Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 12
Laugardagur 23. nóvember 1996 -XII ARNAÐ H E I L L A Hagux-Œtmtm i ANDLÁT Ásgeir Haraldur Gríms- son lést mánudaginn 28. októ- ber síðastliðinn. Útfbrin hefur þegar farið fram. Björn Líndal Guðmundsson frá Laufási lést á Sjúkra- húsinu á Hvammstanga þriðjudaginn 12. nóvem- ber. Daníelína Sveinbjörnsdóttir (Lína) lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudag- inn 13. nóvember. Ekhardt Thorstensen er látinn. Garðar Sigurður Þorsteinsson frá Flateyri, Gullsmára 8, Kópavogi, lést í Landspít- alanum miðvikudaginn 13. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Gestur I. Jóhannesson, Þórsgötu 4, Patreksfirði, lést í Sjúkrahúsi Patreks- Qarðar þann 13. þessa mánaðar. Guðný Þuríður Guðnadóttir, Melagötu 10, Neskaup- stað, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gunnar Eggertsson, Þinghólsbraut 65, Kópa- vogi, lést á heimili sínu 12. nóvember sl. Gunnar H. Valdimarsson fiugvirki, Árskógum 6, Reykjavík, lést á heimili sínu 15. nóvember. Ingunn Jóna Ingimundardóttir Risner lést á heimili sonar síns í Plymouth, Massachusetts, USA, 12. nóvember sl. Jóna Sigrún Símonardóttir, Ilrauntúni 61, Vest- mannaeyjum, lést í Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja aðfaranótt 11. nóv- ember. Útförin auglýst síðar. Kristinn Eyjólfsson frá Hvammi í Landsveit, Drafnarsandi 5, Ilellu, lést á heimili sínu 13. nóvember. Sigurbjörg S. Hoffritz, Ártúni 14, Selfossi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands hinn 14. þessa mánaðar. Valgerður Bryndís Garðarsdóttir, Bistvagen 16, Norrköping, Svíþjóð, lést 11. nóvem- ber. Útför hennar fór fram í Norrköping fimmtudag- inn 21. nóvember Ásgeir Ó. Einarsson dýralœknir nírœður Aaldamótum fluttu bændá- hjónin Ólafur Jónsson og Asgerður Sigurðardóttir frá Reykjum í Lundarreykjadal af föð- urleifð Ólafs á Stóru-Fellsöxl í Skilmannahreppi til Reykjavíkur. Byggðu þau hús við Lindargötu 18 og var þröng á þingi, því að börnin munu hafa verið tíu, en þar á bættist, að í það minnsta elstu syn- irnir voru um kyrrt í foreldrahús- um, þó að kvæntust. Einar, elstur þeirra, átti Þórstínu Gunnarsdótt- ur, sjómanns á Djúpavogi Þor- steinssonar, og bjuggu þau með fjölda barna sinna í einu súðar- herbergi á Lindargötu 18. Þar var Ásgeir fæddur, fyrsta barn þeirra hjóna, hinn 21. nóvember 1906. Reyndist erfitt að halda honum frá skólabókunum allt um ókyrrð af yngri systkinum og húsþrengslin og varð árangur af námi hans í Miðbæjarskólanum eftirtakanleg- ur. Vinnusamur var hann á sumr- um, ungur drengur á síldarbát með föður sínum fyrir norðan, en Einar Ólafsson var sjómaður og matsveinn langa og farsæla starfsævi. Þá reri Ásgeir með Ólafi afa sínum 1919, en var á vist sum- arlangt uppi í Hálsasveit á þessum árum. Auk hinna góðu námshæfi- leika samfara mikilli iðni og á- stundun, kynntist hann lífi og starfi íslenskrar alþýðu til sjós og lands. Dró hann hvergi af sér í verki, varð snemma hraustur og lagði síðar kapp á íþróttir. Svæsna lungnabólgu, berklakyns að hann telur, lifði hann af, vegna hreysti unglingsins, þá byrjaður í mennta- skóla, en langsöm þókti hugmikl- um vinnu- og íþróttagarpi aftur- batatíðin. Var hann þá hjá Sigur- jóni fóðurbróður sínum, og einnig á búi hans í Norðurgröf á Kjalar- nesi, en Sigurjón bauð honum vist og veru, svo að gæti stundað menntaskólanám. Gekk það eftir og dró Ásgeir hvergi af sér í skóla eða sumarvinnu. Voru