Dagur - Tíminn - 31.10.1996, Side 1

Dagur - Tíminn - 31.10.1996, Side 1
Húsnæðiskerfið il Akureyri Fiskmarkaðir Verkamannabústaða- kerfið verður lagt niður og fólki lánað til kaupa á íbúðum sem það vel- ur sjálft, breytingar nái fram að ganga á félags- lega húsnæðiskerfinu, sem eru til skoðunar í félagsmála- ráðuneytinu. Páll Pétursson, félagsmála- ráðherra, vill gerbylta fé- lagslega húsnæðiskerfinu og hefur viðrað hugmyndir um Páll Pétursson félagsmálaráðherra Framtíðin er sú að fólki ífélagslega húsnœðis- kerjinu verði lúnað til kaupa ú íbúð, sem það velur sjálft, í stað þess að úthluta því verka mannaíbúð. að leggja af hefðbundna úthlut- un verkamannabústaða. „Ég hef ákveðnar hugmynd- ir um hvernig best sé að haga þessu. Þær ganga út á að þeir sem eiga rétt í félagslega kerf- inu fái lánsloforð og velji sér sjálfir íbúð. Þeir gætu byggt, keypt sér íbúð í byggingu eða jafnvel gamla íbúð og gert úr henni verðmæti. Margt af þessu fólki er ungt og á lítið annað en hendurnar á sér, en gæti sparað sér stórfé á þessu. Þá fengi það líka tilfinningu fyrir að eiga íbúðina, sem skortir mjög á í fé- lagslega kerfinu. Það væri hægt að lána hluta út á veð í íbúð- inni, en síðan finndist mér ekki ósanngjarnt að viðkomandi sveitarfélag ábyrgðist hluta. í staðinn losnaði það við kaup- skylduna, sem er að drepa mörg sveitarfélög. Ef fólk síðan vildi breyta til eða stækka við sig, gæti það selt sína íbúð á frjálsum markaði. Þetta finnst mér góð lausn til framtíðar.“ Páll segir einnig brýnt að gera eitt- hvað fyrir þá sem eru þegar í félags- lega kerfinu, sem séu margir mjög óánægðir nieð sinn hlut. Félagslegu íbúðirnar hafi í mörgum tilfellum orðið mjög dýrar. „Þær eru langt yfir markaðsverði víða um land og allt að helmingi dýrari á sumum stöð- um,“ segir Páll og telur koma til greina að afskrifa þær og færa niður í eðlilegt markaðs- verð á þessum stöðum. „Spurningin er hver eigi að bera afskriftirnar, sveitarfélagið eða Byggingarsjóður verka- manna. Hann getur reyndar ekki tekið á sig miklar byrðar og ég hef sett fram hugmyndir um að sameina hann Bygging- arsjóði ríkisins, en þetta er flókið og viðkvæmt mál. Sum- staðar gengur félagslega kerfið vel og þar eru íbúðirnar á samkeppnishæfu verði, t.d á höfuðborgarsvæðinu og Akur- eyri.“ vj undanfarna daga. Þeir voru á „slöngunni" á fleygiferð í brekkum Akureyrar en ekki er víst að hinir fullorðnu kunni jafnvel að meta fannfergið. Mynd: Jón Hrói Bylting í félagslega húsnæðislánakerfínu Ágúimní- slöngimni Halldór Örn Árnason (t.v.) og Gunnar Freyr Gunnarsson voru alsælir með snjóinn sem kyngt hefur niður víða um land Siglufjörður Óvirk Aflamiðlim veldur verðhruni Ökumenn í vandræðum Annríki var hjá lögreglunni á Siglufirði í gær við að að- stoða vegfarendur sem lent höfðu í vandræðum vegna snjóa, en mikil ofankoma hefur verið á Siglufirði síðustu daga. Þurfti að losa bfla sem sátu fastir í snjó eða aðstoða méð öðrum hætti, en Siglfirðingar eru mjög mismunandi vel búnir undir vetraraksturinn skv. upp- lýsingum lögreglunnar. BÞ Aflamiðlun Lands- sambands ísl. út- vegsmanna, sem með dómi Hæstaréttar var dæmd ólögleg, hefur þó áfram fylgst með ferskfisksölum erlendis. Pétur Sverrisson, segir að frelsið hafi hins vegar leitt til þess að í Þýskalandi sé nú allt of mikið af karfa frá fslandi. Á mánudag seldi Dalvíkur- togarinn Björgúlfur EA-312 þar 37 tonn af karfa en sú sala var ákveðin fyrir alllöngu síðan. Síðan komu 27 gámar, eða um 350 tonn, á markaðinn sem var a.m.k. 200 tonnum of mikið sem olli verðhruninu. „Meðalverð fyrir þessa gáma fór allt niður í 80 krónur. Mér er kunnugt um að meira er væntanlegt út til Þýskalands af karfagámum en ekki svona mikið magn. Ástæða þessa mikla útflutnings nú er sú að Meðalverð á 27 gámum af karfa fór allt niður í 80 krónur úr allt að 220 króna verði vikunni áður enda var útflutningurinn allt að 200 tonnum of mikill, segir Pétur Sverrisson hjá LÍÚ mjög gott verð fékkst á fisk- mörkuðunum síðustu tvær vik- ur fyrir tiltölulega lítið magn, eða 180 til 220 krónur fyrir kflóið af gámafiski. Það sáu margir og ákváðu þá að senda fisk út í gámum en gallinn er sá að gámarnir voru 15 til 17 of margir auk þess sem gámaskip- inu seinkaði," segir Pétur Sverrisson. Annar íslenskur togari, Haukur GK-25 frá Sandgerði, átti að selja í þessari viku, en hætti við vegna þessa offram- boðs á þýska fiskmarkaðnum. GG Lífið í landinu Vantar flokk fyrír ungt fólk Sjá bls. 14 bis. e Veldi Jóns kortíagt Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.