Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Síða 6
18 - Þriðjudagur 22. október 1996
Jlagur-ÍEmmm
MENNING O G LISTIR
Gemsiim þótti bestur
Hér birtist sá aragrúi tillagna af nöfnum sem
bárust Degi-Tímanum í samkeppninni um
heiti á GSM símanum. Flestir bisuðu við að
tengja hönd og hreyfingu í nafngiftinni og
voru nokkrir ansi snjallir við nýyrðasmíðina.
Þjóðin er orðmörg og skemmtileg!
En - þar sem langflestir stungu upp á gemsa
var ákveðið að taka undir þá nafngift með það
í huga að nafnið er þjált og er tengingin við
hina ungu kind sem á framtíðina fyrir sér
bráðsnjöli. Dregið var úr þeim 57 lesendum
sem sendu inn heitið gemsi og var vinnings-
hafi Dóra Haraldsdóttir Grundargötu 50 á
Grundarfirði.
Einnig bárust þessar tillögur:
AUieimssími
Alsími (sbr. alnet, allsherjar-
sími)
Atsími
Boðberi
Boði
Boðsími
Örsími
Þegar sagan brýtur blað
og breytast viðhorf flest.
Örsíminn er einmitt það,
sem okkur vantar mest.
Sent inn undir kennitölu.
Bjalla (hét hann ekki Bell
semfann upp símann?)
Bjargráður
Blaðra
Bráðasími
Breiðsími
Brellusími
Drösulsími (maður dregur hann
með sér hvert sem er)
Dulsími
Dúrsími
Dvergsími
Eyðslusími
Farsími
Farsi
Fartsími (fólk er með hann á
fartinni)
Ferðasími
Ferðill
Ferilsími (þú ert á ferli með
hann)
Fissími
Fjallasími
Fjarsími
Fjarki (þetta er fjögra rása
apparat)
Fjasi
Fjölnir
Fjölsími
Flakkarinn
Flakksími
Flökkusími (sbr. landskunna
orðið „flökkukind“, menn
flakka með símann um allt)
Flöktsími
Frami
Friðþjófur
Frísími (sbr. frísvœði, frí-
verslun, í daglegu tali
mœtti hann heita „ tollari“,
maður tollir í sambandi)
Fróði
Fylgisími (fylgir manni hvert
sem er)
Fylgja
Færisími
Förusími
Gagnsími
Galdrasími
Gandsími. (Af orðinu gandur =
töfrasproti. Göndlir hét sá sem
bar töfrasprota).
Gandur
Gangleri
Gangsími
Gasprari
Gaumsími (hann er alltaf í ná-
vist manns og maður gefur
honum stöðugt gaum)
Gásími
Gátsími
Gómi
Gómi er góður sími
gómar þig fyrir mig
enginn er orðinn tími
aftur gómar mig fyrir þig
úr vasanum gríp ég Góma
með gómum hef ég
takkaspil.
Þá sér hann um það með
sóma
að síma hvert sem ég vil.
Hjördís Kristjánsdóttir
Bárðardal.
Geimlingur
Geimsi
Geimsími
Geim-Síma-Miðillinn (þann-
ig getið þið áfram kallað
hann GSM)
Geislasími
Geisli
Gellir
Gemiingur
Gemsi
Gersemi
Gersími ( dregið af orðinu
„gersemi", vissulega telja
margir síma af þessu tagi
gersemi hina mestu)
Gesmi
Gimmi
Gismó
Gími
Gjammi
Gjammsími
Gjörvi (síminn er gjörvi-
legur, sbr. myndarlegur)
Gljóri
Glóbi (sbr. Glóbus)
Glóbus
Glói
Glósúni. (Glói (Gló-
inn) er dvergsheiti í
Völuspá og þýðir
hinn glóandi. Þetta
er algengt heiti á á
hesti sem vekur hug-
renningatengsl við hinn
þarfasta þjón).
Gnásími. (Gná var
gyðja og ýmsir
telja hana
hafa verið
nægtar-
gyðju.
Hljómar
ekki ólíkt
orðinu smásími. Hugrenninga-
tengsl: Að ná í gegn, nátengdur,
ná saman og smár en knár).
