Dagur - Tíminn - 06.11.1996, Síða 7

Dagur - Tíminn - 06.11.1996, Síða 7
|Dag«r-'ðIómmt Miðvikudagur 6. nóvember 1996 -19 MENNING O G LISTIR Konur séu konur Kæru fundargestir. Ég vil byrja á því að þakka fyrir þetta tækifæri til að fá að segja nokkur orð um ímynd kvenna í ijölmiðlum. Ég vil þó bjTja á að tala um Kvennalistann og kvennabar- áttuna almennt, eins og hún horflr við mér. Þegar amma mín dó fyrir nokkrum árum, leitaði það á mig mjög sterkt, að ég vissi ekki hvað það væri að trúa á Guð. Ég gekk um gólf í nokkra daga og hugsaði um þetta, og bað til Guðs að ég skildi hvað trú væri. Ég hlýt að hafa verið bænheyrð, því í dag er ég miklu nær um þessi mál en ég var þá. En einmitt svona leið mér þegar ég fór að hugsa um kvennabaráttuna og kvenrétt- indamál. Ég skil ekki almenni- lega út á hvað málið gengur á fslandi í dag, en ég vona að ég verði einhverju nær eftir þenn- an fund í kvöld. Ég hef til dæmis alltaf tengt Kvennalistann við venjulega pólitík. Það er að segja, ég sé engan mun á Kvennalistanum og öðrum stjórnmálaflokkum í landinu. Mér finnst Kvenna- listakonur ekkert vera að berj- ast sérstaklega fyrir framgangi kvenna í þjóðfélaginu. Frekar finnst mér þetta konur í karla- leik inni á þingi að tala um ESB, álver, kjör hinna lægst launuðu og öll þessi hefð- bundnu þras-mál. Auk þess er alltaf verið að kynna nýjar konur til sögunnar. Þegar manni er farið að líka ágætlega við þingkonu Kvenna- listans í sínu kjördæmi, finnst hún klár, málefnaleg, sköruleg í ræðustól og enginn eftirbátur karlanna, þá er henni kippt út og ný sett inn í staðinn. Þetta er eins og Menningarbyltingin í Kína, þegar landbúnaðarverka- mennirnir voru settir inn á rannsóknarstofurnar og meina- tæknarnir út á akrana til að endurvekja byltingarandann. Þær bestu eru teknar út af, þegar leikurinn stendur sem hæst, og varamenn settir inn á. Þjálfari sem hagaði sér svona í fótboltaleik yrði umsvifalaust rekinn, það get ég fullyrt. Ef ég væri að berjast fyrir auknum veg kvenna í þjóðfélag- inu, þá myndi ég örugglega ekki gera það með því að fjöldaframleiða þingkonur. Miklu nær væri að ná fleiri kon- um inn á þing með því að auka fylgið. Það er alveg ljóst að svarið er ekki að leyfa sem flestum að prófa að vera þing- konur í einhvern ákveðinn tíma, eins og Kvennalistinn hef- ur gert, því fylgið bara dalar. Snúum okkur nú að ímynd kvenna í íjölmiðlum. Það er til dæmis staðreynd að fréttamenn ræða miklu oftar við karlmenn en konur í fréttum sínum. Ástæðan er ofur einfaldlega sú að yfirleitt er það fólk í lykil- stöðum í þjóðfélaginu sem verð- ur fyrir svörum og það eru sjaldnast konur. Fréttir gera ekkert annað en að endur- spegla þann raunveruleika sem við búum við hér í okkar landi. Á íslandi situr til dæmis að- eins ein kona í tíu manna ríkis- stjórn, og svoleiðis hefur það verið um árabil. Ein kona hefur fengið að fljóta með inn í stjórnina, „meira upp á húmor- inn“ finnst manni, til þess svona að minna á að konur hafi Elín Hirst. Elín Hirst, fyrrver- andi fréttastjóri Stöðvar 2, kom blóðinu á hreyfingu á fundi Kvennalist- ans sl. föstudag. Hún og fleiri voru beðnar að fjalla um ímynd kvenna í fjölmiðlum. Erindi Elínar snérist þó ekki síður um Kvennalistann og vöktu orð hennar hörð viðbrögð fund- argesta. Dagur- Tíminn birtir hér erindi Elínar Hirst. kosningarétt. Ný ríkisstjórn Thorbjörns Jagland í Noregi sýnir okkur hins