæði og styrkþegarnir,
eins og t.d. á Akureyri og í Vest-
mannaeyjum.
Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð
1 b 5 af 5 1 3.704.560
O 4 af 5 ® Z, plús ^ g~T~ 385.620
3.40,5 56 11.870
4. 3af 5 2.311 670
Samtals: 6.303.270
Upplýsingar um vinningstölur fást einnig I símsvara
568-1511 eöa Graonu númeri 800-6511 og í textavarpi
á síöu 451.
Mímisvegur 3, Dalvík, þingl. eig.
Stefán Friðgeirsson, gerðarbeið-
andi Iðnlánasjóður.
Norðurgata 17A, e.h. eignarhl. Ak-
ureyri, þingl. eig. Þuríður Hauks-
dóttir, gerðarbeiðandi Ríkisútvarp-
ið.
Tónatröð 11, Akureyri, þingl. eig.
Gísli Sigurgeirsson, gerðarbeið-
endur Akureyrarbær og Byggingar-
sjóður ríkisins, húsbréfad.
Vanabyggð 6d, Akureyri, þingl. eig.
Jón Carlsson og Björk Dúadóttir,
gerðarbeiðendur Byggingarsjóður
ríkisins og Búnaðarbanki íslands.
Þverholt 4, Akureyri, þingl. eig.
Gunnar M. Sveinbjörnsson og Lilja
Finnbogadóttir, gerðarbeiðandi
Byggingasrsjóður ríkisins.
Sýslumaðurinn á Akureyri
21. október 1996.