Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Qupperneq 8

Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Qupperneq 8
8 - Föstudagur 25. október 1996 A ^Dagur- 1 1 Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Hörður Blöndal Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Brautarholti 1, Reykjavík Símar: 460 6100 og 563 1600 Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. heigarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 Reykjavíkurflugvöllur: Hægan, hægan! í fyrsta lagi Pað er ekkert tilefni til að rífast um hvort Reykja- víkurflugvöllur verði færður. Forseti borgarstjórn- ar lét frá sér fara að hún gæti hugsað sér völlinn burt - þegar sá dagur rynni að hægt væri að ferð- ast á 10 mínútum með einteinungi frá Keflavík til Reykjavíkur. Hvort sem farið verður með eintein- ungi eða eintrjáningi þá verður það ekki gert á 10 mínútum á vorum dögum. Loks þegar samgönguráðherra sér til sólar og ætl- ar að auka framlög til Reykjavíkurflugvallar á að drífa í úrbótum. Hann verður bara að gera betur ef takast á að ljúka þessu verki hratt og vel. Völlur allra landsmanna hefur verið sveltur svo út yfir alian þjófabálk tekur. Hvergi fínnst jafn ömurleg fl'.gstöð í alfaraleið og í höfuðborg íslands. Er það e .ki glórulaust „landsbyggðardekur" að forsmá } að samgöngumannvirki sem nær allir íslendingar iota og landsbyggðarfólk miklu oftar en Reykvík- 'ngar! í þriðja lagi Það er sérstakt hagsmunamál landsbyggðarfólks að Reykjavíkurflugvöllur sé brúklegur - og í skreppifæri við miðstöð stjórnsýslu og athafna í borginni. Enginn hefur svo auðugt ímyndunarafl að láta sér detta í hug að gerður verði nýr flugvöll- ur fyrir óteljandi mifljarða þegar kokstendur í rík- isvaldinu að lappa upp á gamla völlinn fyrir einn. (Og búið að gera í áratug!) Þess vegna á að drífa í því að koma núverandi velli í nothæft ástand fram á næstu öld: Öld einteinunga til Keflavíkur og ein- trjáninga í Vatnsmýrinni (sem þá verður friðuð). Stefán Jón Hafstein. v_____________________________________________________) J)agur-'3Imrátn PJOÐMAL Sp umnm Utó Á innflutningur tóbaks að vera frjáls eins og Qármálaráðherra leggur til? Halldóra Bjarnadóttir framkvœmdastjúri Tóbaksvarnanefndar Nei. Af tveimur slæm- um kostum er skárra að ríkið haldi utan um þetta, en mér finnst jafnframt sjálfsagt að inn- flytjendur tóbaks borgi allan þann kostnað sem ríkið tek- ur á sig við geymslu og dreifingu. Frjálsum inn- flutningi fylgir hætta á aug- lýsingaflóði, samkeppni myndi aukast og neyslan yrði meira og aukast með hjá yngri neytendunum. Siv Friðleifsdóttir varaformaöur heilbrigöisnefndar Alþingis Ef þetta þýðir óheft að- gengi nýrra sígarettu- tegunda inn á mark- aðinn gengur það þvert á þau forvarnasjónarmið sem við höfum nýlega staðfest á Alþingi. Tóbak er ekki eins og hver önnur verslunar- vara og þess vegna vil ég ekki sjá fleiri sígarettuteg- undir á markaði. Helst ætti að útrýma reykingum í áföngum með forvarna- starfi. ♦ ♦ Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR að er á valdi Alþingis en ekki mínu að ákvarða slíkt. Guðn Ágústsson á sœti í heilbrigðisnefnd S Eg er gjörsamlega and- vígur frelsi í þessum efnum. Við eigum að standa á okkar heilbrigðis- stefnu. Risar í sölu tóbaks eru í leit að nýjum mark- hópi. Þeirra bráð er ungt fólk. Stærsta heilbrigðis- vandamál samtímans eru reykingar. Hér er sala á eitri, söluaðilar eiga að lúta ströngum lögum og ég frá- bið mér þess að menn ræði um þessi mál með fallegasta orði í heiminum — frelsi — á tungubroddinum. 1 1 5, Sártsaknað „Eftir heiðarlega tilraun til kortlagningar á ferli fráfarandi formanns Alþýðuflokksins er niðurstaðan sú, að enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur.“ - Jónas Kristjánsson í leiðara DV í gær. Illt í efni „Þessi stærsti stjórnmálaflokkur landsins mun, sem og hinir flokkarnir, byrja að molna nið- ur eins og Berlínarmúrinn gerði undan réttlætiskennd ijöl- mennisins." - Ástþór Magnússon í DV í gær. Pervertar! „Þjófarnir rótuðu í kvenveskj- um og snyrtiveskjum, en stálu engu slíku. Sömuleiðis vildu þeir ekki gleraugu eða úr, að því er virtist, og sýndu öðrum munum lítinn áhuga, svo sem blindrastaf.