Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Síða 8

Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Síða 8
8 - Þriðjudagur 22. október 1996 PJÓÐMÁL JDagurJ®mrátn JDamtr-ÍEmttmt Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur SveinsSoci Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Hörður Blöndal Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Brautarholti 1, Reykjavík Símar: 460 6100 og 5631600 Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 Sjómannafrádráttur í fyrsta lagi Samkvæmt riti Frjálsrar verslunar, 100 stærstu, eru sjómenn tekjuhæstu launamenn á íslandi. Af þeim fyrirtækjum sem borga hæst laun á íslandi eru útgerðarfyrirtæki í 25 efstu sætum listans. Það er gott að hluti sjómannastéttarinnar (að öllu jöfnu áhafnir frystitogara) skuli vera vel launaður. Og rétt er að taka fram að fráleitt eru allir sjó- menn hátekjumenn. íslendingar vilja verðlauna hafsins hetjur, en er ekki gengið of langt að niður- greiða laun hátekjumanna með sérstökum skattaf- slætti sem kenndur er við sjómenn? Sjómannaafslátturinn nemur 1500 milljónum króna. Þetta er hærri upphæð en fer samtals í barnabætur og barnabótaauka! Og til frekari sam- anburðar má benda á að sérstakur hátekjuskattur skilar ríkinu um 350 milljónum. Það er barist um hvert pláss á togurum sem veiða og vinna aíla. í landi veldur mannekla í láglaunastörfum fisk- vinnslunnar því að flytja verður inn útlendinga. Það yrði láglaunafólki mikill búhnykkur ef per- sónuafsláttur hækkaði. í þriðja lagi Hver eru rökin fyrir því að styrkja sérstaklega menn sem eru með 300-500 þúsund á mánuði (töl- um ekki um skipstjórana!)? Nú þegar fjárlagafrumvarpið fær á sig mynd í meðförum Alþingis verður fróðlegt að sjá hver þorir að bjóða hálaunamönnum byrginn. En þar til þá auglýsir blaðið eftir rökum fyrir opinberum styrkjum til hátekjufólks á sjónum. Við birtum þau! Stefán Jón Hafstein. V_______________________________________________________) Ertu sammála borgarstjóranum í Reykjavík um að þéttbýliskjarnar sem reka almenningssamgöngur - strætisvagna - fái hlut af bensíngjaldi? Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi í Reykjavík Já, í meginatriðum. Mér hefur lengi fundist að tekjustofnar sveitarfé- laga séu almennt allt of ein- hæfir, sveitarfélögin hafa f.o.fr. útsvarið á meðan ríkis- valdið hefur margvísleg gjöld og skatta sem það getur hækkað og lækkað eftir því sem þurfa þykir. Með vaxandi yfirtöku verkefna hjá sv.fél. þarf að auka fjölbreytni í tekjuöflun. Þessi leið er ein þeirra sem kemur mjög vel til greina. Miðað við reynsluna af skattastefnu R-list- ans þá gætu þessi orð borgarstjöra þýtt ákall eftir auknum sköttum og því er ég algjörlega ósammála. Hf við getum hins vegar litið á þessa umræðu sem hug- mynd um réttlátari skiptingu tekna af umferð þá finnst mér hún orðin áhugaverð. Reykjavík hefur þar farið halloka gagnvart landsbyggð- inni, hlutfallslega hefur lang- minnst farið til Reykjavíkur. ♦ ♦ Sigurður J. Sigurðsson bœjarfulltrúi á Akureyri S Eg hef ekki heyrt hana viðra þessa hugmynd en menn hafa talað um að sveitarfélög sem rækju al- menningsamgöngur ættu að fá aukna hlutdeild úr jöfnun- arsjóði sveitarfélaga. Sigfús Jónsson sagði einhvern tím- ann að bílar ættu að vera skatttekjur sveitarfélaganna en ekki ríkisins þar sem þeir slitu götunum og þeim væri þjónað á veturna. Heilt yfir er eg ekki meðmæltur því að rfkið sé að innheimta skatta sem sfðan er deilt til sv.félag- anna. Sigríður Stefánsdóttir bœjarfulltrúi á Akureyri Þetta er ný hugmynd, við höfum aftur bent á það hér á Akureyri að það sé á margan hátt óréttmætt hve stóru sv.félögin hafa orð- ið útundan í jöfnunaraðgerð- um í sambandi við þjónustu sv.fél. Við höfum m.a. gert at- hugasemdir um jöfnunarsjóð, að þar væru ekki teknar inn almenningssamgöngur. Ég er því fylgjandi hugmyndinni um að komið verði á ein- hvern hátt á móts við stóru sv.félögin á hvaða hátt sem það verður gert. 5 m liiCVÍ^ Hver er hrœddur? „Hann boðaði ekki forföll, en hann lét ekki sjá sig. Mál manna var að hann hefði ekki þorað að vera innan um svona marga leikhússtjóra, leikara og leikhúsáhugamenn. Hvað ætli hann hafi haldið að yrði gert við hann?