Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 2
Laugardagur 23. nóvember 1996 - II iDagur-^Iínrtmt . BHaEBWPlwfii Freyja Jónsdóttir skrifar Þar sem nú er Suðurgata 8 stóð áður bær sem nefndur var Loftsstaðir. Þar bjó um 1880 Jón Jónsson frá Loftsstöðum í Flóa með fjölskyldu sinni og var bærinn og túnið í kringum hann nefnt eftir æskuheimili hans. Það kom þó stundum fyrir að bær- inn var kallaður „Halldóru- bær“ og þá kenndur við konu Jóns, Halldóru Teitsdóttur. Þau hjón, Halldóra og Jón, bjuggu um tíma á Jófríðarstöðum í Hafnarfirði og mun þau hafa byggt sér þar bæ. Árið 1886 er talið að Franz Siemsen hafi byggt hús sem enn stendur og var við Suðurgötu 8. Hann var þriðji sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu, ineð búsetu í Hafnarfirði, og fyrsti sýslu- maðurinn þar sem bjó í sínu eigin húsnæði. Árum saman gekk þetta hús undir heitinu Sýslumanns- húsið. Fyrir nokkrum árum var það ílutt yfir götuna, þegar það þurfti að víkja fyrir bygg- ingu nýs safnaðarheimilis og er nú Suðurgata 11. í húsinu er núna útibú frá Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar. Samkvæmt manntali frá 1890 búa í Sýslumannshúsinu: Franz Siemsen, húsbóndi og sýslumaður, 35 ára; Þórunn Siemsen, kona hans, 24 ára; og börn þeirra: Árni, 2 ára, og Sigríður, á fyrsta ári. Enn fremur eru á heimilinu; Guð- mundur Helgason, 17 ára, sýsluskrifari; María Gunn- laugsdóttir, 31 árs, vinnukona, fædd í Miklaholtssókn, og Vig- dís Pálsdóttir, 20 ára, vinnu- kona, fædd í Borgarsókn. Franz Siemsen var fæddur 14. október 1855, sonur Ed- vards Siemsen, kaupmanns í Reykjavík, og konu hans Sig- ríðar Þorsteinsdóttur. Móður- afi hans var Þorsteinn Bjarna- son, lögregluþjónn í Reykjavík. Franz Siemsen tók próf í lög- fræði frá Kaupmannahafnar- háskóla 1881. í ágúst 1886 fékk hann Gullbringu- og Kjós- arsýslu, en áður hafði hann verið settur málflutningsmað- ur í Landsyfirdómi á annað ár. Kona hans var Þórunn Árna- dóttir, hún var dóttir Árna Thorsteinssonar landfógeta. Börn þeirra voru: Árni, Sig- ríður, Soffía og Theodór. Næsti sýslumaður Gull- bringu- og Kjósarsýslu var Páll Einarsson, sem ílutti í húsið um 1899 og bjó þar til ársins 1908, á meðan hann gegndi sýslumannsembættinu. Hann var sonur Einars Guðmunds- sonar, bónda á Hrauni í Fljót- um, og konu hans Kristínar Pálsdóttur frá Viðvík í Skaga- firði. Kona Páls var Sigríður Árnadóttir Thorsteinssonar. Hún lést 29. janúar 1905. Seinni kona Páls var Sigríður Franzdóttir Siemsen sýslu- manns í Hafnarílrði, sem bjó áður í húsinu. Páll Einarsson var sýslu- maður í Barðastrandarsýslu á árunum 1893 til 1899, borgar- stjóri í Reykjavík frá 1908 til 1914, síðan sýslumaður Ey- Sýslumannshúsið stendur enn við Suðurgötu, en nú er það númer 8 og er á uppsteyptum kjallara. Upphaf- lega stóð húsið handan götunnar. Sýslumannshúsið í Hafnarfirði firðinga og bæjarfógeti á Ak- ureyri til 1919, og hæstarétt- ardómari til 1935. Hann lést 17. desember 1954. Páll Ein- arsson og Sigríður Franzdóttir, kona hans, bjuggu lengi á Vesturgötu 38 í Reykjavík. Árið 1902 áttu heima í Sýslumannshúsinu; Páll Ein- arsson sýslumaður, Sigríður Árnadóttir, kona hans; börn þeirra: Árni og Kristín, ásamt fósturdótturinni Sigrúnu Ei- ríksdóttur. Þá voru á heimilinu vinnukonurnar Ingileif Sigurð- ardóttir Bachmann, fædd 1877 á Vatnseyri við Patreksfjörð, og Arnleif Guðmundsdóttir, fædd 1877 í Hvammssókn. Árið 1893 sólaði þetta fólk sig undir Hamrinum í Hafnarfirði. Fremst sit- ur Franz Siemsen sýslumaður ásamt Þórunni konu sinni. Börn þeirra eru Soffía, Árni Theodór og Sigríður. Maðurinn með hattinn er Jóhann- es