Dagur - Tíminn - 26.11.1996, Blaðsíða 5
©agur-'OIutrimt
Þriðjudagur 26. nóvember 1996 - 5
Framsókn
Tekist á iim auðlindina
Framsóknarmenn
deildu harl um sjáv-
arútvegsmál á flokks-
þingi sínu um helgina
en skildu sátfir.
Framsóknarmenn tókust á
um sjávarútvegsmál á
flokksþingi sínu um helg-
ina af meiri ákafa, en áður hef-
ur sést á þeirra samkomum.
Segja má að formaður flokks-
ins hafi gefið tóninn, þegar
hann í setningarræðu varpaði
fram hugmyndum um breyt-
ingar, sem Dagur-Tíminn sagði
frá á laugardag. Hann sagði
verðið á kvótanum alltof hátt
og að til greina kæmi að ríkið
leigði hluta kvótans á markaði
og vöktu hugmyndir hans mis-
mikla hrifningu. Sjávarútvegs-
nefnd flokksþingsins ræddi
þessi riiál fram og aftur í 7
klukkustundir og var á köflum
heitt í kolunum. Hún var gerð
afturreka með drög að ályktun,
sem fóru mjög fyrir brjóstið á
fámennum en háværum hópi
þingfulltrúa. Um síðir náðist
svo sátt um ályktun, sem menn
töldu sig geta unað við.
Málamiðlun
í drögum sjávarútvegsnefndar
sagði m.a „Framsóknarmenn
hafna veiðileyfagjaldi, enda
greiðir sjávarútvegurinn skatta
til samfélagsins eins og önnur
atvinnustarfssemi.“ I endan-
legri ályktun flokksþingins varð
niðurstaðan „Þingið telur að
sjávarútvegurinn hafi ekki svig-
rúm til að greiða auðlindaskatt,
enda greiðir hann skatta til
samfélagsins...“ Þetta var
málamiðlun og eins og oft vill
verða er misjafnt hvernig
menn túlka hana. Stefán Guð-
mundsson, þingmaður, segir að
engin efnisleg breyting hafi
orðið. „Við erum að hafna veiði-
Ieyfagjaldi. Auðvitað er stjórn-
un fiskveiða alltaf í end-
urskoðun og ég ætla ekki að
spá til langs tíma, en hér er al-
veg skýrt tekið fram að sjávar-
útvegurinn hafl ekki svigrúm til
að greiða auðlindaskatt." Und-
ir þetta tekur G. Valdimar
Valdimarsson. „Hugsun okkar,
sem settum það inn í upphafi
að hafna þessu, var sú að gefa
atvinnugreininm skýrt svar, um
það að við værum ekki að fara
að taka upp veiðileyfagjald á
næstu 2 árum. Menn töldu
betra að orða þetta svona, en
skilaboðin eru nákvæmlega þau
sömu.“
Rætt áfram
„Niðurstaðan er að flokkurinn
hafnar þessum óljósu, óútfærðu
hugmyndum, sem menn hafa
verið með um veiðileyfagjald,
að svo stöddu. Það þýðir jafn-
framt að flokkurinn vill fylgjast
með þróun mála og áskilur sér
allan rétt til að breyta áhersl-
um, þegar forsendur breytast,"
segir Hjálmar Árnason, þing-
maður af Reykjanesi. Már Pét-
ursson, dómari, tekur í svipað-
an streng. „Niðurstaðan er sú
að umræðunni er haldið op-
inni. Flokkurinn bar gæfu til að
taka á sig þá kvöð, að ræða og
útfæra þessi mál, í samráði við
hagsmunaaðila og í samræmi
við siðferðisvitund þjóðarinnar,
sem hefur verið stórlega mis-
boðið á margan hátt. Sjálfstæð-
ismenn báru ekki gæfu til þess
á sínu flokksþingi að fara eins
að. Ég álít að Framsóknar-
flokkurinn hafi tekið frumkvæð-
ið af Alþýðuflokknum, í því að
koma með skynsamlegar tillög-
ur til lagfæringar á núverandi
kerfi.“
Mynd GTK.
Nýkjörin forusta Framsóknarflokksins.
Eyjafjörður
Erlent íj ármagn laðað að
Verið að leita að
erlendum fjárfestum
til að taka þátt í
matvælaframleiðslu í
Eyjafirði.
