Dagur - Tíminn - 06.11.1996, Qupperneq 6

Dagur - Tíminn - 06.11.1996, Qupperneq 6
18 - Miðvikudagur 6. nóvember 1996 Jkgur-®mrirat MENNING O G LISTIR Frelsi og agi trúðsins Leikfélag Reykjavíkur: TRÚÐASKÓLINN eftir Fried- rich Karl Waechter. Þýðing, aðlögun og leikstjórn: Gísli Rúnar Jónsson. Lýsing: Lárus Rjörnsson. Rúningar: Helga Rún Pálsdóttir. Leikmynd: Stein- þór Sigurðsson. Frumsýnt á Stóra sviði Borgar- leikhússins 2. nóvember. Trúðleikur er ein frum- gerð leikhússins. Og leik- ur - í orðsins tærustu merkingu - á kannski í engri tegund leiklistar betur við. Trúðarnir bregða einmitt á leik, skrumskæla veruleikann, brjót- ast út úr römmum þjóðfélags- ins, snúa því á hvolf sem blasir við værugjörnum borgurum. Þeir eru skoplegir og harmræn- ir í senn. Og viðbrögðin eru lika blendin: í senn þarf maðurinn á þeirri frelsisleið að halda sem í trúðleiknum birtist og um leið að hemja óstýrilætið, aga það undir sitt skipulag. Þannig er Trúðaskólinn. Pró- fessor Blettaskarpur er alltaf að reyna að aga nemendur sína, ánægju af þessu verkefni. Við sjáum það af textanum sjálfum og í uppsetningunni í heild. Fyrst er að geta þýðingarinnar eða staðfærslunnar. Þar ber mikið á orðaleikjum sem sumir eru smellnir, en aðrir nokkuð langsóttir, áiappalegir eða mið- ur smekklegir (hringvöðvinn). Síðan er staðfærsla sem Gísli Rúnar er nokkuð hneigður fyrir, samanber þýðingu hans á leiknum um gömlu skopleikar- ana um árið, Gleðigjafar hét hann víst. Staðfærslan er þó miklu minni hér, af eðlilegum ástæðum. Hins vegar hefur Gísli Rúnar ekki stillt sig um að koma einhverjum broddum frá sér inn í textann - ég heyrði ekki betur en skírskotað væri til trúðana, og heldur yfir þeim ræðu eins og þessa: „Þið viljið Jóús Viðars á einum stað! vel. Mér er skapi næst að viður- ^ Þptta IpiVrit nr pkkor kenna það. Það er bara þessi óskipulegi óskapnaður skap- gerðar ykkar, sem skapar hinn óskilgetna óvin hið innra með ykkur. Nei, við megum allir til að berjast gegn óvinum okkar. Heyja styrjöld við þá. Ég krefst þess af ykkur: Að frá og með þessari stundu segið þið veik- leika ykkar stríð á hendur." Það er sem sé „skipulagt kaos“ sem er hin æskilega birtingarmynd mannlífsins. Gísli Rúnar Jónsson á allan heiður af þessari sýningu og hefur augljóslega haft mikla Þetta leikrit er ekkert sér- staklega fyrir börn, hugsun þess og inntak ekkert við þau miðuð að því er ég fæ séð, þótt það sé sett á svið sem barna- leikrit. Raunar gekk vel á frum- sýningu að virkja börnin, sem tóku mikinn þátt í því sem gerðist, fylgdust vel með og kölluðu óspart fram í leiðbein- ingar til persónanna. Eins og Gísli Rúnar hefur sjálfur bent á, er leikritið eink- ar frjálsleg blanda alls konar stíltegunda. Það byggist þó mik- ið á ýktum hreyfingum og dansi og mikið undir því komið að ná- Gunnar Stefánsson skrifar um leiklist ist æskilegur hraði í sýninguna. Það virtist mér yfirleitt takast í sýningu Borgarleikhússins á laugardaginn og voru leikend- urnir vel samhæfðir. Þeir eru fimm, lærimeistarinn prófessor Blettaskarpur (einkennilegt nafn) og nemendurnir íjórir: Lævís (Halldóra Geirharðsdótt- ir), Belgur (Eggert Þorleifsson), Bóla (Helga Braga Jónsdóttir) og Dropi (Kjartan Guðjónsson). Af þessum fannst mér sérstak- lega gaman að sjá Halldóru, sem skilaði sínu hlutverki fim- lega, svo og Eggert sem eins og menn vita er góður skopleikari. Þótt þessi tvö séu nefnd sér- staklega, er ekki verið að gera lítið úr hinum nemendunum tveimur. Kjartan kom á óvart og sýndi að hann er býsna glúrinn skopleikari, samanber hermiat- riðið þar sem hann apaði hreyf- ingar Blettaskarps í stað speg- ils. En athyglin beinist auðvitað sérstaklega að prófessornum, sem Bessi Bjarnason leikirr. Það er óbrigðult að fá Bessa í barnasýningu, allir hafa gaman af honum, enda verður prófess- orinn býsna spaugilegur í með- förum hans (til dæmis fótaburð- urinn sem töluvert númer er gert úr). Gríðarmikil þjálfun og kunnátta Bessa nýtist hér vel, en engu að síður mátti sjá að leikarinn er tekinn að þreytast. Leikmyndin var stílhrein og sumt einkar skemmtilegt, eins Mynd PÖK og hin stóra spiladós sem lék verulegt hlutverk í byrjunarat- riðinu sem var