vegar allt aðra mynd. Þar er hópur af konum ráðherrar. Gaman væri að fá álit fundar- gesta á því hér á eftir hvers- vegna norskar konur fá meira brautargengi í póhtík en ís- lenskar. Væri ekki ráð fyrir flokk eins og Kvennalistann að kynna sér hvað hggur að baki velgengni norskra kvenna við að koma ár sinni fyrir borð í pólitík? Ég tel það nauðsynlegt fyrir okkar þjóðfélag að konur stjórni því jafnt á við karla. Lífsviðhorf kvenna, stjórnunar- stíll og framkoma eiga ríkt er- indi inn á þann vettvang. Til að skapa betra þjóðfélag fyrir alla. En ég vara konur við að reyna að breyta sér í karla og fussa og sveia yfir öllu sem kvenlegt er. Til að breyta stjórnarháttum í þjóðfélagi stoðar ekki að skipta út körlum fyrir karlkon- ur með sömu gildi og áherslur og þeir, heldur þarf kvenfólk af öllum stærðum og gerðum. Mjóar og feitar. Hallærislegar og skvísulegar. Frjálslyndar og íhaldssamar. Nú er ég komin aftur að því sama að ég skil ekki kvenna- baráttu. Af hverju að fárast út í það að konur séu vel vaxnar eða glæsilegar? Er Cindy Craw- ford skaðleg kvenímyndinni af því að hún sýnir sinn flotta kropp í Pepsiauglýsingu, sem ég var beðin um að ijalla um í þessari ræðu minni? Væri ekki miklu nær á íjöl- miðlaöld að hvetja konur til þess að líta vel út. Bæði fer saman gott útlit og góð heilsa, og svo er þetta líka spurning um áróðurstækni. Ég verð nú að segja forystukonum Kvenna- listans það til hróss að þær hafa kveikt á perunni í þessum efn- um, hvað þær sjálfar varðar að minnsta kosti. Þær spá í hti og snið áður en þær fara fram fyr- ir sjónvarpsvélarnar, svo og hárgreiðslu og snyrtingu. Ég vil alls ekki gera kynin eins. Mér finnst það ekkert eft- irsóknarvert að vera karlmað- ur, ég vil vera kona. Ég vil miklu frekar baka pönnukökur en skipta um dekk á bílnum, þegar ég á frí um helgar. Hvers- vegna á að eyðileggja þetta fyr- ir mér? Er ég eitthvað minni bógur fyrir vikið? Nei, það held ég ekki. Ég myndi til dæmis alls ekki vilja skipta við karhnn og fara út að vinna strax og ég væri búin að eiga barn og láta hann taka fæðingarorlofið mitt, eins og nú er verið að bjóða. Ég tek líka út fyrir það að horfa á son minn píndan til að prjóna í handavinnu, bara til þess að hann læri svokölluð kvenmannsverk. Ég myndi sjálf ekki vilja sjá að læra að smíða, frekar en hann að prjóna. Gæti ekki verið að eðli kynjanna sé einfaldlega ólíkt, þannig að þeim falli betur að gera einn hlut fremur en annan? Er eitt- hvað slæmt að mér láti betur að prjóna vegna þess að hendur mínar eru líffræðilega öðruvísi af guði gerðar en karlmanns- ins? Og það láti honum betur að smíða af því að hann er með öðruvísi líkamsbyggingu en ég? Það sem sameinar okkur er að þykja skemmtilegt að fást við hluti sem við ráðum við og ger- um vel. Er ekki alltaf verið að hvetja til aukinnar sérhæfingar í þjóð- félaginu til að auka hagvöxt- inn? Eitt veit ég að sonur minn myndi ekki fara vel út úr því að vinna á prjónastofu, frekar en ég á smíðaverkstæði. Og það sama held ég að eigi við um 95 prósent af karlkyninu og 95 prósent af kvenkyninu. En hvernig á þá að heyja baráttuna, því hennar er svo sannarlega þörf? Konur eru helmingur þjóðarinnar og sam- kvæmt því ættu þær að vera um helmingur alþingismanna, helmingur ráðherra, helmingur borgarfulltrúa, helmingur stjórnenda stórfyrirtækja og svo framvegis. En bíðum aðeins hægar. Konur fóru ekki að koma út á vinnumarkaðinn fyrir alvöru Elín Hirst, fyrrum fréttastjóri, gagn- rýndi Kvennalist- ann og sagði að hún hefði engan sérstakan áhuga á því að sonur sinn lœrði að prjóna! ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl. 20.00: Söngleikurinn Hamingjuránið eftir Bengt Ahlfors Fimmtud. 7. nóv. Sunnud. 10. nóv. Næstsíðasta sýning. Föstud. 15. nóv. Síðasta sýning. Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Föstud. 8. nóv. Nokkur sæti iaus. Laugard. 16. nóv. Nokkur sæti laus. Sunnud. 24. nóv. Laugard. 30. nóv. Ath. Fáar sýningar eftir. Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Laugard. 9. nóv. Nokkur sæti laus. Fimmtud. 14. nóv. Sunnud. 17. nóv. Laugard. 23. nóv. Föstud. 29. nóv. Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner Sunnud. 10. nóv. kl. 14. Nokkur sæti laus. Sunnud. 17. nóv kl. 14. Sunnud. 24. nóv. Sunnud. 1. des. Síðustu 4 sýningar. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 Leitt hún skyldi vera skækja eftir John Ford Á morgun. Uppselt. Laugard. 9. nóv. Uppselt. Fimmtud. 14. nóv. Uppselt. Sunnud. 17. nóv. Örfá sæti laus. Föstud. 22. nóv. Laugard. 23. nóv. Miðvikud. 27. nóv. Athygli er vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Litla sviðið kl. 20.30: í hvítu myrkri eftir Karl Ágúst Úlfsson Fimmtud. 7. nóv. Uppselt. Föstud. 8. nóv. Uppselt. Aukasýning sunnud. 10. nóv. Laus sæti. Föstud. 15. nóv. Uppselt. Laugard. 16. nóv. Uppselt. Fimmtud. 21. nóv. Uppselt. Sunnud. 24. nóv. Örtá sæti laus. Athugið að ekki er hægt að hleypa gest- um inn i salinn eftir að sýning hefst. ★ * ★ Miðasalan er opin mánud. og þriðjud. kl. 13.00-18.00, miðvikud.-sunnud. kl. 13.00-20.00 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. - Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10.00 virka daga. - Sími 551 1200. fyrr en á áttunda áratugnum. Karlarnir hafa getað hreiðrað um sig í mestu makindum í öll- um helstu lykilstöðum í þjóðfé- laginu, og haft til þess margar aldir. Þeir hafa einnig búið til í kringum sig allskyns samtök: Lions, Oddfellow, Kiwanis, Frí- múrarar og hvað þetta heitir allt saman. Þeir hafa bundist tryggðaböndum þvers og kruss um allt þjóðfélagið. Þeir líta meira að segja á það sem óþægilega árás á einkalíf sitt að þurfa að bjóða kvenstjórnanda með í veiðitúrinn hjá kompaní- inu og stinga frekar upp á heil- um degi í Baðhúsi Lindu Pé fyr- ir hann. Gott og vel. Þetta mun taka tíma, en það mun hka bera árangur. Bara að konur gleymi ekki að vera konur. Takk fyrir. LEIKFÉLAG AKUREYRAR Sigrún Astrós Sýning laugard. 9. nóv. kl. 20.30. Næslsíðasia sýning. Sýning laugard. ló. nóv. kl. 20.30. Síðasta sýning Síðustu sýpingar á Sigrúnu Astrósu ViS vekjum athygli allra leikhúsunnenda á að aðeins eru eftir tvær sýningar á Sigrúnu Astrósu. Sýningin hlaut frábæra dóma gagnrýnenda. VerkiS er gaman- samt og hugljúft, jafnframt því sem jxiS slær á djúpa strengi í brjóstum karla jafnt sem kvenna. MissiS ekki af þessari skemmtilegu leiksýningu. * Dýrin í Hálsaskógi eftír Thorbjarn Egner Sýningar: Laugard. 9. nóv. kl. 14.00 - Uppselt Sunnud. 10. nóv. kl. 14.00 Sunnud. 10. nóv. kl. 17.00 Laugard. 16. nóv. kl. 14.00 Sunnud. 17. nóv. kl. 14.00 MiSasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram aS sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími í miðasölu: 462 1400. - besti tími dagsins!

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.