Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 11
JOagur-ÍEtmtmt MINNINGARGREINAR Laugardagur 23. nóvember 1996 - XI var gjöf sem gleymist eigi og gœfa var þaö öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Jón Helgason. Hverfum 30 ár aftur í tímann. Það er komið vor. Skólinn er á enda. Ég hef hlakkað til síðan í september að komast aftur út í Hrísey til afa og ömmu. í Hrísey var margt hægt að bralla fyrir smápatta eins og mig. Já, allir ævintýra- og felu- staðirnir í gamla hermanna- bragganum, svo ég tah ekki um kompuna inn af þvottahúsinu þar sem hægt var að grúska og gleyma sér í marga klukkutíma. Stundum var það að ég fékk að fara með afa eldsnemma á morgnana á litla árabátnum, eða „Gonnunni" eins og hún var alltaf kölluð, til þess að vitja netanna eða fara á handfæri. Og seint gleymi ég því, þegar amma leyfði okkur bræðrunum | að sofa með hænuunga uppí hjá okkur. Já, minningarnar hrann- ast upp frá guttaárunum í Hrís- j ey, þessari paradís, og veran með ömmu og afa í llrísey er ó- 1 metanleg. Amma og aíi íluttu síðar til Akureyrar og saknaði ég þess að fá ekki að vera á sumrin í Hrísey, en ég fékk miklu meira í staðinn. Því nú gat ég notið j þeirra allt árið. Það liðu yfirleitt. ekki margar nætur þegar ég gat suðað og sagt „má ég fara og sofa hjá ömmu og afa?“ og ekki var nú slæmt að lauma sér til ömmu í löngufrímínútum og fá mjólk og smjörköku, þegar hún bjó í Þingvallastræti 14. Já, amma var mér góð. Ég alla blessun þakka þér, sem þinnar líknar vottur er, en einkum glaður þakka ég það að þú sem barn mig tókst þér að. (Gellort — Sb. 1801 — V. Briem) Elsku amma, guð blessi þig og hafðu þökk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Helgi Rúnar Jónsson. Sigurður Kristján Baldur Óla- son röntgenlæknir fæddist á Svalbarðseyri 30. september 1918 og lést í Landspítalanum þ. 6. nóvember 1996. Foreldrar: ÓIi P. Kristjánsson, póstmeistari á Akur- eyri, og k.h. Jóselína Pálsdóttir. Systir: Hjördís, f. 26.12. 1922. Maki: Herdís Eb'n Steingrímsdóttir, f. 23.11. 1921, d. 17.12. 1995. For- eldrar hennar: Steingrímur Matthí- asson læknir og k.h. Kristín Þórðar- dóttir Thoroddsen. Börn: 1) Sigríð- ur, félagsráðgjafi og tækniteiknari, f. 14.12. 1946; maki Bent Rasmus- sen, þau eiga 3 börn. 2) Kristín, hjúkrunarfræðingur, f. 5.6. 1949; maki Jón Baldvin Pálsson, þau eiga 3 börn. 3) Þóra, myndhstarmaður, f. 27.5. 1954; maki Sumarliði ísleifs- son, þau eiga 3 börn. 4) Steingrím- ur Óli, tónlistarmaður, starfar í tölvudeild Reiknistofu Háskóians, f. 11.3. 1961; liann á 2 börn. Sigurður starfaði sem aðstoðar- læknir við sjúkrahúsið á Akureyri snemma árs 1946, en stundaði síð- an framhaldsnám í Danmörku og Svíþjóð í rúmt ár. Hann var héraðs- læknir í Hólmavíkurhéraði 1947- 1952 og þjónaði lengst af Árneshér- aði á sama tíma. Frá 1952 starfaði hann við sjúkrahúsið á Akureyri, sem síðar varð FSA, og var þar Fæddur 24. febrúar 1942 Dáinn 13. nóvember 1996 Stór, fallegur og vænn,“ sagði amma, þegar mamma sagði að ég væri óþægur. Orð hennar voru lög og mér var borgið. Hún var frá Hvammi og nú hefur harmurinn lostið fjöl- skylduna. Svo óvæntur og óbæri- legur. Hversu stór, fallegur