þau 54, sem luku stúdentsprófi frá MR vorið 1927, en það var í síðasta sinn, að stúdentar voru braut- skráðir frá einum menntaskóla á þessari öld, Akureyrarskólinn fékk brátt réttindi og voru fyrstu stúd- entarnir brautskráðir þaðan vorið eftir. „Norðanmenn" voru nokkrir í stúdentshópnum syðra með þeim Ásgeiri, þeir er lesið höfðu allt til prófa nyrðra, þjóðkunnir menn, eins og raunar margir Reykjavík- urstúdentarnir Viginti septem. Hafa þeir haldið vel hópinn, hist æ oftar, er í vinahópinn hafa komið skörð. Eru þeir nú aðeins 4 eftir og verða 70 ára jubilstúdentar á næsta vori, eins og Ásgeir gat um í minningarorðum eftir bekkjarsyst- ur þeirra Lisbeth Zimsen í Kalm- anstungu, sem lést í haust. Á þeim árum völdu afar margir stúdentar læknisfræði og var talið, að ofgnótt yrði og atvinnuleysi. Beið Asgeir því átekta, vann hörð- um höndum við byggingar hjá frænda sínum í Norðurgröf, þrautæfði sig í íþróttum, uns fékk fjárstyrk þann, er stundum hefur verið kallaður stóri styrkurinn, og sigldi til dýralæknisnáms í Þýska- landi. Einvalalið kenndi í Hannover í þann tfma og vísindin eíldu alla dáð, enda varð Ásgeir mikill vísindavinur og fræðimaður í greininni, sem brátt sannaðist, þegar hann kom heim. Fyrst í löngu námshlói, sem hann gerði til verknáms með Hannesi Jónssyni dýralækni í Reykjavík, og meðfram til að styrkja fjárhag sinn til námsloka, sem urðu við embættis- próf 1934. Ekki varð hin þýska tunga Ás- geiri hindrun, en hann er við- brigða tungumálamaður og hneigður íyrir málfræði og alla málvísi. Talaði hann þegar þýsk- una rétt og svo vel, að hann naut sín til fulls í dýralæknaháskólan- um í Hannover og á ferðum sínum um landið eða með félögum og vinum. Við Harms-fjölskylduna eru vináttuböndin óslitin ávaUt síðan, Pielhauer, Herling og Weise. Geta má þess, að Ásgeir var farar- stjóri íslenskra íþróttakennara á Ólympíuleikunum í Berhn 1936, en íslandsmet átti hann í spjót- kasti áður fyrr um nokkurra ára skeið og bætti það mikið. Heim kominn var Ásgeir skip- aður héraðsdýralæknir á Austur- landi og tók umdæmið til alls Múlaþings, raunar norðan frá Þistilfirði, og svo Skaftafellsþings, út að Skeiðarársandi. Hélst svo lengi enn og hafði t.a.m. núver- andi dýralæknir á Héraði, Jón Pét- ursson, allt Austurland undir á fyrri árum sínum eystra frá 1958, og Skaftafellssýslu hina eystri. Sat Ásgeir á Ketilsstöðum á Völlum framan af, enda gerði Hallgrímur Þórarinsson honum gott boð og drengilegt. Fór hinn ungi dýralæknir víðs vegar á Hér- aði og í Fjörðum, á hestum sínum, þegar fært var, annars á skíðum og Lagarfljót, hvenær sem ísinn var hestheldur. Er ekki rúm að rekja minnin að austan að sinni, en hið mikla geymir minningin, og víst er, að Ásgeir tók það mjög nærri sér, er hann varð, fyrir rás viðburðanna, að segja héraði sínu og embætti lausu. Það var að fullu 1940. Hann hafði kynnst unga handavinnukennaranum á Hall- ormsstað, Kirstínu Láru Sigur- björnsdóttur í Ási, og þau gifst hinn 12. ágúst 1937 og hugðu gott til framtíðar á Reyðarfirði eða á Egilsstöðum. Skjótur endir var bundinn á, þegar frú Guðrún Lár- usdóttir alþingismaður, móðir ungu dýralækniskonunnar, fórst og 2 dætur hennar í bflslysi síð- sumars 1938. Varð slysið mikill ör- lagavaldur í lífi Ásgeirs, því að héraðsdýralæknirinn á Austur- landi settist að í Ási í Reykjavík, embættislaus í 10 ár. Hið stóra land var þá enn albyggt og dýra- læknishéruðin aðeins 6, svo að öll þörf var á hverjum