Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Qupperneq 7

Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Qupperneq 7
|Dagur-'3ímrirat Laugardagur 26. október 1996 - VII \ t MINNINGAGREINAR Páll Sævar Kristínsson Páll Sævar Kristinsson í Hafnarfirði var fæddur í Reykjavík 28. aprfl 1948. Hann lést á heimili sínu 11. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristinn Þorbergsson, f. 30.9. 1921, d. 18.12. 1962, og Pá- lína Valgerður Gunnarsdóttir, f. 24.5.1922, d. 1.9.1993. Páll Sæv- ar var næstelstur sex systkina, en þau eru: Þorbergur, f. 9.5. 1943; Hólmfríður, f. 10.8. 1950; Sigurð- ur, f. 21.8. 1952, d. 26.10. 1952; Jón Kristinn, f. 11.10. 1953, og Einar Valur, f. 14.3.1959. Fyrri kona Páls Sævars er Alda María Magnúsdóttir, f. 19.12. 1949. Þau skildu. Börn þeirra eru: Guðbjörg Kristín, f. 21.11. 1966, og á hún tvö börn; og Magnús Sævar, f. 16.4. 1970, og á hann þrjú börn. Eftirlifandi eiginkona Páls Sævars er Bjarn- dís Steinþóra Jóhannsdóttir, f. 11.10. 1950. Þau giftust 15.9. 1979 og eignuðust eina dóttur: Pálínu Særós, f. 2.12. 1979. Bjarndís Steinþóra var ekkja er þau kynntust og gekk Páll Sævar börnum hennar í föður stað. Þau eru: Jónína Auðbjörg, f. 17.4. 1968, og á hún þijú börn; og Jó- hannes Óskar, f. 20.6. 1972. Þau eru Sigurbjörnsbörn. Páll Sævar hefur unnið ýmis störf í gegnum tíðina, en í byrjun árs 1993 fór hann til Chile á veg- um Granda og hóf hann svo störf sem Baader-maður um borð í Örfirisey, þar til hann veiktist og fer í land í október 1995. „Óttinn við dauðann er aðeins ótti smaladrengs við konung, sem vill slá hann til riddara.“ (Kahlil Gibran) Það var ekki að sjá að Páll Sæv- ar (tengdó) óttaðist dauðann. Með æðruleysi, jákvæðu hugarfari og viljastyrk tók hann á þessum ill- víga sjúkdómi, sem hann greindist með fyrir rétt um ári. Þá kom ber- sýnilega í ljós hversu mikinn vilja- styrk Sævar hafði. Þrátt fyrir erfið og mikil veikindi féll Sævari sjaldnast verk úr hendi. Hans að- aláhugamál var að komast sem oftast upp í hjólhýsi (Sælulundur) að Laugarvatni. Þar hlóð hann batteruð ásamt Steinu sinni og Særósu. í Sælulundi gat Sævar dundað og dundað. Lóðin var sléttuð og tyrfð, smíðaðir pallar, plantað, gerð bílastæði, h'till burstabær o.fl. o.fl. Sævar var þúsundþjalasmiður, hann var feikisnjall viðgerðamað- ur jafnt á reiðhjól, bfla sem heilu frystitogarana. Síðustu árin starfaði Sævar sem Baader-maður á Örfirisey, hjá Granda, og líkaði honum vistin þar stórvel. Sævar var mikill íjölskyldumað- ur. Voru þau ómissandi jólaboðin hjá þeim hjónum, þar sem bróðir, börn og tengdabörn, barnabörn og vinir komu saman og nutu dýrind- is kræsinga, sem höfðinginn eldaði sjálfur. Kæri Sævar, ég vil þakka fyrir okkar góða vinskap og ánægjuleg- ar stundir á síðustu 11 árum. Elsku Steina og Særós, ásamt öllum þeim sem eiga um sárt að binda á þessum erfiðu tímum, Guð gefi ykkur styrk og blessun. Jóhann Helgi Hlöðversson. Það er góður drengur fallinn í valinn langt um aldur fram. Sævar, eins og við kölluðum hann, var mörgum kostum búinn: kurteis, prúður og