Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Page 9
Hluti af „gamla Sjallagengi" Ingimars Eydal mætt á sviðið að nýju, þau
Helena Eyjólfsdóttir og Þorvaldur „á sjó“ Halldórsson. Ýmsir komnir um
miðjan aldur rifjuðu upp undir þessum tónlistarflutningi Ijúfsárar endur-
minningar úr Sjallanum.
Mynd: HG
Mynd:
JHF
Þeir Óskar PétuT^o ---------■ ___ _
°9 verslunarstiórí *n’ tenór^9varT^rZ-------~—■
Ásta Sigurðardóttir, ekkja
Ingimars Eydal. Við hlið hennar
situr tengdasonurinn Einar Er-
lingsson og dóttirin Ásdís Eydal.
Mynd: JHF
Minnisstæðir tónleikar
Sunnudaginn 20. október var efnt til
tónleika til minningar um hinn ást-
sæla tónlistarmann Ingimar Eydal,
sem hefði orðið sextugur þennan dag,
hefði honum enst aldur til. Tónleikarnir
voru haldnir í íþróttahöllinni á Akureyri
og var húsið fullskipað.
Af því, og ekki sfður undirtektum
áheyrenda, má ráða hvílikan sess Ingi-
mar Eydal á í hugum og hjörtum þeirra
sem á Akureyri búa, sem og iika margra
annarra, því að ýmsir höfðu greinilega
gert sér ferð um langan veg til þess að
sækja þennan atburð og heiðra með
þeim hætti minningu þessa góða drengs,
sem varð kær hverjum þeim sem átti því
láni að fagna að kynnast honum og eiga
við hann samskipti.
Tónlistin sem ílutt var, spannaði vítt
svið; frá Goldberg tilbrigðum, sem Daní-
el Þorsteinsson lék á píanó, og klassísk-
um kórsöng, sem fluttur var af Kór Ak-
ureyrarkirkju undir stjórn Björns Stein-
ars Sólbergssonar og Karlakór Akureyr-
ar-Geysis undir stjórn Roars Kvams; til
dægurtónlistar þeirrar sem hljómsveit
Ingimars Eydals var þekktust fyrir og
dró aðdáendur hans hundruðum og
þúsundum saman í
Sjallann og á aðra
staði hér á landi sem
erlendis. Fram komu
ýmsir þeir sem léku
og sungu með Ingi-
mari, svo sem Finnur
Eydal, Helena Eyjólfs-
dóttir og Þorvaldur
Halidórsson. Jazzinn
kom einnig við sögu í leik tríósins Skip-
að þeim og Tríós Björns Thoroddsens,
sem naut atbeina Egils Ólafssonar í
flutningi sínum. Pfanóleikararnir Karl
Olgeirsson, Níels Ragnarsson, Óskar
Einarsson og Kristján Guðmundsson,
léku Boogie Woogie átthent á tvö píanó
og Gunnar Gunnarsson lék skálm, sem
var helsti píanóstíll Ingimars Eydals.
Einnig komu fram Tjarnarkvartett-
inn, Tríóið PKK, Ómar Ragnarsson,
Bubbi Morthens, Júlíus Guðmundsson
og Óskar Pétursson,
auk Qölda annarra
listamanna sem of
langt yrði upp að
telja. Til upphitunar
fyrir tónleikana kom
fram fjörleg og for-
vitnileg Bossa Nova
hljómsveit úr Tónlist-
arskóla Seltjarnar-
ness en í kaffihléi lék hljómsveitin Fjórir
ijörugir.
Allir tónlistarmenn sem fram komu,
gáfu vinnu sína, en allur ágóði af tón-
leikunum rennur í Minningarsjóð
Ingimars Eydals, en hann er ætlaður til
kaupa á konsertflygli. Innkoman ætti að
ná langt til þessa góða verkefnis, ekki
síst þegar við bætist sá ríflegi stuðning-
ur Akureyrarbæjar, sem Jakob Björns-
son, bæjarstjóri, greindi frá á tónleikun-
um í ávarpi sínu til tónleikagesta.
Á því leikur lítill vafi að Ingimar Ey-
dal var og er langþekktasti Akureyring-
urinn í okkar samtíð. Nafn hans er sem
næst engum manni hér á landi ókunn-
ugt, enda hæflleikar hans á tónlistar-
sviðinu óviðjafnanlegir og víðfeðmir.
Ekki síður er hann minnisstæður öllum
þeim sem honum kynntust, fyrir sívak-
andi áhuga hans á hverju því sem
mannlífi tengist. Minningin um þennan
lífsglaða, greiðvikna og sístarfandi
mann er hugstæð. Hið sama verða
áreiðanlega tónleikarnir sem haldnir
voru til minningar um hann í íþrótta-
höllinni á Akureyri 20. október, 1996.
Haukur
Ágústsson
skrifar
um tónlist