Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Qupperneq 3

Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Qupperneq 3
JJagur-UÍmtmn Föstudagur 25. október 1996 - 3 Félagsmálaráðherra Vill afhema ábyrgð 3. manns á lánum Mynd: Pjetur Fámenn mótmæli á Ingólfstorgi Húmanistafélagið og fleiri aðilar mót- mæltu stefnu stjórn- valda í heilbrigðismálum í gær og lögðu áherslu á að heilbrigðismál væru mann- réttindi. Fátt var á fundin- um. - Upplýsingamiðstöð lánastofnana - er meðal tillagna um breytingar í lána- málum einstaklinga. Reynslan sýnir að þörf er á breyttu verMagi í lánamál- um þjóðarinnar“, sagði Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sem í gær kynnti áfanga- skýrslu Ráðgjafarstofu um fjár- mál heimilanna. Ábyrgðar- mannakerfið sé afar mislukkað. Lítil stoð hafi reynst í skuld- breytingarlánum og þær m.a.s. F R É T T I R stundum orðið til verulegrar ógæfu fyrir lántakendur. Fyrir- komulagið á greiðslu vaxtabóta sé líka í ólagi. Þær verði í afar mörgum tilvikum hreint eyðslufé í stað þess að fara til að greiða niður skuldir. I skýrslu Ráðgjafarstofunnar eru margar tillögur um ný og breytt vinnubrögð við lánveiting- ar. Ein sú athygliverðasta er að komið verði á fót upplýsingamið- stöð lánastofnana, þar sem ein- stakbngar eða lánastofnanir með þeirra samþykM, geti fengið yfirbt um skuldastöðu og við- sMptasögu viðkomandi. Slíkt vottorð yrði þá sMlyrði fyrir lán- veitingu, svipað og veðbókar- vottorð þegar eignir eru veðsett- ar. Tblaga um að lög verði sett um það að dregið skuli úr lán- veitingum með ábyrgð þriðja að- ila eða að þeim verði hætt er líka miMð nýmæii. Kveðið verði á um upplýsingaskyldu lánastofnana gagnvart ábyrgðármönnum. Greiðslumat byggt á neysiu- viðmiðun verði forsenda fyrir lánveitingum til einstaMinga. Reglur um útgreiðslu vaxtabóta þurfi að endurskoða. Og sömu- leiðis greiðslumat og forsendur fyrir kaup- um á féiagslegum íbúðum. Þá þyMr mik- Uvægt að finna nýjan farveg fyrir hvatningu til sparnaðar. M.a. ætti að endurskoða skatta- lög þannig að tryggðar verði áframhaldandi skattívbnanir tb þeirra sem spara á sérstökum húsnæðis- sparnaðarreikningum. PALL PETURSSON félagsmálaráðherra „Lán með ábyrgö 3. manns hafa leitt til mikilla hörmunga í mörgum Jjölskyldum - og eru miklu meira vandamál en almennt er vitað um“ Akureyri Þingmenn funda með sveitarstjórnarmönnum Þingmenn Norðuriandskjördæmis eystra funduðu í gær á Hótel KEA með sveitarstjórnar- mönnum úr kjördæminu og munu væntanlega hafa í fartesM sínu suður hugmyndir sem lagðar verða fram við fjárlagageröina. Á myndinni hafa fulltrúar frá Grýtubakkahreppi fengið sér sæti andspænis þingmönnunum. GG/M/nd.Gs Ftjúpnaskytturnar Ég gaf aldrei upp vonina órdís Svava Guðmunds- dóttir, 25 ára, var örþreytt en alsæl þegar hringt var í hana á fjórða tímanum í gær og henni tilkynnt að kærasti hennar og jafnaldri, Arnþór Páls- son, væri kom- inn í leitirnar heill á húfi. Þórdís er barnshafandi og það telur hún hafa hjálpað sér að halda í von- ina þegar biðin langa hófst. „Ég gaf aldrei upp vonina. Við vöktum í alla nótt en það virtist koma einhver aukakraft- ur yfir mig. Ég baðst fyrir í alla nótt og alveg þangað til þeir fundust," segir Þórdís. -En hver voru viðbrögðin þegar góðu tíðindin bárust? „Þá kom sjokkið. Ég brotnaði niður, það varð aigjört spennu- fali. Fram að því var ég ai- veg sannfærð um að þeir fyndust." Þórdís sagði Arnþór hafa sagst vera við ágæta líkamiega heilsu þegar hann hringdi í hana og hafa borið sig mjög vel þótt hann væri orðinn slæptur, þreyttur og kaldur. „Hann hafði sennilega meiri áhyggjur af mér í þessu ástandi frekar en sjáifum sér,“ segir Þórdís. BÞ „Hann hafði senni- lega meiri áhyggjur af mér vegna óléttunnar en sjálfum sér.