Dagur - Tíminn - 06.11.1996, Qupperneq 2
14- Miðvikudagur 6. nóvember 1996
IDagur-Hmmttt
ATVINNULÍFIÐ í LANDINU
Einn stærsti peysu-
framleiðandinn
Saumastofan Drífa ehf. á Hvamms-
tanga er einn stærsti framleiðandi
prjónavöru í landinu. íslensk ull er
helsta hráefni prjónastofunnar, en
einnig er talsvert unnið úr norsku bandi
- svonefndu kambgarni. Hjá Drífu ehf.
eru að helst framleiddar peysur og eru
þær seldar í þúsundatali á mörkuðum
innanlands og utan.
Peysusalan byggist á
ferðamönnum
Að sögn Baldurs Haraldssonar, fram-
leiðslustjóra fyrirtækisins, er voðin
prjónuð, sniðin og úr henni saumaðar
peysur á Hvammstanga eða hjá útibúi
fyrirtæksins á Skagströnd. Starfsmenn á
Hvammstanga eru 30 í alls 23 stöðugild-
um, 7 starfa á Skagaströnd og jafnmarg-
ir hjá sölu- og þróunardeild fyrirtækisins
í Reykjavík. Þá koma ýmsir aðrir einnig
að framleiðslunni í verktöku.
„Salan á peysunum okkar byggist
mikið upp á ferðamannaumferðinni,"
segir Baldur Haraldsson. Víða á áninga-
stöðum ferðamanna fást peysurnar víða,
til að mynda hjá íslenskum Markaði í
Leifsstöð. Þá er nokkuð af framleiðsl-
unni flytt úr, helst á markaði í Noregi og
Þýskalandi.
Menn berast ekki á
„Prjónaiðnaðurinn á íslandi hefur mikið
breyst á síðustu 15 til 20 árum. Ég
myndi segja að menn í greininni hafi það
ágætt í dag, enda þótt þeir berist ekki
mikið á,“ segir Baldur Haraldsson. -
Fyrr á árum seldu íslenskir framleiðend-
ur prjónavöru mikið af varningi sínum
Salan á peysunum okkar
byggist mikið upp á ferða-
mannaumferðinni,
segir Baldur Haraldsson hjá
Drífu hf. á Hvammstanga
til Rússlands og einnig til Bandaríkj-
anna. Þeir markaðir eru að mestu leyti
fyrir bí í dag - og því róa menn helst á
heimamiðum nú um stundir, sem og í
áðurnefndum Evrópulöndum, að sögn
Baldurs. -sbs.
Á saumastofunni Drífu hf. á Hvammstanga.
„Það kostar bæði vinnu og peninga að ná betri stöðu á innanlandsmarkaði," segir Bryndís
Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri. Myn&. -sbs.
Gengið í skóm
frá Skagaströnd
Islendingar ganga yfirleitt á erlendum
skóm. Aðeins ein skóverksmiðja er á
íslandi og framleiðsla hennar er ekki
nema h'tið brot af því sem innanlands-
markaður þarfnast. Skrefið hf. á Skaga-
strönd er þessi eina verksmiðja. Þar á bæ
einbeita menn sér að framleiðlu á klos-
sum og heilsuskóm, það er sandölum.
Lítil markaðshlutdeild
Bryndís Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri
Skrefsins, segir að innflutningur á sandöl-
um og klossum hingað til lands sé um 250
þúsund pör á ári. Það er þó gróf áætlun.
Framleiðsla Skrefsins á ári á skóm þess-
ara gerða er hins vegar ekki nema um 8
til 10 þúsund pör.
„Það kostar bæði vinnu og peninga að
ná betri stöðu á innanlandsmarkaði. Ég
vildi að ég gæti svarað þeirri spurningu
játandi; að betri tíð sé í vændum að
þessu leyti,“ segir Bryndís. Hún segir
rekstur fyrirtækisins hafa verið talsvert
þungan á síðustu misserum. Hins vegar
standi endurskipulagning á rekstrinum
fyrir dyrum - þannig að staðan verði
betri. Hjá Skrefinu eru starfsmenn í sex
stöðugildum.
íslensk skóframleiðsla er þungur
rekstur, enda ná erlendar verk-
smiðjur fram hagkvæmni f krafti
magnframleiðslu.
