Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Blaðsíða 3
J]agur-‘2tonmn Þriðjudagur 22. október 1996 - 15 LÍFIÐ í LANDINU „Oft má glaðan öðling sjá“ Vísna- og sagnagleði allsráðandi á skemmtun Hákon Aðalsteinssonar, Kveðið í kútinn, sem haldin var íMiðgarði í Skagafirði um helgina. Hljómsveit Friðjóns Jóhannssonar kom fram í ýmsum tóniistaratriðum á skemmtun Hákonar og lék fyrir dansi að henni lokinni. Myndir: Sigurður Bogi. Við höfum flutt þessa dag- skrá víða á Austurlandi og flytjum hana nú út fyrir fjórðunginn. Kynnum fyrir fólki hina austfirsku sagna- skemmtun, en slík skemmtun hefur reyndar búið meðal fólks í öllum landsfjórðungum. En mötunin úr ijölmiðlum er slík að þetta hefur verið á undan- haldi. En rétt er að halda í þennan gamla íslenska sið,“ segir Hákon Aðalsteinsson, hagyrðingur og hreppstjóri á Héraði, í samtali við Dag-Tím- ann. Sannsögli og skáldagáfa Kveðið í kútinn var yfirskrift skemmtana, sem haldnar voru í Reykjavík og í Miðgarði í Skagafirði um helgina. Jökul- dælingurinn Hákon Aðalsteins- son var þar í fylkingarbrjósti og hafði yfir ýmiskonar vísnaefni sem tengist austlenskri menn- ingu. Víða á skáldaþingi hefur Hákon kvatt sér hljóðs og ófá eru þau þjóðfélagsmál sem hann hefur botnað með hnytt- inni vísu. Á ýmsum málum tæpti hann til að mynda á skemtuninni í Miðgarði, sem var fjölsótt. „Þessi skemmtun og þáttur Hákonar í henni byggist á sann- sögli og skáldagáfu Jökuldæl- inga, hógværð Fljótsdælinga og sönggleði Egilsstaðabúa," sagði Stefán Bragason, bæjarritari á Egilsstöðum, sem var kynnir á samkomunni. Stefán og Gunn- laugur Snæbjörnsson, sveitar- stjóri í Fellabæ, gerðust um stundarsakir liðsmenn Hljóm- sveitar Friðjóns Jóhannssonar, sem tók jafnframt þátt í þessari samkomu með flutningi ýmissa tónlistaratriða. Gæflyndir með geði þekku „Ég hef verið að velta því fyrir mér að gera vísur um fófk í öll- um hreppum á Austurlandi,“ sagði Hákon. Hann sagði að í því verkefni væri hann þó skammt á veg kominn - og væri aðeins búinn að yrkja um Mjó- firðinga, en þeir eru aðeins um þrjátíu samkvæmt síðustu töl- um. Og þannig yrkir Hákon um Mjófirðinga: Eflegg ég mat á mannkosti í Mjóafirði ekkert telst þar einskis virði. Ganga menn þar gœflyndir með geði þekku, mislangir í brattri brekku. Fœddir eru ífirði sem er flestum þrengri, með annan fótinn aðeins lengri. Hafa báðar hendur á Hákon Aðalsteinsson greindi frá því þegar hann var spurður um hvaða kosti konur hefðu fram yfir karla. Svarið var svo- hljóðandi: Þetta flœkist fyrir mér þó flest ég viti og þekki. Þessi spurning þvœlin er þetta veit ég ekki. Hinsvegar hafði Hákon á reiðum höndum svar við þeirri spurningu hverjir kostir karl- anna væru fram yfir konurnar: Oft má glaðan öðling sjá, úti í náttúrunni. Hafa báðarhendur á hengiplöntu sinni. „Er ég nú að moka flórinn" „Þegar ég var strákur fór ég að velta fyrir mér hvað ég, fjósa- Upp til heiða fuglar fljúga fyllist loftið vœnjaþytnum augun varla œtla að trúa œgifógrum morgunlitnum. Breiðir úr sér gróður gjöfull gott er nú við heimskautsbauginn. Núfór illa dauði og djöfull þar datt ég beint í skítahauginn. Aðalsmerkið undir mér Um það eftirtektarverða hátt- erni karlmanna að míga gjarn- an undir húsveggjum, orti Hákon svo og hafði þar vísu yfir á samkomunni í Miðgarði: Geng ég út í kvöldsins kul kannske var það skyssa nístingsköld er nóttin dul nú er vont að pissa. Nöturlegt að norpa hér nú er ekki gaman. Aðalsmerkið undir mér orðið blátt að framan. Illum hrolli að mér slœr á mig fýkur snjórinn. Mildi drottinn mér var nœr að míga bara íflórinn. Á síðasta ári sendi Hákon frá sér kverið Oddrúnu, sem hefur að geyma ýmsar vísur hans um menn og málefni. Skömmu eftir að kverið kom út fékk skáldið svohljóðandi sendingu frá bróð- ur sínum í andanum um inni- hald kversins: Sumum mönnum þyrfti að þvo með sápu, þankaganginn svona hérumbil. En gleymdi að setja á glcesta bókarkápu „geymist þar sem börn ná ekki til." -sbs. strákurinn, ætlaði að verða þegar ég yrði stór. Ýmislegt flaug í gegnum huga minn en alltaf var til trafala að ég þyrfti að vinna eitthvað. Á endanum ákvað ég, ijósastrákurinn, að verða skáld, en fyrir þann sem svo stóra ákvöðrun tekur er þó rétt að velja sér réttan vettvang til að yrkja á. Um þetta orti ég svo,“ sagði Hákon: Glitra daggir glampa vogar gullnum bjarma slcer á hafið í mildum skýjum morgunn logar merlar fagurt litaraftið. Sólin dreifir Ijúfu Ijósi logagyllir fiallakórinn aleinn staddur út ífiósi er ég nú að moka flórinn. Þetta erfagur dýrðardagur drottni verður hann til sóma heyrist söngur fuglafagur flugur svífa milli blóma. Lifnar allt um laut og bala litlir skýrast móa og túna, beljusvínið blautum hala barði mig á kjaftinn núna. Hreppstjórinn og hagyrðingurinn Hákon Aðalsteinsson hefur yfir kveð- skap um karla og keriingar á Héraði.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.