Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Síða 9
íOcigur-XEmTmvt
Föstudagur 25. október 1996 - 9
PJÓÐMÁL
Heiðra skaltu skálkinn...
Benedikt
Jóhannesson
skrifar
Stjórn menningarsjóðs, sem kenndur
er við Björn Jónssori ritstjóra, hefur
orðið sjálfri sér til minnkunar með
því að heiðra Jónas Kristjánsson, rit-
stjóra Dagblaðsins, sem sérstakan stíl-
snilling meðal blaðamanna. Svo virðist
sem stjórn þessa lítt þekkta sjóðs telji að
flaumur fúkyrða sem streymt hafa úr
penna Jónasar á liðnum áratugum hafi
skapað honum þá sérstöðu meðal blaða-
manna að honum beri heiður. Um það
væri í sjálfu sér ekki mikið að segja ef
um væri að ræða verðlaunasjóð Sveins
Skorra Höskuldssonar, formanns sjóðs-
stjórnar, prívat og persónulega. Svo er
aÚs ekki, heldur er Sveini og öðrum
stjórnarmönnum fahn sú ábyrgð að veita
ritfærum blaðamanni verðlaun sem
tengjast minningu ritstjóra eins þekkt-
asta blaðs í sögu íslands á seinni hluta
19. aldar og byrjun þeirrar 20.
Ritstörf Jónasar markast af nokkrum
hátindum. Indriði G. Þorsteinsson nefndi
blað Jónasar jafnan rauðvínspressuna á
þeim árum sem Jónas skrifaði um veit-
ingastaði og vínmenningu í blaðið. Síðan
þá hefur áhugi Jónasar á rauðvíni horf-
ið, eins og meðal annars hefur komið
fram í skrifum hans um áfengisneyslu
ráðamanna, sem hann telur hneykslan-
lega, eins og reyndar flest allt það athæfi
sem ritstjórinn skrifar um í leiðurum
sínum. Þingmönnum valdi ritstjórinn
yfirskriftina „Þjófar á þingi" og aðrir
leiðarar hans hafa verið í svipuðum stíl.
Honum er ekkert heilagt, síst af öllu
staðreyndir.
Réttilega hefur verið bent á það að
með ofnotkun gífuryrða hafi Jónas fellt
gengi orðanna. Fáir taka mark á manni
sem virðist umhverfast við ritvélina en
hefur svo ekki verið maður til að standa
bak við stóru orðin í viðtölum í öðrum
fjölmiðlum. Það er í sjálfu sér athyglis-
vert að hafa verið í fýlu í 30 ár en það er
önnur saga hvort það er verðlaunavert.
Stjórn sjóðsins sem verðlaunaði rit-
stjórann er á annarri skoðun. Hún virð-
ist telja ritstjórnarstefnu hans, sem sæk-
ir fyrirmyndir til slúðurblaða í Dan-
mörku og Bretlandi, verðlaunaverða.
Auk þess hefur Jónas getið sér frægðar
fyrir að setja saman íslenska útgáfu um
gistihús og aðra ferðamannastaði í borg-
um Evrópu. Ifápunktur á þeirri útgáfu
var þegar Jónas lét þess getið að í búð
nokkurri í París mætti fá alls kyns mjöl.
Glöggur ferðalangur lagði hins vegar leið
sína í búðina sem seldi þá ekkert mjöl
heldur hunang. Hins vegar hét Búðin
Maison du miel, sem á íslensku útleggst
sem Hunangshúsið. Menn hafa tekið þetta
sem dæmi um vönduð vinnubrögð Jónas-
ar, sem löngu síðar hefur verið tahnn
hafa ólireint mél í pokahorninu.
En kannski hafði sjóðsstjórnin allt
annað í huga við úthlutun verðlaunanna.
