Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 9
2Dagur-®ttrátn Laugardagur 23. nóvember 1996-IX MINNIN GARGREINAR Guðmundur Arnlaugsson Guðmundur Arnlaugsson fæddist í Reykjavík 1. september 1913. Hann lést í Landspítalanum 9. nóv- ember síðastliðinn. Guðmundur var elsta barn hjónanna Arn- laugs Ólafssonar, bónda og verkamanns, f. 8.8.1888, d. 2.9. 1971, og Guðrúnar Guðmunds- dóttur húsfreyju, f. 6.9. 1884, d. 6.8. 1943. Systkini Guðmundar voru Skúli, f. 30.9. 1916, d. 8.6. 1917, Sigríður, f. 18.1. 1918, Ó- lafur, f. 2.3. 1920, d. 28.11. 1984, María, f. 19.6. 1921, Helgi, f. 17.3. 1923, Elías, f. 8.11. 1925, og Hanna, f. 29.7. 1928, d. 13.1.1984. Kona Guðmundar var Hall- dóra Ólafsdóttir hjúkrunar- kona, f. 20.7. 1915, d. 12.10. 1978. Þau bjuggu framan af í Kaupmannahöfn, en síðan í Reykjavík, fyrst á Öldugötu 25 og síðar í Drápuhlíð 45. Börn þeirra eru: 1) Ólafur stýrimað- ur, f. 15.3. 1943, eiginkona Nancy Knudsen Guðmundsson; þau sldldu. Dætur þeirra eru Elfrida Johanna háskólanemi, f. 5.11. 1973, og Erica Jean grunnskólanemi, f. 30.5. 1983. Síðari kona Ólafs er Liz Guð- mundsson, f. 26.10. 1941. 2) Arnlaugur tæknifræðingur, f. 21.7. 1945, eiginkona Anna Kristjánsdóttir prófessor, f. 14.10. 1941. Böm þeirra eru: Hlíf, sem er BA í mannfræði, f. 1.2. 1972, gift Hilmari Thors stjórnmálafræðingi, f. 3.12. 1965; Guðmundur mennta- skólanemi, f. 15.10. 1976, og Skúli menntaskólanemi, f. 2.5. 1980. 3) Guðrún tónlistarkenn- ari, f. 19.3. 1947, eiginmaður Björgvin Víglundsson verkfræð- ingur, f. 4.5. 1946. Dætur þeirra eru Lára læknir, f. 16.9. 1968, og á hún dóttur, HaUdóru, f. 31.1. 1994; og HaUa háskóla- nemi, f. 16.6.1975. Guðmundur stundaði nám í Menntaskólanum í Reykjavík og lauk stúdentspróil frá stærð- fræðideUd 1933. Sama haust hóf hann nám við Kaupmanna- hafnarháskóla og var aðalgrein hans stærðfræði, en auk hennar eðlisfræði, efnafræði og stjörnufræði. FyrrihlutapróQ lauk hann vorið 1936, gerði þá hlé á námi og kenndi við Menntaskólann á Akureyri tU 1939. Cand. mag.-próH lauk Guðmundur síðan 1942 og kenndi við menntaskóla í Kaup- mannahöfn uns heimsstyrjöld- inni lauk. Er heim kom kenndi Guðmundur við Menntaskólann á Akureyri og Menntaskólann í Reykjavík. Hann kenndi stærð- fræði við verkfræðideUd Há- skóla íslands og eðUsfræði í heimspekideUd HÍ. Þá var hann stundakennari við Verslunar- skóla fslands og síðar við Kenn- araháskóla íslands. Árið 1965 var Guðmundur skipaður fyrsti rektor Menntaskólans við HamrahUð og kenndi þar einnig lengst af nokkra stærðfræði. Þar var hann frumkvöðull og farsæU stjórnandi við gerð öld- ungadeUdar og áfangakerfís, en hvort tveggja leit fyrst dagsins ljós 1972. Hann lét af störfum rektors við MH árið 1980. Um langt skeið gegndi Guð- mundur margvíslegum trúnað- arstörfum, var ritari raunvís- indadeUdar Vísindasjóðs í 22 ár, sat í landsprófsnefnd um ára- tuga skeið, var námsstjóri í stærðfræði og eðlisfræði ríö menntamálaráðuneytið og fuU- trúi ráðuneytisins í norrænum nefndum um skólamál. Hann skrifaði og þýddi fjölda kennslubóka, einkum í stærð- fræði og eðUsfræði. Guðmundur var kunnur fyrir afskipti sín af skák, lengi landsUðsmaður og ólympíumótsfari 1939, íslands- meistari 1949 og alþjóðlegur skákdómarí fyrstur íslendinga árið 1972. Hann var gerður heiðursfélagi Skáksambands Bandaríkjanna 1972 og Skák- sambands íslands 1975. Guð- mundur skrifaði fjölda bóka og greina um skák og studdi á margríslegan hátt eflingu skák- listariiínar og unga skákmenn. Hann flutti þætti um skák bæði í útvarp og sjónvarp. Síðustu ár var hann dómari í nokkrum al- þjóðlegum áskorendamótum vegna heimsmeistaraeinrígis. Árið 1979 var Guðmundur sæmdur riddarakrossi fálkaorð- unnar og árið 1995 nafnbót heiðursdoktors ríð Háskóla fs- lands. Eftir að hann lét af störf- um sem rektor Menntaskólans ríð Hamrahlíð var hann m.a. virkur ríð dómarastörf á skák- mótum