lærðum dýra- lækni, ekki hvað síst vísindamanni í greininni, er hefði starf og að- stöðu til rannsókna, einkum í bar- áttunni við sauðijársjúkdóma, þar sem mest fór fyrir garnaveikinni, einkum á Jökuldal og í Fljótsdal. Efni þjóðar virtust ekki gefa slíku færi, en á 5. áratugnum, er Ásgeir dýralæknir vann ýmsa vinnu, að húsasmíðum, leigubílaakstri o.fl., uns hann fékk embætti héráðs- dýralæknis í Gullbringu- og Kjós- arsýslu 1950, með aðsetri í Ási. En mjög var hann í ráðum í sérgrein sinni og tíðum til kallaður og í af- leysingum, enda hafði hann mikið orð fyrir sjúkdómsgreiningu og læknishjálp, þegar hann var eystra. Fyrir skilning Hermanns Jónassonar ráðherra höfðu honum iðulega verið falin rannsóknar- störf. Má þar geta Deildartungu- veikinnar, sem Ásgeir komst fyrir ræturnar á, en þessi skaðvaldur barst út hingað frá Ilalle í Þýska- landi 1933 með hinu svonefnda karakúlfé. Það var mjög stuttan tíma í einangrun í Þerney, en var brátt ráðstafað að Deildartungu, norður að Hólum, bændaskóla- setrinu, og víðs vegar. — Síðar kom upp sá skæði sjúkdómur, sem kenndur er við hinn bændaskól- ann, þ.e. á Ilvanneyri, en hér er ekki rúm að rekja. Minnst skal á þau ráð, sem Ás- geir dýralæknir hafði snemma fundið, að gefa klumsa hryssum kalkvatn í æð, enda væri klums líkt og doði í kúm og ám, einnig súrdoðinn. Athuganir Ásgeirs, uppgötvanir og fundin ráð bárust smám saman um landið, þótt í- mynduð sparsemi og tortryggnin tefði sem endranær í hinu gamal- gróna bændasamfélagi áfalla og skaða, sem menn voru vanastir að sætta sig við og eyða hvorki fé, tíma né erfiði í að vinna gegn. Jafnvel útrýma. íslendingar reyna að vonum að verjast erlendum bú- fjársjúkdómum, s.s. gin- og klaufa- veikinni, en til voru þeir, sem settu upp svip, þegar Ásgeir dýralæknir benti á/að klums væri séríslenskt fyrirbæri. Aðeins ein norsk hryssa, furðu smá vexti og fínleg, hefur orðið klumsa á öldinni. Varð hinn kunni héraðslæknir Páll Kolka til þess, að aðrir dýralæknar á land- inu við.urkenndu uppgötvun Ás- geirs og lækningu á klumsi 1935, en hann fékk hinn unga dýra- lækni, er var á ferð á Blönduósi, til að lækna klumsa meri úti í Vind- hælishreppi. Gagngert til að aug- lýsa sjúkdómsgreiningu hans og læknisráð. — Var Ásgeir þá á leið suður til fundar og samstarfs við Níels Dungal, sem veitt hafði hæfi- leikum hans athygli, heppni og ó- þvinguðu kappi. — Tvo þeirra sjúkdóma, sem bárust með karak- úlfénu til landsins, hafði Ásgeir greint eystra, auk Deildartungu- veikinnar fyrr, en það voru garna- veikin, sem er berklabróðir, og kýlaveikin. Greining garnaveikinn- ar var mesta uppgötvun hans, en síðar var hann sæmdur hinni ís- lensku fálkaorðu fyrir vísindastörf sín. Var Ásgeir nær árlangt hjá prófessor Dungal og reyndust störf þeirra giftudrjúg, en án þeirra að- gerða voru fyrirsjáanlegar afieið- ingarnar óskaplegar. — Síðar kom þurramæðin upp í Þingeyjarsýslu, en hana var erfiðara að greina en Deildartunguveikina. Skrifaði Ás- geir stjórnvöldum þá og var falin rannsókn, og fann hann veikina í fé á öllu svæðinu austan frá Vopnafirði og suður í Breiðdal. 