Dagur - Tíminn - 31.10.1996, Síða 7

Dagur - Tíminn - 31.10.1996, Síða 7
t n JHagur-ÍEmTmn afsson nú í stjórn, ásamt Sveini R. Eyjólfssyni, formanni og Eyjólfi Sveinssyni (útgáfustjóra Dags-Tímans). Frjáls Fjölmiðlun á DV, prentsmiðjuna ísafold og meirihluta í Dagsprenti, út- gáfufyrirtæki Dags-Tímans. ís- lenska útvarpsfélagið og Frjáls fjölmiölun eiga síðan saman samtals um 40% í Framtíðar- sýn hf, sem gefur út Viðskipta- blaðið og að auki sérbækur um viðskiptamál á íslandi og er- lendis, sem og tímaritið Úrval. Veltan hjá Frjálsri íjölmiðl- un og íslenska útvarpsfélaginu er samanlagt, samkvæmt Sam- keppnisstofnun, u.þ.b. 2.500 milljónir á ári. Músík með meiru Það fer ekkert milh mála að Jón Ólafsson og fyrirtæki hans Skífan, bera ægishjálm yfir alla aðra á tónlistarmarkaðnum og gildir það jafnt um innflutta sem innlenda tónlist. En auk þess að vera aðaleigandi Skíf- imnar, stærsta útgafufyrirtækis tónlistar á landinu, á Jón 50% í Spori, sem hann keypti af fyrr- um keppinaut sínum, Steinari Berg, en Steinar vinnur nú hjá Jóni. Hlutur Skífunnar og Spors í goisladiskamarkaðnum er 73%, samkvæmt upplagseftir- hti Hagvangs og hafa fyrirtæk- in á sínum snærum flest þekkt- ustu vörumerkin á þessu sviði, s.s. EMI, Virgin, Polygram, BMG, Sony Music og Warner Music. Þá er ótalin innlend framleiðsla, en einnig þar er Jón langöflugastur, auk þess sem hann á aðalhljóðupptöku- ver landsins, Stúdíó Sýrland. í fyrra seldist hálf mihjón geisla- diska á íslandi þannig að talnáglöggir geta ímyndað sér hver ágóðinn af þessarri bú- grein er. Búðir og bíó Verslimarrekstur Jóns Ólafs- sonar tengist í flestum tilvikum tónlistinni, en hann á Hljóð- færabhs Reykjavíkur á Grens- ásvegi, tvær verslanir undir heiti Skífunnar við Laugaveg- inn og eina í Kringlunni. Þá á Jón tölvuleiktækja- verslun í Skeifunni og síðan er Spor með þrjár verslanir, í Austurstræti, í Mjóddinni og í Hafnarfirði. j Jón á nú þegar eitt kvik- myndahús, Regnbogann og ör- uggar heimildir eru fyrir því að hann sé með teikningar af tíu sala kvikmyndahúsi á borðinu, en það mxm líkast til rísa í Mjóddinni og veita SAM bíóum, sem þar eru fyrir, harða sam- keppni. Myndbönd og búnaður Á myndbandamarkaðnum er Skífan með m.a. stórfyrirtækin Fox og Columbia á sínum snærum. Markaðshlutdehd Skífunnar þarna er þó ekki nema u.þ.b. fjórðungur markaðarins, sem er þó ekki lítið með tilliti til sterkrar stöðu Sambíóa á þess- um markaði. Eitt af því sem enn er ótalið er alls kyns tækjabúnaður til vinnslu sjónvarpsefnis, en það býr Jón vel og sér nú Stöð 2 nær alfarið fyrir slíkum bún- aði. Fimmtudagur 31. október 1996 - 7 ERLENDAR FRETTIR Þegar þessi börn verða fullorðin munu neysluvenjur Kínverja hafa breyst mikið. Þegar Kmverjarnir heíja neysluna breytist hehnurinn Kína er óðum að verða efnahagsstórveldi, en auðlindir jarðar standa engan veginn undir því að Kínverjar taki upp neysluhætti Vesturlanda. Þjóðarframleiðslan í Kína hefur vaxið um 10-14 prósent á ári undanfarin fjögur ár. Árið 1995 var hún orðin um 3.000 milljarðar doll- ara, og þar með var þjóðar- framleiðsla Kínverja orðin sú næstmesta í heiminum - ein- ungis Bandaríkin slá þeim við með þjóðarframleiðslu upp á um 6.700 mihjarða dollara. Japan er fallið úr öðru í þriðja sætið með 2.600 mhljarða doll- ara þjóðarframleiðslu. Ef hag- vöxtur í Kína verður jafn ör næstu árin og hann hefur verið undanfarið, en þjóðarfram- leiðslan hefur tvöfaldast á átta ára fresti frá því 1980, þá verða Kínverjar komnir fram úr Bandaríkjamönnum árið 2010. Neysluhættir breytast Kínverjar eru nú margir farnir að finna það á eigin pyngju að efnahagurinn er að skána, og neysluhættir þeirra eru strax farnir að breytast til samræmis við það sem þekkist á Vestur- löndum. Og það munar