Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Side 10

Dagur - Tíminn - 22.10.1996, Side 10
22 - Þriðjudagur 22. október 1996 ÍDagur-Œtmhm RADDIR F O L K S I N S eiðis... Heimilisfangiö er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58,602 Akureyri Fækkun sýslumanns- embætta í landinu Skarphéðinn Hinrik Einarsson skrifar Nú, þegar fækkun sýslu- mannsembætta í landinu er í deiglunni, hlýtur að koma að því að embættið á Keflavíkurflugvelli verði lagt niður. Ég hef séð í blöðum að nefnd, sem skipuð var, leggi til að u.þ.b. einn tugur embætta í milljónir króna á ári. Með sam- ræmdri löggæslu á Suðurnesj- um og aukinni hagræðingu yrði þessi ráðstöfun til að stórauka öryggi fyrir íbúa á þessum stöð- um. Sýslumaðurinn í Gull- bringusýslu gæti þá haft full- trúa hluta úr degi uppi á velli. Nóg skrifstofuhúsnæði er til á vellinum, t.d. á annarri hæð í gömlu flugstöðinni og víðar. Lögreglumenn gætu sinnt vökt- um frá lögreglustöðinni í Reykjanesbæ eins og þeir gera nú frá stöð þeirri sem tilheyrir Keflavíkurflugvelli og er nú kílómetra frá hliði 1, sem er op- ið allan sólarhringinn. Hlið 2 þyrfti aðeins að vera opið á álagstímum kvölds og morgna. Húsnæði það sem hýsir emb- ættið nú er lélegt. Með einu embætti yrðu þessi mál í betri farvegi. Þá mætti auka löggæslu á Reykjanesbraut frá Keflavík að Kúagerði, sem í dag er sama og engin. Frá Kúagerði er hún í höndum lögreglu í Hafnarflrði og stendur hún sig vel við þá gæslu. Maður fer ekki svo um Reykjanesbraut að maður mæti ekki lögreglubfl frá Hafnar- bandaríska flotann eða NATO, og munu þeir með tímanum fara á brott frá varnarsvæðinu. Þeir eiga þar engar byggingar. Flotinn hefur látið þeim í té all- ar þjónustubyggingar ókeypis, með hita, rafmagni, vatni og fleira, og einnig séð um viðhald þeirra bygginga í gegnum árin. Frá þeim tíma að dr. Kristinn Guðmundsson fór með utanrík- ismál 1953 hafa mál þróast á þann veg að bandarískir her- menn eru nú um 70% færri. Hugarfarsbreyting hefur átt sér stað gagnvart dvöl bandarísks landinu verði lagður niður. Þá er mér efst í huga fyrrnefnt embætti. Það dylst engum, sem skoðar það mál, að það er óþarft með öllu að reka þar embætti við bæjardyrnar hjá öðru sýslu- mannsembætti. Á ríkið að reka tvö sýslumannsembætti svo að kalla hlið við hlið? Það er að- eins einn kflómetri þar á milli. Með því að sameina þessi tvö embætti mætti spara um 120 langt utan vallargirðingar. Fram til 22. maí 1954 voru öll löggæslumál á Keflavíkur- flugvelli rekin frá sýslumanns- embættinu í Hafnarfirði. Síðan 1972 hefur sýslumannsembætti í Gullbringusýslu verið staðsett í Keflavík, en var áður í Hafnar- firði. í Keflavík var bæjarfógeti. Lögreglan í Hafnarfirði sá um gæslu í byggðarlögunum á Suð- urnesjum. Húsnæðið, sem hýsir embættið á vellinum, er einn fjarðarlögreglu á ferð á Reykja- nesbraut innan Kúagerðis. Þann 22. maí 1954 urðu vatnaskil í málefnum Keflavík- urflugvallar. íslenskir aðalverk- takar voru stofnaðir, lögreglu- stjóraembætti sett á laggirnar, hermönnum gert að vera innan vallar eftir kl. 22 á kvöldin (curfew). Nú hefur þessari tak- mörkun verið hætt. íslenskir aðalverktakar hafa ekki lengur einkarétt á framkvæmdum fyrir hers í landinu. Margir hlutir aðrir mæla með því að