Dagur - Tíminn - 26.11.1996, Page 1
Umboðsmaður barna
Skilnaðarmál erfið
Erindi er tengjast erfiðleik-
um barna við skilnað for-
eldra bar hæst í starfi
Umboðsmanns barna á fyrsta
starfsári embættisins. Skrifleg
og munnleg erindi sem bárust
voru alls 356. „Algengt er að
börn hafi vakið athygli mína á
því að þau séu lögð í einelti af
öðrum nemendum og jafnvel
einstökum starfsmönnum skóla.
Þetta geta verið alvarlegar
ásakanir sem taka ber með var-
úð, en ég tel þó augljóst að hér
sé á ferðinni víðtækt vanda-
mál,“ segir Þórhildur Líndal
umboðsmaður barna.
Embættið tók fimm mál til
sérstakrar umfjöllunar á síð-
asta ári. Pau eru skráning öku-
tækja á ófjárráða börn, skil á
nafnskírteinum til 14 ára
barna, útivistartími og öryggi
barna á öllum sviðum samfé-
lagsins.
Skólakostnaður
400.000 á íjölskyldu
Heildarútgjöld íslend-
inga til fræðslumála
námu tæpum 26 millj-
örðum króna árið 1995
✓
slendingar vörðu hátt í 26
milljörðum króna til
fræðslumála í fyrra - sem
jafngildir um 385.000 kr. á
hverja 4ra manna Qölskyldu.
Upphæðin samsvarar 4,9% af
landsframleiðslu síðasta árs.
Nærri 7. hluti upphæðarinnar
eru bein útgjöld heimilanna, en
afgangurinn kemur úr sjóðum
hins opinbera.
Tæplega helmingur opin-
berra framlaga til skólamála,
eða rösklega 11 milljarðar
króna, fóru í rekstur grunnskól-
anna. Sá hluti kostar því kring-
um 165.000 kr. að meðaltali á
hverja 4ra manna íjölskyldu.
Um 6 milljarðar fóru í rekst-
ur framhaldsskólanna og kring-
um 3 milljarðar í háskólana.
Þar við bættist svo tæplega 1,5
milljarða framlög til námslána-
kerfisins, en afgangurinn er
kostnaður vegna annarra
fræðslumála en þegar eru upp
talin.
Síðasta hálfan annan áratug
voru opinber framlög til
fræðslumála, sem hlutfall af
landsframleiðslu, lægst árið
1984, um 4,2% - en hins vegar
hæst árin 1988 og 1992, kring-
um 5,2%. Síðustu þrjú árin hef-
ur þetta hlutfall farið heldur
lækkandi, niður í 4,9% í fyrra
sem áður segir.
Hlutur heimilanna hefur
vaxið smám saman og næstum
tvöfaldast frá 1982 til 1995 - úr
0,4% upp í nær 0,8% af lands-
framleiðslu.
Akureyri
Björn Steinar Sóibergsson, organisti í Akureyrarkirkju, við orgelið sem lítur illa út eftir skemmdarverkið um
helgina. Sjá bls. 4. Mynd: jhf
Skólamál
íslensk börn utangátta erlendis
Það er nógu erfitt
fyrir börnin að fiytja
milli ianda, þó svo að
þau lendi ekki í því að
vera færð niður um
jafnvel fleiri en einn
bekk í nýjum og fram-
andi skóla.
✓
formleg könnun blaðsins
hefur leitt í ljós að tals-
verð brögð virðast vera
að því að íslensk börn, sem
koma í erlenda skóla, séu lækk-
uð um bekk, eða jafnvel bekki,
oftast vegna þess að þau eru
langt á eftir erlendum jafnöldr-
um sínum í námi, sérstaklega í
stæðfræði.
Meðal dæma, sem blaðið
hefur haft spurnir af, er tólf ára
drengur á Ítalíu, sem er af þar-
lendum skólayfirvöldum talinn
vera a.m.k. tveimur árum á eft-
ir jafnöldrunum í stærðfræði-
kunnáttu og verður því að fara í
bekk með tíu ára börnum. Þetta
er mjög leiðinlegt fyrir dreng-
inn , segir amma hans. Hann er
hávaxinn og ljóshærður og sker
sig nú þegar úr hópi ítalskra
jafnaldra sinna, hvað þá þegar
liann verður kominn í bekk
með mikið yngri krökkum.
Hann verður eins og Gulliver í
Putalandi.
Ég veit hins vegar að þetta
er ekkert einsdæmi. Fólk sem
fer utan með börnin sín er að
lenda í þessu út um alla Evr-
ópu. Meðal annarra barna, sem
blaðið hefur frétt af, eru tólf
ára stúlka í Svíþjóð og tíu ára
stúlka í Belgíu, sem báðar hafa
verið færðar niður um bekk
vegna ónógrar stærðfræðikunn-
áttu. Allt eru þetta börn sem
stóðu sig í góðu meðallagi í
skólum á íslandi.
Kennarinn, sem vitnað var í
hér að ofan, er einmitt þessa
dagana að senda tólf ára börn-
um vinafólks síns erlendis
námsefni fyrir 8. og 9. bekk á
íslandi, í von um að það komi
þeim að einhverjum notum,
enda mun það námsefni vera
mun nær því sem kennt er í 7.
bekk í mörgum öðrum Evrópu-
löndum. H.H.S.