Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Page 4

Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Page 4
Laugardagur 23. nóvember 1996 - IV iDagur-©itmm ISLENDINGAÞÆTTIR Guðrún frá Lundi Guðrún Árnadóttir frá Lundi með barnabarni sínu, Jóhönnu Halldórsdóttur, sem hér minnist langömmu sinnar á persónulegan hátt. er eins og konur vilja gjarnan hafa menn, nema hvað hann hef- ur kannski ókosti líka, en svoleið- is menn stenst engin kona. Hvað heldurðu að „Dalalífið" mitt væri ef þar væri enginn Jón á Nauta- flötum, eða ef ég gerði hann venjulegan?“ Ég gat ekki svarað því þá, og skildi reyndar ekkert af því sem hún sagði. En mér þótti svo vænt um að amma tal- aði alltaf við okkur börnin eins og við værum fullorðin. Ævi Guðrúnar Guðrún Árnadóttir fæddist á Lundi í Stíflu í Fljótum í Skaga- fjarðarsýslu 3. júní 1887. For- eldrar hennar voru Árni Magnús- son og Baldvina Ásgrímsdóttir, bæði voru þau ættuð úr Fljótum. Ólst Guðrún upp hjá þeim í ellefu systkina hópi, þar af komust níu systkinanna tií fullorðinsaldurs. Þegar Guðrún var orðin ellefu ára gömul lærði hún að skrifa, og þá strax byrjaði hún að semja sögur. Tvítug fór hún úr foreldra- húsum í kaupavinnu. f Þverárdal í Húnavatnssýslu kynntist hún Jóni Þorfmnssyni og þau giftust 1910. Um svipað leyti tók Guðrún mestallt „handritadraslið“ sitt, eins og hún sjálf orðaði það, og brenndi, þar sem hún renndi grun í að framtíðin myndi krefj- ast annars af henni en að sitja við skriftir. Þó komst „Dalalíf undan brennunni. Þau Jón og Guðrún bjuggu mestan sveitabúskap sinn á Ytra- Mallandi á Skaga, eða í 17 ár. Jón var smiður og var Guðrún mikið ein heima með börnin þeirra þrjú og sá um búskapinn meðan hann stundaði atvinnu sína annars staðar. Árið 1939 íluttu þau til Sauð- árkróks, þar sem Guðrún fór svo að skrifa fyrir alvöru, þó svo hún hefði aldrei lagt skriftirnar al- gjörlega á hilluna. Um það leyti sem hún er að nálgast sextugt kom fyrsta bókin út, „Dalalíf, árið 1946. Hún var lesin upp til agna og svo komu þær frá henni, ein af annarri, í langri röð, sögur sem fólkið las og beið eí'tir. „Fræg eða ekki fræg, að minnsta kosti er óhætt að segja að þær hafl ylj- að einhverjum." Mér finnst óþolandi að lesa það aftur og aftur í ýmsum grein- um, sem skrifaðar hafa verið um Guðrúnu, að ævi hennar hafi ver- ið „hversdagsleg“, eins og flestra annarra húsmæðra í sveitum landsins, umhverflð tilbreytingar- lítið og hún sjálf ómannblendin. Það er rétt að hún var hlédræg; tel ég það frekar kost en löst, en sé ekki að það komi því neitt við að vera ómannblendin. Hún átti góða vini og fjölskyldu og ég neita að trúa því að hún hafi ver- ið einhver mannafæla. Hún sem hafði slíka innsýn í mannlegt eðli og söguefni „hversdagsleikans" að hún náði inn í hjörtu flestra þeirra sem yfirleitt kunna að meta góðar sögur, „lífið sjálft" eins og hún sjálf sagði. Ævi húsmæðra í sveitum landsins er efni í aðra grein út af fyrir sig. Hvað getur verið við- burðarikara en að vera bóndi? Húsmæður eru sjaldnast „bara“ húsmæður og taka yfirleitt fullan þátt og ábyrgð á búum sínum. Mér finnst dálítið vitlaust að fólk skuli ímynda sér að það geti ver- ið „hversdagslegt", „afskekkt og cinangrað" og hvað annað sem má kalla bændalíf, og talað er af þekkingarleysi. Ég get varla í- myndað mér neitt viðburðaríkara eða skemmtilegra, eða fleiri efni í sögur en einmitt að vera bóndi í sveitum landsins, eins og hún var árum saman. Ég gæti trúað að hún hafi brosað lítið eitt að öllum þeim spekingum sem gagnrýndu verkin hennar og skrifuðu mikið um menntunarleysi og kaffi- drykkju, stflbrögð, tækni og hversdagsleika, og þeim greinum þar sem hún er kölluð „afdala- barnið sem sigraði í lífsbarátt- unni“, hafi hún þá yfirhöfuð lesið þær. Guðrún rithöfundur Guðrún frá Lundi lést 1975, þá aldurhnigin, en enn að skrifa meðan hún mátti. Hafði hún þá lengi búið í litla húsinu á Sauðár- króki, og eins víst að Sauðkræk- ingar hafi lítið vitað um að hún Nótt að beði sígur senn, sofnar gleði á vörum. Samt við kveðum eina enn, áður en héðan förum. (Jón Þorfmnsson) Að riija upp minningar barns um gamla konu, langömmu, gæti maður kannski haldið að væri ógjörningur, og erfitt að segja það í dag sem barnið hefði sagt þá. En ég ætla samt að reyna, hún stendur mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum enn í dag, eins og hún stæði hérna við hliðina á mér, brosandi og segjandi: „Hvað ætlarðu að fara að skrifa um gamla konuna, það er nú óþarfi að fara að hampa mér.“ Og ég segi: „Amma mín, þetta er ekki minningargrein eða neitt svoleið- is. Mig langar bara að sýna þér örlítinn þakklætisvott.