og vænn var hann ekki, frændi minn í Hvammi. En hvar er nú amma og hvar er lausnin? Hvar er huggunin við þessum hræði- lega dómi? Aðeins almáttugur Guð veit svarið, hann gaf okkur h'fið og hann ákveður brottför. Því erum við hans, hvort sem við lifum eða deyjum. Minningar hrannast að. Pabbi nýdáinn og ég pjakkur með mömmu og systur minni að væfl- ast austur á Selfossi á jólmium. Inn í Ingólf vindur sér þriggja álna maður og eftir því þrekinn: „Þarft þú ekki að komast suður með krakkana, elsku frænka?" Þetta var Eyjólfur bóndi í Hvammi, uppáhaldið hennar mömmu. Kvíðvænleg ferð varð að stórri gleði. Svona getur eitt orð breytt dimmu í dagsljós. „Það er helmingi meiri kraft- ur í böllunum mínum, þegar strákarnir hans Eyfa mæta,“ sagði Gulli frændi jafnan og eru þó engir meðaljónar á íslenskum sveitaböllum. Kristinn var elstur systkinanna. Minningar sækja að. Eldgos í Heklu 1970. Bflastraumur upp Landsveitina. Best að kanna hestakost hjá Kristni frænda í Hvammi og ríða uppað eldfjall- inu. Áð í sjoppunni í Skarði. Maður með hatt að afgreiða bensín og öl. „Er Eyjólfur í Hvammi frændi mömmu þinnar? Hvernig? Heyrðu, fáðu þór aðra flösku, því að allir í sveitinni eru frændur hennar og ég er hrepp- stjórinn." Öskufall í Landsveit. Hætta á Kristinn Ejjólfsson bifreiðarstjóri hagbanni. Við Kristinn rákum Hvammshrossin niður í Gunn- arsholt. Fórum um Réttarnes og Rangá. Hvílík dýrð. Hekla, há- tignin, gnæfði alls staðar yfir. „Gat ei nema Guð og eldur / gert svo dýrlegt furðuverk." Komið við í Koti hjá öldruðum systkinum. Hann aðeins einu sinni komið til Reykjavíkur og nokkrum sinnum á Selfoss. Hún einu sinni á Selfoss — á ævinni. Riðin til baka leiðin, sem langafi okkar Landshöfðinginn, sem ungur maður, hafði raun- verulega farið í draumi. Því hann elskaði langömmu í Skarði svo mikið. Áð í Skarði. Sigríður leit á rekstrarmanninn: „Hann er þó ekki með hljóðum. Hlýtur að hafa komið á hestbak áður.“ Landsmót í Skagafirði 1974. Riðið norður Sprengisand. Skuggabaldurinn frá Kristni, besti hesturinn, óbilandi þrek og mýkt. Svo kom Kristinn norður með hreppstjórann á nýja sjálf- skipta Broncónum. Þvflíkur bfll, þvflfkur bflstjóri. Gifting ári seinna. Brúðurin hriíin vestur að leysa af póst- og símstöðvarstjórann í Ólafsvík. Brúðkaupsferðin, ríðandi íjalla- baksleiðirnar með Kristni, Önnu, Kollý og Kalla — án brúðarinnar. Villst á Grænafjalli, Kristinn braust yfir Markarfljót á jeppan- um. Þvflík gleði, þvflflc dýrð. Minningarnar eru óendanleg- ar. Fjallferðir á Landmannaaf- rétt. Rosaleg vatnsveður, flotið niður Jökulgilið með féð í fang- inu. Snjóáhlaup. Allt svart eða hvítt. Skjóni uppgefinn. Osmond- inn hættur að hrekkja. Snati þagnaður og Kátur kominn á hnakknefið með gimbrinni. Þórð- ur skáld meira að segja hættur að yrkja. Landbúnaðarstefnan? Breytingar? „Adieu“ — bless. Nú var bara að duga eða drepast. Hestamót. Þórður að slá í gegn. Inga klappandi uppí brekku. Kristinn brosandi. AUt gekk svo vel. Sigrar og sýningar. Ræktun, tamningar og veður- blíða. Guð var líka góður að gefa okkur allt þetta. í einkalífinu var Kristinn mik- ill hamingjumaður. Hafsjóirnir brotnuðu í brimgarðinmn og heimilið var sú lygna og hlýja friðarhöfn, sem væringinn þráir. Stoltur fylgdist hann með börn- unum vaxa úr grasi. Kinkaði kolli til Eyjólfs. „IJann stækkar þessi.