Dagur - Tíminn - 23.10.1996, Qupperneq 10

Dagur - Tíminn - 23.10.1996, Qupperneq 10
10- Miðvikudagur 23. október 1996 ENGLAND Gazza rekinnúr landsliðinu Paul Gascoigne hefur verið rekinn úr enska landsliðs- hópnum. Graham Kelly, framkvæmdastjóri enska knatt- spyrnusambandsins, hefur nú farið fram á það við Glenn Hoddle að hann velji Gascoigne ekki oftar í enska landsliðið vegna sífelldra agabrota innan og utanvallar. Lííur nú út sem dagar víns og rósa séu taldir hjá Gazza. Vinur hans, knattspyrnu- maðurinn Paul Merson hjá Ar- senal, sem fór í áfengismeðferð á síðasta ári, hefur nú ráðlagt Gazza að leita sér aðstoðar og fara að dæmi sínu og Tony Ad- ams, fyrirliða Arsenal, sem nú er í afvötnun og gengur vel. gþö GOLF Tveir sigrar hjá Tiger Ui Sjö sveitír / maraþonboðhlaupi Fríður var flokkurinn er lagði upp frá Hafnarfirði og hljóp sem leið Iá til Grindavíkur, 42,2 km leið, síðastliðinn laugardag. Hlaupið var Maraþonboðhlaup og tóku þátt í því 7 sveitir skip- aðar 5 hlaupurum hver. Tilgangur hlaupsins nú var að vekja athygli á ferð íslenskra hlaup- ara sem taka þátt í Amsterdam-Maraþoninu 3. nóv. næstkomandi, en fjölmargir þáttakendur frá íslandi munu taka þátt í því hlaupi. Hörð keppni var á milli sveitanna og sigurvegarinn, sveit Skandia, hljóp á tímanum 2:59:48 en Bláalónssveitin sem varð í 7. sæti hljóp á 3:04:12. Talið var að sú sveit hafi ekki lagt sig fram sem skildi á endasprettinum og jafnvel tekið sér sundsprett í Bláa Lóninu er hún átti leið þar hjá. Að hlaupinu loknu sýndu Grindvíkingar gestrisni sína í verki og buðu hlaupurunum upp á dýr- indis máltíð. gþö m • Björgvin Björgvinsson, mark- vörðurinn snjalli í knattspyrnu íhugar að leggja knattspyrnuskóna á hilluna og einbeita sér að hand- knattleiknum á næstunni. Björgvin stóð í marki Völsungs í sumar. l>á er óvíst hvað varnarmaðurinn sterki, Róbert Skarphéðinsson ger- ir en hann hyggst flytja til Akur- eyrar í vetur. • Forseti þýska fólagsins Wallau Massenheim, sagði í viðtali við þýska sjónvarpsstöð í síðustu viku að hann vissi að pressan væri mikil á leikmönnum og þjálfara liðsins, Kristjáni Arasyni, að standa sig vel, en að skilningur væri sýndur á því að það tæki tíma að púsla lið- inu saman og að Kristján hefði 100 prósent stuðning á bak við sig. Wallau vann sinn þriðja leik í vetur gegn Bayer Dormagen um síðustu helgi. • Hilmar Bjarnason, fyrrum leik- maður með Fram og Víkingi, leik- ur nú með 3. deildarliðinu Ein- tracht Hildesheim í Þýska- landiskoraði sigurmark liðs síns í deildarleik um síðustu hefgi. Með Hildesheim-liðinu leikur einnig Júlíus Gunnarsson og þeir tróna á toppi deildarinnar ásamt þremur öðrum liðum með tíu stig eftir fyrstu sex umferðirnar. KNATTSPYRNA • Akureyrarmót ' mtalaðasti kylfingur heims, Bandaríkjamað- urinn Tiger Woods, hefur mikið látið til sín taka á banda- rísku mótaröðinni eftir að hann gerðist atvinnumaður og um síðustu helgi sigraði hann á öðru móti sínu í röð, Walt-Dis- ney mótinu. Woods og Tayior Smith voru jafnir eftir lokadaginn með 267 högg, en ekkert varð af bráða- bana á milli þeirra, þar sem Smith var vísað úr keppninni vegna ólöglegs grips sem var á pútternum hjá honum. Dómur ekki enn fallinn / kærumáli Knattspymudeildar Þórs gegn KA Enn á eftir að fá úr þvi skorið hvort KA eða Þór verður Akureyrarmeistari meistaraflokks í knattspyrnu. Liðin hafa leikið sín á milli um þennan fornfræga titil í mörg ár og það hefur gengið á ýmsu. Aldrei hefur þó gengið jafn illa KARFA • Urvalsdeild „Leikir kattanna aðmúsunum“ Þannig er ein fyrirsögn í nýjasta tölublaði fþrótta- blaðsins. Nokkrir körfuknattleiks- menn, bæði leikmenn og þjálf- arar, hafa komið að máli við Hamar félagsheimili Þórs: Salir til leigu Tilvaldir til hvers konar íþrótta- og tóm- stundaiðkana. Gufa - Pottur - Búningsaðstaða Hamar sími 461 2080 Dag - Tímann og látið í ljós óánægju með að starfandi dóm- ari í DHL - deildinni skuli setja fram skoðanir sínar á liðum deildarinnar og leikmönnum