“ - Morgunblaðið í gær. Óviðeigandi rukkun „Það mun hafa farið út inn- heimtubréf til þeirra sem ekki voru búnir að greiða árgjaldið sitt, ... með orðalagi sem ég kann ekki við og tel ekki við hæfí þegar félagasamtök eiga í hlut.“ - Árni Sigfússon, formaður FÍB, í Al- þýðublaðinu í gær. Hraðaóðir þingmenn Nokkrir hraðaóðir þingmenn sem búa í landi sem passar þeim mjög illa vilja nú auka ökuhraðann um 20 km á klukkustund. Fyrir nokkrum árum var hámarkshraðinn 70 km. Það þótti þingmönnum, sem þurfa að gusast með látum og látalátum um kjördæmin, of seinfært og hækkuðu í 90 km og nú dugir ekki minna en 110 km löglegur hraði á klukkustund. Hvenær hann verður svo færður í 140 km er aðeins tímaspursmál. Þingmennirnir sem bera fram tillög- una um aukningu ökuhraða bera við að núverandi ökuhraði slævi löghlýðni bíl- stjóra. Þeir aka nefnilega allir á 110 og þar yfir, segja þingmennirnir. Það er betra að slasa sjálfa sig og aðra á lög- legum hraða en ólöglegum og það styrk- ir virðingu ökumanna fyrir lögunum. Svo eru vegirnir orðnir svo dæma- laust góðir og brýrnar margbreiðar og bflarnir svo æðislega fullkomnir, að þeim er ekki bjóðandi upp á ökuhraða undir 110 km. Svo hafa þingmennirnir svo æðislega mikið að gera, að þeir hafa engin tíma til að vera að drolla á vegunum, marg- breiðum, beinum og tæknilega full- komnum, eins og bflarnir þeirra þeirra, sem þeir fá ríflegan ökutækjastyrk út á, eru orðnir. Úti að aka Akstursskilyrði þingmönnunum hraðabrjáluðu enginn íjötur um fót að leggja til enn háskalegri akstur en nú tíðkast. Skammdegi, ísing og fannalög eru ekki til annars en að bjóða birginn. Stærð íslands er mjög óheppileg fyrir alla þá sem engan tíma hafa til að ferðast. Svo er landið ijöllótt og holótt og vogskorið og einhvern veg- inn allt öðru vísi í laginu en passar þeim sem aldrei geta stytt nægilega þann tíma sem tekur þá að komast á milli staða. Þingmennirnir sem vilja auka öku- hraðann og háskann sem af honum stafa hafa aldrei heyrt um öll þau hrylli- legu slys sem hraðaksturinn veldur. Þeir hafa heldur enga hugmynd um að ekki eru öll ökutæki eins vel löguð fyrir glannaskapinn og að mikill hluti bfl- stjóra á meira en fullt í fangi með að stjórna sjálfum sér og bflxun sínum á þeim hraða sem nú telst löglegur, hvað þá ef auka á hann enn meir. Gefist upp fyrir lögbrotum Það er líka sjónarmið að ofgera ekki löghlýðni bílstjóra sem eru með geðklof- inn bensínfót. Þau rök að hækka öku- hraðann til að koma í veg fyrir lögbrot eru í ætt við þau, að gefa fíkniefni frjáls til þess að sölumenn og fíklar brjóti ekki lög þegar þeim er smyglað eða þeirra neytt. Svona uppgjöf fyrir lögbrotum á að vera í nafni frelsisins. Það á ekki að banna eiturlyfjaneyslu af því að allir eiga rétt á að vera frjálsir að því hvað þeir setja í skrokkinn á sér. Dreifinguna má heldur ekki banna þar sem verslun- arfrelsi á að ríkja. Svo er bara að efla meðferðarstofnanir og sjúkralið til að bjarga eiturffldunum þegar allt er kom- ið í megnasta óefni. Ökumðingana verður líka að gera löglega svo að þeir þurfi ekki að svara til saka þegar þeir myrða og limlesta fólk x stórum stil og fara sjálfum sér að voða með glannaskap og fífldirfsku. Sú andfélagslega afstaða og ábyrgð- arleysi sem lýsir sér í þeim vilja að auka ökuhraða og lögleiða h'fsháskaxm, er í hrópandi mótsögn við þá afstöðu að krefjast þess að menn sýni ábyrgð og sjálfsaga og hlýði þeim lögum sem þjóð- félagið setur. Só þingmönnum alvara með því að leggja til að heiðra skuli skálkana til að þeir skaði ekki sjálfa sig og breyta lög- um þeim í vil, ættu þeir að stytta sér leið og leggja til að hraðinn á vegum verði lögleiddur í 140 km á klukkustund nú þegar, svo að ekki þurfí að leggja fram nýtt frumvarp eftir nokkur ár um hrað- ann. OÓ Oddur

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.