Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Blaðsíða 1
^Dagur-OItmmtt LÍFIÐ í LANDINU Þriðjudagur 22. október 1996 - 79. og 80. árgangur - 201. tölublað GF.MSI VAR ÞAÐ HEILLIN egi-Tímanum bár- Dust á þriðja hundr- að nafnatillögur á GSM símann og var þátttaka þó mun meiri þar sem margir mæltu með sama nafninu. Langflestir voru á því að „gemsi“ hæfði fyrirbærinu best og var ákveðið að taka undir með þeim. Einnig voru handsími, greipsími, vasasími og geimsími vinsæl nöfn. Dregið var úr þeim 57 sem stungu upp á að kalla GSM símann gemsa og var sigurvegarinn Dóra Haraldsdóttir, Grundargötu 50, Grundarfirði. í vinning fær Dóra auðvitað gemsa, SAGEM tæki af fullkomnustu gerð. Á síðum 18 og 19 birtast allar uppástungurnar sem bárust blað- inu fyrir klukkan tólf á hádegi í gær. Margar eru bráðsnjallar og þá eru útskýringarnar, sumar í vísna- formi, ekki síðri. En fyrst eru það meðmælin með „gemsa“-heitinu. mgh Orðið gemsi er mér tamt frá æsku að nota um gemlings- hrútskudda, með svolitlu gæluívafi, ekki neikvætt. Aðra merkingu gefur Orðabók Menningarsjóðs, ómerki- legur strákur eða maður. Sögnin að „gemsa“ merkir að spotta, láta mikið yfir sér sem mér finnst vel hæfa þar eð á fyrrgreind símtól er oftsinnis litið sem stöðu- tákn. Þá mætti segja þann vera að „gemsa“ sem talaði í slíkan síma, t.a.m. á gatnamótum á meðan beðið er eftir grænu ljósi“. Pórir Jónsson, Ólafsfirði Gemsi þætti okk- ur gott nafn á GSM símann sem er skondinn og skemmtilegur félagi. Gems þýðir kátína og svo getur hann líka verið „óttalegur gemsi“ þegar hann truflar mann og mætti því allt eins „gemling- ur“ heita. Jóhanna Valdimarsdóttir, Akureyri Islensk málstöð leggur til orðið „geimsími“ en það eru sterkar líkur til að það yrði fljótlega að „gemsi“. Gemsi er til í íslensku máli sem stytting og léttleika orð yf- ir gemling, eins árs kind“. Gunnar Grímsson, Kópavogi Gemsi er gott búdýr okk- ar bænda“. Valgarður L. Jóns- son, Akranesi Rétt eins og gemsi þroskast í fullvaxna kind á þessi ljúflingur eftir að verða enn fullkomn- ari. Brandur Gíslason, Reykjavík Vinningshafinn Dóra Haraldsdóttir, Grundar- götu 50, Grundarfirði fœr auðvitað gemsa, SAGEM tœki af fullkomnustu gerð. Hefur alla eiginleika fullorðinnar kindar og horfir til framtíðar. Þórunn Jónsdóttir, Akureyri Gemsi er gamalt og fallegt ís- lenskt orð, sbr. gemsar og gam- alær eins og segir í kvæðinu. Gemsi er einnig góð útfærsla á skamm- stöfuninni GSM“. Pórlaug Ágústsdóttir, Reykjavík ^etta er gemsinn í símtækjaflóð- inu“. Kristín Hlíf Andrésdóttir, Kópavogi

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.