Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 5
®agur-®mmm Laugardagur 23. nóvember 1996 - V ÍSLENDINGAÞÆTTIR bjó á meðal þeirra áratugum saman. Pannig hefur henni kannski orðið að ósk sinni: að- eins sögurnar voru „vinsælar“, ekki hún sjálf. Og ekki hefur maður séð henni mikið hampað, hvorki þar í bæ né annars staðar, ekki einu sinni af ættingjum hennar nánum eða bókaforlög- um, sem hafa ekki haft meiri metnað en svo fyrir hennar hönd en gefa út „Dalalíf1 aftur í þrem- ur bindum, í mjög takmörkuðu upplagi. I’aö er að sjálfsögðu töngu uppselt eins og allar henn- ar bækur fyrr og vonandi síðar meir. Þykir mér vera full ástæða ;il að endurútgefa öll hennar /erk, og sannfærist ég æ meir eft- s því sem árin líða og fólk ræðir um „DalahT, eins og sögupersón- urnar þar séu á næsta bæ, góðir vinir, og spyr hvort nokkurs stað- ar sé hægt að fá bækurnar henn- ar. Rithöfundurinn Guðrún talar það mál til okkar lesendanna að við skiljum það sem hún segir, hún skrifar um „lífið sjálft" sem hún þekkir svo vel. Það hefur nefnilega ekkert breyst frá því Guðrún skrifaði sögurnar sínar, nema tæknin. Mannlegt eðli, mannlegar tilfmningar, kostir og lestir breytast harla lítið þó kyn- slóðir komi og fari. Hvað snertir kunnáttuleysi, kunnáttu og stíl Guðrúnar og annarra rithöfunda, er mín skoðun sú að of mikil fræðimennska og speki geti eyði- lagt heilu listgreinarnar. Það er ekki hægt að læra af nokkru viti að segja sögur eða yrkja ljóð, mála myndir eða annað, það hlýt- ur að vera eitthvað sem mann- eskjur hafa í sér eða ekki. Það er ómögulegt að ákveða fyrir heila þjóð eða þjóðir hverjir séu skáld og hverjir ekki, og hverjir skuli segja sögur og hverjir ekki. Það velur þjóðin sér sjálf og breytir engu þar um titill eða spekinga- Guðrún Árnadóttir frá Lundi. Norðlenskir rithöfundar, Páll Jónsson og Guðrún Árnadóttir. heiti, því list er list, ef hún nær inn að hjartanu. Og Guðrún kunni að segja sögu svo þjóðin hlustaði og eignaði sér söguna. „Dalalíf', „Afdalabarn“, „Tengdadóttirin", „Þar sem brim- aldan brotnar", „Römm er sú taug“, „Ölduföir, „Stýfðar fjaðr- ir“, „Utan frá sjó“ o.s.frv. o.s.frv. Þær eru ansi margar sögurnar hennar Guðrúnar. Hvernig væri nú, á fimmtugsafmæli „Dalalífs“, að fara að endurútgefa eina af annarri? Það ætti ekki að vera stór áhætta fyrir bókaforlög þessa lands, eða miklir erfiðleikar því samfara, nema þau séu öll að reyna að gera skáld úr einhverj- um spekingum sem hugsanlega gætu orðið söluvara. Mér finnst það stundum gleymast þegar ver- ið er að gera skáld úr einhverjum, miklu kostað til í auglýsingar og búnar til metsölubækur sem kannski eru aldrei lesnar, að skáldin þurfa að geta sagt sögur og ort ljóð, og yfirleitt hefur ís- lenska þjóðin valið sín skáld sjálf. Að lokum Ég fór að ráðum hennar og las „Dalah'f' aftur og aftur, þegar ég var orðin aðeins eldri. Að sjálf- sögðu væri það engin saga ef Jón á Nautaflötum væri ekki eins og hann er, eða ef hún hefði gert hann venjulegan. Jón á Nauta- flötum er enginn venjulegur Jón, hann er maður sem engin kona stenst, maður eins og konur vilja hafa menn, mannlegur með sína kosti og lesti, en jafnframt svo mikil draumsýn. Ég spurði hana hvort hann hefði verið til í alvör- unni. „Já,“ sagði hún. „Það verð- ur alltaf til Jón á Nautaflötum." Jóhanna Halldórsdóttir. ÚR HANDRAÐANUM Yngis- meyjar í Grímsey Þeir sem þekkja fatatísku og hárgreiðslu telja að þessi mynd sé tekin á ijórða áratug ald- arinnar. Ungu stúlkurnar eru með fléttur og borða þar, í kjólum sem minna á hinn glaðværa þriðja áratug vestur í henni Ameríku. Ein er sýnu elst á myndinni og er með bylgjur í hári upp á danskan móð, eins og þá var ílottur. Myndin er tekin í Grímsey og örlar fyrir byggð- inni efst á myndinni. Kunnugir þekkja áreiðanlega víkina og klettinn, sem stendur upp úr sjó og er myndaður af glæsilegu stuðlabergi, en sýnist gró- inn að ofan. En forvitni leikur á að vita hverjar þær glæsi- legu stúlkur eru, sem brosa við myndasmiðnum og hvenær myndin var tekin. Þeir sem kunna að þekkja stúlkurnar eru vinsamlegast beðnir að skrifa eða hafa samband við Dag-Tímann og upp- lýsa um þá vitneskju sína.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.