fram á síðustu ár. Einnig stundaði hann skriftir og fræðistörf fram á síðustu vikur og eru nokkur þeirra verka, sem hann vann að, að koma út á næstu mánuðum. Síðustu æríár sín átti Guð- rnundur samvistir ríð Öldu Snæhólm og trygga og einlæga vináttu. Haustið 1980, þegar sá sem þetta skráir settist í stól rektors í Menntaskólanum við Hamrahlíð, tók hann við góðu búi. Jafnt nemendur sem kennarar sóttust eftir vist í skólanum og komust færri að en vildu. Skólinn var þekktur fyrir tvær nýjungar, sem báðar hafa mótað alla þróun framhaldsskóla á íslandi, á- fangakerfið og öldungadeildina. Trúlega verður þetta tvennt í framtíðinni talið merkustu á- fangarnir í sögu íslenskra fram- haldsskóla á síðari hluta tuttug- ustu aldar. Þótt margir hafi lagt hönd á plóginn, var einn maður samt ó- umdeildur verkstjóri og fremsti hugmyndasmiður í þessu starfi, Guðmundur Arnlaugsson, fyrsti rektor skólans. Skömmu áður en Menntaskól- inn við Hamrahlíð tók til starfa losnaði staða rektors í Mennta- skólanum í Reykjavík. Meðal umsækjenda voru tveir reyndir kennarar skólans og var Guð- mundur annar þeirra. Mennta- málaráðherra leysti máhð þannig að hinn innsækjandinn, Einar Magnússon, varð rektor MR, en Guðmundi var falin stjórn hins nýja skóla, fyrsta menntaskólans sem íslendingar reistu í höfuðborg sinni. Þetta reyndist giftusamleg lausn. Guð- mundur var rektor Menntaskól- ans við Hamrahlíð frá stofnun 1966 til 1980. Á þessum tíma mótaði hann ekki aðeins þennan skóla, heldur einnig allt kerfi framhaldsskóla í landinu, og raunar j út fyrir landsteinana, eins og síðar verður vikið að. Nær allir eða alhr framhalds- skólar, sem stofnaðir voru eftir 1966, tóku upp áfangakerfi. Án þess hefði kostnaður og skipulag allt við framhaldsskóla utan stærstu þéttbýliskjarna farið úr böndum. í dreifðum byggðum Svíþjóðar eru víða — eins og hér — vand- kvæði á að halda uppi Qölbreyttu skólastarfi með bekkjakerfi í ýmsum sérhæfðum skólum og mun einfaldara og ódýrara er að leysa málið með áfangakerfi. í nýjum lögum um skólakerfi í Sví- þjóð, sem nú eru að koma til framkvæmda, eru ýmsar kröfur um ljölbreytni náms sem mun hagstæðara virðist að hrinda í framkvæmd í áfangakerfi en í hefðbundnu bekkjakerfi. Þess vegna hefur áfangakerfi, að verulegu leyti sniðið að íslenskri fyrirmynd, nú verið tekið upp í ýmsum skólum þar í landi. Öldungadeild Menntaskólans ríð Hamrahh'ð, sem stofnuð var 1972, bætti úr brýnni þörf. Fjölda fullorðinna manna, sem ekki gat lokið stúdentsprófi á venjulegum skólaaldri, bauðst nú tækifæri til þess. Nú eru öld- ungadeildir hluti skólastarfs í framhaldsskólum víða á landinu. Kynni mín af Guðmundi Arn- laugssyni hófust þegar hann kenndi mér eðlisfræði til stúd- entsprófs í Menntaskólanum í Reykjavík veturinn 1950-51. Síð- ar urðum við samkennarar, fyrst í MR en síðan í Hamrahlíð, þar sem ég starfaði undir hans stjórn frá 1967 til 1980. Og fyrst eftir að hann lét af skólastjórn tengd- ist hann skólanum enn formlega sem stundakennari í stærðfræði. Guðmundur var afburða kennari. Komu þar bæði til ágæt þekking hans á námsefninu og tök hans á að koma því til skila. Öll framkoma hans var prúð- mannleg og hlýleg. Hann hélt rírðingu og athygli nemenda sinna án þess að þurfa nokkru sinni að beita nokkurn mann hörðu. Þessir eðliskostir nýttust hon- um ekki síður sem skólastjóra. Einnig í því starfi hafði hann lag á að laða fram allt hið besta í fari þeirra sem hann starfaði með, jafnt nemenda sem kenn- ara. Að leiðarlokum kveð ég gaml- an vin með þakklæti og rírðingu. Konu hans, vandamönnum og vinum votta ég samúð. Blessuð sé minning Guðmundar Arn- laugssonar. Örnólfur Thorlacius. QL Sigurður Jóhannesson Fæddur 26. janúar 1932 Dáinn 21. október 1996 Eitt höfuðeinkenni okkar þjóð- menningar að fornu og nýju var og er sú list að segja frá. Að gæða frásögn sína því lífi og lit að þeir er á hlýða fái notið. Þetta