1938 skoðaði hann fé og krufði í Breiðdalnum, en þangað hafði karakúlfé einnig verið sent, og fékk sönnun fyrir garnaveikinni, sem hann hafði lært að greina á námsárunum í Hannover. Fundust garnaveikitilfelli á 6 bæjum, þar sem karakúlfé hafði verið. Enn fékk Hermann Jónasson Ásgeir til rannsókna og til að leita úrræða, en það starf var mjög erfitt eystra vegna gífurlegra fjarlægða og veg- leysis, en þá fór Ásgeir allt norður á Kópasker, næstum ávallt einn og gangandi. Sunnan Breiðdalsheiðar tók Gísli á Selnesi að sér hina brýnu rannsókn og var samstarf þeirra Ásgeirs mikið og árangurs- ríkt. Sparaðist hér ríkisstjórninni að fá dýran sérfræðing til landsins sunnan úr Evrópu, en til slíkra ráða hafði ítrekað verið gripið á fyrri öld, sbr. íjárkláðamálið. Svínapestin, sem hingað barst með setuliðinu 1941, varð hin versta fallsótt, sem tók 12 ár að lækna og loks með hollensku bólu- efni, en svínabændur fáir og vel samtaka, enda var þá vaxandi trú á lækningar og varnir fyrir fram- göngu Ásgeirs og svo almenn fyrir- mæli. Pestin var eingöngu á suð- vesturhorninu. 1965 fékk Ásgeir námsleyfi í nokkra mánuði og dvaldi á Englandi við rannsóknastörf, en með því að búskapur, bæði sauð- íjár og kúa, fór mjög þverrandi og heilsa Ásgeirs nokkuð að bila til líkamlegra átaka í íjósi og hest- húsi, efth vinnuslys og umferðar- slys, sókti hann um lausn frá emb- ætti sínu, áður en langt leið og fékk hana formlega 1968. Var hann þó héraðsdýralæknir síðar á annað ár undir Eyjafjöllum og í Vestur-Skaftafellssýslu, 1969- 1970. Auk þess var hann haust eftir haust við kjötskoðun á stöð- um, þar sem dýralæknir sat víðs ijarri. Og í alls 11 vetrarferðir fór hann með hestaflutningaskipum til meginlandsins, en skilyrði sett, að dýralæknir væri með í þessum erf- iðu ferðum. Síðustu 6 starfsárin var hann heilbrigðisráðunautur hjá Heil- brigðiseftirliti ríkisins, sem hefur bækistöðvar í Reykjavík, en nauð- syn að farið væri vítt um land. Kom nú enn sem fyrr að góðum notum, hve óvflinn Ásgeir er til ferðalags og snar með áræði undir stýri. Fékk hann og æfinguna, meðan gegndi dýralæknisstörfum á Kjalarnesi og í Kjós, þar sem er tiltakanlega stormasamt og við- sjált á vegum. Á 20 ára ævikvöldi, sem víst má kalla mannsævina eftir sjötugt, hefur Ásgeir dýralæknir verið ó- dofinn í áhuganum á fagi sínu. Að- dáun hans á fallegri skepnu er einlæg og hrifning á fegurð í ríki dýra og gróðrar er djúp, en hann er raunsæismaður og því mjög á móti s.n. græningjum í kröfu þeirra um friðun hvala, sem hann telur af eigin reynd á sjónum í gamla daga, hin verstu rándýr, en selinn dýran skaðvald og refinn réttdræpa vá sauðijárins. Ásgeir er mikill bókavinur, les- inn og fróður langt út fyrir sér- grein sína og læknisfræðilegan lærdóm. Enn vinnur hann af lítt slævðum áhuga á bókasafninu á Grund og hann hefur enn andþol og raddþrek til messusöngsins þar, en stirður er fótur. Er sönghefðin þar orðin ærið löng, því að tengda- faðir hans, síra Sigurbjörn Á. Gíslason, þjónaði þar fram að ní- ræðu, 1966. Áttu þeir saman heimili í Ási í 30 ár og kom vel á- samt í gagnkvæmri virðingu og trausti. Skrifstofa prestsins var sunnanvert á stofuhæðinni, dýra- læknisins að norðan og við næstu dyr. Þeir, sem kynntust, og þeir voru margir, sáu og glöddust yfir, hve vel fór á í þessu óvenjulega sambýli sálusorgara mannanna og læknis málleysingjanna. Húsmóð- irin í Ási, Lára Sigurbjörnsdóttir, bjó við mikla önn síma-, lyfja- og ráðleggingarþjónustu á samofnu dýralæknisheimili qg embætti, en gestakomur miklar bæði í erindi og starfi, og á prestssetri föður síns. Fimm börn hjónanna uxu að visku og vexti á hinu annasama opinbera menningarheimili. Og í náð hjá Guði og mönnum. Ágúst Sigurðsson, Prestbakka.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.