“ Guðrún amma Hún var alltaf kölluð Guðrún amma, svo ég kallaði hana það líka. Hún var hjá okkur öll haust frá því ég man eftir mér, þriggja til fjögurra ára, og þar til hún dó, en þá var ég orðin átta ára. Ég tók ástfóstri við þessa hljóðlátu, yndislegu konu, sem sagði sögur og fór með þulur fyrir okkur, á meðan hún prjónaði, gerði við eða stússaðist eitthvað annað. Ég gat setið og horft á hana skrifa tímunum saman, þá hélt hún að ég væri að lesa og tók ekki eftir neinu í kringum sig. Þögul sat hún, skrifaði og skrifaði, ein í sín- um heimi sem var góður heimur og viðburðaríkur. Stundum spurði ég: „Amma, hvað ertu alltaf að skrifa um?“ Hún: „Ég er að skrifa um h'fið.“ Einu sinni spurði ég hana, þegar hún hafði lokið við að segja okkur söguna um stúlkuna sem fór að leita að gullkúlunum sínum ofan í brunni, hvort hún væri fræg. „Hver segir þér það, góða mín?“ spurði hún þá. Ég sagði að fólk væri alltaf að tala um bækurnar hennar og hvað hún væri vinsæl. Hún sagði að henni væri svo sem sama hvort hún væri fræg eða ekki, en það væru sögurnar hennar sem væru vinsælar, ekki hún sjálf. „Ég er glöð yfir að einhverjir vilja lesa þetta sem ég skrifa. en það skiptir ekki máli hvort maður er frægur eða ekki, bara að sagan ylji fólki, gefi því lit í tilveruna. Fólk sér nefnilega ekki alltaf lit- ina í sinni eigin sögu.“ Guðrún amma skammaðist aldrei og gaf aðeins ráð væri hún beðin um þau. Einhvern tíma vorrnn við systurnar dáh'tið há- vaðasamar eins og gengur, þannig að þeim eldri fannst nóg um og eitthvað var verið að siða okkur til. „Ó, leyfið þið blessuð- um börnunum að ærslast og hlæja, það er ungdómnum eigin- legt. Við hlæjum ekki svona fal- lega sem erum farin að eldast og þekkja lífið," sagði hún þá brosmild. Ég man einu sinni eftir að hafa séð hana dapra, og þá var hún að segja okkur frá fólki sem bjó á Skaga þegar hún bjó þar. Fólkið varð fyrir því að ungt barn þeirra ráfaði eitthvað burt frá bænum og týndist og var leitað og leitað fram á nótt með aðstoð nágranna. Móðirin var að tapa sér, sem von var, og grét yfir barninu sem hún hélt að væri að eilífu týnt. Seint og um síðir fannst það svo, þreytt og svangt, útgrátið þar sem það hafði sofn- að einhvers staðar langt frá bæn- um og fyrstu viðbrögð móðurinn- ar, þegar hún fékk barnið í hend- urnar, var að lúberja það og skamma þar til það var komið með ekka. „Svona getur fólk mis- skilið lífið,“ sagði amma. „Það veit ekki hvenær á að gleðjast og þakka guði, það skilur ekki þegar kraftaverkin gerast. Bara ef þau gerast ekki.“ Ég grét yfir þessu aumingja barni og móðurinni um kvöldið, kannski af því að amma var svo döpur yfir þessu löngu liðna atviki. Amma átti svo fallegan kjól, sparikjól sem var svartur úr þunnu efni með gulum, rauðum og grænum blómum og ég á eina mynd af okkur saman sem mér þykir alveg óskaplega vænt um. Ég held að hún sé tekin þegar yngsta systirin er skírð, haust 1971. Ég man bara að hún var að fara með þulu fyrir mig, sem mér fannst svo gaman að heyra, þulu eftir hana sjálfa, sem hún skrif- aði aldrei niður. Það er ekkert til af þulunum hennar eða barna- sögunum skráð neins staðar, svo ég viti. En þessa þulu var ég búin að læra (hún var alveg óhemju löng!) og það sést á svipnum á okkur báðum á myndinni, alltjent ímynda ég mér það. Nú er hún gleymd. Svo var ég farin að stelast til að lesa þetta merkilega „DalahT, sem allir voru að tala um. Stel- ast, segi ég, því foreldrar mínir sögðu að ég gæti lesið það seinna, ég skildi hvort eð er ekk- ert um hvað það væri, barnið. Ekkert hvetur börn meira til þess að óhlýðnast en að segja að þau skilji ekki hlutina, eigi þess vegna ekki að fást við þá. Svo ég las og las, þangað til ég var orðin ösku- reið við þennan heimska Jón á Nautaflötum. Næst þegar amma kom til að vera hjá okkur, spurði ég hana af hverju hún hefði gert hann svona vitlausan. Hún hió og fannst þessi umræða greinilega skemmtileg: „Af hverju finnst þér hann vitlaus?“ Ég sagði að það væri af því hann væri ekki venju- legur eins og aðrir, léti alltaf eins og asni. Þá sagði hún: „Þú skalt lesa þetta allt saman aftur, þegar þú verður aðeins eldri, og vita hvað þér finnst um það þá. Jón á Nautaflötum á ekki að vera venjulegur, enda finnst konum ekkert varið í menn sem eru venjulegir, skal ég segja þér. Jón Frásögusnillingar skála á góðri stund. Guðmundur G. Hagalín og Guðrún frá Lundi, þegar skáldkonan var heiðruð með framlagi úr Rithöfundasjóði. Mynd Gunnar V. Andrésson

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.