er list, sérgáfa sem ekki er öllum gefin; einum vel, öðr- um miður. Svo menn nái eyrum og áhuga áheyranda þarf ýmis- legt til. Má þar nefna skýra rödd, skipulega frásögn, gott málfar og síðast en ekki síst skopskyn í ríkum mæli. Þetta er mér efst í huga nú, er ég minn- ist fáeinum orðum nýlátins góð- kunningja og vinar, Sigurðar Jóhannessonar rafvirkjameist- ara, er lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 21. október s.l. eft- ir skamma legu. Útför hans var gerð frá Fella- og Hólakirkju 28. sama mánaðar, að ríð- stöddu ijölmenni. Það mun nálægt aldarhelft frá því fundum okkar bar sam- an fyrst. Ég var þá í vegarínnu- flokki er átti tjöld sín við Sand- dalsá í Norðurárdal í Borgar- firði. Þar var matráðskona Hulda Egilsdóttir frá Sauðár- króki. Þau Sigurður voru þá í tilhugalífinu. Þau settust síðan að í Kópavogi og eignuðust 4 börn. Þau slitu samvistum eftir nokkurra ára sambúð. Mikil og góð vinátta hafði verið með okkur og þeim. Hulda lést 1981. Sigurður kvæntist öðru sinni og þá eftirlifandi konu sinni, Kristínu Andrésdóttur, og eiga þau tvær dætur. Áður hafði hann eignast einn son milli kvenna, sem kallað er. Samband okkar ríð Sigurð var óbreytt. Þegar svo við kynntumst Kristínu, gerðist það af sjálfu sér að við hjón og börn okkar urðum þar eins konar heimagangar ef einhvers þurfti með. Nú síðast á liðnu sumri buðu þau hjónin okkur Ellu Dís suður á Reykjanes. Heimsóttum ríð þá æskuvin Sigurðar úr Garðinum, Þorstein Kristinsson kennara í Keflavík, en hann er skólabróðir minn frá Reykjum. Áttum við þar saman mjög á- nægjulega dagstund hjá Þor- steini og konu hans. Ég vissi að Sigurður var þá sjúkur maður orðinn, en ekki hvarflaði að mér að svo skammt væri til ærí- loka hans. Síðast sá ég hann í sjötugsafmæli mínu nokkru síð- ar. Sigurður starfaði lengst af á Reykjalundi og var að ég hygg þekktur um allt land af störfum sínum þar. Hér verður sú saga ekki rakin, enda þegar gert af öðrum er betur þekktu til. Hon- um eru hér aðeins færðar þakk- ir fyrir gáskann og gleðina sem hann veitti okkur, er honum kynntumst á lífsleiðinni. Eins og á var drepið í upp- hafi þessara orða, tel ég frá- sagnarhæfileikann listgrein. Þeirri hæfni var Sigurður ríku- lega gæddur. Hann sagði frá á þann veg að hver sem á hlýddi hlaut að hrífast af. Þar fór allt saman er þurfti og áður greindi. Ilann var á ríssan hátt töframaður á þessu sviði. Lýs- ingar hans bæði í máli og stíl, látbragði og lifandi frásögn voru á stundum sjónhverfingum líkastar. Kannski létu honum ýkjusagnir hvað best. Þær voru oft þeim töfrum gæddar að þó maður vissi þær ýkjur einar, þá urðu þær í meðförum hans eins og hinn eini stóri sannleikur. Af sjálfum sér sagði hann hrak- fallasögur, lét honum það afar vel, enda óhlífinn eigin skinni. Hann sló þannig hörpu sína að hver sem á hlýddi hlaut að hríf- ast af. Vissulega var hann fleiri list- rænum hæfileikum gæddur en hér er getið. Hann kom talsvert að leiklist, m.a. hjá Leikfélagi Kópavogs, og sannaði hæfni sína á því sviði. Einnig lék hann nokkur hlutverk í kvikmyndum og nú síðast mun hann sjást í Djöflaeyjunni. Handverk hans mörg bera og listaeðlinu glöggt rítni. Hann lifir þó lengst í minni okkar sem hinn sanni sagnamaður. Og vel væri ríð hæfi ef einhver tæki sig til og héldi til haga því sem hæst ber, er honum tókst best upp. Þar er um margan auðugan garð að gresja. Ég vil svo að lokum þakka Sigurði skemmtilega samfylgd. Hans líkar eru sannarlega salt jarðar. Sagt er að hláturinn lengi lífið. Ætli hann sé ekki hollur í eilífðinni líka. Ekki kæmi mér á óvart þótt þeir ættu sumir eftir að brosa í kampinn þegar þú, Siggi minn Jóh., segir þeim eina lauflétta úr jarðvist- inni og þá með „þínu lagi“. Kristínu og öllum aðstand- endum öðrum vottum við Ella Dís og ijölskylda okkar dýpstu samúð. Jónas R. Jónsson frá Melum.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.