“ Lóa og Inga — hvor annarri fallegri. Barnabörnin, hamingjan mikla. Tónlistarhæfileikar Önnu voru hámenning sveitarinnar og Kristinn var óþreytandi að skutla henni á æfingar og messur. Hljómmikill blandaður kórsöng- ur fyllti frístundirnar. Unaður í bland við þá fullnægju að taka glæsta gæðinga til kostanna og stríðala alla ræktunina, svo til var jafnað. Vinátta Kristins var bókstaf- lega eins og kletturinn í hafinu. IJversu sem brimaði var hún öll- um ljós, alltaf til staðar og bifað- ist aldrei. Stundum er sagt að menn séu eins og þeir sem þeir umgang- ast. Þá er líka sagt að umhverfið móti einstaklinga. Rangárþing var umgjörðin um allt líf Krist- ins. Þessi undursamlega sýsla geymir söguslóðir einnar skær- ustu perlu heimsbókmenntanna, Njálu. Öll veröldin þekkir Heklu og Oddaverjar voru ein ríkasta aðalsætt Evrópu. Mægðir kon- ungum, bergðu á viskubrunnum heimsins hvar sem þeir voru, ólu upp Snorra Sturluson og í Sæ- mundi á selnum sigrar ljósið og kærleikurinn myrkrið. Þetta er þannig ein búsældarlegasta sýsla landsins, þaðan fær þjóðin megnið af orku sinni og fyrir ströndum er stærsta verstöð landsins, Vestmannaeyjar. En mitt í öllu dramanu, stórfeng- leikanum og frægðinni er lítil sólskríkja á grein líka að reyna að syngja, lækur að glitra og líf að eiga hreinan tón. Kristinn hefur sjálfsagt ininnt margan á hinn stórbrotnari þátt heimaslóða sinna. Þeir sem kynntust honum fundu þó ekki síður viðkvæmnina, bh'ðuna, tryggðina og einlægnina. Þá þætti, sem fyrst og síðast gera það þakkarvert fyrir aðra að vera hluti af mannlegu samfé- lagi. „Stór, fallegur og vænn,“ sagði amma og ég gat litið glaðan dag. Nú, við hina bugandi sorg af þessu gersamlega óvænta og ó- tímabæra fráfalli Kristins, þá þakka ég samt algóðum Guði að hafa gefið mér h'f með svo lýsandi vini um þá geislandi strengi, sem amma frá Hvammi dró í bernsku mi'na. Ég votta eftirlifandi eigin- konu, Önnu Magnúsdóttur, börn- um, barnabörnum, foreldrum, ættingjum og vinum öllum mína dýpstu samúð. Guð máttar og ástar taki nú Kristinn minn sér að hjarta. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Sigurður Ólason röntgenlœknir röntgenlæknir frá 1955-1990. Á þeim tíma fékk hann framhalds- menntun á Landspítalanum og í Hollandi. Eftir margra ára ánægjulegt sam- starf er okkur bæði ljúft og skylt að minnast Sigurðar Ólasonar með nokkrum orðum. Hann hóf störf á röntgendeild FSA árið 1955, tveimur árum eftir að núverandi sjúkrahús við Eyrarlandsveg var tekið í notkun, og starfaði allt til ársins 1990, þegar röntgendeildin var ílutt í nýbygging- una. Á þessum tíma hafa orðið bylt- ingarkenndar framfarir á öllum svið- um sérgreinarinnar. Sigurði var alla tíð mjög annt um að deildin okkar fengi að halda í við þróunina og drægist ekki aftur úr. Oft varð hann að berjast harðri baráttu, einkum þegar verið var að skipuleggja nýju röntgendeildina. Ekki sló hann af í þeim efnum, þótt komið væri fram undir starfslok. Vafasamt er hvort nýja deildin hefði fengið tölvusneið- myndatæki