Jóhannesson sýslumaður. Þessi mynd af húsinu er tekin nærri aldamótum, þegar vandað- ar girðingar og falleg hlið settu svip sinn á bústaði betri borgara. Einnig var á heimilinu Árni Þorbergur Þorsteinsson, fædd- ur 1885 á Tröð á Álftanesi. Árni þessi lærði trésmíði, en stundaði kvikmyndahússrekst- ur í mörg ár. Magnús Sigurðsson bjó í nokkra mánuði í húsinu árið 1908; hann var næstur á eftir Páli Einarssyni. Magnús var bæjarstjóri í Hafnarfirði og sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu fyrri hluta ársins 1908 og síðan bankastjóri ís- landsbanka. Kona hans var Á- stríður, dóttir Magnúsar Stephensen landshöfðingja; hún lést 25. aprfl 1933. Seinni kona Magnúsar Sigurðssonar var Margrét Stefánsdóttir frá Stóra-Knarrarnesi á Vatns- leysuströnd. Jón Hermannsson frá Velli í Rangárvallasýslu var með embætti sýslumanns seinni hluta ársins 1908 og bjó þann tíma í húsinu. Næstur kom í húsið Magnús Jónsson, som var skipaður sýslumaður Gull- bringu- og Kjósarsýslu og bæj- arstjóri í Ilafnarfirði 20. des- ember 1908 og gegndi því embætti til ársins 1934. Ilann var fæddur 27. desember 1865, sonur Jóns Haliuórsson- ar á Laugabóli í Nauteyrar- hreppi og Guðrúnar Þórðar- dóttur. Eftir lögfræðipróf var Magnús settur sýslumaður í Vestmannaeyjum í tvö ár. Síð- an vann hann hjá bæjarfóget- anum í Reykjavík og stundaði málafærslustörf þar til hann fór til Hafnarijarðar. Magnús þótti ákaflega duglegur og gekk í hvaða störf sem var. Hann stundaði búskap ásamt sýslumannsstörfunum, eins og fyrirrennarar hans gerðu. Hann þótti ganga hraustlega að allri vinnu og til þess var tekið hvað hann var góður sláttumaður. Eftir að hann flutti úr húsinu var það tekið undir skrifstofur og lögreglu- stöð. Á fyrstu tugum aldarinnar ferðuðust sýslumenn á hestum og áttu þá margir hverjir nokkra gæðinga. Sýslumenn Gullbringu- og Kjósarsýslu heyjuðu túnið við Sýslumanns- húsið til fóðurs handa hestum sínum. Til þess var tekið hvað Páll Einarsson átti fallega gæðinga. Það hefur lika komið sér vel, því svæði sýslumanna í Gullbringu- og Kjósarsýslu var stórt og mikið yfirferðar. í brunamati frá 12. október 1945 kemur fram að búið er að byggja við húsið, tveggja hæða hús úr steinsteypu sem er innangengt í frá gamla hús- inu. Viðbyggingin var notuð fyrir fangageymslu, lögreglu- varðstofu og dómsal. Þarna voru átta fangaklefar og í mörg ár var Stígur Sæland þar fangavörður. Kona Stígs var Sigríður Sæland; hún var ljós- móðir og stundaði Ijósmóður- störf í Hafnarfirði í mörg ár og þótti lánsöm í starfi. í sýslumannshúsinu voru sýsluskrifstofur og íbúð á efri hæðinni. í þeirri ibúð bjó Guð- mundur Breiðdal húsvörður, sem einnig vann við innheimtu fyrir sýslumannsembættið. Sýslumannshúsið var byggt af bindingi, múruðum með múr- steinum, og byggt að danskri fyrirmynd. Það var með stór- um kvistum á þakhæð. í mörg ár hafði Sveinn Björnsson, yf- irrannsóknarlögreglumaður og listmálari, skrifstofu sína í herberginu með suðurkvistin- um. Þaðan var mikið og gott útsýni yfir höfnina. Sýslu- mannsembættið var þarna til húsa til ársins 1967, er það fiutti á Strandgötu og síðan í Bæjarhraun. Eftir að sýsluskrifstofurnar fóru úr húsinu kom þangað Bifreiðaeftirlit ríkisins og var til ársins 1984. Þegar húsið var ílutt yfir götuna var það sett á háan steinkjallara, en að öðru leyti heldur það sínu upprunalega útliti, nema búið er að járn- klæða það. Áður var það með timburklæðningu á veggjum og járni á þaki. I kjallara hússins eru tvær litlar íbúðir. Heiraildir frá Þjóðskjalasafni og Skjalasafni Hafnarfjarðar.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.