Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Side 4

Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Side 4
16- Þriðjudagur 22. október 1996 30agur-Œmimn ‘llmBuðaíauót Að vera eða að vera ekki herra forseti Fréttastjóri Sjónvarpsins er opinber embættismaður og honum ber að haga sér sam- kvæmt því í starfí sínu. Þjóðinni kemur hans persónulega skoðun á þeim manni, sem nú gegnir embætti forseta íslands, ekki við. Honum ber skylda til að sýna því embætti virðingu í hvívetna. Hvað sem honum kann að finnast, þá er það hans einkamál og á ekki erindi í fréttatíma. Þó er annað verra. Forsætis- ráðherra, Davíð Oddsson, hefur ekki heilum á sér tekið síðan í vor. Framkoma hans hefur ver- ið með þvílíkum ólíkindum gagnvart forseta landsins að maður spyr sig hvort maðurinn gangi heill til skógar. Sá sami forsætisráðherra sem uppskar réttilega virðingu og aðdáun þjóðarinnar með framkomu sinni þegar snjóflóðin féllu á Súðavík og Flateyri, maðurinn sem stóð einsog klettur þegar þjóðin var í áfalli, maðurinn sem hélt ró sinni og var eins traustur Iandsfaðir og nokkur maður gat orðið, hvar er sá Davíð? Enginn var í vafa um að hann tæki þessi áföll jafn nærri sér og aðrir landsmenn, en sem forsætisráðherra varð hann að halda andlitinu. Og það gerði hann með sóma og glæsibrag. En núna er engu líkara en hann sé, því miður, búinn að tapa þessum dýrmæta eiginleika. Forsætisráðherra veit það jafnvel og allir aðrir að minnstu svipbrigði við opinberar athafn- ir segja mikla sögu. Hann vissi líka vel að öll þjóðin fylgdist grannt með þingsetningunni í haust. Hann vissi það líka vel að viðbrögð hans við úrslitum forsetakosninganna, í beinni út- sendingu á kosninganótt, myndu tala skýru máli. Og hversu mikið sem maðurinn Davíð Oddsson hefði óskað sér að einhver annar yrði kosinn forseti íslands, þá var það skylda forsætisráðherrans Dav- íðs Oddssonar að halda andlit- inu þegar úrslitin lágu fyrir. Þjóðin gerir þær kröfur til hans. En það merkilega við þessa undarlegu hegðun er það, að sá sem ætlar að lítillækka annan með framkomu sinni eða ávarpi, lítillækkar fyrst og fremst sjálfan sig. Og sá maður sem ekki getur stjórnað sjálfum sér er ekki fær um að stjórna neinu öðru. Þetta á forsætisráð- Friðrik Erlingsson skrifar Virðing fyrir æðstu emb- ættismönnum ríkisins finnst sumum vera hjá- kátleg hegðun og bera vott um undirlægjuhátt eða einhverja tegund af snobbi. Því miður höfum við íslendingar alltof oft átt menn í æðstu embættum sem enga virðingu áttu skilið, hverra hegðun gerði það útilok- að að nokkur gæti borið virð- ingu fyrir þeim. En um þessi embætti gilda ákveðin lögmál, sem allir verða að hlíta: per- sóna mannsins sem embættinu gegnir er eitt, hann sem hold- gervingur embættisins er ann- að. Fari svo að persónubrestir geri vart við sig hjá viðkomandi manni, brestir sem er óþolandi að líða manni í svo háu emb- ætti, verða þeir sem næst hon- um standa að gera honum ljósa ábyrgð sína. Ef maðurinn nær ekki áttum, verður hann að segja af sér embætti. Því meiri ábyrgð sem menn axla í stjórnkerfinu, þeim mun meiri kröfur eru gerðar til þeirra um hegðun og fram- komu. Og þær kröfur verða þeir einnig að gera til sjálfs sín. í síðustu forsetakosningum áttu margir erfitt með að fela hug sinn þegar úrslit lágu fyrir. Fyrst var það fréttastjóri Sjón- varpsins, Bogi Ágústsson, sem missti taumhald á tilfinningum sínum og það svo illilega að hann hefur ekki náð sér enn þegar forseti íslands er í frétt- um. Bogi hefur kosið að lít- illækka sjálfan sig með hortug- heitum og með því að draga úr eða jafnvel sleppa alveg þeim titli sem ber að nota þegar for- seti landsins er nefndur á nafn. /MA/A/ V/RÐ/ST Se/Z- ST4K/.