Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Page 4
4 - Föstudagur 25. október 1996
Hagitr-Μmrm
F R E T T I R
Vestmannaeyjar - Þorlákshöfn
„Okkur dreymir um skattgreiðslur41
Sighvatur Bjarnason
framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf.
Við viljum styrkja
stöðu okkar heilt yflr,
meðal annars með
þessum áherslum í
landvinnslunnt
Forstjóri Vinnslu-
stöðvarinnar býst við
góðum hagnaði af
rekstri sameinaðs
fyrirtækis og dreymir
um að borga tekju-
skatta
s
g býst við að samruna-
áætlun fyrirtækjanna
verði komin að fullu til
framkvæmda um áramót, en
hún er afturvirk og miðast við
1. september sl. Sameiningin
ræðst þó af samþykki
hluthafa- og aðal-
funda fyrirtækjanna
tveggja, sem haldnir
verða í desember,"
segir Sighvatur
Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Vinnslu-
stöðvarinnar hf. í
Vestmannaeyjum, í
samtali við Dag-Tím-
ann.
Stjórnir Vinnslustöðvarinnar
og Meitilsins hf. í Þorlákshöfn
samþykktu í vikunni áætlun um
sameiningu fyrirtækjanna
tveggja, undir nafni þess fyrr-
nefnda. Eigið fé fyrirtækisins
verður um 1.800 millj. kr. og
hlutfall þess um 30%. Nettó-
velta verður um fjórir milljarð-
ar kr. og veltan brúttó um 500
millj. kr meiri. Sighvatur
Bjarnason segir að eðlUegt sé
að reka sjávarútvegsfyrirtæki
með þessa veltu með 4% hagn-
aði, það er 160 millj. kr. „Okkur
dreymir um að fara að greiða
tekjuskatta til samfélagsins,“
segir hann.
Hið sameinaða fyrirtæki mun
ráða yfir um 13.500 t. þorsk-
ígilda. Hjá fyrirtækjunum
tveimur starfa í dag 400 til 450
manns og er ekki búist við
fækkun starfsmanna, þó sam-
eining sé í vændum.
Sighvatur segir landvinnslu
sameinaðs fyrirtækis verða
stokkaða upp. í Þorlákshöfn
muni menn beina kröftum að
brauðlagningu karfa-, þorsk-
og ýsuflaka. í Vestamannaeyj-
um verði lausfrysting, vinnsla í
neytendapakkningar sem og
saltfiskvinnsla. Stefna fyrirtæk-
isins sé að vinna hráefnið sem
mest í landi, enda muni það
tryggja hærra afurðaverð þegar
til lengri tíma sé litið. Þá hafi
fyrirtækin að undanförnu ijár-
fest töluvert til að styrkja land-
vinnslu sína.
„Að undanförnu hefur geng-
ið ágætlega í loðnu og sfld. Það
eru hins vegar fisktegundir sem
alltaf hefur gengið misjafnlega
með, meðan önnur vinnsla er
stöðugri í sessi. Því viljum við
styrkja stöðu okkar heilt yfir,
meðal annars með þessum
áherslum í landvinnslunni,"
Menntamálaráðuneytið
Kennsludagar
sknlu vera 170
Menntamálaráðu-
neytið mun í vor afla
sér upplýsinga um
grunnskólahald vetr-
arins s.s. hvort
kennsludagar hafi
fyllt lágmarkið
enntamálaráðuneytið
mun í vor afla sér upp-
lýsinga um framkvæmd
grunnskólahalds í landinu í vetur
og það verk mun mats- og eftir-
litsdeild þess annast. Verður
meðal annars kannað hvort
nemendur hafi fengið þá kennslu
sem lög kveða á um, en kennslu-
dagar hvers grunnskólaárs skulu
vera ekki færri en 170.
Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu sem menntamálaráðuneytið
hefur sent frá sér, en áður hafði
því borist fyrirspurn frá Samtök-
um foreldrafélaga við grunnskóla
Reykjavíkur um fjölda skóladaga
nemenda í grunnskólum.
Kennslustundir í viku hjá nem-
endum í 1. til 4. bekk skulu vera
27 talsins, en síðan fjölgar þeim
frá ári til árs. Nemendur í 8. til
10. bekk skulu fá 35 kennslu-
stundir í viku hverri.
Fram kemur hjá ráðuneyti
menntamála að ekki sé lengur til
staðar í lögum heimild til útgáfu
sérstakrar reglugerðar um
starfstíma grunnskóla, enda er
rekstur hans og ábyrgð þar að
lútandi komin til sveitarfélaga.
Eftirlitsskyldan er þó hjá
menntamálaráðuneytinu og hana
annast mats- og eftirlitsdeild
þess. -sbs.
Tölvur
Tæknival stækkar
Tæknival hf. hefur tekið að
sér umboð og dreifingu á
tölvum og tölvubúnaði frá
bandaríska fyrirtækinu Compaq
Computer Corporation. Samn-
ingur þar að lútandi var undir-
ritaður í vikunni.
