Dagur - Tíminn - 26.11.1996, Side 11
Jlagur-Βmrtm
Þriðjudagur 26. nóvember 1996 -11
SKÍÐI
Kristinn í 3. sætí
ámótiíNoregi
Kristinn Björnsson, skíða-
maður frá Ólafsfirði, hafn-
aði í 3. sæti á alþjóðlegu svig-
móti sem haldið var í Aurdal í
Noregi á sunnudaginn. Þetta
var fyrsta mót Kristins á keppn-
istímabilinu og árangur hans er
ekki síst athyglisverður fyrir
það að Kristinn hefur lítið sem
ekkert keppt á þessu ári, eftir
að hann meiddist á hásin.
Kristinn fékk 14 styrkleika-
punkta fyrir árangurinn og
lækkaði sig úr 22 punktum nið-
ur í átján á mótinu.
íslandsmeistarinn í svigi og
stórsvigi, Arnór Gunnarsson frá
ísafirði, hafnaði í 11. sæti á
sama móti og lækkaði einnig
um fjóra punkta. Hann fór nið-
ur úr 32 punktum í 28 punkta.
Þeir munu báðir keppa á móti í
dag og á morgun í stórsvigi sem
haldið verður í Geilo í Noregi.
Sigríður Þorláksdóttir frá
ísaflrði, sem varð íslandsmeist-
ari kvenna fyrr á árinu, keppti
einnig á móti í Noregi á sunnu-
daginn. Hún hafnaði í 10. sæti
og lofar árangur hennar góðu
fyrir veturinn.
Sundfélag Hafnarfjarðar
varði bikarmeistaratitil sinn
í sundi um helgina eftir harða
keppni við Ægi í Sundhöllinni í
Reykjavík. SH hlaut 27.742 stig,
sem var 530 stigum meira en
Kristinn Björnsson.
A-Uð Ægis hlaut í mótinu.
Lið SH hafði vinninginn bæði
í karla- og kvennaflokki en
Keflvíkingar náðu þriðja sætinu
í samanlögðu með 25.727 stig,
ÍA og UMSK voru í næstu sæt-
KARFA • Bikar
Haukargegn
Keflvíkingum
Haukar og Keflavík drógust
saman þegar dregið var í
sextán liða úrslit í Bikarkeppni
karla í körfuknattleik í gær en
umferðin verður leikin 5.-6.
desember. Eftirtalin lið drógust
saman:
Njarðvík-ÍA
UMFG-Tindastóll
Valur/Leiknir-Skallagrímur
Haukar-Keflavík
Breiðablik-KR
Glói-Selfoss
KFÍ-Þór
um, en í neðsta sæti varð B-lið
Ægis sem fellur niður í 2. deild.
Sæti liðsins taka Ármenningar
sem unnu aðra deildina eftir
harða keppni við Selfyssinga.
gþö/fe
SUND • Bikarkeppni SSÍ
SH hafði betur gegn Ægi
Allt íjámum á toppnum
Newcastle og Liverpool hikstuðu
en Arsenal nálgast toppsætið
Roy Keane skoraði fyrra mark Manchester United í 2:2 jafntefli við Midd-
lesbrough.
Mikið var um jafntefli í
ensku úrvalsdeildinni á
laugardag. Topplið
Newcastle hikstaði gegn Chels-
ea og liðin skildu jöfn 1:1 og
sama má segja um Liverpool,
sem hefði getað náð toppsætinu
með sigri á Wimbledon. Man-
chester United missti tvisvar
niður forustu í 2:2 jafntefli við
Middlesbrough og er nú komið í
sjöunda sæti. Arsenal er á góðri
siglingu og komst í annað sætið
með fræknum sigri á Totten-
ham á sunnudag.
Dýrasti knattspyrnumaður
heims, Alan Shearer, snéri aftur
eftir meiðsl og skoraði markið
sem tryggði Newcastle
áframhaldandi setu á toppnum.
Chelsea náði forustu um miðjan
fyrri hálfleik með ítölsku marki.
Gianfranco Zola tók auka-
spyrnu sem virtist fara beinustu
leið í markið en landi hans, Gi-
anluca Vialli, fagnaði og sagðist
hafa komið við boltann á leið-
inni í netið. „Ég snerti boltann.