þægilegur í umgengni, snyrtimennska var honum í blóð borin og kom það fram f allri hans framgöngu og þá ekki síður í verk- um hans. Þó kynni okkar Sævars hafi í raun hafist fyrir um þrjátíu árum, má segja að þau hafi ekki orðið verulega náin fyrr en hann hóf störf hjá fyrirtæki okkar, ísmat hf. í Njarðvík, 1982, en þar starfaði hann þar til rekstri fyrirtækisins lauk 1986. Hann var ráðinn að fyrirtækinu sem bflstjóri, en það var aðeins í orði kveðnu, því Sæv- ar var þúsundþjalasmiður og oft mátti heyra nafn hans kallað upp í fyrirtækinu þegar þurfti að bjarga ýmsu, bæði smáu og stóru. Við Sævar göntuðumst oft með það að eiginlega væri hann andlit- ið á fyrirtækinu, því hann væri stöðugt úti á meðal viðskiptavina meðan við hin værum lokuð inn- andyra við störf okkar. í þessu fólst þó heilmikill sannleikur, sem oft mátti greina að Sævar tók mjög alvarlega, enda tóku viðskipta- menn okkar eftir Sævari fyrir snyrtilega og þægilega framgöngu á öllum sviðum. Ekki spillti það fyrir að Sævar hafði ómældan áhuga á allri mat- argerð og þar sem ísmat hf. var með framleiðslu á matvælasviði, kom þetta sér mjög vel, því það var nokkuð öruggt að vörunni var ekki fleygt í áhugaleysi inn á gólf, því oft þurfti Sævar að vita frekar um framgang mála. Þetta skapaði traust meðal viðskiptavina og oft var spurt eftir Sævari þegar eitt- hvað kom upp á. En það var ekkert skrýtið að Sævar endaði jarðvist sína hér sem Baader-maður, því áhugi hans og alúð við vélar var öllum kunn sem til hans þekktu. Þetta starf átti hug hans allan og var oft gam- an að heyra hann lýsa í smáatrið- um ýmsum uppákomum í þessu starfi. En þetta þýddi ekki að áhugi hans á matargerðarlistinni dvínaði og þau voru ófá símtölin sem við áttum saman, þegar hann var eins og hann sagði sjálfur að hrista eina veislu fram úr erminni. Það er sárt að sjá á eftir ungum mönnum, sem hafa fundið sjálfa sig í starfi og leik, en enginn ræð- ur sínum næturstað. í okkar huga er söknuður og minning um góðan dreng, sem laut í lægra haldi fyrir óvægnum sjúkdómi, minning um kynni sem kannski hefði mátt rækta betur. Steina mín, við óskum þér og börnum ykkar allrar blessunar og huggunar í sorg ykkar, en minn- ingin lifir um mætan mann. Gunnar Páll Ingólfsson og jjölskylda. Arni Pétursson Arni Pétursson fæddist í Veslmannaeyjum 4. febrú- ar 1941. Hann lést 9. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Lilja Sigfúsdóttir (f. 11.10. 1917, d. 15.10. 1990) og Pétur Guðjónsson (f. 12.7.1902, d. 21.8. 1982) frá Kirkjubæ í Vestmanna- eyjum. Pétur átti fimm börn með fyrri konu sinni, sem lést fyrir aldur fram. Þau eru: Jónína Ósk, Guðlaug, Guðlaugur Magnús, Jóna Halldóra og Guðjón, en hann lést 1985. Börn Lilju og Pét- urs voru fjögur og var Árni þeirra næstelstur. Hin eru: Guðrún Rannveig, Brynja og Herbjört. Eftirlifandi eiginkona Árna er Lára K. Guðmundsdóttir, f. 3.3. 1950. Þau giftust 1.6. 1974. Hún er dóttir hjónanna Iluldu Þor- steinsdóttur og Guðmundar S. Júlíussonar kaupmanns, en hann lést 1979. Börn Árna og Láru eru Þórunn Anna, f. 5.8. 