Gosi (sími=kóngur,
fax=drottning, GSM=gosi
Golli
Góði (gæða) síminn minn
(GSM-síminn verður senni-
lega alltaf kallaður GSM)
Góðsími
Gr ann- S amt als -Miðlar i
Greiparsími
Greipsími (þá yrði talað um
„greipnúmer“ og „greipnot-
endur)
Greiptengi
Greipur
Gripill
Gripsími
Gróa
Grósími. (Gró er smátt fræ í
grasafræðinni, gæti tengst Gróu
sem ber ýmislegt á miW. Skylt
sögninni að gróa og Wjómtengsl
við póstorðið Gíró).
Gussi
GSM
Gullsími
Gunnsími. (Orustusími, af orð-
inu gunnur = orusta. Viðskipta-
stríð. Síminn herjar á þig hvar
sem er).
Gutti (þetta er hvort eð er hálf-
gerður aukaspeni)
Göngusími (margir sjást á
göngu talandi í þessa síma)
G-sími
Gæðasúni
Handsími
Hansi
Heimsími (sama hvar mað-
ur er í heiminum þá er allt-
af hœgt að hringja heim)
Heimssími
Hermir
Hjásími
Hleðslusúni
Hnattsími (virkur um allann
hnöttinn)
Hnefill
Hnitsími
Hraðboði
Hraðsími
Símalingur
Ávallt klingir uppfinning,
eyru stingur fyrir vikið.
Símalingur þarfaþing,
þeim, sem hringja alltof
mikið.
Sent inn undir kennitölu
Hugboði
Huginn (sbr. hrafn Óðins)
Hvellsími
Hvutti (eltir mann hvert sem er
og geltir alltaf ef á hann er gelt)
Kall-sími
Kompán (sbr. félagi)
Kóngasími
Labbi
Labbsími
Lagsími
Laufsími
LeiðsWsími
Leiftursími
Léttsími
Litli bróðir
Loftsími
Loftur (Lolli)
Lon og don
Lófasími
Lóíi (feHur vel í lófa)
Magt (sbr. máttur)
Masari
Masi (eða Mási, sbr. að láta
móðann mása)
Málpípa
Meðsími
Megas (í samkeppninni um
GSM-símann er SAGEM-
sími í verðlaun, sem er
MEGAS afturábak)
Megasími (tákn „M“ fyrir „nnllj-
ónfaldur, í daglegu tah mætti
kalla hann „Megas")
Messi
Miðli (af so. að miðla=hafa
mWigöngu)
Símakríli
Vertu ekki að neinu víli,
þótt vanti hús eða skýli.
Tryggðu þér bíl
og tölvu í stíl
sjónvarp og símakríli.
Sent inn undir kennitölu.
Mísi (upp úr orðinu „sími“,
gœti einnig verið dregið af
„mús“= mýsi)
Mollsími
Mundsími
Núsími (hægt að hringja NÚNA)
Netsími
Nimmi (nafn á NMT-súna)
Nytsími
Orðberi
Otur
Óðinn
ÓU
Órói
Ósk
Peyi
Rabbari (tœki til að rabba í)
Rabbi
Rambari (fólk sést oft með slíka
hluti á rambi)
Randsími (kallaður ,,Randi“)
Randver (menn eru sífellt á
randi með símann)
Rassi (menn geta haft hann
í rassvasanum og sitja oft á
rassinum þegar þeir tala í
hann)
Rafall
Rafhleðslusími
Rafsími
Ráfsími
Rápur (beygist ems og „skáp-
ur“)
Rápsími (sbr. ráptuðra,
menn eru gjarnan á rápi
þegar síminn er notaður,
ráp endurspeglar „mobile“-
þáttinn)
Rásrn
Rólsími
Gummi
Gummi er flott íslenskt
gælunafn sem virðist vera
að deyja út. Börn í dag
kalla vini sína ekki gælu-
nöfnum sem er merkilegt.
Nafnið Gummi er ekki
mjög frábrugðið GSM eða
gemsi en róthelvíti ís-
lenskt. Dæmi: Ég er með
Gumma í vasanum. Lán-
aðu mér hann Gumma
þinn.
Viktor Ólason.