með þeim hætti sem þar er gert. Telja þeir að viðkomandi dómari geti varla talist hlutlaus gagnvart leikmönnum sem henn hefur lýst sem svo: „Framlínan jafn eyðileg og tunglið", „nokkrir leikmenn eig- ingjarnir" eða „láta skapið hlaupa með sig í gönur“ svo einhver dæmi séu nefnd. Samkvæmt lauslegri athugun mun þetta vera einsdæmi í sögu körfuboltans hér á landi að dómari láti skrif sem þessi fara frá sér. Hinu má svo reikna með að þetta hafi frekar verið skrifað til gamans, en að höf- undurinn hafi sett þessa spá sína og umsagnir fram sem ein- hvern stóradóm sem hann muni framfylgja út í æsar á leikvellin- um í vetur. gþö að fá lyktir í mótinu eins og núna þar sem dómur hefur ekki fallið í kærumáli sem Knatt- spyrnudeild Þórs höfðaði vegna tveggja meintra ólöglegra leik- manna í KA- liðinu. Óhætt er að segja að það hafi ekki verið neinn myndarskapur á framkvæmd mótsins í ár. Liðin hafa mæst tvisvar á hverju ári undanfarin ár, en illa gekk að finna tíma fyrir leikina í ár og svo fór að liðin léku einungis einn leik, sem fram fór sl. haust við heldur bágbornar aðstæður. Liðin stóðu jöfn eftir 90 mínútna leik, 2:2, en KA-menn höfðu bet- ur eftir vítaspyrnukeppni sem dróst á langinn og hætt er við því að flestir áhorfendur á leikn- um, hafi h'tið séð af henni, vegna lítillar birtu þegar hún fór fram. Forráðamenn Knattspyrnu- deildar Þórs, undu því ekki að KA-menn tefldu fram þeim Jó- hanni Arnarsyni og Helga Níels- syni sem komu iimá sem vara- menn, en voru báðir skráðir leikmenn með liðum í 4. deild- HANDBOLTI inni. Jóhann var búinn að til- kynna félagaskipti yfir til Magna og Helgi Níelsson lék með SM í sumar. Kærumál á flakki Knattspyrnudeild Þórs fór með kæru sína til Knattspyrnusam- bandsins, sem vísaði henni til Knattspyrnuráðs Akureyrar, sem taldi sig ekki hafa lögsögu í máhnu. Þaðan var málið sent til Knattspyrnudómstóls Norður- lands eystra. Dómurinn tók málið fyrir í síðustu viku, en komst að þeirri niðurstöðu að með hliðsjón af almennum traustssjónarmiðum um óhlutdrægni dómara þá teld- ist það rétt að forseti dómsins og eini löglærði maður hans, Ólafur Ólafsson, viki sæti í málinu vegna tengsla sinna við KA, en hann hefur setið í stjórnum hjá félaginu og er í laganefnd þess. Varamaður hans, Arnar Sigfús- son, var vanhæfur af sömu ástæðu, en Arnar er trúnaðar- maður hjá KA. f framhaldi af því sendi dómurinn gögn málsins til KSÍ, sem væntanlega mun skipa nýjan löglærðan dómforseta í stað Ólafs á næstunni. Þegar það gerist verður væntanlega hægt að slá botn í kærumálið, en þrátt fyrir að erfiðlega hafi gengið að uppfylla ýmis formleg skilyrði virðist sem málið liggi nokkuð ljóst fyrir og ekki er bú- ist við því að KA-menn hafi uppi neinar varnir. -fe KA-HEIMILIÐ Stjarnan-ÍBV kl. 20 FH-Grótta kl. 20 Selfoss-Fram kl. 20 ÍR-HK kl. 20 Valur-Haukar kl. 20 Harmar trufíun á leik KAogÍR Leikur UMFA og KA hefur verið frestað um einn dag, vegna þess að Ríkissjónvarpið hyggst sýna síðari hálfleik lið- anna í beinni útsendingu. Pétur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri KA, segir að þá truflun sem ÍR-ingar hafi orðið fyrir er þeir léku gegn KA í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik sl. miðvikudag, megi m.a. rekja til þess að sturt- ur hafi bilað í öðrum klefum, vatnið orðið kalt, og þar sem mjög mikil starfsemi sé í húsinu alla daga, hafi fámennum hópi marma verið hleypt inn í sameig- inlegar sturtur beggja félaganna, en því miður haíi þeic verið þar enn í leikhléi. „Þetta olli hins vegar meiri truflun en við gerð- um ráð fyrir, og það hjá báðum liðum, og við hörmum það. Það verður reynt að koma í veg fyrir að þessi atburður endurtaki sig, bæði þegar ÍR-ingar eru í heim- sókn sem og önnur lið. Gegnum tíðina hafa liðin mætt góðum að- búnaði og hafa verið ánægð með móttökurnar og aðbúnað í KA- heimilinu og éég vona að fram- hald verði á því“, sagði Pétur Ól- afsson. GG

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.