Ég myndi aldrei stela marki frá
Zola, sérstaklega ekki í fyrsta
heimaleiknum hans, ef þetta
væri ekki heilagur sannleikur,“
sagði Vialli og Zola staðfesti
eftir leikinn að hann væri tilbú-
inn að láta skrifa markið á Vi-
alli. „Kannski Vialli hafi snert
boltann með eina hárinu sem
hann hefur á kollinum," sagði
Ruud Gullit, þjálfari liðsins. Það
þykir kaldhæðnislegt að Vialli
er sagður fá 300 þúsund króna
bónusgreiðslu fyrir hvert mark
sem hann skorar en Zola er
ekki með nein slík ákvæði í
samningi sínum. Newcastle lók
nær allan síðari hálfleik einum
færri eftir að David Batty fékk
rauða spjaldið fyrir að lumbra
á Mark Hughes. Kevin Keegan
var ekki sáttur og kvartaði sár-
an yfir því að Hughes skildi
sleppa við rautt spjald fyrir sinn
þátt í hasarnum.
Sætur sigur
Arsenal lagði Tottenham í ná-
grannaslag á sunnudag. Ian
Wright kom Arsenal yfir með
vítaspyrnu í fyrri hálfleik en
Tottenham virtist ætla að hanga
á jafnteflinu. En leikmenn Ar-
senal tryggðu sér þrjú stig og
annað sætið í deildinni með
tveimur mörkum frá Tony Ad-
ams og Dennis Bergkamp á síð-
ustu þremur mínútum leiksins.
Liverpool byrjaði vel gegn
Wimbledon og Stan Collymore,
sem kom á ný inn í byrjunar-
liðið, skoraði eftir aðeins 33
sekúndur og er sennilega met í
deildinni í vetur, það dugði þó
skammt gegn baráttuglöðum
leikmönnum Wimbledon. Norð-
maðurinn Oyvind Leonhardsen
jafnaði eftir mistök David Jam-
es, markvarðar Liverpool, og
Wimbledon er nú taplaust í síð-
ustu 16 leikjum. Aðdáendur Li-
verpool eru ekki vanir að baula
á sína menn en í lok leiksins
létu þeir vanþóknun sína ber-
lega í ljós.
Manchester United missti
tvívegis niður forustu gegn
Middlesbrough á útivelli og 2:2
jafntefli voru sanngjörn úrslit.
Meistararnir eru með langan
sjúkralista og að þessu sinni
voru stór skörð í vörninni. Báð-
ir Neville-bræður eru meiddir
og sama má segja um Dennis
Irwin og Gary Pallister en í
þeirra stað voru valdir ungir
bakverðir, John O’Kane og Mi-
chael Clegg. Auk þess eru Ryan
Giggs og Ole Gunnar Solskjær
meiddir og ungur kantmaður,
Ben Thornley, var í byrjunar-
liðinu. Middlesbrough sótti
meira í leiknum og tvisvar vildi
Ravanelii fá vítaspyrnu en ekk-
ert var dæmt. Dómarinn benti
loks á vítapunktinn á 83. mín-
útu þegar skotið var beint.
Craig Hignett skoraði úr
vítaspyrnunni og liðin sættust á
jafnan hlut.
Dómaramistök
Nágrannaslagur Coventry og
Aston Villa var líflegur og yfir-
fullur af umdeildum atvikum.
Slagsmál brutust út í lok leiks-
ins og Andy Townsend, fyrirliði
Villa, sást á sjónvarpsupptöku
reyna að slá Paul Williams,
varnarmann Coventry. Paul
Durkin, dómari, sá ekki atvikið
en Townsend hafði fengið gult
spjald fyrr í leiknum. Durkin
þarf að svara fyrir önnur mis-
tök í leiknum því hann sýndi
Liam Daish, miðverði Coventry,
tvívegis gula spjaldið en
gleymdi að lyfta því rauða og
Daish lék allan leikinn. Ljósi
punkturinn í leiknum var end-
urkoma Steve Staunton eftir
fimm vikur frá vegna meiðsla.
Hann skoraði sigurmarkið fyrir
Villa með glæsilegu langskoti.
