Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Qupperneq 6
6 - Þriðjudagur 22. október 1996
ÍDagur-®mttnn
STRANDIÐ VIÐ GRIMSEY
r
Rfísnes SH-44 á strandstað á Grenivikurfjöru, sunnan til á Grímsey.
Þrjú skip toguðu
Rifsnesið fram
Skammt austan
Grenivikurfjöru eru
Flesjar, stórgrýtt
fjara, sem örugg-
lega hefði reynst
Rifsnesinu skeinu-
hætt í öldurótinu og
straumnum sem var
við Grímsey
Rækjubáturinn Rifsnes SH-
44, eign Hraðfrystihúss
Hellisands hf., strandaði
við sunnanverða Grúnsey, í
Grenivfkuríjöru, um klukkan
4.30 á mánudagsmorgun, en
báturinn hafði verið í vari við
eyjuna um nóttina vegna veð-
urs. Hann hefur verið á rækju-
veiðum fyrir Norðurlandi og
landað aflanum á Siglufirði.
Pað var lán í óláni að báturinn
fór upp í Grenivíkurfjöru því
skammt austan við eru Flesjar,
stórgrýtt fjara með hamrabelti
ofan við. Þar eru aðstæður til
björgunar allar mun erfiðari
auk þess sem stórgrýtið kynni
að hafa eyðilagt skipið. Mann-
björg varð.
Veður var mjög slæmt þegar
báturinn strandaði, austan 8 til
10 vindstig og lemjandi rigning
og mikill sjór og í verstu rokun-
um rauk vindhæðin upp í 12
vindstig. Heldur lægði með
morgninum, 4 til 5 vindstig, en
enn mikill straumur og brim við
Björgunarsveitarmenn í Grímsey standa í skjóli við hákarlahjall upp af
Grenivíkurfjöru og bíða aðgerða. Þyrlan TF-LÍF sveimar yfir. Myndir: Guð-
rún Gísladóttir.
Á strandstað. Mikill straumur og brím var við Grímsey, m.a. vegna veður-
ofsans nóttina áður.
Grímsey. Rifsnes SH er 226
brúttonn að stærð, smíðaður í
Noregi 1968.
Björgimarsveitin í Grímsey
var þegar kölluð út ásamt þyrlu
Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF,
sem var farin úr Reykjavík 20
mínútum eftir útkall, eða
klukkan 05.20 og var hún kom-
in til Grímseyjar klukkan 6.30.
Par sveimaði hún fyrst yfir
bátnum en settist síðan á flug-
völlinn og tók þar Grímseying,
Sigurð Bjarnason, ásamt dælu
og tækjum til að hlaða raf-
geyma og ferjaði út í Rifsnesið.
Strax og björgunarsveitin kom
niður í Grenivikurfjöru var
skotið líftaug um borð í Rifsnes
til þess að gera allt tilbúið til að
ná áhöfninni, fimm manns, frá
borði í björgunarstól ef á þyrfti
að halda.
Skömmu eftir strandið í gær-
morgun og eftir að björgunar-
sveitarmenn voru komnir á
vettvang var settur út belgur
frá Rifsnesi með taug í sem
Þorleifur EA-88 frá Grímsey
náði svo og fór með að togaran-
um Margréti EA sem þar var
einnig kominn. Til þess að ná
belgnum þurfti Þorleifur EA að
fara mjög grimnt. Dregnar voru
svo taugar út í tvö nærstödd
skip, Dagfara GK-70 og Mar-
gréti EA-110, sem síðar reyndu
að toga Rifsnesið af strandstað
á íjórða tímanum síðdegis, en
án árangurs. Þá var Rifsnesið
farið að lemjast við Qörugrjótið
og einhver leki komin í vélar-
rúm. Árdegisflóð var klukkan
6.43 og því verulega farið að
falla að þegar báturinn strand-
aði og það olli verulegum
áhyggjum björgunarmanna, því
þá myndi næsta flóð, klukkan
um 17.30 síðdegis í gær, ekki
hjálpa eins mikið þegar kippt
yrði í bátinn. Um klukkan 17.30
var aftur kippt í Rifsnesið og þá
Björgunarmönnum var séð fyrir næringu á strandstað.
náðist hann á flot. Þá hafði Sæ-
ljón SU-104 bæst í hóp þeirra
skipa sem toguðu í Rifsnesið.
Margrét EA hélt sxðan tU Ak-
ureyrar með Rifsnes SH í togi
og var gert ráð fyrir að sigUngin
til Akureyrar tæki 10 tíma. Öfl-
ugar dælur voru um borð sem
auðvelt væri að grípa tU kæmi
leki að bátnum. Skipið verður
tekið í slipp hjá Slippstöðinni
hf. á Akureyri.
GG