Hagkvæmni í krafti stærðar
Stærstu eigendur Skrefsins eru Höfða-
hreppur og Skagstrendingur hf., en þeg-
ar farið var af stað með rekstur þennan
á sínum tíma var það gert til að styrkja
stoðir atvinnulífs á Skagaströnd - og
jafnframt til að gera það fjölbreyttara.
„Ég held að við verðum að horfast í
augu við þá staðreynd að íslendingar
velja ekki íslenska framleiðslu eingöngu
af þeirri ástæðu að hún er íslensk. En
séu gæði og verð sambærileg Ieggur fólk
innlenda og erlenda vöru alveg að
jöfnu,“ segir Bryndís. Hún telur sam-
keppnisstöðu innlendrar og erlendrar
skóframleiðslu ekki vera ójafna; að öðru
leyti en því að erlendar stórverksmiðjur
geti náð hagkvæmni í framleiðslu sinni
með magnframleiðslu - á meðan helsti
keppinautur þeirra hérlendis er Skrefið
á Skagaströnd. -sbs.
Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi
Sigurður Mikaelsson segist sjá söluaukningu þegar átakið Islenskt
- já takk er í hámæli. Myn& -sbs.
Þurfum sífellt að
minna á okkur
Vissulega sé ég aukningu í
sölu mjólkurafurða á því
tímabili sem átakið íslenskt
- já takk er í hámæli. Við tökum
þátt í því nú - sem endranær - og
leggjum þá áherslu á að kynna og
bjóða sýrðar vörur, viðbit hvers-
konar og osta sem við framleið-
um,“ segir Sigurður Mikaelsson,
sölustjóri Mjólkurbús Flóamanna
á Selfossi.
Minnum sífellt á okkur
Á íslensku - já takk að þessu
sinni býður MBF uppá meðal ann-
ars skólajógúrt, skólaskyr, viðbitið
Kh'pu, og ýmsar tegundur rjóma-
og mygluosts. „Við erum sífellt að
kynna okkar framleiðslu. Teljum
nauðsynlegt að minna sífellt á
okkur og okkar,“ segir Sigurður
Mikaelsson.
Með GATT-samningnum, sem
tók gildi um mitt síðasta ár, var
heimilaður innflutningur á er-
lendum ostum hingað til lands; þó
með ströngum skilyrðum magn-
kvóta þar sem innlend framleiðsla
nýtur verndar.
Eru hingað til lands fluttir ost-
ar meðal annars frá Noregi, Dan-
mörku og Frakklandi. Stórir inn-
flytjendurnir eru Hagkaup hf. og
Osta og smjör-
salan, sem er
sþluaðili gagn-
vart Mjólkurbúi
Elóamanna,
sem selur osta
og sitthvað
fleira í glæsi-
legri ostabúð
sinni á Selfossi.
Heildarsala
osta eykst
Að mati Sigurðar Mikaelssonar
hefur ekki dregið úr sölu inn-
lendra osta frá því GATT samn-
ingurinn tók gildi. Þvert á móti
hefur salan aukist - og erlendu
ostarnir eru hrein viðbót við
heildarneyslu landsmanna.
Líkt og Valdimar Hafsteinsson í
Kjörís segir Sigurður Mikaelsson
að hann finni aukna vitund fyrir
því meðal Sunnlendinga að velja
vörur þaðan úr héraðinu - og þar
með íslenska framleiðslu. Telur
Sigurður að
þessi vitund sé
sterkari á Suð-
urlandi en víða
annarsstaðar á
landinu þar sem
hann þekkir til.
Segist hann
reyndar vera
þeirrar skoðun-
ar að tryggð og
velvilji fólks í
héraðinu gagn-
vart Mjólkurbúi Flóamanna sé
mikill og eftirtektarverður. Það
setji fyrirtækinu vissulega kröfur
og undir þeim verði að rísa, m.a.
með framleiðslu á fyrsta flokks
gæðavöru. -sbs.
„Við erum sífellt að kynna
okkar framleiðslu,“ segir
Sigurður Mikaelsson söiu-
sfjóri. MBF býður upp á
skólajógúrt, skólaskyr, klípu
og osta undir merkjum
íslensks - já takk.