strax, ef Sigurður hefði ekki verið ósveigjanlegur í þeirri kröfu. í rúma tvo áratugi var hann eini læknirinn á röntgendeildinni og var þar að auki heimilislæknir, svo að einstakan dugnað þurfti til að standa undir álaginu. Auk röntgen- rannsókna annaðist hann geislameð- ferðir, en þær lögðust af hér nyrðra snemma á 8. áratugnum. GreinOegt var, að Sigurður hafði mikinn metnað gagnvart deildinni. Okkur er til dæmis minnisstætt, hvað hann lagði mikla áherslu á faUegar beinamyndir. Honum var það kapps- mál, að þær yrðu fallegri hjá okkur en fyrir sunnan. Oft var hann harður í horn að taka, on líka ljúfur, um- hyggjusamur og skemmtUegur. Þeg- ar umræður voru komnar í mát, tók hann gjarnan um axlirnar á viðmæl- andanum (kvenfólkinu), hristi létt og kfmdi á sinn einstaka hátt. Venjulega var það stórmál, ef Strandamaður kom í myndatöku. Engu var líkara en að þar væri heiðursgestur á ferð, því að Sigurður hafði þjónað íbúum Strandasýslu i' nokkur ár og virtist eiga í þeim hvert bein. Ekki er hægt að minnast Sigurðar án þess að nefna eiginkonu hans, Herdísi Elínu Steingrímsdóttur (Dísellu), sem lést á síðastliðnu ári. Herdís vann hjá okkur sem ritari í nokkur ár og skilaði starfi sínu með mestu prýði. Hún sýndi okkur ein- staka ræktarsemi, sendi okkur stunduin fallegar skreytingar, heimatilbúið kerti fyrir jóhn eða lét Sigurð færa okkur konfekt. Þau voru alltaf eins og nýgift, það geislaði af þeim í nærveru hvors annars. Það var ævintýri likast að skoða einstakt safn gamalla lækningatækja í eigu þeirra hjóna, en það erfðu þau frá föður Dísellu, Steingrími Matthí- assyrú (Jochumssonar) lækni. Eitt af áhugamálum þeirra var kattahald, þaú voru ahtaf með eina læðu, enda spurðum við reglulega frétta af kisu. Langri og farsælli starfsævi er lokið. Minning þeirra verður höfð í heiðri hér á deildinni um alla fram- tíð. Við vottum börnum þeirra, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum fyllstu samúð okkar. Samstarfsfólkið á röntgendeild FSA. Hamingjan er afstætt hugtak. Sumt sem veitir einum unað getur verið öðrum einskis virði. Og oftast er hamingjan hverful, a.m.k. sú sem utan frá er fengin. Þessi orð eru mér efst í huga þá ég kveð Sigurð Ólason lækni, móðurbróður minn. Sigurður var mér ráðhollur alla tíð, sannur vinur, þó ekki bæri ég ætíð gæfu til að fara að orðum hans. Surnt fólk er kallað náttúrubörn. Sú nafngift skýrir sig sjálf. Það eru menn, sem linná frið og hugsvölun í að ganga á vit náttúrunnar, dvelja á kyrrlátum stöðum, fjarri skarkala þéttbýlisins, kjósa fremur að hlusta á klið straumvatnsins og vell spóans en villiæði í borg og bæjum. Frændi var náttúrubarn, stang- veiðimaður af guðs náð. Hann hlust- aði á þytinn í vorsins veröld og vatn- anna þunga straum. Hann var græð- ir, íslensk náttúra var samofin sálu hans. „Á grænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta,” segir í sálmi Davíðs. Mín vissa er að frændi á góða heimkomu. Römm taug dreg- ur hann til friðsælla staða, til gömlu veiðifélaganna sem áður hafa gengið á vit feðranna. Lífið er stutt, en Laxá löng. Hvfl þú í friði, frændi. Óli G. Jóhannsson.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.