í tilkynningu um að Jónas hefði hlotið
þau í ár var þess getið að sjóðurinn hefði
verið kominn í íjárhagslegt þrot og
Morgunblaðið hefði orðið að rétta hann
við með ijárframlagi. Ef til vill var það
táknrænt að þrotið væri ekki bara fjár-
hagslegt heldur líka andlegt. Loks kann
að vera að sjóðsstjórnin hafi haft gamal-
kunna íslenska aðferð í huga: Oflof er
háð.
Landlæknir
og vímuefna-
vandinn
Guðrún María Óskarsdóttir
og Ásdís Frímannsdóttir
skrifa
Til ritstjóra Dags-Tímans vegna
innleggs landlæknis varðandi
vímuefnavandann, frá Samtökun-
um Lífsvog.
Landlæknir segir unglinga ekki skorta
þekkingu um hættur vímuefna. Það
skortir lækna heldur ekki. Samt sem áð-
ur er ofnotkun lyfja alþjóðlegt vandamál,
samkvæmt skýrslu Alþjóða heilbrigðis-
málastofnunarinnar. Það segir sig sjálft
að hér vantar lilekk í þá keðju er heitir
að fylgja eftir eftirliti, með lyfjaávísunum
af hálfu lækna. Þess eru dæmi að verið
sé að gefa lyf við allt öðru vandamáli en
hrjáir viðkomandi, umjangan tíma, svo
ekki sé minnst á riotkun alls konar
tæknilegra gleðigjafa í ætt við Prozac, er
virðist nú þegar ná yfir
flest er viðkemur
vandamálmn manns-
líkamans.
„Það læra börnin
sem fyrir þeim er
haft.“ Nákvæmlega
það sama á við um
pilluát, sem og notkun
áfengis. Við hjá Sam-
tökunum Lífsvog höf-
um spurt hvað það
kosti okkur skattborg-
ara að ausa rándýrum
lyijum ef til vill á
stundum að nauð-
synjalausu, einnig
hvað það getur kostað að hafa fljótfæra
og kærulausa lækna að störfum. Við telj-
um togstreitu um fjármagn ekki lengur
„faglega“ innan heilbrigðisgeirans.
Nýlegt dæmi er að finna um niður-
skurð á geðdeildum á Arnarholti.
Ólafur Ölafsson, landlæknir, fær ádrepu í
þessari grein.
Er líklegt að Sjúkrahús Reykjavíkur
fái meira Qármagn vegna þess að hér er
um geðsjúkdóma að
ræða?
Ef fjármagn fæst
ekki, þá lokast mögu-
leikar þessa fólks til
þess að eiga áfram
kost á sömu aðhlynn-
ingu.
Hvers vegna er sú
áhætta tekin að skera
einmitt niður hér?
Fróðlegt væri til dæmis
að vita hvort land-
læknir teldi ráðstöfun
sem þessa á faglegum
rökum reista.
Hér leggjum við að-
eins nokkur orð í belg til yðar, hr. rit-
stjóri. Skoðun f málum þessum skortir
okkur ekki, en enn bíðum við svars land-
læknis við fyrirspurn um nýjar tölur yfir
aðgerðir embættis hans gagnvart heil-
brigðisstarfsfólki, frá árinu 1993.
Við hjá Samtökunum
Lífsvog höfum spurt
hvað það kosti okkur
skattborgara að ausa
rándýrum lyfjum, ef til
vill á stundum að nauð-
synjalausu, einnig hvað
það getur kostað að
hafa fljótfæra og kæru-
lausa lækna að störfum.
Möðruvellir
Erum við ekki komin lengra?
Stefanía
Traustadóttir
félagsfrœðingur
á Skrifstofu jafn-
réttismála skrifar
gestalciðara í dag
Undanfarna daga hafa
fjölmiðlar beint athygli
þjóðarinnar að niður-
stöðum könnunar á viðhorfum
íslendinga til jafnréttismála.