“ Dagvist barna igj Bridge Strangar kröfur til dagmæðra Dagvist barna veitir engin leyfi fyrr en að upp- fylltum öllum kröfum Vinnureglan er sú að þeg- ar svona alvarlegar ásak- anir koma fram þá förum við á staðinn og könninn mál- in,“ sagði María Þorleifsdóttir, félagsráðgjafi og daggæsluráð- gjafi hjá Dagvist barna í gær. Dagvistun hjá dagmæðrum er á ábyrgð foreldra, en undir eftirhti Dagvistunar barna í Reykjavík. Þrír daggæsluráðgjafar, kon- ur sem starfa hjá Dagvist bama í Reykjavík, sinna eftirbti hjá inn það bb 220 dagmömmum sem starfa í Reykjavík. Ráðgjaf- arnir eru í tveim og hálfu stöðugbdi og nánast borin von að þær geti sinnt eftirbtinu eins og vert væri. „Við setjum okkur það mark- mið að heimsækja dagmömmur tvisvar fyrir áramót og tvisvar eftir áramót," sagði María Þor- leifsdóttir. Mbclar kröfur eru gerðar til dagmæðra af Dagvist barna. Meðal skbyrða í reglugerð er krafa um ákveðna menntun sem tengist uppeldi og umönn- un barna. Námskeið eru haldin árlega hjá Námsflokkum Reykjavíkur, 60 kennslustundir þar sem farið er yfir uppeldis- mál. Húsnæði dagmæðra eru yfirfarin með tilbti tb eldhættu og hobustuhátta, fermetraíjöldi húsnæðisins þarf að ná vissu hámarM, óhindrað leikrými á að vera í það minnsta 3,5 fer- metrar á barn. Allir heimihs- menn eldri en 16 ára þmfa að skba sakarvottorðum og heb- brigðisvottorðum áðm en leyfi er veitt. Dagmömmm starfa í fyrstu í eitt ár tb reynslu. Þetta reyn'slu- ár eru þær heimsóttar oftar en ijórum sinnum á ári. Standist dagmamma öb próf, gefst henni kostm á að taka 5 börn sam- tímis í vistun, en fjöldinn á aldrei að verða meiri. „Við reynum eftir fremsta megni að hafa hemil á því að ekki séu fleiri börn hjá dag- mömmu en leyfi er fyrir. Við vit- um að í einstaka tilvikum hefur orðið misbrestur á þessu,“ sagði María. María sagði að hún þekkti afar margar vandaðar dag- mömmur og ekM væri vafi á að vistun hjá langflestum þeirra væri góð. í hópnum væru menntaðar konm, meðal ann- ars þroskaþjálfar, leikskóla- kennarar, kennarar og konurn- ar sem hafa gengið á námskeið- ið. „í hópnum eru margar góðar mæður sem sinna líka bömum sínum, meira að segja dag- pabbar, þeir eru lflca tb,“ sagði María. -JBP íslendingar í 4. sæti Ekkert lát er á velgengni íslendinga á Ólympíumót- inu á Rhodos. Þegar þremur umferðum af Ijórum var loMð í gær leiddi ítah'a í riðhnum með 377 stig, ísrael var í öðru sæti með 373,5, þá kom Tævan með 370,5 stig og ísland var svo í 4. sætinu - bar- áttusætinu — með 362 stig. Norðmenn vom í fimmta sæti og höfðu skorað 11 stigum minna en ísland. Ef ísland held- ur sæti sínu í riðbnum kemst það áfram í 8-hða útsláttar- keppni. ísland vann tvo fyrstu leikina í gær, Túnis 25-5 og Venesúela 21-9. Þriðji leikurinn tapaðist gegn Ástralíu, 13-17, en síðasti leikur gærdagsins var gegn Mó- nakó. í hinum riðlinum voru Frakkar langefstir. BÞ

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.