1976, lög- fræðinemi, og Þorsteinn Júlíus, f. 19.10. 1988. Árni lauk kennaraprófi 1965 og starfaði lengst af í Hb'ðaskóla í Reykjavík. Síðustu árin var hann aðstoðarskólastjóri utan síðasta skólaárs, en þá var hann skóla- stjóri sama skóla. Frá 1973 var Árni öll sumur umsjónarmaður á tjaldstæði Reykjavíkurborgar í Laugardal. Miðvikudagurinn 9. október rann upp. Kennarar og nemendur í Hlíðaskóla mættu til vinnu sinnar að venju. Vinnugleði ríkti og lífið gekk sinn vanagang. En skyndi- lega breyttist allt eins og hendi væri veifað. Okkur barst sú sorg- arfrétt að Árni Pétursson aðstoð- arskólastjóri væri látinn. Allt hljóðnaði, kennarar og nemendur skynjuðu að skólinn yrði aldrei samur. Spurningar vöknuðu. Af hverju? Við áttum engin svör. Þegar við kveðjum Árna Péturs- son hinstu kveðju og lítum yfir far- inn veg, er margs að minnast. Hann var ungur að árum er hann hóf kennslu í Hlíðaskóla og þar vann hann allan sinn starfsaldur. Störf kennara og skólasljórnenda eru oft á tíðum erfið og slítandi, en jafnframt gefandi og reyna á marga þætti mannlegs eðhs. Árni var maður mikilla mannkosta og sterkur persónuleiki, það fundum við svo vel sem áttum með honum samleið. Honum var hægt að treysta og hann lagði sig fram um að vera jákvæður og glaðlegur á vinnustað og sem stjórnandi og kennari var honum mikið í mun að rétta fram hjálparhönd og láta alla njóta fyllsta sannmælis. Smekkvísi og snyrtimennska voru rfldr þættir í fari Árna. Kom það fram á marg- an hátt: í störfum hans, klæða- Fæddur 21. nóvember 1904 Dáinn 15. september 1996 Síðan Guðni, nágranni okkar hjónanna frá Keflavflairárun- um, féll frá hefir mér oftar en áður orðið hugsað til gömlu, góðu daganna. Aðeins eitt hús og ein gata var á milli heimila okkar og fljótlega mynduðust kynni með Guðna og Hallgrími, eiginmanni mínum. Þeir áttu það sameiginlegt að vera í eðli sínu bæði hugsjóna- og félagsmálamenn. En skuggi sorgarinnar hvfldi yf- ir heimili Guðna, hann hafði misst konu sína frá tveim ungum sonum. Við vorum hinsvegar full bjartsýni að heíja búskap í lítilli risíbúð; þó var eldhúsið stórt, eins og þá tíðk- aðist, enda jafnframt borðstofa og við áttum gamlan dívan, borð og tvo kollótta stóla. Kolaeldavéhn gaf notalegan yl og fljótlegt var að skerpa á katlinum og heUa uppá burði og framkomu. Við sam- starfsfólk hans minnumst þess hve mikla alúð hann lagði í verk sín og öllum verða minnisstæð skólaslitin nú í vor, sem Árni lagði metnað sinn í að færu fram af virðuleik og með hátíðarblæ. Um þrjátíu ára skeið kenndi Árni unglingum stærðfræði og ís- lensku og gerði það með miklum sóma. Hann gerði kröfur um vinnusemi, vandvirkni og virðingu og var sjálfur fyrirmynd á þessum sviðum. Árni hélt góðu sambandi við gamla nemendur sína og fyllt- ist stolti og gleði, þegar fréttir bár- ust af velgengni jjeirra í námi eða starfi. Sérstaklega var honum um- hugað um að nemendur legðu rækt við íslenska tungu, málfræði könnuna. Oft leit Guðni inn til okk- ar á kvöldin og mér varð snemma ljóst að það var sérstakt lán að kynnast og eignast vináttu þessa gáfaða, trausta