Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Qupperneq 10

Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Qupperneq 10
10 - Föstudagur 25. október 1996 |Dagur-®ítrtmn KARFA • Urslit Úrslit leikja úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöld. UBK-TindastóU 75:85 UMFG-SkaUagrímur 117:97 KR-Haukar 101:77 UMFN-Keflavík 94:87 ÍR-KFÍ 94:63 m. ■ Alan Shearer, miðherji Newc- astle og dýrasti knattspyrnu- maður heims, mim líklega ekki leika með Uði sínu næstu tvo mánuðina vegna verkja í nára sem tóku sig upp nýlega. Hann mtm gangast undir aðgerð á næstu dögum. ■ Síðustu mót ársins á móta- röðunum í golfi í Evrópu og í Bandaríkjunum hófust í gær- morgun. Stephen Ames frá Trinidad lék á 67 höggum og er með forystuna eftir fyrsta keppnisdaginn á Valderama vellinum í Sotogrande á Spáni, þar sem síðasta mótið í Evrópu fer fram. Endurkoma Robert AUenby á mótaröðina eftir bfl- slys vakti þó mesta athygli, en hann stoppaði stutt við. Allenby sló upphafshögg sitt þrjátíu metra og af því búnu tók hann föggur sínar og hætti keppni. UM HELGINA Handbolti Föstudagur 2. deild karla: Þór-KR kl. 20:30 ÍH-Keflavík kl. 20.00 Laugardagur 1. deild karla: HK-UMFA kl. 16:30 1. deild kvenna Fyikir-Valur kl. 16:30 ÍBV-Víkingur kl. 16:30 2. deild karla: Fylkir-IIörður kl. 14:30 Víkingur-Ögri kl. 16:30 Sunnudagur 1. deild karla: Fram-Stjarnan kl. 20.00 Haukar Selfoss kl. 20.00 KA-Valur kl. 20.00 Grótta-ÍR kl. 20.00 ÍBV-FH kl. 20.00 '1. deiid kvenna: Haukar-Stjarnan kl. 18:15 Körfuknattleikur Sunnudagur Úrvalsdeildin: ÍA-Þór kl. 20.00 Hamar félagsheimili Þórs: Salir til leigu Tilvaldir til hvers konar íþrótta- og tóm- stundaiðkana. Gufa - Pottur - Búningsaðstaða Hamar sími 461 2080 KA-maðurínn Sergei Ziza og Páll Þórólfsson úr Aftureldingu eigast víð i gærkvöld. HANDBOLTI • 1. deild karla Mynd: BG Afturelding jók forskotið Afturelding jók forskot sitt á toppi 1. deildarinnar með sigri á KA 29:28 í æsispennandi leik að Varmá í gærkvöld, þar sem úrslitin róð- ust ekki fyrr en á lokasekúnd- unni, þegar Bergsveinn Berg- sveinsson, varði skot Sergei Ziza úr aukakasti. Leikur liðanna var hnífjafn framan af. Gestirnir leiddu í leikhléi 12:13 en Afturelding náði frumkvæðinu þegar líða tók á síðari hálfleikinn. Liðið náði fjögurra marka forskoti 25:21 og síðar 27:23 þegar átta mínútur voru til leiksloka. Síðustu mínút- ur leiksins einkenndust síðan af fjölmörgum mistökum, en KA- menn sem beittu framliggjandi vörn á lokakaflanum, náðu að jafna 28:28 með langskoti Julian Róberts Duranona. Heimamenn geystust í sókn og Einar Gunnar Sigurðsson skoraði níunda mark sitt og 29 mark Aftureldingar og sigurmark leiksins. KA-menn fengu færi til að jafna, en lánið lék ekki við þá. Afturelding er án efa með sterkasta lið landsins um þessar mundir og sóknarlínan er án efa KNATTSPYRNA sú sterkasta í deildinni. Liðinu skorti þó allan aga í síðari hállf- leiknum og þegar upp var staðið mátti ekki miklu muna að KA- menn tækju með sér annað stig- ið. Liðið var jafnt, en Gunnar Andrésson, Páll Þórólfsson og Einar Gunnar voru mikilvægir á lokakaflanum. Sergei Ziza var besti maður