heldur betur mn það þegar 1,2 mhlj- arðar manna ætla sér að breyta um neysluhætti: Verða sér úti um betri íbúðir, kaupa sér búa, ísskápa og sjónvörp og meira að segja að breyta um mata- ræði - borða meira af kjöti en minna af hrísgrjónum. Þessar breyttu neysluvenjur Kínverja eiga eftir að hafa gíf- urleg áhrif um allan heim. Sem dæmi má nefna að ef Kínverjar ættu að jafnaði jafn margar bifreiðar og Bandaríkjamenn, þ.e. ein bifreið á hverja tvo landsmenn, þá væri búafloti þeirra um 600 milljónir, en það er meira en allir þeir 480 millj- ón búar sem nú eru til á jörð- inni. Kínverjar eru með áætlan- ir um að auka bifreiðafram- leiðslu sína upp í um þrjár milljónir á ári, sem þýddi það að eftir um 15 ár verða þeir komnir með um 22 mhljónir búa. Orkunotkun snareykst Samfara þessu mun olíunotkun Kínverja aukast th muna, en enn sem komið er hún ekki nema rúmar þrjár mhljónir tunna á dag, sem er fimm sinn- um minna en Bandaríkjamenn brenna af ohu. Það þýðir að olíunotkun á mann er 25 sinn- um minni í Kína en í Bandaríkj- unum, en ef Kínverjar þyrftu að nota jafn mikið af olíu á mann og Bandaríkjamenn þá færu þeir með 80 mifljón tunnur á dag. Það er töluvert meira magn en nú er framleitt af olíu í öllum heiminum og meira en reiknað er með að jarðarbúar geti nokkurn framleitt. Mikið af nautakjöti Kjötneysla Kínverja hefur einnig farið jafnt og þétt vax- andi. Kínverjar borða nú áhka mikið af svínakjöti og Banda- ríkjamenn, eða um 30 kiló á mann ár hvert. Hins vegar er nautakjötsneyslan á mann ekki nema 4 kúó á ári, en ef hún eykst til jafns við neyslu Banda- ríkjamanna, sem er um 45 kúó á mann, þá þyrfti 49 milljónir tonna af nautakjöti í viðbót á ári handa Kínverjum. Til þess að framleiða allt þetta viðbótar nautakjöt þyrfti tæplega 350 milljónir tonna af korni - sem samsvarar allri kornframleiðslu Bandaríkjanna. Ekki endilega skelfilegt í tímaritinu World Watch var nýlega bent á það að þessar ógöngur séu e.t.v. ekki jafn skelfileg tíðindi og virðast kann við fyrstu sýn. Öllum ber saman um það að engin leið sé fyrir Kínverja að taka upp jafn auð- lindafrekar neysluvenjur og Vesturlandabúar - auðlindir jarðar myndu einfaldlega ekki rísa undir því. Það þýðir að Kínverjar eru nauðbeygðir th þess að leita annarra leiða en Vesturlandabúar th þess að halda uppi breyttum neyslu- venjum. Og þetta gæti líka orðið til þess að Vesturlandabúar neyðist hka th þess að hugsa sitt ráð í alvöru og taka upp umhverfisvænni neysluvenjur. -gb Ekki rétt að kenna Boutros-Ghali um ófarir SÞ Hans-Dietrich Genscher, sem var utanrúdsráð- herra Þýskalands í um þijá áratugi, er staddur á ís- landi og var í gær heiðurs- gestur á hátíðarsamkomu Félags Sameinuðu þjóðanna á íslandi, sem haldin var í th- efni af því að í ár eru liðin 50 ár frá því ísland gerðist aðhi að Sameinuðu þjóðun- um. Á blaðamannafundi í gær sagðist hann bæði ánægður og óánægður með það hvern- ig Sameinuðu þjóðirnar hefðu þróast þau fimmtíu ár sem þær hafa verið við lýði. Hann sagði ekki rétt að kenna Boutros Boutros-Ghali um þau vandræði sem stofn- unin hefði ratað í á síðustu árum, en vildi ekki að öðru leyti gefa upp afstöðu sína til þess hver ætti að verða fyrir valinu sem næsti fram- kvæmdatjóri SÞ. Aðspurður um það hverjar hann teldi lúcurnar á því að Ilelmut Kohl gæfi kost á sér áfram sem kanslari Þýska- lands, sagði hann það ekki vera sitt hlutverk að vera með einhverjar vangaveltur um það. Hins vegar væri þetta reyndar rétti dagurinn til þess að velta framtíð Kohls fyrir sér, því hann hafði í gær setið nákvæm- lega jafnlengi við völd sem sambandskanslari Þýska- Iands og Konrad Adenauer, eða í 14 ár samfleytt, sem hingað til hefur átt metið. -gb h

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.