nágranna okkar. Þegar fram liðu stundir fjölgaði þeim, sem komu við í eldhúsinu til að ræða mál dagsins og framtíðar- innar. Og eldur hugsjónanna log- aði glatt, ekki síður en eldurinn í kolavélinni. Mér, fávísri stelpu úr strjálbýlli sveit, voru þessi kynni af mönnum og málefnum ijársjóður, sem ekkert hefir enn náð að granda. Tíminn er græðari. Það birti aftur á heimili Guðna. Hann kvæntist annarri ágætiskonu, Han- sínu Kristjánsdóttur, ekkju með einn son. Þau eignuðust saman þrjú mannvænleg börn og aðlað- andi heimili, enda var þar oft gest- kvæmt. Þegar ég fluttist suður var Keflavík fremur lítið þorp og mér og stafsetningu, enda var hann af- bragðs kennari í þeim greinum. Hann var oft á tíðum „lifandi orða- bók“ á kennarastofunni, ef upp fannst þar hvorki vera gras né fjöll, ekkert nema grá heiði, sjór og lifrarbræðslulykt. En hið and- lega andrúmsloft var mikið og víð- tækur áhugi fyrir að breyta og bæta. Fljótt varð ég þess vís að varla var stofnað nokkurt félag, sem hafði framfaramál á stefnuskrá, að Guðni Magnússon væri þar ekki framarlega. Þannig var hann einn af stofnendum Málfundafélagsins Faxa árið 1939, það félag stóð ári síðar fyrir útgáfu mánaðarblaðsins Faxa, sem enn lifir góðu lífi og á sér merkilega sögu. En Guðni var ekki aðeins fús til að stofna félög, hann var líka hinn trausti bakhjarl í hverju máli sem hann kom nærri, sá sem aldrei brást. Sama mátti segja um heimilisföðurinn Guðna. En undir hinu alvarlega yíir- borði Guðna leyndust óvenjulegir hæfileikar til að kitla hláturtaugar annarra með hnyttnum tilsvörum komu álitamál á þessum sviðum, enda nær óskeikull að okkar mati. f haust fór hann í námsorlof og hafði nýlega hafið nám í íslensku við Háskóla íslands þegar kallið kom, snöggt og ótímabært. Árni var gæfumaður í einkalíf- inu. Lára, eiginkona hans, og börn þeirra, Þórunn Anna og Þorsteinn Júlíus, voru honum afar kær og það kom sérstakur hljómur vænt- umþykju og virðingar í rödd Árna, þegar hann nefndi þau á nafn. Heimilið var honum líka mikils virði, það var stolt hans og gleði. Að leiðarlokum kveðjum við Árna Pétursson með þakklæti fyrir samfylgdina. Innilegustu samúðar- kveðjur sendum við eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum með ósk um að þeim veitist huggun og styrkur í þungum harmi. Samstarfsfólk í Hlíðaskóla. og fáa hef ég heyrt flytja gaman- mál af slíkri list og innlifun sem hann. í tilefni af 25 ára afmæli blaðs- ins Faxa gerði ég eitt erindi um hvern Faxafélaga og voru þau birt í jólablaðinu 1965. Og vegna þess að kynni mín af Guðna þá mótuðu hugsun mína í erindinu, tel ég rétt að birta það hér: Meistari til munns og handa, málar hús og flytur rœður. Orð hans bjargfóst ávallt standa, oft á fundum reynist skœður, hnyttiyrðin hans af munni hrjóta þá í svörum slyngum. Enn mun Guðni af andans brunni ausa á landsins mörgu þingum. Blessuð sé minning Guðna Magnússonar. Hansínu og öðrum ástvinum sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Lóa Þorkelsdóttir. Guðni Magnússon

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.