£G4 Ú/YÆG&cr/Z / A/£7, £N£>/9 £/rx/ //£MA A//c/r/'c/ PTÓST//T pr/rvÆÐ/i PP/PPP SPM//ÖP£>y £PA// /Q pðmjos/) / 6CGGI herrann að vita og hafi frétta- stjóri Sjónvarps ekki vitað það áður, þá veit hann það núna. Þjóðin má ekki við meiri sundr- ung en orðin er í röðum æðstu embættismanna ríkisins. Eftir höfðinu dansa limirnir. Og þegar jafn alvarleg og ömurleg mál einsog málefni þjóðkirkjunnar hafa brotið traust almennings og trúnað í garð kirkjuyfirvalda og ríkisins, þá verða menn einsog forsætis- ráðherra landsins að halda andlitinu útávið. Forseti ís- lands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, hefur sýnt það og sannað að hann er maður til að axla þá ábyrgð sem embættinu fylgir. Framkoma hans í emb- ætti er honum sjálfum til sóma og embættinu sæmandi. Hann er réttkjörinn forseti og hefur yfirgnæfandi fylgi um allt land. Þeir, sem eiga eitthvað per- sónulega erfitt með að horfa beint á þá staðreynd, gerðu vel að halda því fyrir sjálfa sig, sér- staklega ef þeir eru opinberir embættismenn. Þjóðin á ekki að þurfa að þola þesskonar fram- komu af þeim mönnum sem hún hefur kjörið til ábyrgð- arstarfa. Öðrum embættismönnum, Ukt og fréttastjóra Sjónvarps, væri réttast að fara á námskeið í sjálfsaga eða finna sér eitt- hvað annað að gera. En líklega finnst honum óhætt að haga sér einsog óstýrilátur krakki úr því að sjálfur forsætisráðherra set- ur honum fordæmið. Og væntanlega eru þeir þá báðir tilbúnir að mæta framkomu sjálfra sín í framkomu annarra í þeirra garð. Eða hvað? Flokkurinn sér um sína Garri hefur alla tíð vit- að að hjá Sjálfstæðis- ílokknum gildi sú regla að þeir sem þjónað hafa flokknum af trú- mennsku uppskeri í sam- ræmi við það - ílokkurinn sér um sína. Það er því full ástæða til að taka undir og fagna þeim lausafréttum að flokkurinn sé búinn að útvega Elínu Hirst nýtt starf hjá ríkinu. Ef hins vegar þessar lausa- fréttir eru eitthvað orðum auknar, þá er full ástæða til að flokkurinn taki við sér og geri eitthvað í málinu. Allt ein stór fjölskylda Elín hefur að vísu ekki verið áberandi í stjónmálum sjálf og þjónusta hennar við flokkinn hefur að sönnu ekki verið áberandi eða fjöl- skrúðug. Því meiri hefur að- stoð eiginmanns hennar, Friðriks Friðrikssonar (mikla) verið. Friðrik skar sem kunnugt er heilt gengi virðulegra íhaldsmanna úr snörunni þegar hann tók að sér Almenna bókafélagið þegar það var á leiðinni á hausinn á sínum tíma. Góð- borgararnir í flokknum sluppu þá við að verða aðil- ar að því leiðindamáli þegar forlagið á endanum fór á hausinn og munar um minna. Auk alls þessa má ekki gleyma því að Friðrik Elínarmaður var kosninga- stjóri Davíðs á landsfundin- um forðum þegar Davíð réðist í það stórvirki að verða flokksformaður. Það er því deginum ljósara að Elín og hennar Ijölskylda öll á talsvert inni hjá flokknum og getur átt von á því að fá nokkuð bitastætt starf í framhaldinu. Flokkurinn er jú ein stór fjölskylda. Nú hefur Garri ekki heyrt hvaða störf flokkurinn er helst að spá í handa El- ínu, en gera verður ráð fyrir að þau séu flest á sviði íjölmiðlunar - líklega sjón- varps - vegna þess að Elín er fyrst og síðast sjón- varpskona. Spurningin er þá aðeins hvort er líklegra að hún endi inni á Stöð 3 við að byggja upp nýja fréttastofu þar eða hvort hún fær inni hjá RÚV, en flokkurinn hef- ur góð tengsl inn á báða þessa staði. Alltaf smuga á RÚV Stöð 3 er þó ósennilegri kostur vegna þess að þar er ekki fréttastofa og ólíklegt að komið verði upp frétta- stofu þar á næstunni. Hins vegar eru alltaf smugur hjá RÚV enda fordæmi fyrir því að flokkurinn fari sínu fram þar innanhúss. Þar eru menn meira að segja með nokkra æfingu í að útvega brottreknum sjónvarpsyfir- mönnum vinnnu, eins og Hrafnsmálin víðfrægu eru til vitnis um. Kannski Pétur Guðfinnsson eigi inni annað árs frí? Kannski einhver annar eigi inni árs frí? Skyldi Markús Örn kannski ætla í borgarstjóraslag við Árna Sigfússon? Nú ef eng- inn á inni frí sér Garri ekk- ert því til fyrirstöðu að ílokkurinn láti Heimi Steins- son senda einhvern í launað leyfi til að koma Elínu inn á meðan. Allt er þetta hluti af leiknum, hluti af því að vera sjálfstæðismaður þar sem flokkurinn sér um sína. Garri.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.