KA-liðsins, sem enn er ekki farið að sýna sínar bestu hliðar í vet- ur. Baráttan í vörninni var fyrir hendi í lokin, en það er enn mik- ið verk óunnið hjá Alfreð Gísla- syni, þjálfara liðsins. Ólafur reynir fyrir sér hjá St Mirren Olafur Stígsson, einn af lykilmönnum Fylkis, heldur utan til Skotlands í dag þar sem hann mun reyna fyrir sér hjá fyrstudeildarfélag- inu St. Mirren næstu daga. Ól- afur er aldeilis ekki fyrsti ís- lendingurinn sem freistar gæf- unnar hjá þessu fornfræga fé- lagi. Áður hafa Þórólfur Beck og Guðmundur Torfason gert garðinn frægan í herbúðum þess. St. Mirren er með elstu knattspyrnufélögum á Bret- landseyjum, var stofnað árið 1877 og verður því 120 ára á næsta ári. Að sögn Guðmundar Torfasonar er þetta mjög öflugt félag og innan þess ríkja mjög sterkar hefðir. Nú sem stendur er liðið um miðja 1. deildinna og stefnan er sett á úrvalsdeild- ina innan tveggja ára. gþö Ólafur Stígsson. FRETTIR Baldur fer tílLyngby Knattspyrnumaðurinn Bald- ur Bragason úr Leiftri hefur gert leigusamning við danska 1. deildarliðið Lyng- by. Baldur mun æfa og leika með danska liðinu út næsta mánuð, en eftir það kemur í ljós hvort hann kemst á fast- an samning. Óvistmeðþá Arnór og Hlyn Ekki er útséð með það hvort Arnór Guðjohnsen og Hlynur Birgisson leika með sænska liðinu Örebro á næsta keppnistímabili, en félagið mun ræða við þá leikmenn sem eru með útrunna samn- inga í næstu viku. KA Seikur heima ogaðheiman KA og belgíska liðið Herstel Liege munu að öllum líkind- um ekki eiga í neinum kaup- um og sölum með heimaleiki sína í Evrópukeppninni. For- ráðamenn belgíska liðsins óskuðu eftir því að síðari leikur liðanna, í Liege færi fram á föstudagskvöldinu 15. næsta mánaðar og KA-menn munu líklega óska eftir því að heimaleikur liðsins fari fram á Akureyri viku fyrr. íþróttafélögin i Eyjum sameinuð Fyrir dyrum stendur mikil uppstokkun á íþrótta- hreyfingunni í Vest- mannaeyjum. íþróttafélagið Þór og Knattspymufélagið Týr verða sameinuð í Knattspyrnu- og handknattleiksfélag ÍBV. Samkomulag um þetta var gert í vikunni eftir viðræður við Vestmannaeyjabæ og undirritað með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar og aðalfunda í Þór og Tý og ársþings ÍBV. í yfirlýsingu frá viðræðu- nefndunum segir að sameining- in hafi verið vilJi bæjarbúa. Með sameiningu sé ætluxún að halda uppi öflugu íþróttastarfi í Eyjum. Samkomulagið byggir á sam- þykkt bæjarstjórnar um að bærinn kaupi eignir Þórs og Týs á 52 millj. kr. og að núverandi rammasamningur um byggingu íþróttamannvirkja falli úr gildi. Nær það til rekstrar og afnota- réttar íþróttamannvirkjanna, reksturs allra íþróttavallanna, samstarfssamnings milli bæjar- ins og íþróttabandalags Vest- mannaeyja og aðildarfélaga þess. Nýtt félag, ÍBV, byrjar því frá grunni. Samkvæmt skipuriti verður Knattspyrnu- og hand- knattleiksfélag ÍBV sér félag með sjálfstæðan Qárhag. Það er fyrst og fremst fjár- hagsleg vandræði íþróttahreyf- ingarinnar sem veldur samein- ingu Týs og Þórs en segja má að bærinn sé að skera hreyfing- una úr hengingarólinni með samkomulaginu.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.