skemmtilegt og vel af hendi leyst hjá Halldóru. Það sem mér fannst einkum standa sýningunni fyrir þrifum er blátt áfram lengd hennar. Ef Gísla Rúnari hefði ekki sjálfum þótt þetta svona skemmtilegt, hefði honum mátt verða ljóst að sýningin myndi græða á veru- legum niðurskurði. Því fremur sem framvindan, sagan í leikn- um, skiptir minnstu máli. Leik- urinn er fyrst og fremst röð af laustengdum atriðum, sem hvert er öðru líkt og hefði vel mátt skera eitthvað af þeim niður. Hins vegar eru leikatriði trúðanna undir stjórn prófess- orsins mjög fyndin í sjálfu sér (ríki maðurinn á dánarbeði, til dæmis, þar sem mjög reynir á kúnst látbragðsleiksins). En hvað um það: Áhorfend- urnir ungu virtust skemmta sér vel í Borgarleikhúsinu. Trúðleik er full ástæða til að setja upp öðru hverju og leggja við hann rækt. Það gera Gísli Rúnar og Leikfélagið í þetta sinn. En eitt vil ég nefna: Leikfélagið lætur á afmælisári prenta allan texta leikritanna sem sýnd eru og af- hendir hann sem leikskrá. Það var ekki gert í þetta sinn. Hvers vegna? Eg held að ekki væri síður ástæða til að gefa mönn- um kost á að skoða þýðingar- texta Gísla Rúnars en suma aðra texta sem haldið hefur verið að gestum í Borgarleik- húsinu. Varla er verið að spara af því að „barnaleikrit" á í hlut? Skálm - í minningu Ingimars Eydal s Itengslmn við hina miklu tónleika, sem haldnir voru á Akureyri í minningu píanóleikarans og hljómsveitar- stjórans Ingimars Eydals 20. október síðastliðinn, kom út geislaplata, sem ber heitið Skálm. Á plötunni leikur Gunn- ar Gunnarsson, orgelleikari og jazzpíanisti, átján lög úr ýmsum áttum; svo sem þekkta standarda úr verkaflóru jazz- ins, nokkur lög af skandínavísk- um uppruna og einnig íslensk lög. Það sem mest er um vert á plötunni er þó lag eftir Ingimar Eydal sjálfan, sem ber heitið Óskalagið, ljúft lag, sem sann- arlega fer þægilega í eyrum. Ingimar var ekki mikið orðaður við tónsmíðar. Það er því veru- legur fengur að því að fá þetta lag á plötu. Píanóstíll Ingimars var það, sem á ensku nefnist „stride", og hefur það orð verið þýtt á ís- lensku sem „skálm“. Þessi stíll er skemmtilega fullnægjandi. í honum má segja að píanóleik- arinn hafi allt í hendi sér, takt, hljóma, röddun og blæ. Allt þetta hafði Ingimar Eydal frá- bærlega á valdi sínu í píanóleik sínum. Hann þurfti ekki mann- inn með sér, heldur var hann sem hljómsveit við píanóið, þar sem hann gat setið stundum saman og leikið af fingrum fram hvaðeina, sem menn vildu heyra. í þessu var hann upplif- un, sem lét engan þann ósnort- inn, sem átti þess kost að mega njóta hans í fárra manna hópi, þegar hann lét huga og hendur reika um hinn mikla og að því er virtist ótæmandi sjóð tón- verka stórra og smárra, sem hann hafði fyrirhafnarlaust í fingrum sér. Gunnar Gunnarsson átti því láni að fagna að njóta návistar við Ingimar og tilsagnar hans, er hann sótti Barnaskóla og Gagnfræðaskóla Akureyrar. Sem vænta mátti af hinum til- sagnarfúsa og sívakandi kenn- ara, sem Ingimar var, var hann meira en fús til þess að svara áhugasömum nemenda og leiða hann inn í leyndardóma listar sinnar. Gunnar Gunnarsson kynntist þannig ungur leikstíl Ingimars, skálminu, og þekkir hann frá fyrstu hendi og er því væntanlega sá íslenskra tónlist- armanna, sem er fróðastur um hann. Enginn er því sjálfsagðari til þess að leika inn á plötu lög, sem Ingimari voru kær, svo nærri anda þessa ástsæla tón- listarmanns sem komist verður. Frá því er skemmst að segja, að Gunnari Gunnarssyni tekst vel til á geislaplötunni Skálm. Hann er að sjálfsögðu ekki Ingimar Eydal, en í leik hans er að finna þann ljúfleika og þann kærleika til tónlistar- innar og hljóðfærisins, sem hreif áheyrendur Inigmars. Þetta, ásamt persónueinkenn- um Gunnars Gunnarssonar sem píanóleikara, þægilegum áslætti hans, næmri tilfinningu fyrir hljómum og brag og lipurlegri meðferð takts og hraða, gerir geislaplötuna Skálm að eiguleg- um grip og fallegum minnis- varða um píanóleikarann og hljómsveitarstjórann Ingimar Eydal; góðan dreng og mikinn listamann, sem varð hverjum þeim hugljúfi, sem kynntist honum. Haukur Ágústsson. i . „

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.