“ DV í gær um Jón Viðar Jóns- son, leikhúsrýni Dagsljóss, sem ekki kom á málþing um ís- lenska leikritun. Tóm leiðindi „Verkið var ekki það tilkomu- mikið að ég byði fólki að horfa á það. Maður býður ekki fólki að sjá eitthvað leiðinlegt. Mín verk eru almennt leiðinleg og þú býður engum upp á slíkt.“ Mexíkóskur myndlistarmaður, sem sýnir hér á landi, í Morg- unblaðinu í gær. Hvergi friður „Skotið á svefnstað brúargerð- armanna" Fyrirsögn í DV í gær Of mörg hjól „Rjúpnaskyttur á sexhjóli kærðar“ DV í gær Fræðsla um það sem allir vita Allir vegfarendur vita að það er stöðvunarskylda á rauðu Ijósi. Allir ökumenn eiga að vita hver er löglegur hámarkshraði og eru ótal skilti við götur og vegi sem eiga að minna á það. Ilver einasta manneskja sem á við óhóflegt holdafar að stríða veit að ríflegt fitu- og sykurát er orsök- in, ásamt værukæru hreyfmgarleysi. Mikið óskaplega má sú manneskja vera langt úti á þekju sem ekki veit hve heilsuspillandi reykingar eru og hvaða sjúkdómum þær valda. Svona má lengi telja upp almenn þekkingaratriði, sem eru endurtekin í síbylju án þess að þau beri sýnilegan ár- angur til að fyrirbyggja síysfarir eða heilsutjón. Fylliraftur, ungur sem gam- all, veit öðrum betur hvernig áfengið leikur líkama og sál, svo ekki sé talað um fjárhaginn. Samt drekkur hann frá sér glóruna og vaknar með óþolandi timburmenn enn og aftur og hefur engu gleymt og ekkert lært. Allt ráðleysistalið um forvarnir og fræðslu er af svipuðum toga spunnið og sú skrýtna náttúra að skeyta hvergi um viðvaranir, skömm né heiður þegar ver- ið er að brjóta umferðarlög, eyðileggja heilsu sína og útlit með feitmetisgræðgi og tóbaksnautn. Óregla og fíkniefnanotkun barna og ungmenna eykst í öfugu hlutfalli við allan kjaftavaðalinn um fræðslu og for- varnir. Það er búið að fræða og forvarna ár- um saman um skað- semi eiturfflcnar og það veit hver einasti unglingur hvert fíkn- in getur leitt þá. Áfengisfíkn og tóbak- snautn minnkar samt ekkert, nema síð- ur sé. Vöruúrval annarra og enn áhrifa- meiri fíkniefna eykst með stækkandi markaði og markaðurinn stækkar með auknu framboði. Ólafur landlæknir sagði í Degi- Tímanum í síðustu viku, að unglinga skorti ekki fræðsluna um hættur vímu- efnanna, heldur að tileinka sér þekking- una. Fleiri steinsteypt hús utan um stofnanir taidi hann litlu bjarga, nema samvisku vaidhafa. Þetta þýðir að eigi árangur að nást í þá veru að bjarga unglingunum frá sjálfum sér, verður að leita annarra leiða en að bulla sömu endurtekning- arnar um einskis nýtar forvarnir og um- búðir utan um stofnanir. Lögleysur Og því ættu krakkarnir að fara eftir einhverjum regl- um og lífsmáta, sem verið er að setja þeim fyrir, þegar fullorðna fólkið lætur allar viðvaranir sem vind um eyru þjóta. Bflstjórar vita ofurvel hver er há- markshraði, en fæstum þeirra dettur í hug að fara eftir því. Þeir drepa og lim- lesta sjálfa sig og aðra, fullir sem ófullir, og kæra sig yfirleitt kollótta um öll um- ferðarlög, sem í raun og veru eru ekki annað en forvarnir til að forðast slys. Glannalegt líferni og skortur á sjálfsaga og hófsemi í umgengni við nautnir, er það lífsmynstur sem mjög margir unglingar alast upp við. Þegar þeir fara svo að hegða sér eins og full- orðna fólkið, sem keyrir á ólöglegum hraða gegnum lífið og á móti rauðu ljósi þegar svo ber við að horfa, er heimtað að einhverjir fari að gera eitthvað í mál- unum. Vegna þess að enginn veit hvað á að gera, er gripið til úr sér genginna ráðlegginga, eins og að efla forvarnir úti í bæ og timbra upp stofnanir úti í bæ og efna til fræðslu úti í bæ. Og fræðslan á ekki að vera um annað en það sem allir vita, en alltof fáir kunna að hagnýta sér. Kannski eru það ekki börnin held- ur fullorðna fólkið sem þarf á hagnýtri fræðslu um lífsgildin að halda. Þarf ekki að kenna foreldrum hvernig á að umgangast börn, vinna traust þeirra og tiltrú, vera þeim betri fyrirmynd? Og þótt agi sé ljótt orð og fjarri þeirri miklu fríhyggju sem núverandi valdakynslóð hefur alið sjálfa sig upp í, gæti verið að krafa um einhvern vott af sjálfsaga eldri sem yngri væri gagnlegri en aðrar forvarnir og meiningarlaus fræðsla. OÓ Oddur

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.