sýslu- mannsembættin á Keflavíkur- flugvelli og í Gullbringusýslu verði sameinuð sem fyrst. Ríkið hefur ekki efni á sóun á al- menningsfé með rekstri tveggja embætta hlið við hlið. Nær væri að setja þessar 120 milljónir í heilbrigðismál þar sem þeirra er brýn þörf. Höfundur er bifreiðarstjóri og býr á Vatns- leysuströnd. =,3toábíi«»su1'1® *'á^Tsvxcíeaa T«*»"***- & & Uppskeruhátíð knattspyrnumanna landsins haldin um síðustu helgi bauð upp á svo móðgandi skemmtiatriði að menn gengu út úr salnum. Asömu hátíð fengu margir menn og konur verðlaun fyrir frammistöðu sína í íþróttinni en fóru tómhentir heim vegna þess að verðlaun- unum var stolið af þeim áður en hátíðinni lauk. Því fá ekki knattspyrnumenn að eiga góða stund í lok keppnistímabilsins í friði, flnnst fólki nóg komið af athyglinni sem boltasparkar- ar fá. Fyrr má nú vera. Gjaldtökur fyrir sameign Það eru ekki „nema“ 10 vikur til jóla og ekki seinna vænna en að fara að hugsa til þeirrar hátíðar, sem frekar er orðin mammons- hátíð en hátíð friðar og kærleika. Á þriðjudag máttu þeir sem vilja rjúpur á veisluborðið halda til heiða til að veiða í soðið, en fáum sögum hefur enn far- ið af því hvernig þeim hefur gengið og hvort þeir hafa fengið að veiða í friði fyrir sjálfskipuðum veiðivörðum íslenskra heiða (sem eru sameign íslensku þjóðar- innar á hátíðarstundum), þ.e. bændum. Það er ein- kennilegt að bændur skuh telja það sjálfsagt og eðli- legt að þeir geti tekið gjald af rjúpnaskyttum (og raun- ar eiimig gæsaskyttum) fyr- ir það að skjóta rjúpur, því mér vitanlega hafa þeir ekki ræktað vflltar, íslensk- ar rjúpur. Gjaldið er kannski hugsað sem ein- hvers konar umferðargjald um heiðarnar, en á það gjald þá ekki að renna í ríkiskassann? Bændur hafa líka tekið gjald á haustin af saklausum þéttbýlislýðnum fyrir að tína ber, og þá spyr ég einnig, er berjaræktun orðin ein af aukabúgrein- um þessa lands? Ekki veit ég hvaða skoðun einn fyrr- verandi skattstjóri, norð- lenskur, hafði á því, en hann lagði sig í framkróka við það að nafngreina það fólk sem var að drýgja heimilishaldið með berja- tínslu og krafðist svo þess að berjatínslan yrði talin fram á skattskýrslu við- komandi sem hlunnindi ásamt kartöíluræktinni á baklóðinni. Takmörkin fyrir sparðatíningnum eru því nánast engin þegar um álögur á sauðsvartan al- múgann er að ræða, en „jeppaliðið" ekur á sama tíma um, skælbrosandi. Óskabam á raðgreiðslum íbúum Akureyrarbæjar er þessa dagana boðið að kaupa hlutabréf í „óska- barni“ bæjarins, Útgerðar- félagi Akureyrar hf., þó ekki fyrir hærri upphæð en sem svarar 652 þúsund krónum. Akureyri er hluti af mesta láglaunasvæði landsins og mér er spurn hvernig í ósköpunum al- mennur launþegi eigi að eiga þess einhvern kost að kaupa hlut í ÚA, hvað þá fyrir liðlega hálfa milljón. Rekstur UA hefur heldur ekki gefið tilefni til þess að hér sé um fýsilegan kost að ræða, fremur ætti að nefna þetta áhættufé. Fólki er þó boðið upp á það að ljár- festa í áhættufyrirtækinu með raðgreiðslum fyrir allt að 70% af kaupverðinu til allt að þriggja ára og svo glóir á skattaafslátt á fram- talinu í blámóðu íjarskans. En eins og stundum áður, veldur hver á heldur. Umsjón: Geir A. Guðsteinsson.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.