Könnunin tekur á ýmsum
þáttum, svo sem mati á at-
vinnutækifærum kvenna og
karla og hvort menn eru sáttir
við þær væntingar seni gerðar
eru til þeirra sem konu eða
karls. Þá var leitað álits á
hvort staða kvenna hefði
batnað síðustu fimm árin og
spurt um viðhorf til verka-
skiptingar innan íjölskyldunn-
ar. Einnig var vikið að nokkr-
um einkennum, sem sögð eru
dæmigerð fyrir annað hvort
kynið, og fólk beðið um að
meta hvort hæfði betur konum
eða körlum.
íslendingar reyndust - að
meðaltali - jafnréttissinnað-
astir þjóða, þegar þeir voru
beðnir að kyngreina umrædd
einkenni. Réttur helmingur
(48%) telur að þau eigi jafnt
við um kynin. Þegar betur er
að gáð reynist dæmisagan um
karlinn, sem stóð með annan
fótinn í sjóðheitu vatni og hinn
í ísköldu og leið mátulega,
eiga vel við. Hvers vegna telja
61% svarenda að þolinmæði
einkenni frekar konur og að-
eins 1% þeirra álíta að um-
hyggjusemi eigi frekar við
karla? Af hverju segja 49%
svarenda að málgefni ein-
kenni frekar konur en karla,
en aðeins 11% tengja hana
frekar körlum? Hugrekki og
metnaðargirni eru tahn til
karllegra eiginleika. Hvernig
móta viðhorf sem þessi af-
stöðu fólks til verkaskiptingar
innan fjölskyldunnar, umönn-
unar barna eða náms- og
starfsval ungra kvenna og
karla? Hvað um mat atvinnu-
rekenda þegar þeir eru að
ráða í stöður? Er sjáanlegur
munur á yngri og eldri kyn-
slóðinni? Er munur á viðhorf-
um kvenna og karla?
Sú staðreynd að meirihluti
landsmanna telur heppilegast
að annað foreldrið sé heima
og þá fleslum tilvikum konan
hefur vakið mikla athygli. Er-
imi við ekki komin lengra?
spyrja karlar og konur í for-
undran. Jú, við erum komin
töluvert á leið, þrátt fyrir
hefðbundin viðhorf til verka-
skiptingar kvenna og karla og
til þess hvað er talið kvenlegt
og karllegt. Stór hópur þjóðar-
innar neitar að leggja mæh-
stiku kynferðis á alla hluti og
segir að það skipti ekki máli
hvort foreldrið sé heima.
Könnunin segir okkur að 99%
íslendinga telja að konur og
karlar eigi að hafa sömu at-
vinnutækifæri, en jafnframt að
aðeins 23% telja að konur hafi
það í raun. Þá er ríkjandi við-
horf að þjóðfélagið hygh frek-
ar körlum en konum. Þetta
segir okkur m.a. að stórum
hópi fólks er ekki gert kleift
að Ufa í samræmi við viðhorf
sín, að það geldur kynferðis
síns.
Aðeins hluti könnunarinnar
hefur verið birtur, en á jafn-
réttisþingi, sem haldið er í
boði Jafnréttisráðs í dag,
föstudag, að Grand Hótel í
Reykjavík, verða þær kynntar
og nánar krufið hvað þær
segja um viðhorf og stöðu
kynjanna á íslandi í dag. Það
er mikilvægt að ræða hvaða
leiðir eru færar Jafnréttisráði,
stjórnvöldimi og öðrum þeim
sem hafa hug á að breyta að-
stæðum sem standa í vegi
jafnrar stöðu og möguleika
kvenna og karla. Við vitum
nægjanlega mikið um stöðu
kvenna og karla og afleiðingar
hennar. Ríkjandi viðhorf er að
hún sé óásættanleg! Við erum
stödd á mikilvægum tímamót-
um og verðum að hafa dug til
að stíga raunveruleg skref úr
orðum í aðgerðir.