Leeds sigraði Southampton
2:0 og mörkin komu bæði á síð-
ustu tíu mínútunum en það
fyrra skoraði Gary Kelly með
fallegu skoti. Þetta var fyrsta
mark þessa írska bakvarðar
fyrir Leeds. Southampton var
betri aðilinn í leiknum en
brenndu af góðum færurn. Matt
Le Tissier meiddist í fyrri hálf-
leik og verður sennilega frá
keppni í allt að sex vikur en í
hans stað kom Aly Dia, sem
skrifaði undir mánaðar samn-
ing við Southampton í síðustu
viku. Hann er æskuvinur Ge-
orge Weah, sem kom því í
kring að Dia fengi að æfa með
enska félaginu. Dia fór illa með
færin og var skipt aftur útaf í
síðari hálfleik.
Úrvalsdeild
Úrslit
Chelsea-Newcastle 1:1
(Vialli 24) (Shearer 41)
Coventry-Aston Villa 1:2
(Dublin 75)
(Joachim 29, Staunton 85)
Leicester-Everton 1:2
(Walsh 83) (HinchcliíTe 12,
Unsworth 52)
Liverpool-Wimbledon 1:1
(Collymore 1) (Leonhardsen 67)
Middlesbrough-Man. Utd. 2:2
(Ravanelli 27, Hignett víti 83)
(Keane 17, May 72)
Southampton-Leeds 0:2
(Kelly 82, Sharpe 89)
Sunderland-Sheff. Wed. 1:1
(Melville 68) (Oakes 66)
West Ham-Derby 1:1
(Bishop 17) (Sturridge 43)
Arsenal-Tottenham 3:1
(Wright vfti 28, Adams 88,
Bergkamp 90) (Sinton 57)
Staðan
Newcastle 14 9 2 3 25:15 29
Arsenal 148 4 2 27:12 28
Liverpool 14 8 4 2 24:13 28
Wimbledon 14743 25:16 25
Chelsea 1466 2 23:19 24
Everton 146 5 3 22:15 23
Man. Utd. 146 5 3 26:21 23
Aston Villa 146 3 5 18:15 21
Tottenham 14 6 2 6 15:14 20
Sheíf. Wed. 14 5 5 4 16:18 20
Derby 14464 15:16 18
Leicester 145 2 7 13:18 17
West Ham 14446 13:18 16
Leeds 14 5 1 8 13:20 16
Middlesbrough 14 3 5 6 20:25 14
Sunderland 14 3 5 6 10:17 14
Southampton 14 3 4 7 22:26 13
Coventry 14 1 7 6 8:19 10
Blackburn 13157 11:17 8
Nottm. Forest 13 1 5 7 10:22 8
1. deild
Úrslit
Barnsley-Portsmouth 3:2
Birmingham-Swindon 1:0
Charlton-Bradford 0:2
Crystal Palace-Wolves 2:3
Iluddersfield-Grimsby 2:0
Ipswich-Port Vale 2:1
Man. City-Tranmere 1:2
Oldham-Oxford 2:1
Reading-QPR 2:1
Stoke-Southend 1:2
Sheff. Utd.-Bolton 1:1
Staða efstu liða Bolton 20 11 7 2 41:26 40
Crystal Palace 19 9 7 3 43:18 34
Barnsley 1896 3 33:24 33
Norwich 189 5 4 27:18 32
Sheff. Utd. 17 8 6 3 32:18 30
Tranmere 19 8 5 6 28:22 29
Wolves 19 8 5 6 26:21 29
Oxford 20 8 5 7 25:17 29
Swindon 19 8 2 9 29:23 26
Birmingham 18 7 5 6 22:21 26
Ipswich 20 6 7 7 27:29 25
Stoke 1766 5 24:29 24
Huddersfield 1966 7 22:25 24
Port Vale 20 5 9 6 18:22 24
Portsmouth 20 6 5 9 24:28 23
West Brom 18 5 8 5 23:27 23
Southend 20 5 8 7 22:32 23
Charlton 17 7 2 8 18:25 23
QPR 20 5 7 8 22:28 22
Reading 18 6 4 8 22:29 22
Man. City 19 6 2 11 20:28 20
Bradford 20 5 5 10 18:33 20
Oldham 20 4 7 9 22:25 19
Grimsby 19 3 5 11 19:39 14
Hamar
félagsheimili Þórs:
Salir til leigu
Tilvaldir til hvers
konar íþrótta- og tóm-
stundaiðkana.
Gufa - Pottur -
Búningsaðstaða
Hamar
sími 461 2080