Þetta mun vera bæði mikil-
vægasti og víðtækasti samning-
ur sem Tæknival hf. hefur gert
við erlent fyrirtæki. Veltan hjá
Tæknivali í fyrra var um 1,5
miljarður kr. og óx fyrirtækið
um 52% á milli áranna 1994 og
1995. Starfsmenn þess eru um
160. • -grh
Fiskverð
Sjómenn í kaffistofunni um borð í Stálvík en þeir voru meðal þeirra sem felldu tilboð útgerðanna. F.v. Ing-
ólfur Vilhjálmsson, vélastjóri, Pétur Karlsson, stýrimaður, Kristján Bjarnason, skipstjóri og Gunnar Gunn-
arsson, 2. stýrimaður. Myna: as
Úrskurðarnefnd í hættu
Fjarar undan
úrskurðarnefnd
sjómanna og út-
vegsmanna um
fiskverð. Eykur
þrýsting á að allur
afli fari á markað
Helgi Laxdal, formaður
Vélstjórafélags ís-
lands, telur einsýnt að
það ijari undan úrskurðar-
nefnd sjómanna og útvegs-
manna um fiskverð þegar
ágreiningsmálum er ekki vís-
að til hennar. Hann gagnrýn-
ir útgerð Þormóðs ramma hf.
á Siglufirði fyrir að leggja
tveimur raékjutogurum vegna
deilna við áhafnir þeirra um
rækjuverð í stað þess að vísa
málinu til nefndarinnar.
Formaður Vélstjórafé-
lagsins segir að þessi þróun
ýti mjög undir þá kröfu sjó-
manna að allur afli fari á
markað. Hann vekur jafn-
framt athygli á því að nefnd-
in var sett á laggirnar til að
taka á ágreiningsmálum sjó-
manna og útvegsmanna um
fiskverð eftir síðasta verkfall
sjómanna á fiskiskipaflotan-
um.
Forsaga þessa máls er að
fyrir tveimur árum sömdu
áhafnir þessara skipa við
Þormóð ramma hf. um
rækjuverð. Þegar verðið á
rækjunni hækkaði voru sjó-
mennirnir með óbreytt verð
vegna þess að þeir ætluðu að
safna í verðjöfnunarsjóð til
að eiga eitthvað inni þegar
og ef verðið mundi lækka.
Þegar svo verðið lækkaði
krafðist útgerðin að áhafn-
irnar tækju hluta þess á sig.
„Af því að mennirnir eru
ekki tilbúnir að semja um
þetta, þá leggur útgerðin
bara skipunum," segir Helgi.
Hann minnir hinsvegar á að
útgerðin er með samning við
stéttarfélög sjómanna þess
efnis að ef kemur upp
ágreiningur imi fiskverð, þá
ber að vísa honum til úr-
skurðar í áðurnefndri úr-
skurðarnefnd sjómanna og
útvegsmanna. -grh
L@TT#
VINNINGSTOLUR __
MIÐVIKUDAGINN I 23.10. 1990
AÐALTÖLUR
Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð
1 . 6 af 6 0 46.070.000
0 5 af 6 C.. + bónus 0 1.591.173
3, 5af6 1 228.410
4. 4 af 6 198 1.830
r- 3 af 6 O. + bónu8 717 210
Samtals:
Heifdarvinningsupphæö:
48.402.493
Á ísiandi:
2.332.493
Upplýsingar um vinningstölur tást elnnig í símsvara
568-1511 eða Grænu númeri 800-6511 og ítextavarpi
á síöu 453.
ísafjörður
Matvörubúð í húsi K.Í.
ísfirðingar bíða nú
spenntir eftir að sjá
hvaða rekstur kem-
ur til með að verða í
húsnæði Kaupfé-
lags ísfirðinga eftir
að það var lýst
gjaldþrota nú á
dögunum
Kaupfélagið hafði gert til-
raun til að halda hús-
næðinu og var með tvo
aðila í takinu sem höfðu áhuga
á að yfirtaka rekstur þess og
leigja húsnæðið. Þetta voru
annars vegar Björnsbúð og
Sandfell á ísafirði og hins vegar
Kaupfélag Suðurnesja. Þessi
áform urðu að engu með gjald-
þroti KÍ því nú hafa Landsbank-
inn og Samvinnulifeyrissjóður-
inn leyst til sín húsnæðið sem
verður auglýst til sölu á næstu
dögum.
Að sögn Brynjólfs Þórs
Brynjólfssonar, útibússtjóra
Landsbankans á ísafirði, er
brunabótamat hússins á bilinu
30-40 milljónir króna. Eignar-
hlutfall Samvinnuh'feyrissjóðs-
ins er 2/3 á móti 1/3 hlut
Landsbankans. Mörgum ísfirð-
ingum er mjög í mun að mat-
vöruverslun verði rekin áfram í
húsinu til að tryggja eðlilega
samkeppni á svæðinu. Aðrir
vonast eftir að ýmis verslun og
þjónusta tryggi sér þar sess því
það muni bæta miðbæjarflóru
ísafjarðar en bæjaryfirvöld hófu
nú nýverið framkvæmdir við
fyrsta áfanga á nýjum miðbæ
með tilheyrandi gatnagerð og
útlitsbreytingum.
Ef þeir aðilar sem lýst höfðu
áhuga á að yfirtaka rekstur KÍ
ákveða að gera tilboð í húseign-
ina, þá er almennt álit sér-
fróðra vestra að Kaupfélag Suð-
urnesja muni hafa sigur því það
sé sterkara og öflugra og ekki
spilli nú fyrir ef rétt er; að Sam-
bandið sé gengið aftur á norð-
anverðum Vestijörðum.
M.H.- Vestíjörðum