Iðnþróunarfólag EyjaQarðar,
Atvinnumálanefnd Akureyrar
og Héraðsnefnd Eyjafjaröar,
Fjárfestingaskrifstofa íslands
og Iðnþróunarsjóður hafa tekið
saman höndum um það verk-
efni að laða að erlenda fjárfesta
í matvælaiðnaði á íslandi, og þá
með sérstaka áherslu á Eyja-
fjarðarsvæðið. Segja má að
matvælavinnsla sé stóriðnaður
á Eyjafjarðarsvæðinu, heildar-
velta matvælaiðnaðarins á
svæðinu er um 20 milljarðar
króna á ári. Gefinn hefur verið
út upplýsingabæklingur um
Eyjafjarðarsvæðið og kosti þess
gagnvart erlendri Qárfestingu,
hvað hér er verið að gera í mat-
vælaiðnaði auk þess sem er-
lendur ráðgjafi hefur komið að
verkefninu. Hann hefur verið
að skrá aðila í matvælaiðnaði
og tengdúm iðnaði á ákveðnum
svæðum í heiminum sem skil-
greina má sem markhópa
Eyjlaijarðarsvæðisins, þ.e. hluti
austurstrandar Ameríku og
hluti af Evrópulöndunum.
Um skammtímaverkefni er
að ræða sem stendur í átta
mánuði, og hefur Guðbjörg Pét-
ursdóttir, markaðsfræðingur
hjá Iðntæknistofnun, verið ráð-
in til þess verkefnis. Áætlað er
að
aður
verkefnið
nemi um
12 milljón-
um króna
sem skipt-
ist jafnt
milli stofn-
ana á Ak-
ureyri og
Fjárfest-
ingaskrif-
stofunnar
ásamt
framlagi
frá Iðnþró-
unarsjóði.
Helgi Jó-
hannsson,
fram-
kvæmda-
stjóri At-
vinnumála-
skrifstofu
Akureyrar-
bæjar, seg-
ir að þetta
verkefni
muni ekki
skila
áþreifan-
legum ár-
angri strax, heldur á mun
lengri tíma. Verið er að leita að
fjármagni, þekkingu, kunnáttu,
samstarfi og aðgengi að mörk-
uðum.
Samhliða ofangreindu verk-
efni er verið að vinna að undir-
búningi og skipulagi vegna ann-
ars konar iðnaðar en matvæla-
iðnaðar. Þar er um að ræða
vinnu við mörkun iðnaðar-
stefnu, gerð svæðisskipulags,
úttekt á vinnumarkaði og að-
stæðum í Eyjafirði vegna kynn-
ingar svæðisins fyrir erlendum
fjárfestum. Gert var sérstakt
samkomulag milli Iléraðsnefnd-
ar Eyjaijarðar, Byggðastofnun-
ar og Markaðsskrifstofu Iðnað-
arráðuneytis og Landsvirkjunar
um þann þátt málsins. GG
Fiskiþing
Hvetur til hvaiveiða
Fiskiþing hvetur ríkisstjórn-
ina til þess að leyfa hval-
veiðar hér við land strax á
sumrinu 1997. Þingið telur að
ijölgun raski jafnvægi í lífríki
sjávar en veiðarnar verði eftir
sem áður alfarið eftir ráðgjöf
Hafrannsóknarstofnunar.
Einnig er hvatt til að Alþingi
eða Sjávarútvegsráðuneytið
afli fjár til selveiða vegna
þeirra áhrifa sem selur hefur
á sjávarútveg hérlendis. M.a.
sé ljóst að blöðruselur valdi
miklu tjóni hjá neta- og línu-
veiðimönnum fyrir Norður-
landi, og svo hafi verið um
árabil. Allar kannanir benda
til að hringormur í íiski fylgi
aukinni selagengd. GG
íbúð óskast!
Starfsmaður Dags-Tímans óskar eftir einstaklings eða
2ja herb. íbúð á Akureyri.
Upplýsingar í síma 460 6119 eða 896 2075.
(Gunnar).
Atvinnurekendur
Atvinnurekendur á Norðurlandi innan Samtaka iðnaðarins
ogVinnuveitendasambands íslands.
Haustfundur Skrifstofu atvinnulífsins verður haldinn
á Fiðlaranum Akureyri, þriðjudaginn 26. nóv. kl. 17.
Dagskrá:
1. Kynning á starfsemi Skrifstofu atvinnulífsins: Ásgeir Magn-
ússon.
2. Nýjar leiðir í kjarasamningum, hlutverk kjarasamninga:
ÞórarinnV. Þórarinsson.
3. Áherslur Samtakanna í skattamálum: Sveinn Hannesson.
Skrifstofa atvinnulífsins.
SAMTÖK
IÐNAÐARINS
JæL vinnuveitendasawiband
CgXjJ ÍSLANDS